Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 1
29. maí 2003 FYRRI vertíð Rússa á alaskaufsa í Okhotsk-hafi lauk í apríl. Aflinn varð alls 587.300 tonn. Það var mun meiri afli en árið áður, en þrátt fyrir það náðist leyfilegur afli ekki, en hann var 635.000 tonn. Þar sem út- gerðin þarf nú að borga hátt verð fyrir aflaheimildir hefur aukin áherzla verið lögð á vinnslu verð- meiri afurða um borð í vinnsluskip- unum en áður, en fyrir vikið minnka afköstin. Þannig jókst flakavinnsla um 50% miðað við árið áður. Náðu ekki kvóta SPÆNSKA sjávarútvegssamsteypan Pescanova hyggst nú verja 4,3 milljörðum króna til að byggja upp sandhverfueldi í Cabo Tourinan í Galisíu á Norðvestur- Spáni. Athafnasvæðið mun ná yfir um 140.000 fermetra. Fyrst í stað verður aðeins sandhverfa alin þar en fé- lagið hefur einnig sótt um leyfi til eldis á kola. Ætlunin er að þarna verði umsvifamesta sandhverfueldi í Evrópu. Framkvæmdir eiga að hefjast í lok þessa árs og starfsemin fer af stað á næsta ári. Pescanova sér fyrir sér 190 tonna framleiðslu á næsta ári, 1.555 tonn ár- ið 2005, 3.000 árið 2006 og 4.000 tonn árið 2007. Gert er ráð fyrir veruleg- um opinberum styrkjum til byggingarinnar. Stærsta sandhverfueldi Evrópu SALA á frönskum fiskmörkuðum var svipuð á fyrsta fjórðungi þessa árs og þess síðasta. Á hinn bóginn var meira um það að fiskur seldist ekki á mörkuðunum nú en í fyrra. Alls voru seld um 70.000 tonn af fiski á mörkuðunum bæði fyrsta fjórðung þessa árs og þess síðasta. Verðmæt- in voru nánast þau sömu og með- alverð sömuleiðis. Nú voru hins veg- ar 2.200 tonn sem seldust ekki á móti 1.900 tonnum í fyrra. Sala á skötusel, bassa, smokkfiski, lýsingi, makríl og sardínum jókst, en samdráttur var í sölu á kola, ansjósu, ufsa og alaskaufsa. Meðalverð á kola á frönsku mörkuðunum umrætt tímabil var 800 krónur hvert kíló, á skötusel 380 krónur, 463 krónur á smokkfiski, 216 á þorski, 77 á ufsa og 683 krónur á leturhumri. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Svipuð fisksala í Frakklandi ÚTFLUTNINGUR á laxi frá Chile jókst um þriðjung á fyrsta fjórðungi þessa árs í verðmætum talið. Alls námu verðmætin nú 25 milljörðum króna. Magnið dróst hins vegar saman um 27% og varð aðeins 90.428 tonn. Verðið á laxinum hækkaði því mikið frá fyrsta ársfjórðungi á síð- asta ári. Meðalverð á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var um 277 krónur á kíló, en var á sama tíma í fyrra aðeins 153 krónur miðað við gengi dollarsins í dag. Verðhækk- unin kemur í kjölfar þess að Chile hefur dregið úr framleiðslu til að sníða framboð að eftirspurn. Það á sérstaklega við útflutning til Jap- ans. Þar varð 41% samdráttur í magni, en 26% aukning á verðmæt- um. Á fyrsta ársfjórðungi fóru 49% útflutnings á laxi og silungi frá Chile til Japans, að verðmæti 12,3 milljarðar króna. 37% fóru til bandaríkjanna að verðmæti 9,3 milljarðar. 5% fóru til landa innan Evrópusambandsins og 3% til landa í Suður-Ameríku. Meira fyrir minna af laxi ÓVENJULEGAR aðstæður í sjónum urðu til þess að niðurstöður humarrannsókna Haf- rannsóknastofnunar verða síður nýtanlegar við stofnstærðarmat að þessu sinni. „Vorið virðist einfaldlega ekki komið í sjóinn og því vantar allan þörungablóma og gróður á hum- arslóðinni. Það veldur því að sjórinn verður mjög tær, en við slíkar aðstæður veiðist hum- arinn mjög illa. Því er minna að marka afla- brögðin nú og þær vísbendingar sem þau gefa okkur heldur en við meðalaðstæður,“ segir Hrafnkell Eiríksson, fiskifræðingur og leið- angursstjóri í nýafstöðnum humarrannsókn- um. Þó má bæta því við að hrygning og klak virðist vera í fyrra lagi þetta vor enda botnhiti hár. Hrafnkell segir að þetta bendi þó alls ekki til þess að humarstofninn sé minni. Mælingar frá síðasta ári hafi gefið væntingar um stöðugan stofn og þær vísbendingar sem hafi fengizt um nýliðun við Suðausturland sýni að mjög sterk- ur árgangur sé að koma inn í veiðina. Það þýði aftur á móti að hlutfall smás humars sé fremur hátt í aflanum og því gæti komið til svæða- lokana til að humarinn næði að stækka meira áður en hann verði veiddur. Hrafnkell segir að því miður hafi engar vís- bendingar fundizt um batnandi nýliðun suð- vestanlands, en langvarandi léleg nýliðun á vestasta útbreiðslusvæðinu hefur komið í veg fyrir vöxt stofnsins þar. „Farið verður nánar yfir aðstæður á hum- arslóðinni með umhverfisfræðingum á næst- unni. Síðan kemur þetta smám saman í ljós, þegar humarinn verður veiðanlegri og vonandi verður það fljótlega. Við fáum þá upplýsingar úr veiðunum og getum nýtt okkur þær, en afl- inn hefur verið mismunandi eftir svæðum það sem af er vertíð,“ segir Hrafnkell Eiríksson. Óvenjulegar aðstæður hamla rannsóknum Hrygning og klak humarsins er nú fyrr á ferðinni en í meðalárferði enda botnhiti hár. Allar vörurnar eru úr polyethylene sem fullnægir ströngustu kröfum Efnahagsbandalagsins og US FDA um efni til nota í matvæla- og lyfjaiðnaði 17 gerðir kera frá 300-1400 l Notuð hvarvetna í matvælaiðnaði Endurvinnanleg vörubretti til nota í hvers konar matvæla- og lyfjaiðnaði. Vörubrettin fullnægja kröfum hins alþjóðlega flutningastaðals ISO 6780 Balar með traustum handföngum. Heppilegir til nota víða í matvælaiðnaði og sem línubalar Einangruð ker Balar Sérhannaðar vörur til nota í matvæla- og lyfjaiðnaði framleiddar undir sérstöku eftirliti hins alþjóðlega gæðastaðals ISO 9001 Vörubretti Sefgarðar 1-3A • 170 Seltjarnarnes sími 561 2211 • Fax 561 4185 • www.borgarbplast.is • borgarplast@borgarplast.is Miklir erfiðleikar eru í veiðum og vinnslu á rækju, tregt á færin í Breiðafirði og staðsetning skipanna Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu EIMSKIP tók í gær formlega í notk- un þjónustusetrið Freshport á Schip- hol-flugvelli í Amsterdam. Um setrið fara fraktflugvélar sem annaðhvort flytja kæliafurðir eða afurðir sem þarfnast heilbrigðisskoðunar. Að sögn Braga Þórs Marinóssonar, framkvæmdastjóra Eimskips í Hol- landi og Belgíu, er Freshport, sem er í eigu Eimskips og skoska flugaf- greiðslufyrirtækisins Menzies, eitt af einungis fimm fyrirtækjum sem hafa beinan aðgang að flugbraut Schiphol, eins stærsta fraktflugvallar Evrópu. Fyrir íslenska fiskútflytjendur er Freshport kærkomið, að sögn Braga Þórs. Til Asíu á fimm dögum „Við erum vinna að því að tengja sam- an siglingakerfi Eimskips frá Íslandi og Færeyjum við Freshport. Þannig getum við boðið flutning á ferskum fiski frá til dæmis Austfjörðum til As- íu á fimm dögum, því frá Schiphol er hægt að flytja fiskinn um allan heim. Þetta opnar möguleika fyrir íslensk sölufyrirtæki því með Freshport myndast órjúfanleg kælikeðja frá Ís- landi á erlenda markaði,“ segir Bragi. Yfir eitt hundrað frakt- og flutn- ingafyrirtæki eru með starfsemi á Schiphol-flugvelli. Með tilkomu þjón- ustusetursins Freshport styttist sá tími sem það tekur fraktflugvél að fara í gegnum Schiphol með farm sem þarf að heilbrigðisskoða, eins og ferskan fisk frá annarri heimsálfu, um tvær klukkustundir að meðaltali. Hátt í hundrað gestir voru við- staddir opnun þjónustusetursins í gær. Æðsti yfirmaður heilbrigðis- mála í Hollandi opnaði Freshport formlega og sagðist hæstánægður með þetta verkefni sem Eimskip hóf undirbúning að fyrir þremur árum. Töluverð umfjöllun hefur verið um setrið í hollenskum fjölmiðlum enda talið mikilvægt fyrir Schiphol-flug- völl. Eimskip hefur haft samstarf við flugmálayfirvöld um opnun þjónustu- setursins. „Flugmálayfirvöld hérna eru ánægð með þetta verkefni því Schip- hol-flugvöll hefur vantað þjónustuset- ur sem uppfyllir allar kröfur Evrópu- sambandins. Ákveðnar tegundir af flutningum, s.s. flutningur lifandi fiska, hefur því flust á aðra flugvelli,“ segir Bragi. Órjúfanleg keðja með viðkomu í Amsterdam Eimskip tekur í notkun miðstöð flutninga á ferskum afurðum á Schiphol Morgunblaðið/Eyrún Magnúsdóttir Æðsti yfirmaður heilbrigðismála í Hollandi opnar „Freshport“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.