Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 34
No rð ur la nd e ys tr a JÚLÍ 18.–20. Fjölskylduhátíð í Hrísey Fjölskylduhátíð fullveldisins er yfirskrift Fjöl- skylduhátíðarinnar sem haldin er í Hrísey. Skemmtikraftar koma víða að en einnig fá heimamenn að njóta sín. Dagskráin er sniðin að fjölskyldufólki og leiktæki verða fyrir yngstu kynslóðina en einnig fyrir þá sem eldri eru. Keppt verður í ýmsum skemmtilegum greinum s.s. akstursleikni á dráttarvélum. Óvissuferð, dansleikir, fuglaferðir, gönguferðir og margt fleira. 24. Gönguferð að Gásum Fræðsluganga að kvöldlagi. 27. Dagsgönguferð frá Gásum að Möðruvöllum ÁGÚST 1.–4. Fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyri Ýmsar uppákomur fyrir alla fjölskylduna. 7.–10. Handverkssýning Hrafnagili 8.–10. Mærudagar á Húsavík Menningarviðburðir af ýmsu tagi, hljómsveitir, hoppukastalar, barnaleiktæki, þríþrautin, sölutjöld og skemmtiatriði. Mærudagar eru fjölskylduskemmtun með lokaballi í íþrótta- höllinni á laugardagskvöldinu. 9. Þríþraut á Mærudögum Höfðað til fjölskyldna og almennings. Hægt að glíma við þríþraut sem er 1 km sund, 40 km hjólreiðar og 10 km hlaup. Hægt er að taka hálfa þraut eða einstaka hluta. 9. Sléttugangan Gengið yfir Melrakkasléttu til Kópaskers. Ferðin er um 35 km löng og reiknað með að hún taki 10 klukkustundir. Nánari upplýsingar fást á Hótel Norðurljósum. 9. Fiskidagurinn mikli á Dalvík Þá er öllum boðið í mat. Fiskur er matreiddur af meistarakokkinum Úlfari Ey- steinssyni og allir geta smakkað. Á Byggðasafninu Hvoli mun handverksfólk tálga og skapa úr fiskibeini. 14. Gönguferð að Gásum Fræðsluganga að kvöldlagi. 15.–17. Berjadagar á Ólafsfirði Berjadagar eru tónlistarhátíð þar sem flutt er kammertónlist, auk þess sem gestir úr öðrum listgreinum taka þátt. Gestir hátíðarinnar nú verða kunnir listamenn. 30. Menningarnótt á Akureyri Listasumri lýkur og jafnframt verður haldið upp á afmæli Akureyrarbæjar með ýmsum uppákomum. Dægradvöl Fyrirtækið Farm Inn ehf. á Akureyri hefur hafið innflutning og útleigu á hjólabílum. Að sögn Tryggva Sveinbjörnssonar er um að ræða fjögurra og sex manna hjól. „Þetta eru tilvalin hjól fyrir fjölskyldur eða vinahópa sem geta með þessu móti skoðað sig um í miðbæ Akureyrar.“ Þá er stefnt að því að gera lítinn bækling í sumar fyrir þá sem leigja sér hjól, sem fjallar um innbæinn á Akureyri þar sem saga gömlu húsanna verður sögð í stuttu máli og komið við á Minjasafninu. Leigja út hjólabíla  Leigugjald er frá 500-1.000 krónum á klst. eftir stærð hjól- anna. Þá er einnig hægt að leigja hjól heilan eða hálfan dag og þá lækkar verðið. Ekki er endanlega ákveðið hvar hjólaleig- an verður með aðset- ur. Allar nánari upplýs- ingar fást í síma 861 1277 eða með fyr- irspurn á tölvupóst- fangið tgs@visit.is. Á Gásum við Eyjafjörð eru varðveittar mannvistarleifar versl- unarstaðar frá miðöldum. Gásir eru friðlýstar minjar sam- kvæmt þjóðminjalögum enda eru kaupstaðaminjar af þessu tagi taldar fágætar. Meðan á fornleifauppgreftri stendur er alla daga nema sunnudaga boðið upp á gönguferðir með leiðsögn um Gásir og tvisvar verður í boði fræðsluganga að kvöldlagi. Í sumar verður bryddað upp á nokkrum nýjungum fyrir gesti svæðisins. Boðið verður upp á messu í kirkjutóftunum 6. júlí og lifandi vinnusmiðju. Verður tálgað í tré og bein, spunnið á halasnældu, unnið að keðjugerð og vattarsaum. Þá gefst gest- um kostur á að gæða sér á lummum og kakói á vegum Gása- félagsins. Þá verður 27. júlí boðið upp á dagsgönguferð frá Gásum að Möðruvöllum með viðkomu á Skipalóni og Hlöðum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Meðan á fornleifauppgreftri stendur í sumar er boðið upp á gönguferðir með leiðsögn um Gásir.  Virka daga í sumar er boðið upp á gönguferð um Gásir með leiðsögn klukkan 13, 14 og 15.30 og á laugardögum 11.30, 13, 14 og 15.30. Nánari upplýsingar má fá á slóðinni www.gasir.is. Messað í kirkjutóftunum „Að vera uppi á Brókarjökli, sem er í Vatnajökli, austan við Jökulsárlón í glampandi sól með útsýni yfir Þver- ártindsegg er óviðjafnanleg upplifun,“ segir Víglundur Helgason vélvirki. „Þverártindsegg er ísilögð núna og við blasir hrikalegur austurveggur, sem menn klifu nýlega í fyrsta skipti. Svo blasa sandarnir við og himinblátt hafið.“ Víglundur fór nýlega með félögum sínum á Brókarjökul. Hann fór með bíl í skálann Jöklasel og síðan var gengið á gönguskíðum upp á Brókarjökul. Á gönguskíðum á Brókarjökul
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.