Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B SIGURÐUR Einarsson, stjórn- arformaður Kaupþings Búnaðar- bankans hf., segir rétt að upplýs- ingar um á hvaða gengi yfirtökutilboð Kaupþings í JP Nordiska yrði hafi ekki legið fyrir í júní á síðasta ári, þótt almennt hafi þá verið ljóst að Kaupþing myndi yfirtaka JP Nordiska, enda hafi engin ákvörðun verið tekin um gengi yfirtökutilboðsins á þeim tímapunkti. Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar gerði húsleit í fimm löndum á þriðjudag vegna gruns um að sex einstaklingar hafi stundað innherjaviðskipti vegna bréfa í sænska bankanum JP Nordiska á síðasta ári skömmu áð- ur en Kaupþing gerði yfirtökutil- boð í bankann. Sigurður segir að lítil viðskipti hafi verið með bréf í JP Nordiska og þótt hinir grunuðu hafi átt yfir 90% allra viðskipta með bréfin á tímabilinu hafi það ekki verið mikil viðskipti í sjálfu sér. „Miðað við mína vitneskju sé ég ekki að það hafi verið hægt að misnota ein- hverjar upplýsingar,“ segir Sig- urður. Að hans mati hefur það komist til skila í fjölmiðlum, bæði á Íslandi og í Svíþjóð, að rannsóknin beinist ekki gegn Kaupþingi heldur við- skiptavinum fyrirtækisins. Hann undanskilur þó sænska viðskipta- blaðið Dagens Industri sem að mati Sigurðar hefur verið óvægið í garð Kaupþings frá því fyrirtækið keypti hlut í JP Nordiska. Blaðamaðurinn Peter Benson ráðlagði á sínum tíma eigendum JP Nordiska að skipta ekki bréf- um sínum í Kaupþingsbréf í grein í DI og í dálki í blaðinu í gær rifjar hann þau ummæli upp og segir að lögreglurannsóknin nú þurfi ekki að koma á óvart. Í sama dálki segir Benson að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem fólk tengt Kaupþingi er rannsakað af lögreglunni en einn af stjórnarmönnum í Kaupþingi sé grunaður um efnahagsbrot. Ekkert hæft í skrifum DI Sigurður segir ekkert hæft í skrif- um Bensons og bætir við að hann ætti að skammast sín. Sigurður segir að fyrrverandi stjórnendur JP Nordiska hafi einnig horn í síðu kaupþings- manna og hafi m.a. látið útbúa skýrslu um Kaupþing, að ein- hverju leyti byggða á samtölum við 10-15 álitsgjafa á Íslandi, alla utan Kaupþings, og síðan dreift skýrslunni til sænskra fjölmiðla, fjármálaeftirlitsins og Kauphallar- innar í Stokkhólmi. Sigurður hefur þó ekki trú á að lögreglurannsókn- in nú sé í orsakasambandi við þessa skýrslu, en hún er full af rangfærslum, að sögn Sigurðar. Þekktur kaupsýslumaður Í frétt Dagens Industri um málið í gær er því haldið fram að þekktur sænskur fjármálamaður sé einn af þeim sex grunuðu en að hinir séu Íslendingar, allir tengdir Kaup- þingi í Lúxemborg. Heimildar- menn DI segja að aðeins fáir hafi vitað upp á hvað yfirtökutilboðið ætti að hljóða og því hafi enn frek- ar verið haldið leyndu vegna þess að yfirtakan var fjandsamleg. Sænsk blöð hafa ekki nafn- greint Svíann, sem tengist málinu, en segja að hann sé þekktur kaup- sýslumaður í Gautaborg og hafi áður verið meðal helstu eigenda JP Nordiska. Fréttastofan Direkt hefur eftir honum að lögregla hafi spurt hann nokkurra spurninga en að hann hafi ekki átt nein viðskipti með bréf í JP Nordiska eftir 11. júní á síðasta ári. Rannsókn sænskra yfirvalda nær til við- skipta er áttu sér stað eftir 10. júní. „Mér þykir þetta allt vera hið undarlegasta mál“ er haft eftir manninum. Hann segist hafa áhyggjur af því að umræða um málið kunni að hafa slæm áhrif á þau fyrirtæki er hann rekur. „Það eru fyrirtæki sem ganga vel og það væri leiðinlegt ef þetta myndi spilla fyrir þeim.“ Sé ekki að misnota hafi mátt upplýsingar Stjórnarformaður Kaupþings gagnrýnir harðlega umfjöllun sænskra fjölmiðla Morgunblaðið/Árni Sæberg VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS H E I M U R I N N Hrun á fast- eignaverði? Seðlabankar hafa lítið svigrúm til að bregðast við ástandinu FASTEIGNAVERÐ í heiminum mun hrynja í nánustu framtíð ef mark er takandi á könnun sem breska tímaritið The Econom- ist lét gera í sex þróuðum ríkjum, þar á með- al Bandaríkjunum. Hrunið mun hafa mun al- varlegri afleiðingar í för með sér fyrir efnahagslíf heimsins en niðursveiflan sem varð á hlutabréfamörkuðum um allan heim hafði, en enn sér ekki fyrir endann á henni. Múrsteinar og steypa Vegna hins slæma árferðis á hlutabréfa- mörkuðum hefur þótt gáfulegra að fjárfesta í múrsteinum og steypu en hlutabréfum, enda hefur fasteignaverð hækkað upp úr öllu valdi um heim allan. Segir tímaritið að núna sé fólk þó að byrja að átta sig á því að heimili þeirra eru ekki eins verðmæt og það batt vonir við að þau yrðu og fólk sé byrjað að velta fyrir sér hvort að fasteignaviðskipti séu eina rétta fjárfestingin eftir allt saman. Í greininni segir að þar sem vextir séu þegar svo lágir hafi seðlabankar miklu minna svigrúm en venjulega til að vernda efnahagslífið gegn áföllum sem verða við hrun á fasteignaverði. Vextir í Bandaríkjunum í dag eru 1,25% og undirliggjandi verðbólga er 1,5% og fer lækkandi. Í greininni segir að ef lækkun á fasteignaverði fylgdi samdráttur í neyslu gæti seðlabankinn ekki lækkað vexti öllu meira til að hleypa lífi í efnahaginn. Dýrast að búa í London Í skýrslu The Economist kemur einnig fram að dýrasta borgin að búa í, nú í dag, er Lond- on, þar á eftir kemur New York og þá Tókýó. The Economist ráðleggur því fólki í þess- um sex löndum í það minnsta, að bíða með húsakaup þar til verð hefur lækkað. Þeir sem hins vegar eiga íbúð en verða að flytja af einhverjum ástæðum ættu að selja og leigja íbúð þar til verðið lækkar á markaðnum. Í lok greinarinnar segir að í heimi þar sem að verðbólga er nánast engin geti menn ekki gert ráð fyrir miklum hagnaði af fjárfest- ingum, hvorki af fasteignum né hlutabréfum. S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Hin raunsanna mynd? Íslensk reikningsskil og staða reikningsskila 4 Breytt siðferði, ekki verra Spilling ekki vaxandi vandamál 8 HVAÐ ÞÝÐIR STJÓRNARSÁTTMÁLINN?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.