Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 55
56 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÝNING á lokaverkefnum nem- enda við Ljósmyndaskóla Sissu verður opnuð í dag klukkan 16. Skólinn, sem er við Laugaveg 25 á 3. hæð, hefur verið starfræktur frá árinu 1997. Alls eru 17 nemar að útskrifast úr skólanum eftir tveggja anna nám og sýnir hver nemandi á bilinu 5-20 verk, að sögn Ómars Arnarssonar, eins út- skriftarnemendanna, en margir af helstu ljósmyndurum landsins kenna við skólann. „Við erum að sýna þarna loka- verkefnin okkar. Hver og einn fékk frjálsar hendur með hvað hann vildi gera og þetta er út- koman,“ segir Ómar en hann er m.a. með mynd af skreið á trön- um. „Ég er með portrett-sýningu, eða bæði portrett og kjöt. Ég hef áhuga á ýmsum sviðum,“ segir hann. Markmið skólans er að kenna grunn ljósmyndunar bæði fyrir þá sem vilja ljósmynda sér til ánægju eins og þá sem hyggja á frekara nám og starf. Nemendum eru kynntar ýmsar leiðir svo sem portrett-, tísku-, landslags-, aug- lýsinga-, blaðaljósmyndun og ljós- myndun sem list. Útskriftarsýning Ljósmyndaskóla Sissu opnuð Lokaverkefni til sýnis Eitt verkanna á sýningunni eftir nemandann Hiroko Ara. Útskriftarsýning Ljósmyndaskóla Sissu Laugavegi 25, 3. hæð, í dag kl. 16. Sýn- ingin opin daglega til 9. júní. Tveggja anna námskeið byrja í september en um- sóknarfrestur rennur út 15. júní. Frábær rómantísk gamanmynd sem hefur allstaðar slegið í gegn. Sýnd kl. 8. B.i.14. Sýnd kl. 5, 8, 9 og 10. B. i. 12 ára.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 5.45 og 8.  Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is SV MBL HK DV  SG Rás 2 Radio X  ÞÞ Frétta- blaðið  ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ AF HVERJU HAGA MENN SÉR EINS OG STRÁKAR? AF ÞVÍ ÞEIR GETA ÞAÐ Sýnd kl. 4. Sýnd kl. 10.30.Sýnd kl. 5. B.i.12 ára. Sýnd í stóra salnum kl. 9. Kvikmyndir.com Frábær rómantísk gamanmynd sem hefur allstaðar slegið í gegn. KVIKMYNDIR.COM ÓHT Rás 2 Það borgar sig að kynnast fólki vel áður en þú ferð á blint stefnumót á netinu. Queen Latifahfer á kostum og Steve Martin slær í gegn í sinni stærstu gamanmynd frá upphafi! ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.10. B.i. 14 ára ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6 og 8. KRINGLAN Sýnd kl. 7. KRINGLAN kl. 5.30. Ísl. tal. ÁLFABAKKI kl. 4. ísl. tal. KVIKMYNDAKLÚBBUR Alliance française og Film-Undur standa fyrir sýningu á kvikmyndinni Tchao, pantin! eftir Claude Berri frá árinu 1983 en myndin verður frumsýnd í kvöld. Í aðalhlutverkum eru Philippe Leotard, Co- luche, Richard Anconina og Agnès Soral. Þess má geta að Tchao, pantin!, sem flokkast til ný-rökk- urmynda (neo-noir), þykir vera mikið fyrir augað. Myndin, sem er byggð á bók eftir Alain Page, fjallar um einfarann og alkóhólistann Lambert (Coluche), sem starfar sem bensínafgreiðslumaður á næturvöktum. Lambert, sem er fyrrverandi lög- reglumaður, vingast við ungan eiturlyfjasala, Benoussan (Anconina), sem er hálfur arabi og hálfur gyðingur, og samband þeirra verður mjög náið. Þegar Benoussan er drepinn af bófagengi, ákveður Lambert að hefna hans. Alliance française og Film-Undur sýna Tchao, pantin! Sjónræn rökkurveisla Myndin Tchao, pantin! fjallar um einfarann og alkóhólistann Lambert sem starfar sem bensínafgreiðslumaður á næt- urvöktum. Myndin verður sýnd í Háskólabíói í kvöld kl. 22.30, sun. 1.6. kl. 18 og mánudaginn 2.6. kl. 20. Hún er með enskum texta. Aðgangur er ókeypis fyrir meðlimi í Alliance française sem sýna fé- lagsskírteini og persónuskilríki við innganginn. JÆJA, þá er hún komin, grínmyndin sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Margir hafa beðið eftir mynd- inni, enda eru þær myndir, sem Steve Martin kemur að, yfirleitt ekki af verri endanum. Hér leikur hann Peter Sanderson fráskilinn og ein- mana lögfræðing í ástarsorg vegna sinnar fyrrverandi. Hann reynir þó að gleyma og halda áfram í lífinu, og þannig kynnist hann Charlene (Queen Latifah) á netinu. Hún lofar góðu, enda gáfaður lögfræðingur. En þegar hún birtist á dyrapallinum, kemur annað í ljós. Hún er nýflúin úr fangelsi, segist vera saklaus og biður Peter um að hjálpa sér. En Peter vill ekkert með hana hafa, hún ógnar möguleikanum að ná eiginkonunni tilbaka, að hann nái viðskiptavini upp á milljarða króna, og … ja, það verður hreinlega allt vitlaust! Lögfræðingur í klípu Eru Charlene og Peter að ná saman? Sambíóin Álfabakka, Keflavík, Kringlunni og Akureyri frumsýna grínmyndina Allt að verða vitlaust (Bringing Down the House). Leikstjórn: Aðalhlutverk: Steve Martin, Queen Latifah, Eugene Levy, Joan Plowright, Jean Smart, Kimberly J. Brown, Angus T. Jones og Missi Pyle.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.