Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 20
ERLENT 20 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKA varnarmálaráðu- neytið hefur uppi áform um veru- legar breytingar á hernaðarsviðinu í Asíu. Vera kann m.a. að stærsti hluti liðsafla landgönguliða flotans verði fluttur frá Okinawa-eyju í Japan en meginhugsunin á bak við þessa breytingu er sú að efla varnir þar sem hætta er talin á óstöðugleika en draga úr viðbúnaði þeim sem mót- aðist af hættumati kalda stríðsins. Er þá horft til landa á borð við Þýskaland. Þetta kemur fram í bandaríska dagblaðinu Los Angeles Times en fréttin er byggð á samtölum við ónafngreinda, hátt setta bandaríska embættismenn. Tilfærsla á herafla Bandaríkja- manna í Asíu er liður í mun stærri áætlun um breytingar á staðsetn- ingu hersveita í ljósi nýrrar stöðu á vettvangi alþjóðamála eftir lok kalda stríðsins. Hvað Asíu varðar þykir líklegt að liðsafli verði skorinn niður á stöðum þar sem vera Bandaríkjamanna hef- ur mælst illa fyrir. Á það m.a. við um Okinawa og Seúl í Suður-Kóreu. Breytingar hafa þegar verið ákveðnar í Mið-Austurlöndum. Fyr- ir liggur að liðsafli verður fluttur frá herstöðvum í Sádi-Arabíu og Tyrk- landi. Í Austur-Evrópu hafa Banda- ríkjamenn aukið ítök sín sem og í Mið-Asíu þar sem herstöðvum hefur verið komið upp í ríkjum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum sálugu. „Allt mun fara á fleygiferð,“ segir Doug Feith, einn aðstoðarvarn- armálaráðherra Bandaríkjanna. „Engan stað verður að finna í heim- inum þar sem ástandið verður óbreytt. Við ætlum að endurskipu- leggja stöðu okkar alls staðar í [Suð- ur-] Kóreu, í Japan, alls staðar,“ seg- ir Feith. Herstöðvar í nágrannaríkjum Í Okinawa heldur nú til um 20.000 manna liðsafli sem heyrir land- gönguliði Bandaríkjaflota til. Gert er ráð fyrir að þar verði eftir um 5.000 manns. Liðsaflinn verður líklega fluttur til lítilla herstöðva í grann- ríkjum, t.a.m. Ástralíu, Singapúr og Malasíu. Ekki er gert ráð fyrir nið- urskurði annars staðar í Japan. Hins vegar er gert ráð fyrir að þar verði frekar treyst á birgðastöðvar fyrir vopn og búnað. Þannig verði unnt að skera niður liðsaflann í þessum heimshluta en hafa tiltækan þann búnað sem hann þarf á að halda, skapist óstöðugleiki eða spenna. Gert er ráð fyrir að flutningur á herafla Bandaríkjamanna í Suður- Kóreu hefjist í október. Þar verður þó einkum um tilfærslu að ræða – enn liggur ekki fyrir áætlun um nið- urskurð þar. Horfið frá hættumati kalda stríðsins Bandaríkjamenn hyggjast breyta verulega hernaðar- legum viðbúnaði sínum í Asíu og víðar um heim ’ Engan stað verð-ur að finna í heim- inum þar sem ástandið verður óbreytt. ‘ BÍLSPRENGJA varð tveimur lögreglumönnum að bana og særði hinn þriðja í litlu þorpi í Navarra-héraði á Norður-Spáni í gær. Talið er að ETA, aðskiln- aðarhreyfing Baska, hafi staðið að tilræðinu en héraðið liggur að Baskalandi. Var sprengjunni komið fyrir á aðaltorgi þorpsins Sanguesa sem er í rúmlega 50 km fjarlægð frá Pamplona. For- sætisráðherra Spánar, Jose Maria Aznar, hefur hætt við fyr- irhugaða ferð til St. Pétursborg- ar þar sem til stóð að hann tæki þátt í ráðstefnu á vegum Evr- ópusambandsins og Rússlands í tilefni af 300 ára afmæli borg- arinnar. Óttast hryðjuverk í Taílandi ÁSTRÖLSK stjórnvöld hafa gefið út viðvörun vegna yfirvof- andi hryðjuverkaógnar í Taí- landi og eru ferðamannastaðirn- ir Pattaya og eyjan Phuket þar sérstaklega nefndir. Utanríkis- ráðuneytið segir að undanfarið hafi borist vísbendingar um að hryðjuverkamenn á þessum svæðum séu að skipuleggja árásir. Ástralar eru varaðir við að fara á staðina og þeir sem þar eru staddir beðnir að fara mjög gætilega sérstaklega þar sem útlendingar eru fjölmennir. Taí- lensk stjórnvöld hafa hins vegar reynt að draga úr óttanum vegna hryðjuverka. Tilræði í Grosní ÞRÍR týndu lífi og níu manns særðust þegar sprengja sprakk í Grosní, höfuðborg Tétsníu, í gærmorgun. Fjarstýrðri jarðsprengju hafði verið komið fyrir á götu í borginni og sprakk hún er rúta með rússneskum verkamönnum frá nálægri herstöð keyrði framhjá. Atvikið átti sér stað á sama tíma og Vlad- ímír Pútín Rússlandsforseti tók á móti helstu leiðtogum heimsins í St. Pétursborg vegna 300 ára af- mælis borgarinnar sem þar er haldið upp á. Sumir þeirra hafa gagnrýnt framgöngu rússneska hersins í Tétsníu en þó er ekki talið að málefnið verði rætt við það tilefni. Myndir af pyntingum? HERMÁLAYFIRVÖLD í Bretlandi yfirheyrðu þarlendan hermann í gær vegna ljósmynda sem fram hafa komið sem virð- ast sýna pyntingar á íröskum stríðföngum. Starfsmenn fram- köllunarþjónustu eru sagðir hafa látið lögreglu vita er þeir fengu filmu til framköllunar sem sýndi efni sem þeir töldu ástæðu til að láta vita af. Breska varn- armálaráðuneytið hefur staðfest að rannsókn vegna málsins fari nú fram en hermaðurinn sem nú er í haldi var handtekinn í Bret- landi er hann var í fríi frá störf- um eftir stríðið í Írak. STUTT Tveir lét- ust í bíl- sprengju Vladímír Pútín ÖRYGGISRÁÐ SÞ lagði í gær bless- un sína yfir áform um að send yrði þungvopnuð sveit alþjóðlegs friðar- gæzluliðs til Ituri-héraðs í Lýðveld- inu Kongó, þar sem stríðandi fylk- ingar hafa borizt á banaspjót síðustu árin. Frakkar hafa fallizt á að fara fyrir alþjóðlega herliðinu næstu þrjá mánuði að minnsta kosti. Fram til þessa hafa þeir friðar- gæzluliðar sem starfað hafa á vegum SÞ í Kongó ekki haft umboð til að beita vopnum nema í sjálfsvörn. Al- þjóðlega herliðið sem nú á að fara þangað mun ekki starfa formlega á vegum SÞ, en öryggisráðið sam- þykkti að heimila því – með tilvísun til kafla 7 í stofnsáttmála SÞ – að beita vopnavaldi ef þörf krefði. Voru Frakkar sagðir hafa sett það að skil- yrði. Jean-Marie Guehenno, aðstoðar- yfirmaður friðargæzlumála SÞ, sagði í Kongó í gær að ákvörðunin um að senda alþjóðlegt herlið til átakasvæðisins í landinu væri merki um að alþjóðasamfélaginu væri al- vara með að binda enda á átökin þar. Gizkað er á að allt að tvær og hálf milljón manna hafi látið lífið í átök- um og úr hungri á svæðinu frá því síðsumars 1998. Stillt til friðar í Kongó Kindu í Lýðveldinu Kongó. AFP. CONCORDE-þota franska flugfélagsins Air France lenti á John F. Kennedy-flugvelli í New York í gærmorgun í síðasta sinn og tók slökkvi- lið vallarins á móti þotunni með sínum hætti. Í dag heldur vélin síðan aftur til Frakklands en eftir það verður Concorde-þotum Air France lagt. Alls á félagið fimm slíkar og hafa þær verið í notkun í 27 ár. Breska flugfélagið British Airways, sem á sjö Concorde, mun fljúga sínum í nokkra mánuði enn á milli London og New York og einnig til Barbados áður en þeim verður lagt í lok október. Air France og British Airways eru einu flug- félögin í heiminum sem rekið hafa þessar hljóð- fráu þotur, en þau tilkynntu sameiginlega í apríl síðastliðnum að rekstri vélanna yrði nú hætt vegna hækkandi viðhaldskostnaðar og fækk- unar farþega. EPA Síðasta Concorde-flug Air France TALSMENN flokks forseta Sri Lanka, Chandrika Kumaratunga, gagnrýndu í gær harkalega hvernig Norðmenn hafa sinnt milligöngu- hlutverki sínu í deilu stjórnvalda og aðskilnaðarsinnaðra Tamíla í eyrík- inu. Háttsettur ráðgjafi Kamaratunga sagði að flokkur hennar fordæmdi athugasemd sem norski forsætisráð- herrann Kjell Magne Bondevik lét falla um að ríkisstjórn Kamaratunga væri frumkvæðislaus í friðarumleit- ununum. „Norski forsætisráðherrann hefur ekki sýnt neinn skilning á tilfinning- um Sri Lanka-búa,“ tjáði ráðgjafinn, Samaraweera, fréttamönnum í höf- uðborginni Colombo. „Auðvitað get- um við ekki búizt við neinu betra frá laxætuþjóð sem hefur tekið upp á því að skipta sér af alþjóðamálum sem koma henni ekki við,“ sagði hann. Samaraweera var með þessum orðum að bregðast við athugasemd, sem Bondevik er sagður hafa látið falla í heimsókn til Japans fyrr í vik- unni. Þar var Bondevik spurður út í ummæli Kamaratunga um að Norð- menn væru farnir að víkja út fyrir umboð sitt sem milligöngumenn í friðarviðræðunum á Sri Lanka. „Ég hef heyrt yfirlýsingu forset- ans, en það er ríkisstjórnin sem leið- ir samningaviðræðurnar ... svo að ég vona að hún drífi þær áfram,“ var haft eftir Bondevik. Samaraweera sagði að forsetinn myndi bera norska konunginum formlega kvörtun og að ríkisstjórnin yrði að endurskoða hlutverk Norð- manna í friðarumleitununum. Það var Kamaratunga sem upprunalega fékk Norðmenn til að gegna milli- gönguhlutverkinu. Af samningaumleitununum við Tamíla-tígrana, hreyfingu aðskilnað- arsinna, var í gær annars það að frétta, að samningamenn hreyfing- arinnar höfnuðu boði stjórnarinnar um að Tamílar fengju aukna sjálfs- stjórn í fjármálum gegn því að þeir hættu að sniðganga friðarviðræð- urnar. Gagnrýndu þeir jafnframt al- þjóðasamfélagið fyrir að beita sig „ósanngjörnum þrýstingi“. Tillagan, sem hinir norsku milligöngumenn höfðu miðlað til þeirra, væri ófull- nægjandi til að endurlífga viðræð- urnar. Milliganga Norðmanna á Sri Lanka harkalega gagnrýnd Colombo. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.