Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 42
Au st ur la nd Möguleikar á gistingu á Austurlandi fara batn- andi með hverju árinu, en það eru til dæmis góðar fréttir fyrir þá sem hyggja á ferð með Nor- rænu frá Seyðisfirði. Markús Einarsson hjá Bandalagi íslenskra farfugla segir að þrjú far- fuglaheimili séu í hæfilegri fjarlægð frá Seyð- isfirði og góður kostur til að gista á síðustu nóttina fyrir brottför. Þetta eru heimilin á Seyð- isfirði, í Húsey og Berunesi. Í fyrrahaust var opnaður nýr veitingastaður í Berunesi í Djúpavogi. Bærinn er ofan við þjóð- veg, við Berufjörð norðanverðan, miðja vegu milli Mývatns og Skaftafells. Um er að ræða smekklegan veitingastað sem tekur 60 manns í sæti. Staðurinn hefur vínveitingaleyfi og þar er seldur heimilislegur matur. Morgunverðarhlaðborð er framreitt í Gesta- stofunni; hollur heimilismatur á kvöldin og girni- legar hnallþórur með kaffinu. Gestgjafarnir eru Anna og Ólafur, sem reka kúabú, og eru gestir velkomnir í fjósið til að fylgjast með mjöltum. Frá Berunesi er falleg leið upp á milli tind- anna fyrir ofan bæinn og niður eftir dal hinum megin. Fyrir aðra getur Búlandstindur (1.069 m) handan fjarðarins verið freistandi áskorun. Bærinn er ofan við þjóðveg við Berufjörð norðan. Svefn, matur og ganga www.hostel.is/ Seyðisfjörður er aldamótabær 1900 og þar er heillegasta bæjarmynd liðinna tíma sem finnst á landinu. Húsasafnið er án hliðstæðu. Þetta er lifandi bær og þar eru veitingahús, Netkaffi, gististaðir, sundlaug og verslanir, meðal annars elsta verslun á landinu: Hjá Waage eða Verzlun EJ Waage, en hjónin Eyjólfur Jónsson Waage og Pálína Guðmunds- dóttir Ísfeld opnuðu hana árið 1907. Í búðinni er goðsagnakenndur lager og hafa viðskiptavinir vitnað um að hafa keypt þar kvendragt frá millistríðsárun- um, svo dæmi sé tekið, enda er versl- unin stundum kölluð Tískuhús Pálínu Waage. „Fólk hefur meiri tröllatrú á mér en ég get staðið undir,“ segir Pálína sem nú rekur búðina. Annars er það ný og stærri ferja sem hefur mest áhrif á kaup- staðinn þessa dagana, því í kjölfar Nor- rænu er verið að vinna að hinum ýmsu endurbótum í bænum. Skeljungur mun til dæmis opna nýjan söluskála í byrjun júní, opnuð verður upplýsingamiðstöð í nýju ferjuhúsi sem jafnframt mun þjóna sem umferðarmiðstöð fyrir ferðamenn. Endurbætur verða gerðar á tjaldsvæði bæjarins, eins og kostur er, og gang- stéttir lagðar. Hreinsunarátak er fram- undan og hafnarmannvirki eru langt kom- in. Nýtt hótel verður svo opnað á Seyð- isfirði um miðjan júní og er það hið svo- kallaða „húsahótel“ sem fregnir hafa borist af öðru hverju. Hótelið heitir Hótel Alda og er í tveim húsum, fyrsta gistiálm- an er í húsi sem byggt var fyrir 105 árum, þá sem hótel, en þjónaði lengst af sem banki. Nú hefur húsið fengið upprunalegt hlutverk sitt aftur í níu rúmgóðum og fal- legum herbergjum með sérbaði og nú- tímaþægindum. Annað athyglisvert sem tengist hinni einstöku gömlu byggð á Seyðisfirði er að elsta vélsmiðja á Íslandi verður opnuð til sýnis fyrir almenning í júní. Elsta rið- straums- og bæjarveita er einnig á Seyð- isfirði, en hún var reist 1913 og verður því 90 ára á þessu ári. Virkjunin er í eigu Rarik sem hyggst halda upp á þessi merku tímamót í ágúst. Hún er því sem næst í upprunalegri mynd, enn starfhæf og er hægt að skoða stöðvarhúsið ef þess er óskað. Pálína Waage í elstu verslun landsins sem var opnuð árið 1907. Andblær aldamóta Úti fyrir austurströnd Fáskrúðsfjarðar rís klettaeyjan Skrúður og reyndar dregur fjörður- inn nafn sitt af honum. Í Skrúði hefur óteljandi fjöldi sjófugla sumar- dvöl og kemur upp ungum sín- um áður en aftur er haldið til hafs. Í Skrúðnum er Skrúðs- hellir, hár hellir og víður, og hefur fallið allmikið úr hellis- loftinu sem myndar stóra grjót- hrúgu. Skrúðshellir er stærsti hellir á Austurlandi. Fyrr á tím- um voru róðrar stundaðir úr Skrúði og höfðust vermenn þá við í hellinum; notuðu hann sem verbúð Þekkt er þjóðsagan af Skrúðsbóndanum, trölli nokkru sem áður var trúað að byggi í hellinum. Var sagt að vættur þessi hafi verið meinlaus þeim sem ekki gerðu á hlut hans. Þó fer sögum af því að eitthvað hafi hann fækkað sauðum sem settir voru á beit í Skrúðnum. Þjóðsagan segir að hann hafi heillað prestsdóttur frá Hólm- um í Reyðarfirði og náð til sín í eyna. Segir sagan að þar hafi hún búið lengi og eignast dótt- ur með Skrúðsbónda. En dag einn var komin líkkista í kirkj- una á Hólmum. Þekktist þar prestsdóttirin og hafði dáið af barnsförum. Var útför hennar gerð og meðan á jarðarförinni stóð sást tröllið grátandi utan við kirkjugarðinn. Gekk það síð- an á skíðum sem leið lá út fjörðinn og heim í Skrúð. Skrúður Morgunblaðið/Rax
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.