Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 3
Morgunblaðið/RAX Sannkallaður sælusvipur er á Axel Sölvasyni og hundinum hans, Krúsa, er þeir rölta um túnið í blíðviðri á Kvískerjum í Öræfum. In ng an gu r Inngangur Hátíðir á landinu Náttúrulaugar Íslandskort með upplýsingum Vesturland Búið á víkingasafni Keppt í kleinubakstri „Bílaleikir“ barna Gönguleiðir kortlagðar Vestfirðir Tjaldað í Flókalundi Krossaneslaug í Norðurfirði Sæskrímsli á Bíldudal Norðurland vestra Grettir í lauginni Húsdýragarður í Húnaveri Hestar í hávegum Norðurland eystra Hjólabílar á Akureyri Messað í tóftum Gönguleið á Langanesi Austurland Þórbergssetur á Hala Skrúður og bóndinn Jöklasýning á Höfn Hjólað á hálendi Suðurland Íbúðahótel í Vestmannaeyjum Fræðsla á Þingvöllum Hótel mamma Suðvesturland Nyrsti bonsai-garðurinn Saltfisksetur í Grindavík Dagsferðir frá Reykjavík Girnilegt nesti Umsjón efnis: Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Gunnar Hersveinn Helga Kristín Einarsdóttir Umbrot: Harpa Grímsdóttir Forsíða og landslagsmyndir: Ragnar Axelsson Efnisyfirlit Íslendingar eru mikið á faraldsfæti og fóru í milljón ferðir á einu ári innanlands, síðast þegar Hagstofan gerði könnun á ferðavenjum landans. Gistinætur voru þá rúmar 3,3 milljónir. Mestu ferðahelgarnar eru í júní, júlí og ágúst og gefur hvíta- sunnuhelgin verslunarmannahelginni lítið eftir, hvað umferðarþunga á þjóðvegum varðar. Yfir tíu þúsund sumarhús eru talin í einkaeign á landinu og heildarfjöldi í upp- sveitum Árnessýslu 4-5.000, svo íbúa- fjöldi nær tvöfaldast þar á sumrin. Hvert sem stefnan er tekin ætti skortur á við- burðum og afþreyingu ekki að hamla nokkrum. Að minnsta kosti fimmtíu stærri hátíðir verða haldnar víða um land- ið í sumar, margar hverjar nýjar, aðrar í fimmtánda sinn. Ein ný hátíð er á Vest- urlandi, þrjár nýjar hátíðir á Vestfjörðum, tvær á Norðurlandi vestra og að minnsta kosti ein ný hátíð á Suðurlandi. Nýtt snið Árlegu ferðablaði Morgunblaðsins, sem nú er gefið út með glænýju sniði, er ætlað að koma til móts við þann fjölda Íslend- inga sem er á faraldsfæti um þessar mundir, eða hyggur á ferðir í sumar. Umfjöllun er skipt í sjö þætti, sam- kvæmt jafnmörgum landshlutum, það er Vesturland, Vestfirði, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland, Suður- land og Suðvesturland. Við vinnslu efnis var stuðst við ábendingar og gögn frá at- vinnu- og ferðamálafulltrúum í umrædd- um landshlutum, sem og starfsfólki upp- lýsingamiðstöðva landsins. Reynt er að draga fram nýja eða óvenju- lega dægradvöl á hverjum stað fyrir sig eða kosti í afþreyingu og gistingu. Á fyrstu opnu hvers landshluta er stór landslagsmynd af náttúruperlu af viðkom- andi svæði og lítið Íslandskort til glöggv- unar. Einnig er listi yfir vefsíður, ferðafólki til upplýsingar. Þá fylgir blaðinu stærra Íslandskort með þjónustuupplýsingum. Ferðamálafulltrúar og aðrir sem starfa að upplýsingagjöf ráðleggja fólki að koma við í upplýsingamiðstöðvum í öllum lands- hlutum; líta yfir kynningarefni og kort og þiggja ábendingar um verðuga viðkomu- staði og leynda dýrgripi. Af nógu er að taka. Gleðilegt ferðasumar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.