Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR                                     "#     #$  #   #        %     &    #   & '    #   ( )      *   +%          ,   # #    !!    -./012 34   GENGIÐ hefur verið frá samn- ingum Smartkorta hf. við Reykja- víkurborg og Strætó bs. um rafvæð- ingu á þjónustu stofnana og fyrir- tækja borgarinnar. Hið nýja kerfi verður tekið í notkun á fyrsta árs- fjórðungi 2004 en það eru Strætó, ÍTR og Fræðslumiðstöðin sem hefja notkun þess. Lausnin felur í sér að hægt verði að greiða með sama smartkortinu í strætisvagna, skóla og sundlaugar. Ennfremur má geyma á kortinu árskort í sundlaugarnar eða gula, rauða eða græna kortið í strætis- vagna. Lárus Gísli Halldórsson, í viðskiptaþróun Smartkorta, segir að kortin sem um ræðir skiptist í fjöl- mörg lokuð hólf. Inn á þessi hólf megi hlaða ýmiss konar miðum og fyrirframgreiddri þjónustu. Hann segir afar einfalt fyrir fyrirtæki og bæjarfélög að fá sérhólf fyrir eigin þjónustu á smartkortinu í stað þess t.d. að prenta miða eða gefa út plastkort. Með þessum hætti sé hægt að nýta sama kortið fyrir margs konar þjónustu ýmissa aðila. Smartkort býður nú upp á nýja lausn fyrir kortin sem kallast SmartFirma og byggist á því að fyr- irtæki geti keypt sér pláss á kortinu sem er takmarkað til notkunar inn- an fyrirtækisins sjálfs. Þannig má nota kortið til að geyma matarmiða í mötuneyti fyrirtækisins og til greiðslu í sjálfsölum innan fyrirtæk- isins. Auk þess er mögulegt að nota það við aðgangsstýringar að svæð- um innan fyrirtækis, sem lykil að húsnæði eða bílastæðahúsum þess. Lárus segir að í raun megi setja á kortið hvaðeina sem felur í sér fyr- irframgreidda notkun (s.s. strætó- miða) eða sem tengist staðfestingu á auðkenni (s.s. aðgangur að bíla- geymslu). „Starfsmaðurinn notar sama kortið hvort sem hann er í vinnunni eða annars staðar. Vinnuveitandinn losnar við kostnaðinn af því að út- búa ný kort fyrir hvern starfsmann því að persónulega greiðslukort starfsmannsins verður notað. Hins vegar þarf að setja upp posa ein- hvers staðar í fyrirtækinu, t.d. hjá gjaldkera, þar sem hægt er að hlaða inn á kortið matarmiðum og slíku sem er þá til að mynda dregið af launum starfsmannsins.“ Að sögn Lárusar svipar þessari nýju lausn mjög til þeirrar sem hönnuð hefur verið fyrir grunn- skólanemendur þar sem foreldrar geta fengið hlaðið inn á kort barna sinna t.d. matar- og strætómiðum. Smartkort í notkun á fyrri hluta næsta árs AP Örsmá tölvuflaga SHUSAKU Maruko hjá Sony-fyrirtækinu japanska sýnir hér hið svokallaða My Sony smart kort. Kortið inniheldur örsmáa tölvuflögu sem heimilar færslur um kortið. Debetkort, aðgangskort, sundmiðar, strætómiðar og matarmiðar í einu og sama kortinu ÖSSUR HF. fékk í ár verð- laun Investor Relations Magaz- ine, eða tímarits um fjár- festatengsl, fyrir góð samskipti og upplýsingagjöf til fjárfesta, í flokki stórra og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi. Opin kerfi fengu verðlaun tímaritsins í flokki smærri fyrirtækja. Að því er fram kemur í frétt frá Össuri fékk Nokia verðlaun sem besta fyrirtækið að þessu leyti í Finnlandi, Novo Nordisk í Danmörku, Norske Skog í Noregi og SCA í Svíþjóð. Í flokki Össurar voru einnig tilnefnd Bakkavör og Íslands- banki. Í flokki smærri fyrirtækja voru Nýherji, Marel og Opin kerfi tilnefnd og hlutu Opin kerfi verðlaunin, eins og fyrr sagði. Fyrirtæki í flokki stærri fyr- irtækja eru fyrirtæki í úrvals- vísitölunni en í flokki smærri fyrirtækja eru fyrirtæki utan úrvalsvísitölunnar. Í fréttinni segir að tilnefn- ingarnar séu byggðar á við- tölum við ýmsa aðila á íslenska markaðnum, svo sem sjóðs- stjóra og greiningaraðila. Össur og Opin kerfi með bestu tengslin YFIRVÖLD á Norðurlöndunum, stærstu fyr- irtæki á Norðurlöndum og margir stærri hlut- hafar í fyrirtækjum þar hafa nú slegið skjald- borg um hið svokallaða tvíflokka hlutabréfafyr- irkomulag sem við lýði er á Norðurlöndunum, en Evrópusambandið, ESB, vill að kerfið verði afnumið þar sem það sé bæði ósanngjarnt og geti komið í veg fyrir samruna félaga á milli Evrópulanda. Norræna kerfið er þannig uppbyggt að hluta- bréf fyrirtækja skiptast í A hlutabréf og B hlutabréf. Í mörgum tilfellum ber A bréf tíu sinnum meira atkvæðamagn en B bréf. Með því að safna saman A bréfum getur hluthafi því ver- ið ráðandi í félagi þrátt fyrir að eiga aðeins brot af heildarhlutabréfum félagsins. Stjórnvöld á Norðurlöndum, studd af stórum fyrirtækjum og hluthöfum, segja kerfið búa yfir kostum fyrir hluthafa og fyrirtæki og segja það ekki hafa komið í veg fyrir yfirtökur eða samruna fyr- irtækja eins og haldið er fram. Þekktasta dæmið um þetta tvíflokkakerfi er hjá Ericsson símafyrirtækinu í Svíþjóð. Hjá fé- laginu eru A bréfin með 1000 sinnum meiri vægi en B bréfin. Flestir eru þó sammála um að það sé allt of mikið af hinu góða, jafnvel þeir sem styðja fyrirkomulagið, og vinnur hópur hluthafa Ericsson að samkomulagi um að minnka hlut- fallið í 1 á móti 10 svipað og gengur og gerist í mörgum öðrum fyrirtækjum í Svíþjóð. Í Svíþjóð er kerfið við lýði í meira en helmingi skráðra félaga, en á meðal þeirra félaga sem eru með bæði A og B hlutabréf eru fyrrnefnt Er- icsson, tískufyrirtækið Hennes & Mauritz og raftækjaframleiðandinn Electrolux. Kerfið er einnig, samkvæmt frétt í The Wall Street Jo- urnal, helsta vopn í valdastöðu Wallenberg fjöl- skyldunnar í Svíþjóð og fyrirtækis þeirra Inve- stor AB. Sett upp fyrir frumkvöðla Í Danmörku eru meira en 60 fyrirtæki með bæði A og B hluti, fyrirtæki eins og Carlsberg og lyfjafyrirtækið Novo Nordisk. Kerfið var sett upp fyrir nokkrum áratugum síðan til að gera frumkvöðlum fært að útvega fjármagn án þess að þurfa að láta af hendi stjórn fyrirtækja sinna, ásamt því einnig að vernda fyrirtækin fyrir því að falla í hendur útlendinga. Stuðningsmenn kerfisins segja það bjóða upp á mikilvæga kosti. Tomas Nicolin, forstjóri sænska lífeyrissjóðsins Third AP, sem höndlar með eignir að verðmæti 120 milljarðar sænskra króna, þar á meðal bæði A og B bréf, sagði að með því að gefa ákveðnum hluthöfum ráðandi hlut hvetti það þá til að fylgjast enn nánar með rekstri fyrirtækisins frá degi til dags. „Ég er hræddari um misnotkun af hendi stjórnenda fyrirtækjanna en handhafa A hlutabréfa,“ sagði Nicolin í samtali við The Wall Street Journal. ESB vill afnema A og B hlutabréf                                        !            "  #   "$                          

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.