Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga RIÐA hefur greinst í sauðfé á bænum Breiðabólsstað í Ölfusi. Að sögn Sigurðar Sigurðarsonar, dýralæknis á Keldum, verður öllu fé á bænum, sem var um 100 sl. vetur, fargað á næstu dögum og fé rannsakað á nærliggjandi bæjum. Er þetta fyrsta riðutil- fellið í Ölfusi í nærri tuttugu ár. Síðast kom hún upp á bæ undir Ingólfsfjalli árið 1984. Sigurður segir það mikil vonbrigði að riða skuli vera komin upp á þessu svæði en vegna samgangs fjár og viðskipta með fé óttist menn að þetta verði ekki síðasta riðutil- fellið. Ásamt sveitarstjóra, búfjáreft- irlitsmönnum og dýralæknum fundaði Sigurður með bændum á Breiðabólsstað í fyrrakvöld. „Ákveðið var að taka á málinu af fyllstu alvöru. Öllu fé á bænum verður fargað sem fyrst. Síðan verður farið í að skoða fé af næstu bæjum, kanna hugsanleg- ar smitleiðir og loka smitleiðum vegna framtíðarinnar,“ segir Sigurður. „Riða getur verið mörg ár að búa um sig. Hún var síðast í Ölfusinu árið 1984 en á allt öðrum stað, eða undir Ing- ólfsfjalli. Breiðabólsstaður er einn ysti bærinn í Ölfusi. Árið 1983 var annað tilfelli í Reykja- vík, sem tilheyrir sama varnar- hólfi, landnámi Ingólfs. Þess vegna er ólíklegt að eitthvert samhengi sé milli fyrri tilvika og þessa tilfellis núna. Þetta þýðir að veikin hefur borist aftur inn á svæðið og alls ekki víst að Breiðabólsstaður sé fyrsti bær- inn.“ Sigurður óttast að riðan geti verið á fleiri bæjum í Ölfusi. Skipti á hrútum hafi átt sér stað og fé af mörgum öðrum bæjum verið í fjárhúsinu á Breiðabóls- stað vegna þess að þar hafi verið skilarétt fyrir svæðið. Þarf að farga fé í haust Rætt var um það á fundinum í fyrrakvöld að farga þyrfti meira fé í haust. „Við munum funda með bændum og fjáreigendum fljótlega til að ræða þessi mál, fá þá til samvinnu um að uppræta riðuna sem allra fyrst,“ segir Sigurður. Einkenni sem vöktu grun á Breiðabólsstað voru þrálátur kláði í tveimur kindum, einkum í hausnum. Ekki bar á taugaveikl- un eða lömun en að sögn Sigurð- ar eru einkenni riðusjúkdómsins breytileg. Var dýralæknir kallað- ur til um miðjan þennan mánuð og eftir sýnatöku og rannsóknir var það endanlega staðfest sl. þriðjudag að um riðu væri að ræða. Sigurður segir mikilvægt að fjáreigendur fylgist með sínu fé og láti vita um allt sem er grunsamlegt. Sé uppi grunur um riðu fái bændur slíka rannsókn sér að kostnaðarlausu. Fyrsta riðutilfellið í Ölfusi frá árinu 1984 Öllu fé fargað á einum bæ og ótti um riðu á fleiri bæjum í Ölfusi ÞETTA er í annað sinn á þessu ári sem riða greinist í sauðfé hér á landi. Áður hafði komið upp riða á bæ í Víðidal í V- Húnavatnssýslu. Tvö tilfelli komu upp á síðasta ári, bæði í A- Húnavatnssýslu, og eitt tilfelli á landinu árið 2001, í Árnessýslu. Að sögn Sigurðar Sigurð- arsonar dýralæknis hefur ekk- ert riðutilfelli komið upp á nýju svæði í 14 ár hér á landi. Við- nám gegn riðu hófst fyrst árið 1978 með skipulögðum hætti en talið er að veikin hafi náð há- marki árið 1986 þegar riðubæir voru meira en eitt hundrað tals- ins. Það ár náðist samkomulag milli stjórnvalda og samtaka bænda um aðgerðir gegn þess- um skæða og þráláta sjúkdómi. „Þegar lítið ber á riðunni ár- um saman er hættan sú að menn verði kærulausir og fari að versla með fé og flytja hey á milli svæða. Veikin getur einnig borist með öllu því sem óhreink- ast hefur af sauðfé eða sauða- taði. Við treystum á að allir sem að málinu koma standi saman að því að uppræta veikina sem fyrst,“ segir Sigurður. Hann bendir á að í nýrri reglugerð sé kveðið á um bann í 20 ár við verslun með sauðfé á riðusvæð- um. Ljóst sé að sumir uni þessu illa en „með illu skal illt út reka“. Annað tilfellið á árinu ALLHARÐUR atgangur varð á baðströndinni í Nauthólsvík í gær, þegar þessir vösku sveinar stukku út í sjóinn og hófu leik undir heiðskírum himni. Þrátt fyrir glaðasólskin var ekki miklum lofthita til að dreifa, en það fékk lítið á þessa stráka sem ærsluðust þangað til blóðið komst á hreyfingu. Dagurinn í gær var einn sá sólríkasti sunn- anlands að undanförnu og er þokkaleg veðurspá fyrir næstu daga. Á föstudag og laugardag er spáð hægri austlægri átt og skýjuðu veðri með köflum. Morgunblaðið/Jim Smart Sólinni fagnað í Nauthólsvík Leiklistarsamband Ís- lands undirbýr nú afhend- ingu Grímunnar, íslensku leiklistarverðlaunanna, fyrir framúrskarandi árangur á sviði atvinnu- leiklistar á Íslandi. Stefnt er að því að veita verðlaun- in árlega og fer fyrsta af- hending þeirra fram við athöfn í Þjóðleikhúsinu 16. júní nk. Einnig verða Heiðursverðlaun Leiklist- arsambandsins veitt fyrir ævistarf í þágu leiklistar. Sérstök valnefnd til- nefnir sýningar og listamenn sem þykja hafa skarað fram úr öðrum á leikárinu. Alls 91 sýning og yfir 700 listamenn frá yfir 30 leikhúsum og sjálfstæðum sviðslistahópum eru gjaldgeng til verðlaunanna. Samkeppni um verðlaunagripinn Fimm sýningar hafa verið tilnefndar sem sýning ársins 2003 en aðrar tilnefningar verða kynntar 5. júní. Sýningarnar eru And Björk, of course … í leik- stjórn Benedikts Erlingssonar; Kvetch, í leikstjórn Stefáns Jónssonar; Rómeó og Júlía í leikstjórn Agn- ars Jóns Egilssonar og Gísla Arnar Garðarssonar; Sölumaður deyr í leikstjórn Þórhildar Þorleifs- dóttur og Veislan í leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Hugmyndasamkeppni um verðlaunagripinn, grímuna sjálfa, hefur verið haldin og bárust alls 25 tillögur. Tillaga Sigurðar Gunnars Steinþórssonar gullsmíðameistara bar sigur úr býtum. Íslensku leik- listarverð- launin afhent Sigurður G. Stein- þórsson með grímuna. VERÐ á skelflettri rækju og frystri rækju í skel hefur ekki ver- ið lægra í um sex ár. Verðvísitala á skelflettri rækju var í lok marz síðastliðins tæpar 90 krónur á kílóið, en í janúar 1997 var hún 94,50. Verðvísitala á frystri rækju í skel var í marz 58,34 krónur, en fór reyndar niður í 41,62 krónur í febrúar. Fyrir rúmum sex árum var vísitalan 76,70. Þessar upplýs- ingar koma fram á heimasíðu Verðlagsstofu skiptaverðs. Mikil framleiðsluaukning hjá Kandamönnum veldur verðlækk- uninni, en þeir hafa margfaldað framleiðsluna undanfarin ár. Markaðurinn fyrir kaldsjávar- rækju í Bandaríkjunum hefur verið slakur svo Kanadamenn hafa flutt megnið af rækju sinni til Evrópu inn á markaði, sem fyrir voru vel mettaðir. Miklir erfiðleikar steðja nú að bæði rækjuvinnslu og -veiðum hér við land fyrir vikið. Verk- smiðjum hefur þegar fækkað og mun minna er veitt. Mörg skip nýta ekki heimildir sínar á Flæmska hattinum, vegna þess að það borgar sig ekki. Þess vegna hefur rækjuskipið Sunna SI til dæmis hætt veiðum þar. Staðan í rækjuvinnslu hjá Sam- herja hefur verið með versta móti og er ljóst að fyrirtækið verður að lækka rækjuverð til viðskiptabáta sinna um allt að 10% til að draga úr taprekstri á vinnslunni. Mikil verð- lækkun á rækju  Svartnætti/C2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.