Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 24
SUÐURNES 24 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Davíð Pétursson Hópurinn sem útskrifaðist frá háskólanum á Hvanneyri. Háskólanám á Hvann- eyri á þremur brautum Skorradalur skólann haustið 2001. Hæstu einkunn á háskólaprófi hlaut Gunnfríður Elín Hreiðarsdótt- ir. Hún stundaði nám á búvísinda- braut og fékk einkunnina 8,78. Á landnýtingabraut var hæsta ein- kunn 8,30, en hana hlaut Cathrine Helene Fodstad. Hæstu einkunn á búfræðiprófi hlaut Sigurbjörg Sig- urbjörnsdóttir, með einkunnina 8,64. Þetta er í fyrsta sinn sem nem- endur útskrifast eftir að hafa stund- að allt sitt háskólanám við Landbún- aðarháskólann, eftir að skólinn var formlega gerður að háskóla með lög- um árið 1999. Nú eru liðin 111 ár síðan nemendur voru fyrst útskrif- aðir frá Hvanneyri. Eftir ræðu rektors ávarpaði land- búnaðarráðherra viðstadda og hvatti nemendur og stjórnendur Landbúnaðarháskólans til dáða til hagsbóta íslenskum landbúnaði. Eftir að Ríkharð Brynjólfsson hafði stjórnað afhendingu verðlauna til útskriftarnemenda fyrir náms- afrek vetrarins var öllum boðið í veislukaffi í boði skólans. SKÓLASLIT Landbúnaðarháskól- ans fóru fram í matsal skólans laug- ardaginn 24. maí sl. að viðstöddum um 300 gestum, starfsmönnum og nemendum. Meðal gesta var land- búnaðarráðherra, Guðni Ágústsson. Magnús B. Jónsson, rektor, hóf skólaslitaræðu sína með því að minnast forvera síns, Guðmundar Jónssonar, fyrrverandi skólastjóra, sem lést í nóvember 2002 á 101. ald- ursári. Eftir að rektor hafði farið yf- ir æviágrip hins látna heiðursmann risu allir úr sæti í minningu hans. Í ræðu rektors kom fram, að við skólann var boðið upp á háskólanám á þremur námsbrautum, landnýt- ingar-, umhverfisskipulags- og bú- vísindabraut. Að þessu sinni braut- skráðust 9 nemendur af búvísindabraut og 3 af landnýtinga- braut, auk 23 nemenda sem útskrif- uðust með búfræðipróf úr bænda- deild. Af þeim voru 2 fjarnemar. Ekki brautskráðust nemendur af umhverfisskipulagsbraut að þessu sinni, því hún var fyrst starfrækt við Ráðherra ásamt frændgarði sínum við útskrift á Hvanneyri, frá vinstri, Ágúst Ketilsson, Brúnastöðum, Jóhann Jensson, Teigi, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Baldur Tryggvason, Selfossi, Trausti Hjálmarsson, Langsstöðum, og Stefán Geirsson, Gerðum. Morgunblaðið/Davíð Pétursson LANDIÐ Tjarnarlandsleikar voru haldnir á fimmtudag á Vilhjálmsvelli á Egils- stöðum. Þeir eru uppske- ruhátíð leikskólans Tjarn- arlands í lok skólaársins, en nú eru börnin þar ým- ist að útskrifast eða fær- ast til milli deilda. Krakk- arnir flykktust á völlinn og tóku þátt í fjöl- breyttum íþróttaleikjum, eftir að gengið hafði verið í skrúðgöngu að vellinum í fylgd lögreglu. Eftir tvær klukkustundir af æsilegum afrekum fengu allir svaladrykk og ávöxt og héldu alsælir leiðar sinnar. Íþróttaleikar barna á Egilsstöðum Egilsstaðir Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fjalar Tandri Guttormsson var aldeilis spræk- ur þar sem hann flengdist í gegnum hverja þrautina á fætur annarri á íþróttaleikum Tjarnarlandsleikskólans á Egilsstöðum í gær. SAMKAUP hf. og Miðstöð símennt- unar á Suðurnesjum (MSS) hafa gert með sér samkomulag um stofnun og rekstur Samkaupaskólans. MSS mun hafa umsjón með skólanum. Skúli Skúlason, starfsmannastjóri Samkaupa, segir að þörf sé fyrir sér- stakan skóla fyrir starfsmenn fyrir- tækisins þar sem skólakerfið bjóði ekki markvisst nám fyrir fólk sem valið hefur að gera verslun og þjón- ustu að ævistafi sínu. „Markmið okk- ar er að gera störf í verslunum að innihaldsríku ævistarfi og reyna að draga úr starfsmannaveltu,“ segir Skúli Skúlason. Í starfi Samkaupaskólans verður lögð áhersla á markvissa uppbygg- ingu starfsmanna í þágu fyrirtækis- ins og einstaklinganna sjálfra þar sem tekið er mið af þörfum beggja á grundvelli faglegrar þarfagreiningar við val á námsefni og námskeiðum, að því er fram kom á blaðamanna- fundi í gær þegar samstarfið var kynnt. Skúli Thoroddsen, forstöðu- maður MSS, segir Samkaupaskól- ann dæmi um markvissa uppbygg- ingu starfsfólks í stað tilviljanakenndra námskeiða sem óvíst sé hverju skili. Þróa nám í meðferð ferskra matvæla Skúli Thoroddsen segir að MSS sé í samvinnu við danska aðila að þróa starfsnám í meðferð ferskra mat- væla og hafi fengið styrk úr Starfs- menntasjóði félagsmálaráðuneytis- ins til þess. Verði námsefnið fyrst reynt í Samkaupaskólanum. Skúli Skúlason segir að unnið sé að ýmsum öðrum verkefnum. Verslunarfyrir- tækin hafi tekið upp samstarf við Viðskiptaháskólann á Bifröst um tveggja ára nám fyrir verslunar- stjóra og sé það komið nokkuð á veg. Þá sé unnið með Iðntæknistofnun að því að útbúa námsefni um meðferð ávaxta og grænmetis. Samkaup er með verslanir víða um landið og verða námskeiðin í Sam- kaupaskólanum haldin í samvinnu við fagaðila og aðrar símenntunar- miðstöðvar. Starfsmenn og aðkeypt- ir leiðbeinendur kenna. Samkaupaskólinn hefur starfsemi sína á sérstöku hvatningar- og sjálf- styrkingarnámskeiði fyrir starfs- menn fyrirtækisins. Miðstöð símenntunar sér um Samkaupaskólann Ljósmynd/Hilmar Bragi Guðjónína Sæmundsdóttir og Skúli Thoroddsen frá MSS og Skúli Þ. Skúla- son starfsmannastjóri kynntu Samkaupaskólann í versluninni í Njarðvík. Suðurnes GÓÐ stemmning var fyrir utan Ytri Njarðvíkurkirkju á uppstigning- ardag, en þá hófst hinn árlegi blómamarkaður systrafélags kirkj- unnar. Rúm 20 ár eru síðan systra- félagskonur hófu blómasölu í sum- arbyrjun og er nýtt met slegið á hverju ári. Félagið fagnar 35 ára afmæli á þessu ári og eru félagskonur nú 28. Blómamarkaður systrafélagsins er aðalfjáröflun félagsins, auk sölu á jólarósum í nóvember. Að sögn Sigrúnar Öldu Jensdóttur for- manns myndast allaf skemmtileg stemmning í kringum markaðinn. „Við bjóðum upp á kaffi og með því inni í kirkjunni þannig að fólk staldar við og spjallar um leið og það kaupir sér plöntur.“ Taka sér góðan tíma Sigrún Alda sagði í samtali við blaðamann að það væru ekki bara Njarðvíkingar sem kæmu, heldur fólk af öllum Suðurnesjum og jafn- vel af höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að bjóða hér upp á alla flór- una, tré, rósir, runna, fjölærar plöntur ásamt ýmsum sum- arblómum. Fólk tekur sér góðan tíma til að velja plöntur sem því lík- ar.“ Blómamarkaðurinn við Ytri Njarðvíkurkirkju stendur til sunnu- dagsins 1. júní og stefna systra- félagskonur að sjálfsögðu að því að slá metið frá í fyrra. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Að ýmsu er að hyggja þegar kaupa á plöntur til að prýða veröndina. Þegar úrvalið er mikið vandast málið og auðvitað verður að velja þá fallegustu. Met slegið á hverju ári Njarðvík ELDUR kviknaði í bílskúr í Garð- inum í fyrrinótt. Ekki urðu skemmdir á íbúðarhúsinu. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Keflavík urðu miklar skemmdir af völdum brunans, en timbur var geymt í bílskúrnum. Engin hætta var á að eldurinn bærist í nærliggjandi hús þar sem skúrinn stóð stakur. Ekkert raf- magn var á bílskúrnum. Ekki liggur fyrir hver eldsupptök voru. Eldur laus í bílskúr Garður HÁTÍÐARHÖLD verða á sjó- mannadaginn í Grindavík, Sandgerði og Reykjanesbæ og sjómannamessa í Garði. Í Grindavík er hátíðin Sjóar- inn síkáti alla helgina og hófst hún í gærkvöldi. Ýmis atriði eru á dagskrá, bæði hefðbundin skemmtiatriði á sjó- mannadaginn og ýmsar uppákomur fyrir börn og fullorðna, skemmtisigl- ing, dansleikir og fleira. Hátíðar- höldin ná hámarki á öllum stöðunum á sunnudag, með sjómannamesu og dagskrá við hafnirnar. Í Grindavík hefst dagskráin við höfnina klukkan 14.15. Í Sandgerði fer skrúðganga frá Björgunarstöð- inni klukkan 13.30 og hátíðarhöld hefjast við höfnina klukkan 14. Há- tíðarhöldin í Reykjanesbæ verða í Reykjaneshöllinni og hefst dagskrá- in klukkan 14. Í Garði verður sjó- mannamessa klukkan 13.30. Hátíðar- höld á sjómanna- daginn Suðurnes MÁLVERKASÝNINGIN Maður og haf verður opnuð í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus- húsum klukkan 15 í dag. Á sýning- unni er úrval sjávarmynda frá Lista- safni Íslands. Frítt er inn á sýninguna á morgun, sjómannadaginn, og í tilefni dagsins verða sjómannavalsar leiknir og dansaðir í sýningarsalnum, á milli klukkan 16 og 17. Bátafloti Gríms Karlssonar er einnig í Duushúsum og á morgun verður léttur leikur þar og kynning á merkjaflöggum sem Byggðasafn Reykjanesbæjar eignaðist nýverið. Sýningin Maður og haf opnuð Keflavík ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.