Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.05.2003, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÚR VERINU G ÍFURLEGT framboð á Kanadarækju á Evr- ópumörkuðum sl. tvö ár hefur kippt fótunum undan rækjuútgerð og -vinnslu hér á landi. Af- urðaverð hefur lækkað og í kjölfar þess hefur verð til rækjuútgerða farið lækkandi um leið og aflinn hefur minnkað um rúmlega helming miðað við síðustu ár. Afkoma Samherja í rækjuvinnslu er sú langversta í síðasta þriggja mánaða uppgjöri. Skelrækjumarkaðurinn í Kína er að hrynja um þessar mundir þar sem lungnabólgufarald- urinn þar er m.a. talinn líklegur áhrifavaldur. Offjárfesting í vinnslunni kemur mönnum í koll og hefur mörgum verksmiðjum verið lok- að og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Er ljósglæta einhvers staðar í öllu þessu myrkri? Eina glætan, segir einn viðmælenda blaðsins, er að Kanadamenn eru komnir í sömu spor og Íslendingar og Norðmenn, sem sitja í svipaðri súpu og íslensku fyrirtækin. Framboð á rækju aukist mikið Framboð pillaðrar rækju eykst ár frá ári, sér- staklega vegna aukinnar framleiðslu Kan- adamanna, segir Halldór Árnason, framkvæmdastjóri Barry Group á Íslandi. En það eru fleiri sem framleiða meira, segir hann, Grænlendingar áætla að auka framleiðsluna talsvert á þessu ári. Barry Group, sem er stórt sjávarútvegsfyr- irtæki í Kanada, á og rekur þrjár rækjuverksmiðjur þar í landi. Barry Group á Ís- landi selur þeirra rækju í Evrópu og að auki fyrir verksmiðju í eigu Daley Brothers Ltd. í Kanada. Auk þess selur Barry Group rækju frá Íslandi og aðrar sjávarafurðir fyrir ís- lenska framleiðendur. Halldór og Gísli Gíslason hafa séð um söluna fyrir Barry Group á Íslandi og Aðalsteinn Gottskálksson, sem starfaði áður hjá Íslensk- um sjávarafurðum og Nasdar, mun slást í hóp- inn með þeim í júní. „Framboðið á pillaðri rækju hefur aukist mjög mikið á undanförnum árum,“ segir Hall- dór. Áætlað er að Kanadamenn, sem voru varla á Evrópumarkaði fyrir þremur, fjórum árum, selji yfir ellefu þúsund tonn af rækju í Evrópu í ár. Heildarmarkaðurinn þar er um áttatíu og fjögur þúsund tonn og fram að þessu hafa Íslendingar, Norðmenn, Grænlendingar og Færeyingar verið ráðandi þar. „En Kanadamenn veiða feikilega mikið og meira og meira með hverju ári,“ útskýrir Hall- dór, „en Bandaríkjamarkaður hefur valdið miklum vonbrigðum. Kanadamenn höfðu gert sér vonir um að selja stóran hluta af rækjunni þangað en það hefur ekki gengið eftir. Í stað- inn hafa þeir selt hana til Evrópu og líklega meira magn á þessu ári en áður.“ Í samræmi við þetta aukna framboð segir Halldór að verðið hafi lækkað með hverju ári undanfarin ár. „Það má segja að það sé búið að vera offramboð af pillaðri rækju mörg und- anfarin ár. Nokkrar verksmiðjur á Íslandi og í Noregi hafa hætt starfsemi og nokkrar hafa stöðvast tímabundið vegna þess hve afkoman er léleg,“ segir Halldór. Gestur Geirsson, framleiðslustjóri hjá Sam- herja á Akureyri, kennir gengi krónunnar um bága stöðu rækjuiðnaðarins. „Gengið er að drepa okkur, það er mjög erfið staða, sama hvar er gripið niður í grein- inni, hvort sem það er í veiðum eða vinnslu,“ segir hann. „Við höfum verið með óbreytt verð hér frá 1998 í íslenskum krón- um,“ bætir hann við. Þeir hjá Sam- herja hafi greitt bátunum sama verð síðan en að því verði breytt vegna þess að þeir geti það ekki lengur. Þeir reikni með að borga breytt verð frá næstu mánaðamótum. „Við sögðum upp samningum okkar við út- gerðirnar um síðustu mánaðamót og komum til með að þurfa að lækka verðið um 5–10%.“ Samherji gerir ekki út skip á rækju en gerir þess í stað samninga við útgerðir sem landa hjá fyrirtækinu. „En við vitum að við sækjum ekkert þangað, þessar útgerðir eru allar rekn- ar með tapi,“ segir Gestur. Veiða rúmlega helmingi minna „Ég held að það sé leitun að rækjuútgerð við norðanvert Atlantshaf sem er rekin með hagn- aði,“ bætir Gestur við til útskýringar. Menn þrífist á því að hluta til að fara á aðrar veiðar með rækjunni. Útgerðin sé rekin með tapi en hafi þá einhvern hagnað af þorskveiðum eða slíku. „Ég veit að það eru sumir aðilar á Íslandi sem halda skipunum á sjó eingöngu vegna þess að þau eru á söluskrá,“ fullyrðir hann. „Það er betra að selja skip sem er í drift heldur en það sem er bundið við bryggju.“ Menn sætti sig við eitthvert tap í von um að geta selt skip- in. „Þetta er rosalegt,“ heldur Gestur áfram, „verðið hefur lækkað og lækkað í erlendri mynt og þegar gengið fe svona út.“ Það sem veldur þessu mikla framboð rækju fr ópumarkaðina. „Við vei landi heldur en við gerð tonn á móti 70.000 tonnu sem veiddu kannski ekk að veiða 120.000 tonn eð markaðurinn hefur ekk bara meira magn.“ Ef litið er yfir lengri t tonna rækjuveiði á Íslan meðaltalinu en þegar þo í ekki neitt“ eins og Ges rækjustofninn og skapa rækjunni. Nýir markaðir eina Að sögn Gests hefur ver framleiðendur eigi að ve Svartnætti vi íslenska rækj                                                                ! !""  #       !    !               !               "   #  Verð á skelflettri rækju hefur lækkað mikið veg Það blæs ekki byrlega í rækjuiðnaðinum um þessar mundir. Árni Hallgrímsson kynnti sér hvað er að gerast á rækjumörkuðunum hér- lendis sem erlendis. FJÓRÐA misseri ÚA-skólans lauk í vikunni en frá því í byrjun apríl hafa um 10 starfsmenn félagsins tekið þátt í gítarnám- skeiði á Akureyri. Sem fyrr hafa fjöl- breytt námskeið verið í boði í skól- anum, bæði á Ak- ureyri og á öðrum svæðum, þar sem ÚA er með starfs- stöðvar. Hall- grímur Gíslason launafulltrúi hjá ÚA hefur haft yfirumsjón með skól- anum og hann segir ljóst að þessi starfsfræðsluskóli sé búinn að festa sig í sessi. Stefnt er að því að útvíkka starfsemina næsta haust með því að setja upp samræmdan starfsfræðslu- skóla innan Brims. Hallgrímur sagði jafnframt uppi hugmyndir um að breyta nafni skólans í „Lífsins skóla.“ Guðbrandur Sigurðsson fram- kvæmdastjóri ÚA og Brims sagði að fólk áttaði sig ekki á hversu auðvelt væri að koma verkefni sem þessu í framkvæmd. Til væru starfs- menntasjóðir og með samningi við Símey, Símenntunarmiðstöð Eyja- fjarðar, líkt og ÚA gerir, sér Símey um framkvæmdina. „Hvað getur þetta verið einfaldara?“ Guðbrandur sagðist mjög ánægður með hvernig til hefur tekist með skólann. „Þetta hefur gengið betur en ég þorði að vona og þá sérstaklega á stærri stöð- unum.“ Tungumál og tölvur Hallgrímur sagði að boðið væri upp á styttri námskeið, þar sem aðal- áherslan væri lögð á tungumál og tölvur og einnig tómstunda- námskeið. Hann sagði að á tungu- málanámskeiðunum hefði fólk fyrst og fremst sótt í að læra ensku og spænsku og á tölvunámskeiðunum hefur verið boðið upp á grunn- námskeið og framhaldsnámskeið. Á þeim tveimur árum sem skólinn hefur verið starfræktur hafa rúm- lega 100 manns sótt námskeiðin, eða um helmingur starfsmanna félags- ins, og þar af hafa tveir starfsmenn sótt alls níu námskeið. Hallgrímur sagði að ekki væri marktækur mun- ur á námskeiðssókn karla og kvenna en þeir sem síst hafa sótt námskeiðin eru yngri konur og miðaldra karlar. „Við höfum verið með um 10 nám- skeið á önn og mesta umfangið er á Akureyri. Það hefur hins vegar stundum verið erfitt að fá nægan mannskap á námskeiðin á minni stöðunum, því það þarf alltaf ákveð- inn lágmarksfjölda. Við höfum verið með námskeið á átta stöðum landinu, þar sem ÚA er með starfsstöðvar og stöðunum mun fjölga þegar Har- aldur Böðvarsson á Akranesi og Skagstrendingur á Skagaströnd bæt- ast við en reyndar hefur þegar verið haldið eitt námskeið á Skagaströnd.“ Koma til móts við fólkið Hann sagði tilganginn með skólanum margþættan. „Einn megintilgang- urinn er þó að koma til móts við starfsfólkið og bjóða því upp á aukna menntun og um leið aukna færni í lífsins ólgusjó. Við viljum að starfs- fólkið finni að það sé einhvers virði og sé ánægðara – því er ekki sagt að ánægt starfsfólk sé betra starfs- fólk?“ Námskeiðin eru misjafnlega dýr en starfsfólkið greiðir aðeins hluta af kostnaðinum, því starfsmanna- félagið, fyrirtækið og Landsmennt koma þar einnig að málum. Ódýrasta námskeiðið sem boðið hefur verið upp á í vetur er vínsmökkunarnám- skeið en það dýrasta gítarnámskeið. Í námskrá ÚA-skólans er einnig að finna námskeið í gerbakstri, leiklist, siðfræði, heimspeki, förðun, liðsanda og liðsheild og námskeið í íslensku fyrir erlent starfsfólk. Auka færni í lífsins ólgusjó Fjölbreytt námskeið í boði í skóla ÚA Hallgrímur Gíslason Morgunblaðið/Kristján Um 10 starfsmenn ÚA á Akureyri luku þátttöku í gítarnámskeiði í vikunni, undir stjórn Björns Þórarinssonar. Í þeim hópi voru Margrét Þórðardóttir t.h. Arnheiður Eyþórsdóttir og Edda Aspar.                                     !"  #    $    %         &      $     #  '    (     )   *     *   +,   -.     !     (     (!  *#       /        0           &!  1  1      /#    -                 * #      2 *  #     3  #  0          $ %&'()  () *   (  (   " #$%&'(% '))* +   ,-  +.(  /%%   /0   1    2  ( ( ( ( ( ( ( *() +,( $(' $'$ ,,* -+, *,#                     .    0   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.