Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 11 Electrolux þvottavél EW 1677 1600 snúninga Tekur 5kg þvott Orkuflokkur A Þvottahæfni A Vindingahæfni A Verð: 75.990 kr. Sumartilboð á heimilistækjum Electrolux heimilistækin hafa sannað gildi sitt á íslenskum heimilum í áratugi Electrolux uppþvottavél ESF 6230W Tekur borðbúnað fyrir 12 manns Þvottakerfi 5 Hitakerfi 3 Hljóðstyrkur 49db Barnaöryggi Mál: 820x600x600 mm Verð: 55.990 kr. Uppáha lds heimilis tæki fjölskyld unnar Í júní er lengri opnunartími í timbursölu Súðarvogi 3-5 og versluninni Skútuvogi: Opið virka daga kl. 8.00-18.00 og laugardaga kl. 9.00-17.00. Athugið! Þriggja ára ábyrgð er á öllum Electrolux raftækjum ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - H U S 21 32 0 0 5/ 20 03 MIKIL sumarhátíð var haldin hjá börnunum, sem liggja inni á Barnaspítala Hringsins, síðastliðinn miðvikudag. Þar sameinuðust fjölskyldur, starfsfólk og góðir gestir og gerðu sér glaðan dag í blíð- skaparveðri. Eins og á öðrum sumarhátíðum var grillað, Karíus og Baktus kíktu í heimsókn, rafmagnsbílar þeystu um planið og allir sem gátu fengu að fara á hestbak.Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sumarhá- tíð á barna- spítalanum FRAMKVÆMDASTJÓRN Fram- sóknarflokksins samþykkti einróma á fundi nýlega að ráða Sigurð Eyþórs- son framkvæmdastjóra flokksins. Sigurður tekur við af Árna Magn- ússyni, sem kjörinn var á þing 10. maí sl. og hefur nú tekið við embætti fé- lagsmálaráðherra. Sigurður er 33 ára og hefur starfað hjá Framsóknarflokknum síðan 1994, nú síðast sem skrifstofustjóri flokks- skrifstofu. Hann er í sambúð með Sig- ríði Zoëga, hjúkrunarfræðingi. Nýr fram- kvæmdastjóri Framsóknar- flokksins VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN á Bif- röst er að fara af stað með meist- aranám við skólann. Undirbúningur hefur staðið yfir í vetur en boðið verður upp á tvær leiðir, annars veg- ar MS-gráðu í viðskiptafræði, sem er hugsuð fyrir þá sem eru með BS- eða BA-próf í viðskiptafræði, rekstrar- fræði eða tengdum greinum t.d. hag- fræði. Þannig nám mun henta vel þeim nemendum sem hafa útskrifast frá Bifröst og er m.a. hugsað sem þjón- usta við þá. Hins vegar verður boðið upp á MA-gráðu í hagnýtum hagvís- indum. Inntökuskilyrði fyrir það er BA-, BS-, eða BEd-gráða. Umsóknarfrestur er til 10. júní, en dagsetning umsóknarfrests misrit- aðist í frétt í blaðinu í vikunni. Miðað er við að um 30 nemendur komist að. Meistara- nám á Bifröst HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur sýknað eiginkonu Atla Helgason- ar af kröfum föður Einars Arnar Birgis heitins og gert honum að greiða henni málskostnað upp á 300 þúsund krónur. Atli réð Einari Erni bana í nóvember 2000 og fyrir það var hann dæmdur í 16 ára fangelsi og til að greiða foreldrum hans 2,2 millj- ónir króna í bætur auk 1,3 milljóna í útfararkostnað. Tveimur vikum áður en Atli kvæntist gerðu hin væntanlegu brúðhjón kaupmála sín í milli þar sem kveðið var á um að íbúðarhús- næði þeirra skyldi vera séreign eig- inkonunnar en fyrir þann tíma var hún þinglýst eign þeirra beggja. Taldi að verið væri að skjóta fasteign undan yfirvofandi gjaldþroti Krafa föður Einars Arnar um rift- un byggðist á því að tilgangurinn með gerð kaupmálans hefði verið sá að koma í veg fyrir að fasteignin myndi standa til fullnustu kröfum á hendur Atla við gjaldþrot. Taldi hann að ljóst hefði mátt vera að gjaldþrot Atla hefði verið yfirvofandi og hann þá þegar orðinn ógjaldfær. Því hefði verið um gjafagerning að ræða sem krefjast mætti riftunar á að réttum lögum. Héraðsdómi þótti á hinn bóginn ekki sannað að það að gera íbúðar- húsnæðið að séreign konunnar yrði metið sem gjöf í skilningi laganna. Þá taldi dómurinn að ákvæði kaup- mála um að ábyrgð á greiðslu lána væri sameiginleg hnekkti ekki þeirri niðurstöðu. Í annan stað þótti héraðsdómi óvarlegt að telja það í ljós leitt að Atli hefði verið ógjaldfær þegar kaupmálinn var gerður. Þótt skuldir hans hefðu verið umtalsverðar og umfram eignir hefði ekki borið á vanskilum af hans hálfu fyrr en síð- ar, þegar hann hafði verið hnepptur í gæsluvarðhald og síðan dæmdur í fangelsi fyrir morðið. Kaupmála ekki rift ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.