Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S ÖMU helgina og kosið var til al- þingis var ráðstefna í Norræna húsinu um menningarstefnur á Norðurlöndum, sú þriðja af sex ráðstefnum um sama efni sem haldnar eru á Norðurlöndum á þessu ári. Tilefnið er viðamikil rannsókn á menningu og menningarstefnu á Norðurlöndum, en niðurstöður rannsóknarinnar hafa nú verið gefnar út á bók, „The nordic cultural model“. Í bókinni eru sérstakir kaflar um hvert Norðurlandanna og skrifar Gestur Guð- mundsson félagsfræðingur kaflann um Ís- land, en Peter Duelund, menningarfræð- ingur í Kaupmannahöfn, annast samanburð milli landa og samantekt á niðurstöðum. Peter ber saman þróun í stjórnun menn- ingarmála á Norðurlöndum frá því að síðari heimsstyrjöldinni lauk, en í lok þess hild- arleiks fengu menningarmálin aukið vægi sem hluti af uppbyggingu nýrrar samfélags- gerðar. Hann segir að Norðurlöndin hafi verið nokkuð samstiga í uppbyggingarstarfi og menningin í þeim öllum orðið snar þáttur í þróun velferðarkerfisins, enda sá skilningur viðtekinn að líta beri á stuðning við listirnar sem fjárfestingu í þágu almannaheilla, en ekki styrki. Hann gerir norrænu samstarfi einnig nokkur skil og segir það vel heppnað í meg- indráttum, enda hafi lýðræðisleg sjónarmið og sameiginleg sýn og áherslur ráðið ferðinni án þess þó að samstarfið yrði til að draga úr sérstöðu hverrar þjóðar fyrir sig. Ástæða sé þó til að menn séu vakandi fyrir því að þau bönd sem tengt hafa Norðurlöndin fram til þessa dags séu að trosna og slitna. Áherslur séu að breytast, meðal annars eftir að Svíar, Danir og Finnar gengu í Evrópusambandið. Á ráðstefnunni í Norræna húsinu á dög- unum var kastljósinu beint sérstaklega að Íslandi, menningu landsins og bókmennta- arfi, auk þess sem Gestur Guðmundsson kynnti niðurstöður sínar úr bókinni. Gestur rakti til að mynda hvernig stofnun lýðveldisins í stríðslok markaði þáttaskil í menningarsögu þjóðarinnar, en þá hófst hér mikið uppbyggingarstarf sem í fyrstu sneri að opinberum framkvæmdum og því að koma þaki yfir menninguna, en hefur á síðari árum náð til æ fleiri þátta menningarlífsins. Ábyrgð ríkisvaldsins á rekstri nokkurra veigamikilla menningarstofnana varð sú undirstaða sem menningarstarf í landinu byggist á að stórum hluta. Hann minnti á að menningarsjónarmið hefðu verið miðlæg í sjálfstæðisbaráttunni og með nýfengnu sjálfstæði hefði stórhugur einkennt sýn manna og athafnir. Stefna stjórnvalda þess tíma hefði verið að stuðla að því að hér gæti þrifist marktækt menningar- og listalíf í háum gæðaflokki. Fyrirmyndar var leitað á öðrum Norðurlöndum og menn- ingin varð hluti af velferðarkerfinu hér eins og þar. Að einu leyti skerum við okkur þó úr hvað almenna þóun varðar. Hér hafi opinber stefnumótun í menningarmálum verið alfarið á ábyrgð stjórnmálamanna en ekki mótast í samræðu milli listamanna og stjórnvalda, eins og á öðrum Norðurlöndum, þar sem sér- stakur vettvangur hefur þróast fyrir samráð þessara aðila, eða svonefnd listráð. Í ljósi þessarar niðurstöðu Gests er for- vitnilegt að velta því fyrir sér hvers vegna þennan vettvang skortir í stjórnsýslu menn- ingarmála á Íslandi. Raunar er starfsemi listráða sem byggjast á samráði við fagaðila alls ekki einskorðuð við Norðurlöndin, þótt fyrirmyndin sé sótt þang- að, heldur gegna þau einnig veigamiklu hlut- verki víða um heim, svo sem í Stóra- Bretlandi, Írlandi, Hollandi og Ástralíu. Ef til vill hafa menn hér á landi talið að ástæðulaust væri að búa til þetta millistig eða brú frá stjórnmálamönnum til listamanna, þar sem samfélagið væri svo lítið að menn gætu auðveldlega kortlagt menningarlífið og áætlað þarfir þess úr sæti ráðherra eða emb- ættismanna. Forsendur til að marka stefnu í menningarmálum hafi því verið nægjanlegar í ráðuneyti og ríkisstjórn og formlegt samráð við listamenn ónauðsynlegt. Það má auk þess segja að óformlegt samráð hafi verið sú leið sem farin hefur verið hér á landi. Listamenn á Íslandi urðu fyrstir Norð- urlandabúa til að stofna með sér bandalag og nýta það sem baráttutæki í þágu hagsmuna listalífsins á breiðum grundvelli, en síðar á þessu ári eru liðin 75 ár frá stofnun BÍL, Bandalags íslenskra listamanna. BÍL hefur gegnt því hlutverki í gegnum tíðina að vera vettvangur samráðs þeirra í milli og sameig- inlegt þrýstiafl listamanna á stjórnvöld, þeg- ar mikið hefur legið við. Einstök fagfélög hafa líka lagt sig fram um að koma sjón- armiðum sínum á framfæri og oft uppskorið aukinn skilning og fyrirgreiðslu í kjölfarið. Starfslaunakerfi listamanna, eða lög um listamannalaun frá 1991, eru vel heppnað dæmi um árangursríkar þrýstiaðgerðir, en aðkoma forseta og stjórnar Bandalags ís- lenskra listamanna á sínum tíma hafði án efa afgerandi áhrif á að samstaða náðist um þetta mikilvæga mál og ástæða þótti til að veita því brautargengi á Alþingi. Annað sem tókst að tryggja með þeirri lagasetningu er að starfslaunasjóðirnir lúta faglegri umsjá fulltrúa fagfélaga í viðkom- andi greinum en ekki pólitískri forsjá. Þrýstingur af þessu tagi hefur þannig stundum orðið til að þoka málefnum listalífs- ins í átt til framfara, en hann hefur einnig haft þá neikvæðu hlið að stjórnmálamönnum hættir til að líta fremur á listamenn sem þrýstihóp heldur en fagaðila eða sérfræðinga á sínu sviði, þegar uppbygging listalífsins er til umfjöllunar á opinberum vettvangi. Fyrir nokkrum árum var stigið skref í átt að því að k stjórnvöld sérstöku s málaráðu báða enda umboð til fyrst og fr ráðherra, eiginlegum eftir. Þessir f ur gangur leyti ráðh gera stefn Það er þ tagi nægir listamann það er of l Ég er f Stjórn B markvisst urnar á rá vel rökstu argerðir o það verðu ur ekki bo Forgan raunar oft bera uppi ar aðgerð sköpunar ráðuneyti eri, meðan húsbyggin inni hefur Þar ber menninga og skíðasv Vegna þ menninga gjarna mi tugir síða Íslensk menningarst Eftir Tinnu Gunnlaugsdóttur „Það er ærin ástæða til að hvetja núverandi ráðherra, Tómas Inga Olrich, og væntanlegan ráðherra menningarmála frá næstu áramótum, Þorgerði K. Gunnarsdóttur, til dáða. Það er á ábyrgð og í verkahring þeirra á næstu misserum að vinna að því með ráðum og dáð að styrkja innviði menningarlífsins og skapa innlendri listsköpun og grasrótarstarfi nauðsynlega sérstöðu.“ ’ Þaðmenn stuðn menn vallar mynd fullt li geti þ slíks s leitar. N ÝKJÖRIÐ Alþingi kom saman nú fyrr í vikunni í samræmi við ákvæði stjórnarskrár, en þar kemur fram að innan 10 vikna frá alþingiskosn- ingum skuli þing kvatt saman. Verkefni þessa þings, sem aðeins stóð í tvo daga, voru einkum kjör þingforseta, fastanefnda þingsins og alþjóðanefnda, auk þess sem kjörið var í nokkrar nefndir og ráð utan þings. Þá flutti forsætisráðherra stefnuræðu sína í samræmi við ákvæði þingskaparlaga og var umræðum um hana útvarpað og sjón- varpað eins og lög gera ráð fyrir. Stefnuræða forsætisráðherra var eins og gefur að skilja að mestu byggð á nýsamþykktri stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar, sem kynnt var opinberlega aðeins fjórum dögum fyrr. Nokkrir talsmenn stjórnarandstöðunnar í umræðunum gerðu þetta sérstaklega að umkvörtunarefni í umræðunum og mátti helst skilja á máli þeirra að þeir hafi vænst þess að innihald stefnuræðunnar yrði á einhvern hátt allt annað en efni stefnu- yfirlýsingarinnar. Slíkt hefði auðvitað verið út í hött, enda end- urspeglar stefnuyfirlýsingin helstu meginþætti í stefnumótun ríkisstjórnarinnar við upphaf nýs kjörtímabils og að sjálfsögðu voru þessi sömu áhersluatriði kjarninn í ræðu forsætisráð- herra. Umfjöllun talsmanna stjórnarandstöðunnar um efnisatriði stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar var lí irborðsleg. Sumir þeirra eyddu mikilli orku lengd yfirlýsingarinnar, en hún er aðeins n lengd miðað við venjulegt brot og leturstæ arandstæðingar raunar áður gagnrýnt fyrr íðs Oddssonar fyrir það sama, þ.e. að hefja grundvelli fáorðra stefnuyfirlýsinga, þar se fram helstu áherslur og stefnumál, en ekki færslu á einstökum málum eða málaflokku breyting frá fyrri tíð, þegar algengt var að kæmu sér saman um langa, ítarlega málefn kvæmlega útfærðri stefnu í öllum helstu m loknum margra vikna eða jafnvel mánaða s Stjórnarsamstarf byggt á Hér er auðvitað um að ræða tvær gerólík ast sama viðfangsefni. Forsætisráðherra h lýst þeirri skoðun sinni, að hann hafi meiri nú var farin, þ.e. að hefja stjórnarsamstarf fram ákveðna meginstefnu og draga fram h stjórnarflokkarnir skuldbinda sig til að vin tímabilinu. Hefur þetta sjónarmið hans ver bæði af hans eigin flokksmönnum og einnig Stefnuyfirlýsing en Eftir Birgi Ármannsson ATVINNA, MENNTUN OG VIRÐING Nú á Evrópuári fatlaðra hefursjónum verið beint að réttifatlaðs fólks til að vera virkir þegnar samfélagsins rétt eins og aðrir. Undirstöðuatriði í því sambandi eru þrír meginþættir; atvinna, menntun og virðing, og hvatt hefur verið til þess að þeir séu hafðir að leiðarljósi á árinu. Í Morgunblaðinu í gær var viðtal við Tim Papé, framkvæmdastjóra Shaw- sjóðsins í Bretlandi er útvegar fötluð- um vinnu. Hann kom hingað til lands til að halda erindi á Evrópuráðstefnu um vinnumarkað fyrir alla er Samtök um vinnu og verkþjálfun stóðu fyrir. Í viðtalinu kom fram að Papé álítur fatl- aða einstaklinga hér á landi staldra of lengi við á vernduðum vinnustöðum í stað þess að fara út á hinn almenna vinnumarkað. „Ég tel að Íslendingar hafi ekki einblínt nógu mikið á þörf einstaklingsins fyrir að taka framför- um,“ segir hann og bendir á að í Bret- landi þjóni tímabundin vinna á vernd- uðum vinnustöðum þeim tilgangi að búa fólk undir störf á hinum almenna markaði. Orð hans eru umhugsunar- verð, ekki síst þar sem þau gætu bent til þess að hér á landi sé gamaldags forsjárhyggja ef til vill enn of ríkjandi í málefnum fatlaðra og þar af leiðandi sé ekki lögð nægilega mikil áhersla á að hjálpa þeim til að taka framförum og verða sjálfstæðari. Verkefni á borð við Atvinna með stuðningi (AMS), sem heyrir undir Svæðisskrifstofu Reykjavíkur, er auð- vitað liður í slíkri viðleitni en um það var fjallað hér í blaðinu síðastliðið sumar. Þá stóðu vonir til að verkefnið yrði fært til Vinnumálastofnunar Ís- lands en í fréttum í byrjun apríl sl. kom fram að það hefur ekki gengið eftir. Vegna skorts á fjármagni hefur því ekki verið hægt að sinna þörfum fjöl- margra fatlaðra sem eru á biðlista. Tim Papé segir fatlaða í Bretlandi hafa fundið störf í flestum atvinnu- greinum með aðstoð Shaw-sjóðsins, þrátt fyrir þær efasemdir sem ríktu um starfið í byrjun. Hann bendir á nauðsyn þess „að hafa stefnu í landinu sem hvetur fatlaða til að fara inn á vinnumarkaðinn og hvetur atvinnu- rekendur jafnframt til að ráða fatl- aða“. Meðal þeirra úrræða sem Papé segir hafa verið notuð í Bretlandi til að koma fleiri fötluðum á almennan vinnumarkað er hvatning til þeirra sem reka verndaða vinnustaði, þar sem þeir fá til að mynda viðbótarstyrki ef starfsmenn komast í störf utan hins verndaða umhverfis. Slíkar aðferðir gætu einnig verið sú hvatning hér á landi er stuðlaði að því að fötluðum byðust fjölbreyttari kostir í atvinnu- málum. Ef horft er til þeirra viðhorfa er ráð- ið hafa ríkjum í garð fatlaðra í gegnum tíðina er ljóst að fordómar eru oft mesta fyrirstaðan hvað framförum í málefnum þeirra viðvíkur. Eins og Tim Papé bendir á hafa fatlaðir ekki síður þörf fyrir að sanna sig og taka fram- förum en aðrir. Það er því – eins og áréttað hefur verið á Evrópuári fatl- aðra – kominn tími til að efla virðingu í þeirra garð enn frekar og sjá þeim fyr- ir menntun við hæfi. Með þeim hætti ætti að vera auðveldara að virkja þá til atvinnuþátttöku á almennum vinnu- markaði, sem óneitanlega hlýtur að vera bæði félagslegur og þjóðhagsleg- ur ávinningur. REGLUR UM REIKNINGSSKIL Í samtali við Viðskiptablað Morgun-blaðsins í fyrradag segir Stefán Svavarsson, dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, að það skipti miklu máli „þegar stjórnvöld á Íslandi stuðla að því að búa til hluta- bréfamarkað á Íslandi, að reikningsskil séu í lagi. Það veldur nokkrum áhyggj- um hve þau virðast vera áhugalaus um þetta mál. Af hverju er það, fyrst þau leggja svo mikið kapp, sem raun ber vitni, á, að hinn almenni borgari taki þátt í atvinnulífinu með því að eiga hlutabréf, sem mörg rök hníga að og er fyrir minn smekk góð hugmyndafræði? Frumkvæðið í upplýsingamiðluninni kemur aðallega frá fyrirtækjunum sjálfum og ráðgjöfum þeirra. Fram- undan eru þó breytingar fyrirsjáanleg- ar en þær koma seint og það er aðal- umkvörtun mín í þessu máli. Til þess að menn á markaði eigi að geta tekið ákvörðun um, hvort þeir eigi að kaupa í þessu eða hinu fyrirtækinu, þurfa þeir upplýsingar. Þær upplýsing- ar koma úr ýmsum áttum en ársreikn- ingar fyrirtækjanna eru aðalupp- sprettan. Þess vegna finnst mér svo þýðingarmikið að í gildi séu reglur um samræmingu þeirra … Hér virðast menn fara afar frjálslega með það sem kallast reglur og lög … Reikningsskil- aráð hefur gert fjármálaráðuneytinu grein fyrir þessu öllu; um að lögin séu úrelt og að fyrirtæki séu farin að fylgja erlendum stöðlum og venjum á undan lagasetningunni. Ráðið fékk þau svör, að engin skylda lægi á ráðuneytinu að kippa málum í liðinn fyrr en árið 2005, þegar alþjóðlegar reglur um reiknings- skil taka gildi á evrópska efnahags- svæðinu.“ Beggja vegna Atlantshafsins hafa miklar umræður staðið um reiknings- skil síðustu misseri, bæði um nauðsyn samræmdra reglna um reikningsskil og einnig um einstaka þætti þeirra eins og t.d. hvernig færa eigi kauprétt starfsmanna á hlutabréfum, sem verð- ur stöðugt algengari. Um síðastnefnda atriðið segir Jó- hann Unnsteinsson endurskoðandi í samtali við Morgunblaðið í fyrradag: „Þegar stjórnendur gera samning um rétt til að kaupa hlutabréf í félaginu á gengi undir markaðsgengi er í mínum huga um launabónus að ræða, sem á að gjaldfæra í rekstrarreikningi. Ég held hins vegar að þessir samningar séu yf- irleitt ekki færðir til gjalda hér á landi.“ Það er augljóst að til þess að fjár- festar geti treyst reikningum íslenzkra fyrirtækja, sem skráð eru á Kauphöll Íslands, verða reglur um reikningsskil að vera samræmdar hér innanlands en jafnframt í samræmi við alþjóðlegar reglur. Þær umræður, sem fram fara um þessi mál bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu, eiga einnig að fara fram hér. Fjármálaráðuneytið verður að útskýra hvers vegna það telur að ekkert liggi á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.