Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 146. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Fjallar um fagurfræði Birna Bjarnadóttir ver doktors- ritgerð um Guðberg Lesbók 4 Vilhjálmur Bretaprins reynir að læra swahili Fólkið 60 Glæpasaga verðlaunuð Arnaldur Indriðason fær Glerlyk- ilinn öðru sinni Listir 30 HAMAS-hreyfing herskárra Palestínu- manna kvaðst í gær ætla að halda áfram sjálfsmorðsárásum og öðrum tilræðum í Ísrael ef her landsins hætti ekki algerlega árásum sínum á Palest- ínumenn. Líklegt er að yfirlýs- ing Hamas verði til þess að stjórnvöld í Ísrael og Bandaríkjunum leggi enn fastar að Mahmoud Abbas, forsætisráð- herra heimastjórnar Palestínumanna, að leysa upp Hamas og fleiri herskáar hreyfingar Palestínumanna fyrir fund George W. Bush Bandaríkjafor- seta með honum og Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, í Jórdaníu á miðvikudag- inn kemur. „Allt hefur sitt verð og aðgerðum píslarvotta okkar verður ekki hætt nema óvinurinn greiði það fullu verði og hætti öllum árásum sínum,“ sagði Ab- delaziz Rantissi, pólitískur leiðtogi Hamas. Hyggst ekki hætta árás- um í Ísrael Jerúsalem. AFP.  Sharon/18 Mahmoud Abbas HERNÁMSSTJÓRN bandamanna í Írak, undir forystu Bandaríkjamanna, varaði við því í gær að fjöldi íslamskra harðlínu- manna héldi nú yfir landamæri Íraks í þeim tilgangi að raska enn frekar jafn- væginu í landinu. Aðvörunin var gefin út á útvarpsstöð bandamanna í Írak í gær í kjölfar ásakana Donalds Rumsfelds, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, á fimmtudag um að yfirvöld í Íran væru að senda úrvalssveitir sínar til landsins. Í tilkynningu útvarpsstöðvarinnar var ekki minnst á Íran en þess farið á leit að Írakar upplýstu hernámsstjórnina um nöfn og dvalarstaði manna sem væri stjórnað erlendis frá og hefðu laumað sér inn í landið. Kamal Kharazi, utanrík- isráðherra Írans, vísaði ásökunum banda- manna á bug. „Þessi ríki hafa hernumið Írak og nú ásaka þau okkur um að valda vandræðum,“ sagði hann. Íranar sagð- ir spilla fyrir í Írak Bagdad. AFP.  Ummæli Wolfowitz /19 Prinsinn tjáir sig VÍSINDAMENN í Síberíu hafa smíðað vélknúna „fíkniefnahunda“ sem þykja taka hinum ferfættu starfsbræðrum sínum fram um flest. Hafa hinir vélknúnu reynst þess megnugir að finna fíkniefni í flutningabílum sem fylltir höfðu verið af ilmsterkum efnum. Rússneskir lögreglumenn sem starfa á hinum löngu landamærum Rússlands og Kasakstans hafa tek- ið þessari nýjung fagnandi, að því er fram kemur í netútgáfu dag- blaðsins Prövdu. Vélknúnu „fíkn- isepparnir“ munu gera landa- mæravörðunum lífið léttara en tilraunir hafa sýnt að þeir geta fundið fíkniefni á borð við mari- júana og kókaín jafnvel þótt eitrið sé hulið hvítlauk og kryddi af öll- um fáanlegum sortum. Mikið magn fíkniefna er að sögn flutt með bif- reiðum yfir landamærin frá Kas- akstan til Rússlands. „Vélvoffarnir“ hýsa tölvukubba sem á hafa verið vistaðar marg- víslegar upplýsingar um lykt þá er fylgir ýmiss konar fíkniefnum. „Leitarvélin“ ber síðan lykt þá er hún greinir saman við þá sem vist- uð hefur verið í rafrænu minni hennar. Svo fullkominn er bún- aðurinn sagður að „eiturrakkinn“ getur greint á milli margvíslegra afbrigða sama fíkniefnis. Fréttinni fylgir ekki á hvern hátt „rafhvuttinn“ gerir yfirboðurum sínum viðvart rekist hann á óleyfi- legt eitur. Vélknúnir„fíkniefnahundar“ „ÉG skikka enga útgerð sem á kvóta til að veiða aflann ef það kost- ar hana helmingi meira en að leigja kvótann burt,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri á Raufar- höfn. „Til þess hef ég ekkert vald og svoleiðis virkar lýðræðið ekki. Við þurfum aðstoð til að leysa þennan vanda en neyðum engan til þess. Ég efast ekki um að sú aðstoð byggist á frumkvæði heimamanna.“ Aflamark allra skipa og báta á Raufarhöfn, um 20 talsins, er um 1.665 þorskígildistonn. Þar af er togarinn Rauðinúpur ÞH-160, sem er í eigu Útgerðarfélags Akureyr- inga, með 971 þorskígildistonn. Guðný segir hann ekki hafa landað á Raufarhöfn síðan árið 1999. Tómas Sigurðsson hafnarvörður segir ann- an kvóta annaðhvort leigðan frá út- gerðunum eða aflinn sé fluttur til Húsavíkur, á Árskógssand eða Bakkafjörð til vinnslu. Algengt leiguverð fyrir kíló af þorski er 135 krónur. Sé allur aflinn leigður má ætla að verðmæti alls aflans á Raufarhöfn sé tæpar 225 milljónir króna innan fiskveiðiárs- ins. Sem dæmi má nefna að útgerð Viðars ÞH-17 hefur leigt frá sér rúm 212 tonn af þorski. Útgerð Við- ars fékk úthlutað tæpum 64 tonnum af þorski á þessu fiskveiðiári og 169 tonnum til viðbótar í bætur vegna aflabrests á rækju. Einnig leigir út- gerðin frá sér nær allan ýsukvót- ann, eða rúm 45 tonn, en leigir til sín 100 tonn af úthafsrækju. Guðný segir marga auðvitað ósátta við að kvóti sé leigður frá sveitarfélaginu en horfa verði á þetta í stærra samhengi. Ekki sé við neina að sakast í því efni heldur ýti aflamarkskerfið undir að þessi hátt- ur sé viðhafður. „Á meðan kerfið er svona breytist þetta varla.“ Aflamark báta og skipa á Raufarhöfn er 1.665 þorskígildistonn Kvótinn leigður eða afl- inn unninn annars staðar Skikka enga til að veiða kvótann ef það kostar helmingi meira en leigja hann burt, segir sveitarstjórinn  Nær allur afli/4 UNGUR íraskur drengur lítur upp á milli íslamskra kvenna sem báð- ust fyrir í Najaf, 180 km suður af Bagdad, í gær við minnisvarða um imaminn Ali, afkomanda spá- mannsins, en Ali dó píslarvætt- isdauða árið 680. Íraskir sjía- múslímar flykkjast hvern föstudag til þess að biðja við heilaga staði. Í 24 ára stjórnartíð Saddams Huss- eins var sjítum bannað að fara í pílagrímsferðir til heilagra staða. Reuters Íslamskar konur biðjast fyrir í Najaf ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.