Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ INGÓLFUR Finn- bogason húsasmíða- meistari lést í fyrra- dag, 91 árs að aldri. Ingólfur fæddist á Búðum í Staðarsveit í Snæfellssýslu 12. júlí 1911. Hann lærði húsasmíði í Iðnskól- anum í Reykjavík og hjá Guðjóni Sæ- mundssyni á árunum 1928–1932. Ingólfur hóf sjálf- stæðan atvinnurekst- ur við húsbyggingar í Reykjavík árið 1940. Hann stofnaði Sameinaða verktaka, ásamt fleir- um, árið 1951. Eftir að Íslenskir aðalverktakar sf. tóku við verkleg- um framkvæmdum á Keflavíkur- flugvelli var hann ráðinn yfirmaður framleiðslustöðva og hafði jafn- framt umsjón með kjarasamning- um og fleiru á vegum Aðalverk- taka. Ingólfur lét af störfum 1992. Ingólfur starfaði mikið að fé- lagsstörfum. Hann var m.a. í stjórn Meistara- félags húsasmiða, í stjórn Meistarasam- bands byggingar- manna, í stjórn Líf- eyrissjóðs húsasmiða og Landssambands líf- eyrissjóða. Þá var hann formaður Iðnað- armannafélagsins í Reykjavík, í stjórn Landssambands iðn- aðarmanna, í stjórn Sameinaðra verktaka og í stjórn Íslenskra að- alverktaka. Ingólfur var í stjórn Vinnuveitendasambands Íslands og sat um tíma í bankaráði Iðn- aðarbanka Íslands. Eftirlifandi eiginkona Ingólfs er Soffía Ólafsdóttir og eignuðust þau fimm börn. Andlát INGÓLFUR FINNBOGASON ÍRLAND verður töluvert í sviðsljós- inu á Evrópuári fatlaðra, en í næsta mánuði hefjast Alþjóðaleikar þroskaheftra þar í landi. Angela Kerins, formaður nefndar er stýrir Evrópuári fatlaðra á Írlandi, var meðal þátttakenda í Evrópuráð- stefnu Alþjóðasamtaka um vinnu og verkþjálfun, sem lauk í Reykjavík í gær. Hún segir að margt spennandi sé að gerast í málefnum fatlaðra á Írlandi. „Á Írlandi búa um 4 milljónir manna og meira en 10% af íbúafjöld- anum eru fatlaðir. Við ákváðum að velja fjögur viðfangsefni fyrir árið, það fyrsta er ungdómur og fötlun, annað er atvinna, þriðja er réttur, ábyrgð og samvinna og það fjórða er að vekja almenning til umhugsun- ar,“ segir hún og bendir á að ætlunin sé að eyða um 1,5 milljónum evra í margs konar verkefni á vegum fatl- aðra. „Við erum einnig gestgjafar Al- þjóðaleika þroskaheftra 2003. Leik- arnir hafa aldrei verið haldnir utan Bandaríkjanna áður, en núna verða þeir í Evrópu,“ bætir hún við. Hún segir að Evrópusambandið leggi 6,5 milljónir evra í leikana og séu þeir hugsaðir sem hápunktur árs fatl- aðra. Írar eiga von á yfir 30 þúsund manns til Írlands vegna þeirra, íþróttamönnum og fjölskyldum þeirra. „Það er því ýmislegt að ger- ast í málefnum fatlaðra á Írlandi í ár.“ Hræðsla við að ráða fatlaða í vinnu Að sögn Angelu samanstendur nefndin, sem hún er í forsvari fyrir, af fólki alls staðar að úr þjóðfélaginu. Í nefndinni eru fulltrúar frá hinum ýmsu samtökum fatlaðra, stjórn- málamenn og fulltrúar frá fjölmiðl- um. „Þetta er mikil vinna sem jafn- framt er mjög gaman að taka þátt í. Það eru margir atburðir á dagskrá í ár,“ leggur hún áherslu á. Hún segir jafnframt að þau starf- ræki mikla upplýsingaherferð með það að markmiði að vekja almenning til umhugsunar um málefni fatlaðra. „Við reynum að höfða til almennings um það að hver og einn getur skipt máli. Það eru ýmsir smávægilegir hlutir sem hver og einn getur gert. Stundum getur það skipt sköpum að fólk breyti viðhorfi sínu til fatlaðra. Margir halda til að mynda að fatlaðir geti ekki unnið, en þótt einstakling- ur búi við einhverja fötlun þýðir það ekki að hann geti ekki unnið verk sem fötlun hans hindrar hann ekki í. Fatlaðir geta verið mjög góðir starfskraftar,“ bendir Angela á. Hún telur að það þurfi að breyta viðhorfi atvinnurekenda. Margir hverjir séu hræddir við að ráða fatl- aða í vinnu. „Það er eins með þetta líkt og allt annað, fólk forðast hið óþekkta. Því þarf að fræða atvinnu- rekendur svo þeir ráði fatlaða,“ segir hún, en herferðin fer fram í formi auglýsinga, umræðna í sjónvarpi og fleira. „Margir halda að fatlaðir búi ekki yfir neinni hæfni, svo það eru hæfi- leikar þeirra og hæfni sem við leggj- um áherslu á. Það er mjög mikilvægt að senda þessi skilaboð út í alla anga þjóðfélagsins, að allir geti skipt máli.“ Ný löggjöf um málefni fatlaðra Það er mat Angelu að nú séu einkar spennandi tímar fyrir fatlaða á Írlandi. Hún segir að þjóðin hafi verið í fararbroddi þegar kemur að löggjöf um málefni fatlaðra. Á næstu vikum verða birt lög um menntun fatlaðra og telur hún að löggjöfin eigi eftir að auðvelda aðgengi fatl- aðra að menntun á öllum skólastig- um. Þá liggur fyrir annað frumvarp sem Angela vonast til að verði að lögum í haust. „Það er virkilega vönduð löggjöf. Við undirbúning frumvarpsins vann samstarfshópur þar sem flest samtök fatlaðra áttu sinn fulltrúa. Í frumvarpinu er kom- ið inn á aðgengi fatlaðra og margt fleira sem þörf er á,“ segir hún og undirstrikar að mikils sé vænst af þessari lagasetningu. „Frumvörpin lágu fyrir á síðasta ári en náðu ekki fram að ganga þar sem þau full- nægðu ekki nógu vel óskum fatl- aðra.“ Angela telur að framtíðin verði ekki síðri. Hún segir breytingarnar hafa verið miklar á Írlandi á síðustu fimm árum. „Árið í ár færir okkur enn frekari löggjöf sem mun hafa áhrif um ókomin ár. Þá mun ráð- stefna Sameinuðu þjóðanna um rétt- indi fatlaðra vonandi skilja eitthvað eftir. Ég vil að Írland hafi í árslok náð mestum árangri innan Evrópu- sambandsins á Evrópuári fatlaðra. Arfleifðin sem ég vil að við skiljum eftir er að hafa náð að vekja fólk á öllum sviðum samfélagsins til vit- undar um stöðu fatlaðra, að fatlaðir einstaklingar búi ekki síður yfir miklum hæfileikum og kunnáttu en aðrir,“ bætir hún við. Hún segir jafnframt að benda þurfi almenningi á þá fordóma sem fyrirfinnist „þarna úti“. Fordómar fæstra stafi af illsku heldur af van- þekkingu. „Það er takmark okkar að bæta viðhorf fólks og auka þekkingu þess á málefnum fatlaða,“ leggur hún áherslu á. Mikið um að vera á Írlandi í tilefni Evrópuárs fatlaðra Spennandi tímar fyrir fatlaða Morgunblaðið/Arnaldur Angela Kerins er í forsvari fyrir Evrópuár fatlaðra á Írlandi og seg- ir hún dagskrá ársins margþætta. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunn- ar sótti slasaðan sjómann um borð í spænska togaranum Hermanos Gandon Guadro á miðvikudagskvöld en hönd hans hafði lent í spili og var talið að hann væri illa brotinn. Skipið var þá statt við 200 sjómílna lögsögu- mörkin á Reykjaneshrygg. Á fimmtudagskvöld sótti þyrlan mann sem hafði fengið fengið slæm- an brjóstverk en hann var þá í vél- sleðaferð á Vatnajökli við Veðurár- dal. Mínútu áður en þyrlan lenti var óskaði eftir aðstoð þyrlunnar vegna fjallgöngumanns sem hafði fallið í klettum í Kýrdal í Hengli og slasast talsvert þegar hann hafnaði á syllu. Í nógu að snúast hjá þyrlu Landhelgisgæslunnar Sótti slasaðan sjómann og tvo menn á landi Ljósmynd/Landhelgisgæslan Sigmaður á leið niður að fjallgöngumanni sem hafði fallið í Hengli. almenns eftirlits með sveitarstjórn- um og heimildum til að taka til með- ferðar stjórnsýslukærur í einstökum málum. Hafi þurft ábendingar frá Kópavogskaupstað til að laga þann annmarka á málsmeðferð ráðuneyt- isins. Segir Kópavogsbær málsmeðferð ráðuneytisins – að úrskurða í kæru- máli þótt það telji sjálft ekki unnt að verða við kröfum kærandans – ekki fá staðist. „Vilji félagsmálaráðuneytið koma fram athugasemdum við stjórnsýslu á vegum sveitarfélags verður það að gerast á grundvelli almenns eftirlits- valds en ekki í kærumálum einstakra KÓPAVOGSBÆR segir að félags- málaráðuneytið hafi ekki haft heim- ild til að kveða upp úrskurð sinn frá 22. maí varðandi úthlutun bygging- arlóða í Kópavogi. Hafi ráðuneytið skort heimild til að taka kæru þar að lútandi til meðferðar af þeirri ástæðu að aldrei hafi komið til greina að svipta þá byggingarrétti sem honum fengu úthlutað, eins og kröfur kæranda hefðu gert ráð fyrir. Í yfirlýsingu vegna úrskurðarins segir Kópavogsbær, að meðferð kærumálsins hafi frá byrjun verið afar ómarkviss á vettvangi ráðu- neytisins. Þannig hafi það ruglað í byrjun saman heimildum sínum til aðila,“ segir í yfirlýsingu bæjarins. Segir ennfremur að hvergi í lögum sé mælt fyrir um skyldur sveitar- stjórna til að setja reglur um lóðaút- hlutanir. Hafi því enginn annmarki verið á stjórnsýsluframkvæmd bæj- arins að hafa ekki sett þær formlega. Ennfremur segir að á umsókn- areyðublöðum hafi komið skýrt fram, að hver umsækjandi skyldi bara sækja um eina tiltekna lóð en mátti tiltaka tvær lóðir til vara. Kær- andinn í kærumálinu hafi ekki farið eftir þessu. Hafi hann þannig reynt að gera sinn hlut betri en annarra umsækjenda, eins og reyndar sé við- urkennt í úrskurði ráðuneytisins. Kópavogsbær um úrskurð félagsmálaráðuneytis Hafði ekki heimild til að kveða upp úrskurð Í ÁLYKTUN Evr- ópudeildar alþjóða- samtaka um vinnu og verkþjálfun, svokall- aðri Reykjavíkuryf- irlýsingu, kemur meðal annars fram að sam- tökin stefni að því að innan 10 ára verði hlut- fall fatlaðra og ófatl- aðra Evrópubúa á vinnumarkaði jafnhátt. Ályktunin var afhent Árna Magnússyni, fé- lagsmálaráðherra í gær, en þá lauk vinnu- markaðsráðstefnu sem hófst á miðvikudag. Stjórnvöld í öðrum Evr- ópuríkjum fá einnig afhent eintak af ályktuninni. Í henni kemur meðal annars fram sú stefna að jafn réttur til atvinnu verði gerður að veruleika fyrir fatl- aða og unnið verði að því að áreið- anlegar tölur um atvinnuþátttöku fatlaðra verði aðgengilegar þannig að mögulegt sé að fylgjast með þró- un í atvinnumálum þeirra. Mælst er til þess að meira fjár- magn renni til ráðningarfyrirtækja og þjónustuaðila sem sérhæfi sig í að finna fötluðum atvinnu og lagt til að þessum fyrirtækjum verði með langtímasamningum áfram gert kleift að þróa starfssemi sína í þágu fatlaðra. Áhersla er lögð á að hinn almenni vinnumarkaður sé ákjós- anlegri kostur en verndaðir vinnu- staðir fyrir meirihluta fatlaðra og því nauðsynlegt að atvinnurek- endur geti lagað sig að þörfum þeirra. Fatlaðir ættu að hafa tækifæri til að stunda atvinnu og leggja sitt af mörkum til efnahagslífsins og fyrir þá sem ekki geta verið á almennum vinnumarkaði ættu úrræði eins og verndaðir vinnustaðir að standa til boða en mælst er til þess að slíkir vinnustaðir verði efldir og styrktir. Samtökin benda jafnframt á mik- ilvægi þess að þjónustuaðilar fatl- aðra tali einni rödd og leggja til að fundinn verði sameiginlegur grund- völlur til að koma málefnum sem snerta atvinnu fatlaðra á framfæri. Reykjavíkuryfirlýsing afhent ráðherra Jafn réttur fatlaðra til atvinnu verði gerður að veruleika Hans Vrind, forseti Evrópudeildar Alþjóða- samtaka um vinnu og verkþjálfun, afhendir fé- lagsmálaráðherra ályktun samtakanna. Morgunblaðið/Jim Smart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.