Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 50
Mörkin 6 108 Reykjavík Sími 568 2533 fi@fi.is www.fi.is Gönguferð um Laugaveginn er... ...fyrir einn ...fyrir hópa ...fyrir hjón ...fyrir vini ...fyrir félaga ...fyrir fjölskyldur ...fyrir alla ...fyrir þig Kýldu á skemmtilega ferð! Ferðafélagið býður fjölmargar gönguferðir á Laugaveginn í sumar, frá 11. júlí til 8. ágúst. Upplýsingar í síma 568 2533 eða á www.fi.is Opið hús í dag uppstigningardag, í Mörkinni 6, frá kl. 12-16. Kynntar verða ferðir sumarsins. Tilboð á árbókum og fræðsluritum Ferðafélagsins. Ferðafélag Íslands Í Rangárþingi miðju stendur Breiða- bólstaður í Fljótshlíð. Í nýuppgerðum gistiskála er rými fyrir 20-25 manns í tveggja manna kojum og hægt er að leigja sængur og sængurföt auka- lega. Sjónvarp er í skálanum og ná- kvæm kort af Suðurlandi. Fullbúið eld- hús og ein „svíta“ er í boði, lítið herbergi inni af eldhúsinu þar sem tveir geta gist, eða þeir sem eru að ferðast með börn og vilja hafa meira næði. Sturta er að sjálfsögðu á staðn- um og stutt er í góða sundlaug á Hvolsvelli. Við gistiskálann er verönd með stóru tunnugrilli og öðru minna svo hægt er að grilla ofaní mannskap- inn og nota má hlöðuna til slíkra veisluhalda ef veðrið er ekki eins og menn hefðu helst kosið, hins vegar er nær undantekningarlaust blíða í Hlíð- inni, segir séra Önundur Björnsson prestur og staðarhaldari á Breiðaból- stað. Staðurinn hefur verið byggður mikið upp síðastliðinn 3 ár og segir hann Breiðabólstað kjörinn áfanga- stað fyrir hópa eða einstaklinga. Gistiskáli á Breiðabólstað Breiðabólstaður í Fljótshlíð. Breiðabólstaður í Fljótshlíð Símar 487 8010 og 893 2526 Gistiheimilið „Hótel mamma“ er ný aðstaða sem fjölskylda í Vest- mannaeyjum er að taka í gagnið. Að því standa sömu einstaklingar og reka Hótel Þórshamar, Gistiheimilið Hamar, Sunnuhvol og veitingastað- inn Fjóluna. Að rekstrinum standa níu manns í sömu fjölskyldunni, segir Helga Dís Gísladóttir. „Hótel mamma“ samanstendur af tveimur íbúðum í húsi sem fjölskyldan hefur fest kaup á og stendur á móti Þórs- hamri. Þar geta fjölskyldur eða hóp- ar leigt saman íbúð með sameig- inlegu baði og eldhúsi, eða einstaklingar leigt herbergi og deilt aðstöðunni með öðrum,“ segir hún. Mamma er þema hótelsins og segir Helga Dís markmiðið að hafa handverk og skreytingar innandyra sem „mömmulegastar“. Þá hefur verið auglýst eftir myndum af mæðr- um og sögum og ljóðum eftir þær í bænum sem ætlunin er að hengja upp á íbúðahótelinu. Veitingastofan Fjólan hefur jafnframt verið tekin í gegn og segir Helga Dís boðið upp á ódýra rétti af mömmumatseðli í há- deginu. Unnið verður að frekari lagfæring- um á aðstöðunni í „Hóteli mömmu“ á næstunni og er meðal annars á döfinni að setja upp leiktæki fyrir börn í garðinum og pall með grilli. Einnig verður garðurinn girtur, segir Helga Dís. Mömmulegt gistiheimili Hótel Þórshamar Sími 481 2900 www.hotel.eyjar.is thorshamar@simnet.is Lundapysja í Eyjum. Fyrirhugað er að uppfæra heimasíður Rangárþings eystra, hvolsvollur.is, Rangárþings, rang.is/ferda/, og síðu Ferðamálafélagsins Heklu og Mýrdals- hrepps, vik.is, reglulega með upplýs- ingum fyrir ferðamenn, segir Eymund- ur Gunnarsson, nýr atvinnu- og ferðamálafulltrúi Rangárvallasýslu og Mýrdalshrepps. „Nú þegar erum við komin með nokkrar akstursleiðir um svæðið í kringum Hvolsvöll og hægt og rólega stendur til að bæta við fleiri leiðum, til dæmis gönguleiðum eða öðrum áhugaverðum stöðum til þess að skoða. Ferðamenn geta þá heim- sótt síðurnar og prentað út þá leið sem þeim líst best á. Á upplýsinga- miðstöðvum á Suðurlandi liggur frammi lítil leiðarbók, Göngum um Ís- land, þar sem lýst er styttri gönguleið- um eða frá hálftíma upp í tveggja tíma gönguferðum, þannig að allir ættu að geta fengið eitthvað við sitt hæfi. Við leggjum mikla áherslu á að innlendir jafnt sem erlendir ferðamenn nýti sér upplýsingamiðstöðvar á Suðurlandi, en þar vinnur fagfólk sem aðstoðar við skipulagningu ferðar, ef fólk vill. Auk þess er þar mikið kynningarefni sem hægt er að fá sér að kostnaðarlausu.“ Heimasíður uppfærðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.