Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 23
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 23 www.casa.is SUMAR 2003 Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Verið velkomin - Opið frá kl. 10-16.  Rúskinnsjakkar  Stakir jakkar  Hörfatnaður  Kápur  Bolir Arnbjörg Kristjánsdóttir heldur út- skriftarsýningu frá Myndlistarskóla Arnar Inga í Klettagerði 6 á morg- un, sunndaginn 1. júní, frá kl. 14 til 18. Aðalbjörg er að ljúka þriggja ára námi frá skólanum og sýnir óvenjulegt lokaverkefni; málverk unnin í olíu á striga, unnin með eldhúsáhöldum frá Greifanum. Önnur verk sem spanna allan námsferil Aðalbjargar verða einnig sýnd. Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra heimsækir fé- lagsmenn í Siglingaklúbbnum Nökkva við Hoepfnersbryggju á Akureyri í dag, sjómannadag kl. 16 eða að lokinni dagskrá í miðbænum. Við það tækifæri verður nýr björg- unarbátur félagsins tekin í notkun og starfsemi klúbbsins kynnt. Hún verður að venju fjölbreytt í sumar en margs konar námskeið verða í boði fyrir börn og fullorðna. Kveikt verður á grillum og gestum boðið upp á veitingar af þessu tilefni. Í DAG UMHVERFISRÁÐ Akureyrarbæj- ar samþykkti að leggja til að tillaga að deiliskipulagi við Lindasíðu, Bugðusíðu og Arnarsíðu verði sam- þykkt með smávægilegum breyting- um vegna athugasemda sem bárust við tillöguna. Jaframt leggur ráðið til að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt. SS Byggir ætlar að byggja um 50 íbúðir á svæðinu, sem er neðan Glerár- kirkju, í rað- og fjölbýlishúsum. Nokkur töf hefur orðið á því að hægt hafi verið að hefja bygginga- framkvæmdir, m.a. vegna deilna um skipulag svæðisins. Sigurður Sig- urðsson, framkvæmdastjóri SS Byggis, sagði alveg nóg að hafa þurft að bíða með að hefja framkvæmdir í tvö ár og hann vonast til að geta haf- ið jarðvinnu á svæðinu á næstu dög- um. Sigurður er staddur erlendis og hann hafði ekki séð afgreiðslu um- hverfisráðs. „Við höfum gert allt sem skipulagsyfirvöld hafa beðið um í vinnu okkar við skipulag svæðisins,“ sagði hann. Umhverfisráð samþykkti fyrir um einu ári að falla frá auglýstri tillögu að deiliskipulagi á svokölluðum reit B við Lindasíðu. Í kjölfarið fól bæj- arráð umhverfisráði að gera tillögu að breyttri afmörkun reitsins og nýj- um rammaskilmálum fyrir deili- skipulag hans út frá þeirri forsendu m.a. að ekki verði byggt fyrir miðás Glerárkirkju. Umhverfisráð samþykkti nokkrar breytingar á deiliskipulagstillögunni til að koma við móts við athugasemd- ir sem bárust m.a. frá Lögmanns- hlíðarsókn. Ráðið fellst ekki á að fækka íbúðum í raðhúsum umfram það sem orðið er en samþykkir að byggingareitur fjölbýlishúss næst Bugðusíðu verði styttur um að allt að 7 metra og færður fjær kirkjunni sem því nemur. Þetta er gert svo ekki þurfi að hrófla við núverandi leiksvæði Krógabóls, leikskólans í kjallara Glerárkirkju. Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingafulltrúi Akureyrarbæjar, sagði að framkvæmdir á umræddu svæði væru liður í þéttingu byggðar í bænum og að stefnan væri að hafa íbúðirnar fleiri en færri á slíkum svæðum. Byggingaframkvæmdir neð- an Glerárkirkju að hefjast Morgunblaðið/Kristján Börnin á leikskólanum Krógabóli, í kjallara Glerárkirkju, nutu veðurblíð- unnar í gær á leiksvæði skólans. Væntanlegt byggingasvæði er hinum megin girðingarinnar en þar ætlar SS Byggir að byggja um 50 íbúðir. ÞÆR voru nokkuð léttklæddar blómarósirnar Elín Hulda Ein- arsdóttir og Sunna Kristín Sigurð- ardóttir, þar sem þær voru að vökva fallega túlípana á horni Gránufélagsgötu og Glerárgötu í blíðunni í gær. Unnið hefur verið að því að setja niður blóm víða um bæ- inn en sú vinna er þó aðeins rétt að byrja. Morgunblaðið/Kristján Blómarósir og túlípanar STJÓRN Eyþings, sambands sveit- arfélaga í Eyjafirði og Þingeyjar- sýslum samþykkti bókun á fundi sín- um í vikunni, þar sem heilbrigðisráðherra er hvattur til þess að taka af skarið um að staðsetja Lýðuheilustöð á Akureyri eins og ítrekað hefur verið lýst yfir. Meðan ekki sé tilkynnt um staðsetninguna með formlegum hætti ríki óheppileg óvissa um málið, segir einnig í bók- uninni. Ennfremur er áréttað að löngu tímabært sé að staðsetja eina af lyk- ilstofnunum ríkisins á sviði heilbrigð- ismála utan höfuðborgarsvæðisins. Eins og bent var á í ályktun frá aðal- fundi Eyþings 2002 er staðsetning þessarar nýju stofnunar á Akureyri í fullu samræmi við stefnu Alþingis í byggðamálum fyrir árin 2002 – 2005. Allar faglegar forsendur eru til þess að leysa verkefni Lýðheilsustöðvar með prýði á Akureyri. Meðal annars býður samstarf við Háskólann á Ak- ureyri og heilbrigðisstofnanir á svæð- inu upp á ýmsa spennandi möguleika, segir í bókun stjórnar Eyþings. Stjórn Eyþings Lýðheilsu- stöð verði staðsett á Akureyri DAGSKRÁ sjómannadagsins á Akureyri er að venju fjölbreytt og reynt er að höfða til allra aldurs- hópa. Dagskráin hefst í dag með íþróttakeppni sjómanna, knatt- spyrnuleikir verða í Boganum kl. 14 og golf verður leikið á golfvell- inum við Þverá í Eyjafjarðarsveit. Útgerðarfélag Akureyringa býður fólki að bregða sér í siglingu út á Eyjafjörð á skipum félagsins og verður boðið upp á grillveislu um borð. Siglingin er kl. 17. Á morgun, sjómannadag verða messur í kirkjum bæjarins kl. 11 með þátttöku sjómanna. Fjöl- skylduhátíð verður á hafnarsvæð- inu austan Drottningarbrautar við World Class kl. 14. Tómas Ingi Ol- rich menntamálaráðherra flytur hátíðarræðu. Gunni og Felix verða á svæðinu og Helga Braga leik- kona, , atriði úr Ávaxtakörfunni, Latabæ og Benedikt búálfi verða sýnd. Að kvöldi sjómannadags verður stórhátíð sjómanna, sem raunar er opin öllum verður að kvöld sjó- mannadags í Íþróttahöllinni og verður húsið opnað kl. 20. Stuð- menn leika fyrir dansi og veislu- stjóri er Helga Braga. Jóhannes Kristjánsson eftirherma kemur fram og Sigurvin Jónsson, Fíllinn, sem kjörinn var fyndnasti maður landsins. Forsala aðgöngumiða er á skrifstofu Sjómannadagsráðs, Skipagötu 14, 3. hæð frá kl. 14 til 18 í dag, laugardag, ein einnig er hægt að panta miða með tölvupósti á netfangið sjodagur@mi.is. Fjölbreytt dagskrá á sjómannadegi DRENGJAKÓR Neskirkju undir stjórn Friðriks S. Krist- inssonar syngur á vortónleik- um í Akureyrarkirkju í dag, laugardaginn 31. maí kl. 16. Stjórnandi er Friðrik S. Krist- insson og meðleikari Lenka Mátéová. Dagskráin er fjölbreytt, en m.a. verða flutt tvö kórverk sem sérstaklega voru samin fyrir kórinn eftir Zymon Kuran og Hildigunni Rúnarsdóttur auk veraldlegra og kirkjulegra söngva, íslenskra og erlendra. Drengjakórinn var stofnaður fyrir 13 árum er eini drengja- kórinn á landinu. í honum eru 29 drengir á aldrinum 7 til 13 ára. Kórinn hefur skipað sér sess í tónlistarlífi landsins og sungið inn á þrjá geisladiska og tekið þátt í margvíslegum metnaðarfullum verkefnum. Þetta er í fyrsta sinn sem kór- inn syngur á Akureyri. Drengjakór Neskirkju Vortón- leikar nyrðra MAÐUR meiddist á fæti er hann féll úr stiga við heimili sitt eftir hádegi í gær og var hann fluttur með sjúkra- bíl á slysadeild FSA. Maðurinn, sem býr í tveggja hæða raðhúsi, var að fara niður af þakinu þegar stiginn við húsið rann undan honum með fyrr- greindum afleiðingum. Stiginn rann undan Píanótríó sem kennir sig við borgina Köln í Þýskalandi kemur fram á tónleikum í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit á morgun, sunnu- daginn 1. júní, kl. 17. Leikin verða þrjú af stærstu píanótríóum tón- bókmenntanna. Á efnisskrá tón- leikanna eru „Draugatríóið“ op. 70 nr. 1 eftir Beethoven, Píanótríó í g-moll eftir Debussy og Píanótríó op. 67 eftir Schostakovich. Tónleikarnir eru í boði þýska sendiráðsins í Reykjavík og haldn- ir í samvinnu við Tónvinafélag Laugarborgar.Á MORGUN www.solidea.com ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.