Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NEFNAHAGSMÁL  kvæmda. Þar má til að mynda nefna það markmið að draga úr kostnaði í ríkisrekstrinum og að skapa ferðaþjónustunni sambæri- leg rekstrarskilyrði og í sam- keppnislöndunum. Það sama á einnig við um aukna og sýnilegri löggæslu og aukið umferðaröryggi, sölu á hlut ríkisins í Landssíma Ís- lands, styrki til rannsókna- og þró- unarstarfa, o.fl. Allir þessir þættir hafa áhrif í efnahagsmálunum. Ekki liggur fyrir hvernig rík- isstjórnin hyggst útfæra þau markmið sem nefnd eru í stefnu- yfirlýsingunni, þar sem hún er al- mennt orðuð. Það eina sem hönd er á festandi er það sem flokkarnir kynntu fyrir kosningar. Engin leið er hins vegar að segja til um hvort það sem þar kom fram verður end- anlega raunin. Mest efnahagsleg áhrif stefnu- yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar verða væntanlega annars vegar af fyrirhuguðum breytingum í skatta- málum og í bótakerfinu, og hins vegar í íbúðalánakerfinu. Sérfræð- ingar í efnahagsmálum, sem hafa tjáð sig um fyrirhugaðar breyt- ingar, hafa varað við að tekjuauki ríkissjóðs á næstu árum fari í auk- in útgjöld eða skattalækkanir, eins og ríkisstjórnin stefnir að. Þá hafa sérfræðingar haldið því fram að hugmyndir félagsmálaráðherra um hækkun lánshlutfalls í húsbréfa- kerfinu í 90% fyrir alla og hækkun hámarksláns í allt að 18 milljónir króna á fjórum árum gætu raskað stöðugleikanum í efnahagsmálun- um, sem sé frumforsenda stefnu- yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Rétt er að hafa í huga að þessar hugmyndir félagsmálaráðherra voru lagðar fram fyrir kosningar. Kaupmáttaraukning Í aðdraganda kosninganna hinn 10. maí síðastliðinn boðaði Sjálfstæð- isflokkurinn mestu skattalækkan- irnar af þeim flokkum sem buðu fram til Alþingis, sem áætlað var að myndu kosta ríkissjóð allt að 27 milljarða króna á ársgrundvelli, þegar tillögurnar yrðu að fullu komnar til framkvæmda og að meðtalinni hækkun barnabóta. Yf- irbragð stefnuyfirlýsingarinnar virðist í nokkru samræmi við boð- aðar tillögur Sjálfstæðisflokksins. Í umfjöllun um skattamál í stefnuyfirlýsingunni segir að markmið ríkisstjórnarinnar sé að nýta aukið svigrúm ríkissjóðs til að tryggja aukinn kaupmátt þjóðar- innar með markvissum aðgerðum í skattamálum. Tilteknir eru fjórir skattaflokkar þar sem skattalækk- un er boðuð, en í yfirlýsingunni segir: „Á kjörtímabilinu verður m.a. tekjuskattsprósenta á einstak- linga lækkuð um allt að 4%, eign- arskattur felldur niður, erfðafjár- skattur samræmdur og lækkaður og virðisaukaskattskerfið tekið til endurskoðunar með það í huga að bæta kjör almennings.“ Brýnt að skera niður Seðlabanki Íslands telur að aukn- um tekjum ríkissjóðs vegna upp- sveiflu í hagkerfinu eigi ekki að verja til að lækka skatta. Brýnt sé að hið opinbera skeri niður útgjöld meðan á stóriðjuframkvæmdum stendur. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa að nokkru leyti tekið í svipaðan streng og Seðlabankinn varðandi fyrirhugaðar skattalækkanir ríkis- stjórnarinnar. Greint var frá afstöðu Seðla- bankans til fyrirhugaðra skatta- lækkana og aukinna útgjalda rík- issjóðs þegar ný þjóðhagsspá bankans var kynnt, en það var um viku áður en stefnuyfirlýsing rík- isstjórnarinnar var gerð opinber. SA og ASÍ hafa hins vegar látið í ljós álit sín á fyrirhuguðum skatta- lækkunum eftir að stefnuyfirlýs- ingin var kynnt. Birgir Íslefur Gunnarsson, for- maður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, sagði á fundi, sem haldinn var þegar þjóðhagsspá bankans var kynnt, að við núverandi að- stæður og horfur væri afar óheppi- legt að slaka frekar á í opinberum fjármálum. Það mundi leiða til frekari þrenginga fyrir útflutn- ings- og samkeppnisgreinar þar sem raungengi yrði hærra en ella. Þá væri brýnt að innbyggð sveiflu- jöfnun, sem felst í auknum tekjum hins opinbera í uppsveiflu, yrði lát- in virka og tekjuauka yrði ekki eytt í aukin útgjöld eða lækkun skatta. Í ljósi þess að líklegt væri að lítilsháttar tekjuhalli yrði á hinu opinbera í ár mundu skattalækk- anir á allra næstu árum krefjast niðurskurðar útgjalda. Ekki svigrúm strax Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri Alþýðusambands Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið eftir að stefnuyfirlýsing ríkis- stjórnarinnar var birt, að það væri algjört forgangsverkefni hjá ASÍ að endurreisa og treysta örygg- isnet launafólks og almennings gagnvart velferðarkerfinu áður en F YRSTA markmiðið í stefnuyfirlýsingu rík- isstjórnar Sjálfstæðis- flokksins og Fram- sóknarflokksins frá 23. maí síðastliðnum, er að tryggja að jafnvægi ríki í efnahagsmálum þjóðarinnar. Segir í yfirlýsingunni að með því skapist skilyrði til enn frekari vaxtar þjóðartekna og auk- ins kaupmáttar almennings. Jafn- framt sé stöðugleiki í efnahags- málum forsenda aukinnar samkeppnishæfni íslensks atvinnu- lífs. Í stefnuyfirlýsingunni eru í tutt- ugu og einum lið talin upp helstu markmið stjórnarinnar. Þau atriði sem tiltekin eru hafa mismikil efnahagsleg áhrif, og þar með áhrif á fyrsta markmið yfirlýsing- arinnar, þ.e. að jafnvægi ríki í efnahagsmálum þjóðarinnar. Sum hinna markmiðanna hafa bein áhrif í efnahagsmálum, en önnur óbein. Helstu einstöku þættirnir sem nefndir eru í stefnuyfirlýsingunni, og hafa bein efnahagsleg áhrif í þjóðlífinu, eru: skattamál, barna- bætur, gjöld á búvöruframleiðslu, endurgreiðsla námslána, lánshlut- fall almennra íbúðalána og örorku- lífeyrir. Auk þessa eru ýmis önnur atriði nefnd sem munu hafa efna- hagsleg áhrif, komi þau til fram- Ríkisstjórnin vill tryggja jafnvægi í efnahags- málum en um leið lækka skatta umtalsvert, hækka ýmsar bótagreiðslur, auðvelda íbúða- kaup og fleira. Ýmsir sérfræðingar telja þetta vandasamt og vara við því að farið verði í eft- irspurnarhvetjandi aðgerðir á sama tíma og þensla er fyrirsjáanleg í þjóðfélaginu vegna stóriðjuframkvæmda. Jafnvægi tryggt í efnahagsmálum? Morgunblaðið/Árni Sæberg Ýmsir hafa lýst áhyggjum vegna hækkunar húsnæðislána sem þeir telja þensluhvetjandi og koma á óheppilegum tíma þegar framundan eru miklar stóriðjuframkvæmdir. TRYGGVI Þór Herbertsson for- stöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands segir að breytingin á íbúðalánunum sé honum efst í huga úr stjórn- arsáttmálanum og hann telur að tímasetning hennar sé ekki heppileg. Breyt- ingin geti hvatt til útlánaþenslu og aukinnar þenslu á bygg- ingamarkaði frá því sem annars hefði verið, sem sé ekki gott á þeim tíma þegar von sé á mikilli þenslu vegna stór- iðjuframkvæmda. Tryggvi Þór segir að það sama gildi um skattalækkanirnar, þenslutímar eins og þeir sem fram- undan eru séu ekki þeir heppileg- ustu til skattalækkana. „Ef ríkisút- gjöld verða skorin niður til jafns á móti skattalækkununum er ég hins vegar mjög fylgjandi þeim og það er auðvitað alltaf möguleiki á því,“ segir hann. Af öðrum atriðum segist Tryggi Þór sammála því að lækka endur- greiðslubyrði námslána, hún sé of há í dag. Fólk með millitekjur borgi lánin of hratt niður nú. Þá segir Tryggvi Þór að afar brýnt sé að í stjórnarsáttmálanum sé kveðið á um að standa vörð um aflamarkskerfi í sjávarútvegi því aflamarkskerfið hafi mikla efna- hagslega þýðingu. Ekki heppilegar tímasetningar Tryggvi Þór Herbertsson TÓMAS Ottó Hansson, hagfræð- ingur og rekstrarráðgjafi, segir lyk- ilatriði að fylgt verði eftir þeim góða árangri sem náðst hafi á síðasta kjörtímabili. Þá hafi verið stigin mjög jákvæð skref og nefnir hann sérstaklega lækkun skatta og sölu bankanna í því sambandi. Tómas segir að það sem standi upp úr í sínum huga varðandi áform ríkisstjórn- arinnar nú séu breytingarnar á hús- næðislánakerfinu sem hann segist hafa efasemdir um og telja nokkra öfugþróun. „Mér finnst menn ætla að fara nokkuð geyst í að auka um- fang lánsfjármagns með ábyrgð rík- isins á sama tíma og heimilin eru mjög skuldsett og viðskiptahallinn er viðvarandi áhyggjuefni,“ segir Tómas, og nefnir sérstaklega hækk- un þaksins upp í átján milljónir króna. Hann segir hættu á að hærri húsnæðislán fari ekki endilega ein- göngu til kaupa á húsnæði, heldur geti þau verið notuð til neyslu og það hafi þensluhvetjandi áhrif. Tómas segir að enn sé stór hluti fjármálamarkaðarins í höndum rík- isins, til að mynda Íbúðalánasjóður. Hann segir að hægt sé að ná mark- miðum stjórnvalda í húsnæðis- málum með öðrum hætti en nú sé gert og að menn verði að skilja að markmið og leiðir. Íbúðalánasjóður þurfi ekki að vera til á því formi sem nú er þótt stjórnvöld haldi sig við núverandi markmið í húsnæðis- málum. „Frekari lækkun skatta og að- gerðir sem snúa að því að samræma og einfalda toll- og skattkerfið eru nauðsynleg skref til að halda áfram að byggja undir hagvöxt,“ segir Tómas, en bætir því við að það sem valdi nokkrum áhyggjum í því sam- bandi sé að tillögur sem snerti út- gjaldahliðina séu ekki eins skýrar og ákveðnar. Þar þurfi ríkið að setja sér skýr markmið um framleiðni og sparnað, til dæmis með tiltekinni fækkun stofnana eða lækkun út- gjalda, því stöðugt sé þrýst á um aukin útgjöld. Efasemdir um breytingar hús- næðiskerfisins Tómas Ottó Hansson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.