Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 4
Á Vesturlandi er í fyrsta sinn efnt til Við- burðaveislu á Safnasvæðinu á Akranesi, en átta ólíkir viðburðir verða þar á dag- skrá í sumar. Eitt dæmi er Landsmót kleinusteikingarfólks, þar sem Kleinu- meistari Íslands verður krýndur með við- höfn. Írskir dagar verða líka á Akranesi og Fornvéladagur. Á Leifsstöðum í Eiríks- dal verður haldin Leifshátíð og síðan verður hátíðin Mannrækt undir Jökli á Hellnum á Snæfellsnesi haldin í fimm- tánda sinn. Hefðbundnu fjölskylduhátíð- irnar Danskir dagar á Stykkishólmi, Góðir dagar í Grundarfirði og Færeyskir dagar í Ólafsvík eru á sínum stað og þar miðast dagskráin við að allir fjölskyldumeðlimir finni eitthvað við sitt hæfi. Á Vestfjörðum er bryddað upp á nýj- um hátíðum í sumar. Bíldudals grænar er heiti á hátíð sem Arnfirðingafélagið á hugmyndina að. Þar verður höfðað til fjöl- skyldufólks, farið í þrautir og leiki, boðið upp á skoðunarferðir, bátsferðir og dans- leik og grillað, veitt, sungið og farið í skrímslaferð. Grænlenskar nætur í Önundarfirði er yfirskrift á nýrri hátíð á Vestfjörðum. Þar verður fjölbreytt dagskrá með tónlist, kaj- aksiglingum, handverkssýningu og fleiru. Sæluhelgi á Suðureyri er enn eitt dæmið, Listasumar í Súðavík, Dýrafjarð- ardagar einnig, og síðan er boðið upp á nýja hátíð, Rækjuhátíð á Ísafirði, í tilefni þess að 80 ár eru frá upphafi rækjuveiða við Ísland. Bryggjudagar á Drangsnesi verða líka haldnir í sumar. Á Norðurlandi vestra verður Jónsmessuhátíð á Hofsósi og Þýskir dagar í Húnaþingi vestra. Sömu helgi í júlí verður sérstök hátíðarhelgi á Blöndu- ósi. Hafnardagurinn á Sauðárkróki verð- ur haldinn hátíðlegur með götumarkaði, dorgkeppni, bryggjuballi og flugeldasýn- ingu og síðan verður í fyrsta skipti boðið upp á Listahátíð ungs fólks í Húnaþingi vestra. Verið er að undirbúa nýja hátíð á Hofs- ósi, Íslendingadaginn, sem er menning- ardagskrá til heiðurs íslensku vesturför- unum og afkomendum þeirra. Síldarævintýrið á Siglufirði verður haldið um verslunarmannahelgina, nú sem endranær, en það er sígild fjölskylduhá- tíð. Hólahátíð á Hólum í Hjaltadal er á dagskrá í ágúst. Það er einnig hátíð sem höfðar til allrar fjölskyldunnar, með leikj- um, veiðikeppni, gönguferðum og fleiru. Á Norðurlandi eystra er sérstök Hvalaskoðunarhátíð á Húsavík í júní, þar sem þátttakendur geta farið í sandhvala- keppni eða Grímseyjarferð. Kátir dagar á Þórshöfn verða haldnir í júlí, en þar er fjölbreytt fjölskyldudagskrá skipulögð. Þeir sem eru á ferðinni um Norðurland eystra í júlí geta líka skroppið á Fjöl- skylduhátíð í Hrísey og í ágúst verða Mærudagar í Húsavík, sem einnig er fjöl- skylduhátíð. Fiskidagurinn á Dalvík vakti athygli í fyrra og í ár verður öllum boðið í mat eins og þá. Áður en haustið skellur á er ferðamönnum á Akureyri boðið að taka þátt í Menningarnótt og afmæli Ak- ureyrar með ýmsum uppákomum sem höfða til allra aldurshópa. Heimsmeistaramót í Hornafjarðar- manna er aðeins hægt að halda á einum stað og tíma: Á Humarhátíðinni á Höfn. Þrjú hundruð manns tóku þátt í mótinu og veitt voru 180 verðlaun. Þetta var árið 1999, á aldarafmæli byggðar á Höfn í Hornafirði, og var ákveðið að heims- meistaramótið yrði framvegis haldið á Humarhátíðinni. Auk Humarhátíðar eru fjórar aðrar meiriháttar hátíðir á Austur- landi í sumar; Franskir dagar, Norskir dagar, Vopnfirskir dagar og Ormsteiti. Ormsteiti er haldin á Fljótsdalshéraði, og nú í tíunda sinn. Um er að ræða hart- nær tveggja vikna hátíð, í senn héraðs- og uppskeruhátíð. Franskir dagar nefnist hátíðin á Fáskrúðsfirði og verður hún nú haldin í áttunda sinn. Að þessu sinni verður bætt um betur því safnið Frans- menn verður opnað þar í sumar. Norskir dagar eru hins vegar á Seyð- isfirði og eru nú haldnir í sjötta sinn. Að- altilgangur hátíðarinnar er að minnast tengsla Seyðisfjarðarkaupstaðar við frændur vora Norðmenn. Vopnfirðingar hafa þróað hátíð sem nefnd var Vopna- skak, hún var upphaflega haldin um verslunarmannahelgi en er nú fjöl- skylduhátíðin Vopnfirskir dagar síðustu helgina í júlí. Á Suðurlandi eru Bláskógablíða í Blá- skógabyggð, Iðandi dagar á Flúðum, ný sameinuð Miðsumarshátíð og Töðugjöld á Hellu og Hvolsvelli, Blómstrandi dagar í Hveragerði og Hafnardagar í Þorláks- höfn, fáein tækifæri til skemmtunar. Þá verður þjóðlagahátíðin Undir bláhimni í Árnesi um verslunarmannahelgina, svo og stór goslokahátíð í Eyjum. Á suðvesturhorninu eru Hátíð hafs- ins í Reykjavík, Bjartir dagar í Hafnarfirði, Listahátíð Smekkleysu, Tískuvika mið- sumars, „Gay pride“ og Menningarnótt fleiri dæmi um stóra viðburði. Það verður svo sannarlega nóg við að vera í sumar. Kleinusteikingakeppni og tískuvika miðsumars Há tíð ir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.