Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 49
ÍÞRÓTTIR 50 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ GUNNLAUGUR Jónsson, varnarmaður og fyrirliði ÍA, leikur í dag sinn 100. leik í efstu deild. Frumraun Gunnlaugs var gegn Breiðabliki á Skipaskaga hinn 23. maí 1995. Í þeim leik sigruðu Skagamenn þá grænklædda Blika, 2:0, og sá núverandi þjálfari Gunnlaugs, Ólafur Þórðarson, um að skora bæði mörkin. Á þeim tíma sem Gunnlaugur hefur leikið með ÍA hefur hann hampað Íslandsbikarnum þrisvar og bik- armeistaratitlinum tvisvar. Í samtali við Morg- unblaðið sagðist Gunnlaugur vilja fagna tímamótum með sigri. „Við höfum ekki sigrað í Frostaskjólinu síðan Mihajlo Bibercic og Þórður Guðjónsson skoruðu tvö mörk hvor í, 4:2, sigri árið 1993 en ég var ekki byrjaður að leika með liðinu á þeim tíma. Því yrði það gaman að vinna langþráðan sigur á KR-ingum á þeirra heimavelli á þessum tímamótum.“ „Vil fagna tíma- mótum með langþráðum sigri“ DAVÍÐ Þór Viðarsson var í fyrsta sinn í byrjunarliðiLilleström í norsku úrvalsdeildinnni í gærkvöldi þegar liðið mætti Rosenborg í Þrándeheimi og tókst að krækja í eitt stig, 1:1. Davíð lék frá upphafi til enda leiks í vörninni og þótti standa sig ágætlega. Hann fékk gula spjaldið á 79. mínútu. Ríkharður Daðason kom inn á sem varamaður í lið Lilleström, annan leikinn í röð, að þessu sinni á 88. mínútu. Honum tókst ekki að setja mark sitt á leikinn á þeim stutta tíma sem hann fékk að spreyta sig. Indriði Sigurðsson stóð að vanda í vörn Lilleström frá upphafi til enda leiks og stóð sig vel. Árni Gautur Arason, landsliðsmarkvörður, varð hins vegar að sætta sig við að sitja á varamannabekk Rosen- borg, líkt og í fyrri leikjum liðsins á keppnistímabilinu. Þetta voru fyrstu stigin sem Rosenborg tapað á leiktíð- inni en liðið hefur 22 stig að loknum 8 leikjum. Lille- ström er um miðja deild með 9 stig eftir 8 leiki. Hannes Þ. Sigurðsson kom inn á sem varamaður í lið Viking þegar það vann Sogndal, á heimavelli, 2:1. Vik- ing er í öðru sæti deildarinnar með 15 stig. Davíð lék allan leik- inn með Lilleström Ríkharður Daðason MIKIÐ hefur verið um meiðsl knattspyrnumanna hjá liðunum í efstu deild. Margir hafa velt því fyrir sér hver væri ástæðan fyrir auknum meiðslum hér á landi og jafnvel hjá íslenskum leikmönnum í Noregi. Margar spurningar hafa vaknað – er keppnistímabilið orð- ið of langt, spilar gervigras í íþróttahöllum þar inn í? Er þjálfun leikmanna ekki nægilega góð og hefur fæði eitthvað að segja. Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari, segir sitt álit á þessari þróun. „Það hangir margt á spýtunni þegar meiðsl eru. Það geta auðvit- að verið hrein og bein slys sem ekkert er hægt að gera við. Mikið hefur líka verið talað um að menn æfi á mismunandi undirlagi. Hérna æfa menn mikið á gervi- grasi og undirlagið er mjög mis- jafnt á þeim völlum. Síðan er stundum farið á möl, hlaupið á malbiki og jafnvel farið á park- etgólf. Síðan er farið í æfingabúð- ir og æft á náttúrulegu grasi og komið heim og farið aftur á gervi- grasið. Þetta allt saman hefur ver- ið álitið að fari ekki vel með lík- amann. Rannsóknum hefur fleygt fram í íþróttavísindunum og ævi toppíþróttamannsins er stöðugt að lengjast og við sjáum það til dæmis vel hjá Guðna okkar Bergs- syni. Það er ekki langt þangað til það verður mikil veisla í fertugs- afmælinu hans. Áður var það einn og einn markmaður sem hékk svona lengi í þessu vegna þess að það var frekar rólegt í búrinu hjá honum. Núna er þetta allt orðið miklu vísindalegra en áður og menn eiga að geta stýrt álaginu betur en oft áður þannig að hægt sé að draga úr meiðslum. Helsta orsök þess að margir eru meiddir hér núna gæti verið breytilegt undirlag. Auðvitað losnum við aldrei við tognanir og annað slíkt, en svo er mjög mik- ilvægt að íþróttamenn lifi heilsu- samlegu lífi og borði holla fæðu. Lífernið utan æfinga skiptir miklu máli og þeir sem taka sig alvar- lega, hafa metnað og ætla að ná langt, passa auðvitað upp á slíkt og styrkja sig utan hefðbundinna knattspyrnuæfinga,“ segir Logi. Breytilegt undirlag helsta orsök meiðsla  KA-MENN hafa samið við danskan miðvörð, Ronny Hartik frá HIK lið- inu sem leikur í dönsku 1. deildinni. Leikmaðurinn leikur væntanlega sinn fyrsta leik með KA gegn Fram í fimmtu umferð efstu deildar þann 10. júní á Laugardalsvelli.  ÞRÍR bræður mætast á KR-vell- inum í efstu deild karla í kvöld þegar KR leikur við ÍA. Þá taka tvíbura- bræðurnir Arnar og Bjarki Gunn- laugssynir á móti yngri bróður sín- um, Garðari. Bjarki er eini bróðurinn sem á eftir að gera mark í efstu deild í ár því Arnar og Garðar hafa báðir gert eitt mark, báðir í leikjum gegn Þrótti.  ÞRÓTTARAR taka í dag á móti KA í efstu deild karla. Síðast þegar liðin léku var sæti í efstu deild í húfi. Þá gerðu liðin 2:2 jafntefli á Val- bjarnarvelli og KA fór í efstu deild, á tveimur sjálfsmörkum Þróttara.  SIR Jack Hayward, eigandi Wolv- es, ætlar ekki að eyða miklum fjár- munum í leikmannakaup í sumar, en Wolves tryggði sér sæti í ensku úr- valsdeildinni í fyrradag. „Við megum ekki eyða óhóflega í launakostnað og leikmannakaup. Við eigum að taka Birmingham til fyrirmyndar sem fór varlega í leikmannakaup og skilaði hagnaði eftir síðasta tímabil,“ sagði Hayward.  DAMIEN Duff, leikmaður Black- burn, er ánægður í herbúðum liðsins. „Ég er ánægður hjá Blackburn og ég býst við að vera áfram hjá liðinu. Hins vegar er það undir Blackburn komið hvort ég verði seldur,“ sagði Duff.  MAURICE Cheeks, þjálfari Port- lands í NBA-deildinni í körfuknatt- leik, er ofarlega á óskalista forráða- manna Philadelphia 76ers um að taka við þjálfun liðsins. Jeff Van Gundy, fyrrverandi þjálfari New York Knicks, er einnig talinn hafa möguleika á að fá starfið.  GRÍSKI landsliðsmaðurinn, Styli- anos Giannakopoulos, hefur gengið til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Bolton. Giannakopoulos er miðju- maður og gerði 13 mörk fyrir Olymp- iakos á síðasta leiktímabili. „Mig hef- ur alltaf langað til að leika í Englandi og þegar ég heyrði af áhuga Bolton ákvað ég að slá til,“ sagði Giannako- poulos við komuna til Bolton.  JEVGENY Kafelnikov var í gær sleginn úr keppni í Opna franska meistaramótinu í tennis í annarri umferð þegar hann mætti Brasilíu- manninum, Flavio Saretta. Saretta sigraði Rússann í fimm settum (6-4, 3-6, 6-0, 6-7, 6-4). Kafelnikov vann á þessu móti árið 1996.  DANIELA Hantuchova, frá Slóv- akíu var einnig sleginn óvænt úr keppni í Opna franska meistara- mótinu. Hantuchova tapaði fyrir lítt þekktri tenniskonu, Ashley Harkle- road, í þremur settum (7-6, 4-6, 9-7).  SHINJI Ono, leikmaður Feyen- oord, var í gær valinn knattspyrnu- maður Asíu 2002. Valið kom mjög á óvart því flestir bjuggust við því að Ahn Jung-Hwan frá Suður-Kóreu myndi hljóta hnossið. Ono er þriðji Japaninn til að hljóta verðlaunin. Á undan honum hafa þeir Masami Ih- ara og Hidetoshi Nakata verið valdnir.  WAYNE Rooney verður að öllum líkindum klár í slaginn með enska landsliðinu eftir viku þegar það mæt- ir Serbíu/Svartfjallalandi í vináttu- landsleik á Walkers-leikvangi í Leic- ester. Rooney hefur barist við meiðsli í hné síðustu vikurnar og gat m.a. ekki tekið þátt í leik Englend- inga og Suður-Afríku í síðustu viku.  ÞETTA eru gleðitíðindi fyrir Sven-Göran Eriksson, landsliðs- þjálfara Englendinga, því nóg er um meiðsli á meðal leikmanna. Rio Ferdinand er meiddur í hné og John Terry hefur lítið getað æft upp á síð- kastið. Terry var þó með á léttri æf- ingu landsliðsins á La-Manga á Spáni í gær. FÓLK KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu Úrslitaleikurinn á Old Trafford í Man- chester: AC Milan – Juventus ................................0:0  Jafnt var að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. Úrslitin réðust í víta- spyrnukeppni, 3:2. AC Milan: Nelson Dida; Alessandro Costa- curta (Jose Vitor Roque Junior 65.), Aless- andro Nesta, Paolo Maldini, Kakhabar Kal- adze; Gennaro Gattuso, Andrea Pirlo (Sergio Serginho 70.), Clarence Seedorf; Manuel Rui Costa (Massimo Ambrosini 87.); Andriy Shevchenko, Filippo Inzaghi. Juventus: Gianluigi Buffon; Lilian Thuram, Igor Tudor (Alessandro Birindelli 42.), Ciro Ferrara, Paolo Montero; Mauro Cam- oranesi (Antonio Conte 45.), Alessio Tacch- inardi, Edgar Davids (Marcelo Zalayeta 65.) , Gianluca Zambrotta; David Trez- eguet, Alessandro Del Piero. Dómari: Markus Merk, Þýskalandi. Áhorfendur: 63.215. Svíþjóð Halmstad – Elfsborg ................................1:1 Noregur Rosenborg – Lillestrøm............................1:1 Viking – Sogndal ...................................... 2:1 ÚRSLIT Leikurinn fór fjörlega af stað ogstrax á 8. mínútu taldi Andriy Shevchenko sig hafa skorað full- komlega löglegt mark en aðstoðar- dómarinn flaggaði og dómarinn dæmdi markið af. Aðstoðardómar- inn taldi Rui Costa hafa skyggt á Buffon, markvörð Juventus, þegar Shevchenko skaut knettinum að markinu. Skömmu síðar átti Filippo Inzaghi, framherji AC Milans, hör- kuskalla að marki Juventus en Gianluigi Buffon varði meistaralega í horn. Síðari hálfleik hóf Juventus að krafti og Antonio Conte skallaði í slá á upphafsmínútunum. Það sem eftirlifði venjulegs leiktíma gerðist afar fátt og því þurfti að grípa til framlengingar. Í framlengingunni var sem bæði lið hefðu sætt sig við vítaspyrnukeppni en leikmenn Mil- ans virtust þó viljugri til að vinna. Vítaspyrnukeppnin varð að ein- vígi markvarðanna, þeirra Dida og Buffon. Dida gaf tóninn strax í fyrstu spyrnu þegar hann varði víti Davids Trezeguet. Í næstu spyrnum skiptust liðin á að skora og misnota vítaspyrnur, Dida varði þrjár spyrn- ur og Buffon tvær. Þegar Aless- andro del Piero jafnaði leikinn, 2:2, fyrir Juventus úr fimmta og síðasta víti liðsins átti AC Milan eina víta- spyrnu eftir. Það var Andriy Shevc- henko sem tók lokaspyrnuna og skoraði hann af öryggi og tryggði AC Milan sinn sjötta sigur í Meist- aradeild Evrópu og forvera hennar, Evrópukeppni meistaraliða. Sigurinn í gær markaði þriðja skiptið sem Clarence Seedorf hefur sigrað í keppninni með þremur mis- munandi liðum, Ajax árið 1995, Real Madrid 1998 og nú með AC Milan 2003. Það var Paolo Maldini, fyr- irliði AC Milans, sem tók við sig- urlaununum úr höndum Lennarts Johanssons, forseta Knattspyrnu- sambands Evrópu. Eftir það tók við mikill sigurdans Mílanó-manna á Old Trafford. Úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu réðust í vítaspyrnukeppni Reuters Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, lyftir bikarnum á loft eftir að hafa tekið við honum úr höndum Lennarts Johanssons, forseta UEFA. Fjörutíu ár eru síðan faðir Maldini stóð í sömu sporum. Dida hetja AC Milan AC Milan eru sigurvegarar í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Liðið sigraði landa sína frá Ítalíu, Juventus, 3:2 að lokinni víta- spyrnukeppni á Old Trafford leikvellinum í Manchester. Það var Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko, sem gerði sigurmark Milan- manna í vítaspyrnukeppni, en hetja þeirra var án efa Dida mark- vörður sem varði þrjár vítaspyrnur. Þetta er þriðji úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu sem Juventus tapar í röð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.