Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 33 Þ AÐ er einkennileg tilfinning að taka sæti á Alþingi í fyrsta skiptið. Há- tíðleiki í bland við spennu setur mark sitt á þing- setninguna. Það voru ekki margir að fylgjast með þing- setningunni á Austurvelli og gaf það til kynna að líklega er fólk búið að fá nóg af pólitík í bili eft- ir langa og harða kosningabar- áttu. Reynslan sýnir að það getur borgað sig að bjóða kórum á fundi því með því er góð mæting tryggð. Sama má e.t.v. segja um þingsetninguna og heiðursverði lögreglunnar sem raða sér í tugatali í kringum þingmenn- ina. Sopranós aftur á dagskrá Fyrsti dagurinn á þingi varð alls ekki eins og við var búist. Starf kjörbréfanefndar, sem venjulega tekur um 5 mínútur, stóð á aðra klukkustund og end- aði með klofningi. Í kjölfar þess tóku við miklar umræður um álit nefndarmanna. Nýjum þingmanni kom hins vegar á óvart að einungis einn stjórnar- þingmaður tók þátt í um- ræðunni um jafnalvarlegt mál og lögmæti kosninganna. Meira að segja nýir og ungir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna sátu stilltir og prúðir og fylgdu hinni langlífu flokkslínu. Ekki glæsi- leg byrjun það. Vegna hinar sögulegu um- ræðu um kjörbréf þingmanna varð margt öðruvísi en venja er. Hringt var upp í sjónvarp á ell- eftu stundu og stefnuræðu for- sætisráðherra frestað um einn dag. Sopranós var settur aftur á dagskrá svo þjóðin gæti horft á alvöru baktjaldamakk og hasar, henni eflaust til mikils léttis. Undirritun drengskaparheits nýrra þingmanna er stór stund hjá hverjum busa á þingi. Hins vegar frestaðist það eins og margt annað þennan daginn. Vegna þessa héldu umboðslitlir þingmenn sínar jómfrúræður án nokkurrar skjalfestrar hollustu við stjórnarskrána. Reykfyllt bakherbergi Ný kynslóð hefur nú sest á Alþingi og hafa aldrei eins margir ungir einstaklingar tekið sæti saman á Alþingi. Sú stað- reynd að Framsóknarmenn eru að upplagi miðaldra hækkar reyndar meðalaldur hinna ungu þingmanna. Vonandi verða þessi kynslóðaskipti þingi og þjóð til batnaðar og frjálslynd viðhorf ungs fólks fái að leika um sali Alþingis. Þingheimur ætti að nýta tækifærið með nýju fólki og breyta úreltum starfs- venjum þar, en óeðlilegur og óskilvirkur vinnutími bitnar mjög á ungu fjölskyldufólki. Alþingi hefur lengi þótt vera furðulegur vinnustaður. Störfin þar eru undir smásjá fjölmiðla og þjóðarinnar. Almenningsálit- ið er sveiflukennt og lýtur oft svipuðum lögmálum og kenn- ingin um fiðrildið í Kína sem veldur stormi í Kansas. Í alþingishúsinu er að finna mörg lítil hliðarherbergi en eftir einungis einn dag á Alþingi hef- ur tilgangur þeirra runnið upp fyrir mér. Þar eru haldnir hinir mýmörgu plottfundir sem ráða oftar en ekki úrslitum í málefn- um lands og lýðs. Þetta eru hin margfrægu reykfylltu bakher- bergi en á tímum tóbaksvarna- laga hefur reykurinn vikið fyrir sódavatnsflöskum og tyggjópökkum. Á Alþingi er tekist á um hugmyndir og lífsskoðanir. Markmið þingmanna eru ekki ólík en leiðirnar eru langt frá því að vera sam- bærilegar. Á Alþingi má finna allt frá grænum sósí- alistum í anda liðinna tíma til harðra kapítalista sem lifa í vél- rænum draumaheimi. Enginn friður á salerninu Þrátt fyrir tæplega 100 manna starfslið Alþingis og rúmlega 60 þingmenn fær mað- ur þá tilfinningu að þetta sé lítið samfélag. Vinabönd verða oft tryggari milli pólitískra and- stæðinga en milli flokksystkina. Flestir þingmenn eru líflegir og glaðir fyrir utan einn og einn úr ráðherraliðinu sem eru þung- búnir á svip enda dagar sumra þeirra taldir. Allir þingmenn hafa það á tilfinningunni að þeir séu sérstakir og geti gert meira gagn en aðrir en hvort þjóðin er því sammála eða ekki er allt önnur saga. Það er gaman að vera orðinn hluti af þessu samfélagi og ég er mjög þakklátur því fólki sem kom mér þangað. Ekki skemmir það fyrir að aldrei í sögunni hef- ur hérlendis nokkur jafnaðar- mannaflokkur verið eins stór og Samfylkingin er nú. Sú stað- reynd setur ákveðinn svip á þingið enda rekst maður stöð- ugt á samfylkingarfólk. Það er ekki einu sinni hægt að fara á salernið án þess að rekast á jafnaðarmann. Busi á Alþingi Eftir Ágúst Ólaf Ágústsson ’ Sopranós var setturaftur á dagskrá svo þjóðin gæti horft á al- vöru baktjaldamakk og hasar, henni eflaust til mikils léttis. ‘ Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. koma samráði listamanna við d á ögn formlegri grundvöll með samkomulagi milli BÍL og mennta- neytisins. Samkomulagið er opið í a og felur ekki í sér neitt formlegt áhrifa eða íhlutunar. Samráðið felst remst í árlegum fundi stjórnar með þar sem máefnin eru rædd og sam- m áherslumálum listamanna fylgt fundir hafa reynst gagnlegir, en all- r er þó á því hvort og að hve miklu herra á hverjum tíma hefur kosið að numál listamanna að sínum. því spurning hvort samráð af þessu r til að tryggja faglega aðkomu na að menningarstjórnun, eða hvort léttvægt til að hafa marktæk áhrif. farin að hallast að því að svo sé. BÍL hefur undanfarin ár unnið t að því að vinna mál upp í hend- áðamönnum, með því að leggja fram uddar stefnumarkanir, grein- og beinar tillögur um aðgerðir, en ur að segjast eins og er, að þetta hef- orið mikinn árangur. ngsröðun stjórnmálmanna horfir ft æði einkennilega við þeim sem i starf í listum. Til að mynda hafa all- ðir í þágu grasrótarstarfs og frum- í listum verið í afgerandi biðstöðu í i menningarmála undanfarin miss- n stuðningur við verkefni tengd ngum og íþróttastarf á landsbyggð- r notið afgerandi forgangs. r hæst samninga um byggingu arhúsa, íþróttamiðstöðva, sundlauga væða. þess forgangs sem uppbygging arhúsa nýtur hjá ríkisstjórninni má inna á að það eru ekki margir ára- n gert var umfangsmikið átak til að koma menningu landsbyggðarinnar í hús. Þá voru reist félagsheimili víða í sveitum lands- ins fyrir tekjur af skemmtanaskatti, sem að- allega var heimtur af tónlistarskemmtunum og böllum á höfuðborgarsvæðinu. Mörg þessara félagsheimila hafa þjónað tilgangi sínum með ágætum, en í öðrum er ekki mikil starfsemi. Þau standa auð lang- tímum saman, stundum miðsvæðis í strjál- býlum héruðum og sum hver við það að grotna niður. Það er helst á sumrin að dustað er rykið af þessum húsum og þau nýtt, en þá aðallega fyrir samkomuhald og sveitaböll. Ítrekuð viðleitni til að byggja yfir menn- ingu landsbyggðarinnar hlýtur að orka tví- mælis, að minnsta kosti er skekkja í for- gangsröðun orðin tilfinnanleg, þegar litið er til þess að lista- og menningarlíf í höfuðborg- inni hefur allan þennan tíma verið í miklum og viðvarandi vanda vegna húsnæðisleysis og hefur tónlistin orðið þar verst úti, – eins og kunnugt er. Það er líka spurning hvort raunveruleg þörf er á frekari uppbyggingu í steinsteypu á landsbyggðinni eða hvort það er ekki mik- ilvægara að stjórnvöld skjóti styrkari stoðum undir það menningarstarf sem unnið er í sveitum landsins, með því að stuðla að aukn- um atvinnutækifærum listamanna um land allt. Það er til lítils að eiga menningarhús, ef lít- ill sem enginn grundvöllur er fyrir starfsemi þeirra, nema sem félagsmiðstöðva. Eigi þau að þjóna tilgangi sínum verða að koma til verulegir rekstrarstyrkir frá því opinbera, en það hefur farið lítið fyrir slíkum fyrirheitum í umræðunni. Afstaða stjórnvalda til rekstrar Leikfélags Akureyrar virðist líka segja ákveðna sögu sem ekki er til þess fallin að auka bjartsýni um rekstrargrundvöll menn- ingarhúsa á landsbyggðinni. Menn hafa fyrir löngu áttað sig á því á öðr- um Norðurlöndum að hætt er við að stefnu- mörkun í menningarmálum verði bæði ómarkviss og veik ef hún nýtur ekki þess fag- lega aðhalds sem samráð við listamenn skil- ar. Við slíkar aðstæður er einnig hætt við að horft sé framhjá því að listirnar geta gegnt veigamiklu hlutverki í atvinnusköpun og sjálfbærri þróun samfélagsins. Það kemur enda í ljós að þegar ákvarðanir um stórfellda atvinnuuppbyggingu eru tekn- ar hér á landi, – þá er eins og það hvarfli ekki að ráðamönnum að líta til tækifæra í hinum skapandi geira listanna og þeirra margfeldis- áhrifa sem slíkt starf hefur á menningarlífið og afkomu þjóðarbúsins í heild. Mér þykir ástæða til að varpa fram þeirri spurningu hvort ekki er kominn tími til að fara að fordæmi frænda okkar á Norð- urlöndum og stofna hér listráð að norrænni fyrirmynd. Það er vel hugsanlegt að slíkur samráðsvettvangur gæti þjónað þeim til- gangi að gefa faglegri ráðgjöf nauðsynlega vigt og vægi þegar þróun, viðhald og upp- bygging listalífsins er til umfjöllunar á op- inberum vettvangi. Smæð markaðarins vegur hér ákaflega þungt og krafa á listamenn um stöðuga end- urnýjun og framboð á nýju efni er viðvarandi, þar sem markaðurinn mettast fljótt. Þessar aðstæður marka sérstöðu um leið og þær eru áskorun um vökula hugsun og frjótt starf. Í þessum aðstæðum felst líka áskorun til stjórnvalda um að skapa því starfi sem unnið er viðunandi umhverfi og aðstæður. Það er mikilvægt að menn átti sig á að op- inber stuðningur við lista- og menningarlífið er grundvallaratriði og allar hugmyndir um að metnaðarfullt lista- og menningarlíf geti þrifist hér á landi án slíks stuðnings eru frá- leitar. Það er rétt að árétta um leið að slíkur stuðningur er fjárfesting en ekki styrkir, enda kom til að mynda fram á ráðstefnunni í Norræna húsinu að framlegð ríkisins til starfslauna rithöfunda í gegnum lista- mannalaun skilar sér til baka í virð- isaukaskatti af bókum einum saman. Þá er eftir að taka tillit til skatttekna ríkisins af launatekjum rithöfunda og margfeldisáhrifa þess að bækur eru skrifaðar, – svo sem af- leidd störf í bókaútgáfu, hönnun, prentun og sölu bóka. Framlegð ríkisins er þannig arð- bær fjárfesting sem skilar sér í beinhörðum peningum, fyrir utan allt hitt, sem snýr að fjárfestingu í menningarverðmætum sem þjóðin á til framtíðar. Allar rannsóknir á framlegð listanna og margfeldisáhrifum menningarinnar eru raunar skammt á veg komnar hér á landi, en slíkar rannsóknir eru þó ein af forsendum þess að rækta megi þá vaxtarsprota sem best eru til þess fallnir að efla hlut listanna í ný- sköpun, atvinnuuppbyggingu og samskiptum við útlönd. Listráð gæti stuðlað að slíkum rannsóknum og unnið úr niðurstöðum þeirra stefnu sem hæfði. Íslenskt listalíf er auðlind sem því miður er að stórum hluta vannýtt. Þessi auðlind gæti þó skilað margföldum arði, – rétt eins og afl íslensku fossanna, – ef þeir sem fara með hið pólitíska vald mörkuðu stefnu sem miðaði að því að virkja þann kraft, sköpunargleði og úthald sem einkennir starf margra listamanna á Íslandi. Við búum enn að þeim sprengikrafti sem nýfengið frelsi færði þjóðinni upp úr miðri síðustu öld, við eru enn forvitin, áköf og tilbúin til að leggja nótt við dag til að sýna og sanna að hér búi menningarþjóð. Það er hins vegar eins víst að listamenn þrjóti örendið, ef ekki er komið til móts við það starf sem unnið er. Ríkisstjórnarsáttmáli núverandi stjórnar tekur lítið sem ekkert á menningarmálunum og því er ekki gott að lesa áherslur stjórn- valda í þeim málaflokki. Jú, það er minnst á tónlistarhús, en það hefur verið gert svo oft áður með ýmsum hætti að menn eru hættir að trúa á orðin tóm, – nú verða verkin að tala. Það er minnst á útrás listanna, – það hefur líka verið gert áður, án þess þó að sá útflutn- ingssjóður tónlistarinnar sem lofað hafði ver- ið yrði að veruleika. Í nýjum lögum um útflutningsaðstoð er raunar stefnt að því að gera listirnar að raun- hæfri útflutningsvöru. Það er mikilsverður áfangi að þetta skuli komið í lög, en ef það á að verða að veruleika er nauðsynlegt að móta stefnu um það hvernig á að standa að þeim útflutningi. Það er ærin ástæða til að hvetja núverandi ráherra, Tómas Inga Olrich, og væntanlegan ráðherra menningarmála frá næstu áramót- um, Þorgerði K. Gunnarsdóttur, til dáða. Það er á ábyrgð og í verkahring þeirra á næstu misserum að vinna að því með ráðum og dáð að styrkja innviði menningarlífsins og skapa innlendri listsköpun og grasrótarstarfi nauð- synlega sérstöðu. Takist það er það skilvirk- asta leiðin til að tryggja menningarlegt sjálf- stæði lítillar þjóðar í alþjóðavæddum heimi. tefna eða stefnuleysi Höfundur er forseti Bandalags íslenskra listamanna. ð er mikilvægt að átti sig á að opinber ningur við lista- og ingarlífið er grund- ratriði og allar hug- ir um að metnaðar- ista- og menningarlíf þrifist hér á landi án stuðnings eru frá- . ‘ íka fremur yf- u í að gagnrýna nokkrar blaðsíður að rð. Hafa stjórn- ri ríkisstjórnir Dav- stjórnarsamstarf á em dregnar eru i farið í ítarlega út- um. Er þetta nokkur ríkisstjórnarflokkar nasáttmála með ná- málaflokkum, oft að samningaþófi. trausti kar leiðir til að nálg- hefur sjálfur margoft trú á þeirri leið, sem f með því að setja helstu áherslur, sem nna að á kjör- rið stutt eindregið g af samstarfs- flokkum í ríkisstjórn, fyrst Alþýðuflokknum og síðar Fram- sóknarflokknum. Ekki verður heldur séð að það hafi valdið neinum vandkvæðum á undanförnum árum þótt stefnu- yfirlýsingarnar hafi ekki verið langar, enda skiptir mestu að þeir flokkar sem í ríkisstjórn eru séu sammála um meg- instefnuna, þekki vel hvor til annars og að traust ríki milli þeirra einstaklinga sem með forystuna fara. Þetta traust hef- ur verið lykilatriði í samstarfi Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks á undanförnum árum og verið grundvöllur þess að vel hefur tekist til við stjórn landsins á þessu tímabili. Gamli stíllinn einkenndist af hrossakaupum Gamli stíllinn, þ.e. að semja langa stjórnarsáttmála með ít- arlegri útfærslu á stefnunni í einstökum málaflokkum, byggðist ekki á slíku trausti. Á árum áður var algengt að flokkar legðu mikið kapp á að koma helstu áhugamálum sín- um inn í stjórnarsáttmála í þeim tilgangi að geta síðar knúið samstarfsflokkana til efnda með tilvísan til ákvæða sáttmál- ans. Stjórnarmyndunarviðræðurnar einkenndust því jafnan af hrossakaupum þar sem flokkarnir stóðu í samninga- viðræðum fram og til baka um einstök mál, flokkarnir fengu sitt fram í einhverju tilteknu máli gegn því að gefa eftir á einhverju öðru sviði. Þegar sáttmálinn hafði síðan verið und- irritaður var hann óspart notaður til að ná fram stuðningi eða eftir atvikum andstöðu samstarfsflokkanna við einstök mál á kjörtímabilinu. Flokkarnir fundu með öðrum orðum ákveðið öryggi í því að geta handjárnað samstarfsaðila sína með þessum hætti, sem að sjálfsögðu var mikilvægt þegar samstarfið var ekki byggt á gagnkvæmum skilningi og trausti. Við þetta má svo bæta, að ekki verður séð að langorðir, ít- arlegir stjórnarsáttmálar fyrri tíðar hafi reynst neitt sér- staklega vel. Þvert á móti má halda því fram með rökum, að oft hafi slíkir sáttmálar þvælst fyrir ríkisstjórnum þegar taka hefur þurft afstöðu til nýrra mála eða breyttra að- stæðna, sem upp hafa komið á kjörtímabilinu. Það er því ekki endilega mjög skynsamlegt fyrir ríkisstjórnarflokka að rígbinda afstöðu sína í einstökum málum mörg ár fram í tím- ann, jafnvel þótt enginn deili um mikilvægi þess að hafa skýra framtíðarsýn og ákveðna meginstefnu í helstu málaflokkum. Kjósendur meta árangurinn Sem betur fer hefur slíkt traust ríkt milli núverandi stjórn- arflokka að ekki hefur verið þörf á að semja í smáatriðum um öll mál fyrirfram. Enginn getur hins vegar haldið því fram í alvöru að ríkisstjórnina skorti stefnu eða að kjósendur þurfi að velkjast í vafa um hvaða meginmarkmiðum hún hyggst stefna að á næstu árum. Þau grundvallarsjónarmið koma skýrt fram í stefnuyfirlýsingunni. Hún tekur síðan auðvitað mið af þeirri stefnumótun sem flokkarnir kynntu fyrir kosn- ingar og allir þekkja. Kjósendur munu því eiga auðvelt með að vega og meta að fjórum árum liðnum hversu vel flokkunum hefur tekist að koma stefnumálum sínum í framkvæmd á kjörtímabilinu um leið og þeir taka afstöðu til þess hversu vel hefur almennt tekist til við landstjórnina. Gagnrýni stjórn- arandstöðunnar á ytri umgjörð stefnuyfirlýsingar ríkisstjórn- arinnar er því heldur málefnasnautt innlegg til stjórnmála- umræðunnar í landinu. ekki handjárn ’ Gagnrýni stjórnarandstöðunnará ytri umgjörð stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar er því heldur mál- efnasnautt innlegg til stjórnmála- umræðunnar í landinu. ‘ Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.