Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 55 HEATHER Mills, og fyrrverandi Bítillinn Paul McCartney, eiga von á barni síðar á þessu ári. „Við erum himinlifandi yfir þess- um gleðifréttum,“ sögðu hjónin í yfirlýsingu, sem þau sendu frá sér á miðvikudag. Sir Paul, sem er sextugur, og Mills, sem er 35 ára, kynntust árið 1999, ári eftir að Linda, eiginkona Pauls, lést úr krabbameini. Þau gengu í hjónaband á Írlandi í júní í fyrra. Mills er fyrrverandi fyrirsæta sem missti annan fótinn í mót- orhjólaslysi og hefur síðan beitt sér í þágu barna sem hafa ör- kumlast af völdum stríðsátaka. Orðrómur komst á kreik um það í mars að Mills væri með barni en þau hjónin sáust þá utan við fæðingarheimili í Lundúnum. Mills sagði hins vegar skömmu síðar í einlægu sjónvarpsviðtali við þekkta þáttastjórnandann Michael Parkinson að hún gæti væntanlega ekki eignast börn. Sagðist hún bæði hafa fengið krabbamein í legið og einnig hefði hún tvívegis fengið utanlegsfóstur og því var hún sár vegna orðrómsins um óléttu sína. Þetta verður fyrsta barn Mills en McCartney á þrjú börn og stjúpdóttur af fyrra hjónabandi. McCartney og Mills eiga von á barni Reuters Paul McCartney og Heather Mills eiga von á barni á árinu. Þau fagna eins árs brúðkaupsafmæli sínu hinn 11. júní. Bítlaerfingi í vændum ÓPERUSÖNGVARINN þekkti, Luciano Pavarotti, efndi í tíunda sinn til árlegra góðgerðartónleika í heimabæ sínum, Modena á Ítalíu, á þriðju- dagskvöld. Í þetta sinn bauð hann Ricky Martin, Bono, Queen, Eric Clapt- on, Andrea Bocelli og Lizu Minelli meðal annarra til leiks. Tilgangurinn var að safna fé fyrir Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) til handa írösku flóttafólki. Féð safnast ekki aðeins með miðasölu á tónleikana heldur styrktu sjón- varpsáhorfendur málefnið en tónleikunum var sjónvarpað í Ítalíu og nokkrum öðrum löndum. Bono, sem hlaut frægð fyrir að vera söngvari írsku hljómsveitarinnar U2, söng dúett með Pavarotti. Þeir sungu nýstár- lega útgáfu af „Ave Maria“ en Bono skipti latínunni út fyrir ensku og hóf lagið á orðunum, „Where is the justice in the world?“ eða „hvar er rétt- lætið í heiminum?“ Pavarotti hélt sig hins vegar við latnesku bænina. Söngkonan Liza Min- elli átti að koma fram á tónleikunum en brotnaði á hnéskel síðasta sunnu- dag þegar hún datt á hótelinu, sem hún dvaldi á í Bologna. Hún lét það ekki algjörlega aftra sér því hún söng í beinni útsendingu frá sjúkrahúsinu, umkringd starfsfólki sjúkrahússins og fjölskyldu- meðlimum. Stórtenórinn Luciano Pavarotti veifar til áhorfenda eftir að hafa komið fram ásamt poppsöngvaranum frá Púertó Ríkó, Ricky Martin. Bono og Luciano Pavarotti fallast í faðma á meðan á góðgerðartónleik- unum til styrktar íröskum almenn- ingi stóð í heimabæ tenórsins. Vel heppnaðir tónleikar Pavarotti og vina Minelli söng á sjúkrahúsinu Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15. B.i. 14. Mögnuð hrollvekja sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. X-ið 977 Cremaster 3 Sýnd kl. 6. Cremaster 4 & 5 Sýnd kl. 9.15. Einn óvæntasti spennutryllir ársins! Hrikalega mögnuð mynd sem kemur óhugnarlega á óvart! FRUMSÝNING Fór beint á toppinn í Bandaríkjunum! Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára Sýnd kl. 6. SG DV www.laugarasbio.is Sýnd kl. 4, 6.30 og 9. B.i. 12. Svakaleg spennumynd með töffaranum Vin Diesel úr xXx. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 B.i. 16 SV MBL  HK DV Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com "Tvöfalt húrra" Frétta- blaðið 400 kr Sýnd kl. 2. Ísl. tal. 400 kr. kl. 2 og 4. Ísl. tal. Tilboð 500 kr. 500 kr Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. MIÐAVERÐ 750 KR. Kvikmyndir.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.