Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Gunnlaugur Sig- valdason réðst til starfa hér á stofunni fyrir röskum 24 árum. Fyrst við almenn bókhalds- og endurskoðunarstörf en síðar tók hann að sér bókhald og inn- heimtustörf stofunnar og sinnti skrif- stofustjórn meðan vinnuþrek leyfði. Það sem einkum einkenndi Gunn- laug var samviskusemi hans og verk- fýsi. Hann var afburða bókhaldsmað- ur, enda útskrifaður úr Samvinnuskólanum á Bifröst, ná- kvæmur og glöggur. Fastur fyrir, kurteis og ákveðinn. Hann hafði þetta rólega fas þess sem margt hefur reynt. Aldrei virtist hann flýta sér við nein störf en að loknum starfsdegi lá síst minna eftir hann en aðra. Gunnlaugur kvæntist ekki og bjó einn. Hann var vinmargur og vinfast- ur og naut þess að vera með vinum sínum og ættingjum. Foreldrum sín- um, sem bjuggu í næsta nágrenni við hann í elli sinni, sýndi hann mikla um- hyggju og var þeim stoð og stytta. Gunnlaugur var mikill útivistar- maður, naut sín best á gönguferðum í náttúru landsins og ferðaðist víða, ekki síst um fornar slóðir á Langanes- inu. Það voru ófáar sögurnar sem GUNNLAUGUR SIGVALDASON ✝ Gunnlaugur Sig-valdason fæddist á Grund á Langanesi 23. október 1938. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 22. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Kópavogskirkju 30. maí. hann sagði af kjörum fólks þar og oft og tíðum erfiðri baráttu þess við náttúröflin norður við ysta haf, sem herti það og stælti. Fyrir þremur árum uppgötvaðist í Gunn- laugi sjúkdómur sem leiddi til þess að hann gekkst undir tvær mikl- ar skurðaðgerðir með stuttu millibili. Þótt hann jafnaði sig ótrú- lega eftir þær fannst honum sig skorta þrótt til að geta stundað sína vinnu og ákvað að hætta störfum. Hann heimsótti okkur þó reglulega, fékk sér kaffibolla og ræddi um dag- inn og veginn, oftast glaður og reifur. Þrekið virtist vera að vaxa, þótt hon- um þætti hægt miða, enda sló hann ekki slöku við í gönguferðum, fór fetið ef orkan leyfði ekki meira, en áfram var haldið og ekki gefist upp, enda var það ekki hans háttur. Satt að segja vorum við vinnufélagar hans orðnir sannfærðir um að honum hefði tekist að sigrast á sjúkdómi sínum og ætti fyrir höndum ágætt líf til elli, sem hann var þegar farinn að undirbúa með því að sækja um vist í þjónustuí- búðum í Sunnuhlíð. En þá kom kallið. Gunnlaugur varð bráðkvaddur á heimili sínu 22. maí 2003. Við starfsfélagar hans kveðjum góðan dreng og þökkum samfylgdina. Systkinum hans og öðrum aðstand- endum sendum við samúðarkveðjur. Starfsfólk Grant Thornton endurskoðunar ehf. Elsku Sigga mín. Nú þegar komið er að kveðjustund langar mig í nokkrum orðum að þakka þér fyrir allar góðu samverustundirn- ar okkar. Þær voru ófáar stundirnar sem við lékum okkur saman í kjall- aranum hjá ömmu og afa í Túngötu 28. Fyrst voru það dúkkurnar sem áttu hug okkar allan og er ég hugsa til baka, man ég aldrei eftir ósætti eða rifrildi í leik okkar, enda varst þú aldrei eigingjörn á dótið þitt og alltaf tilbúin að deila með öðrum. Þegar við urðum eldri fórum við meira að hlusta á tónlist og er mér mjög minnisstætt hve mjög þú hélst upp á Bjögga Halldórs. Lagið „Eina ósk“ vorum við óþreytandi að spila SIGRÍÐUR FRÍMANNSDÓTTIR ✝ Sigríður Frí-mannsdóttir fæddist á Siglufirði 23. maí 1967. Hún lést á heimili sínu í Vestmannaeyjum 17. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Siglufjarð- arkirkju 24. maí. og sungum með af mik- illi innlifun. Við nutum góðs af plötusafni Stebba bróður þíns og skipti engu hvort text- arnir voru á íslensku eða ensku, þú kunnir þetta allt saman. Það var einkennandi fyrir þig hversu hænd þú varst að börnum, enda varst þú dugleg að taka að þér börn í pössun og sinntir því hlutverki af mikilli ábyrgð og natni. Einn- ig varst þú alla tíð mik- ill dýravinur og varst búin að eiga hin ýmsu dýr í gegnum tíðina, fiska, skjaldböku, hund, kött og hesta, svo eitthvað mætti nefna. Að öðrum dýr- um þínum ólöstuðum, sem þú áttir í æsku, held ég að þú hafir haft einna mest dálæti á honum Blakki þínum. Þú gast eytt heilu stundunum í að kemba honum, strjúka og snurfusa enda leyndi stoltið sér ekki þegar þú þeystist á gæðingnum þínum um all- an fjörð. Þegar við uxum úr grasi, skildu leiðir. Þú fórst til Reykjavíkur en komst alltaf heim annað slagið og hittir ættingja og vini en oftast var það þitt fyrsta verk að kíkja í hest- húsið með afa og bregða þér á bak. Þú varst alltaf sjálfstæð og dugleg að bjarga þér og stóð ekkert í vegi þínum ef þú ætlaðir þér eitthvað. Þú komst þér upp fallegu heimili í Reykjavík sem skartaði fallegum munum og innbúi enda varst þú fag- urkeri og „snyrtipinni“ mikill. Eftir að þú kynntist sambýlismanni þín- um, fluttir þú til Vestmannaeyja og var því um lengri veg að fara til að komast á heimahagana og urðu ferð- irnar heim því óhjákvæmilega færri. Við hittumst ekki oft síðustu árin en fréttum vel af hvor annarri í gegnum ömmu og afa, sem hafa alla tíð haft velferð þína að leiðarljósi og sýnt þér ótakmarkaða ástúð og um- hyggju. Það er margs að minnast og vil ég enn og aftur þakka þér fyrir sam- fylgdina Sigga mín. Ömmu og afa, foreldrum og systk- inum, sambýlismanni þínum og öðr- um aðstandendum sendi ég samúð- arkveðju. Þig kveður allt sem ættartaugin ramma þig áður tengdi við á feðra grund. Þig kveður bróðir, afi þinn og amma og allir frændur, vinir, menn og sprund. Þú lifir ofar döprum jarðar dölum, á dauðans rúnum glögg nú veistu skil. Úr himins ofar glæstu sólar sölum, þú sendir kveðju frænda og vina til. Ó drottinn lít á höfgu trega tárin, þau tár er streyma niður móður kinn. Ó drottinn lít á syrgjandanna sárin, þau signi og græði verndarkraftur þinn. (Höf. ókunnur). Guð geymi þig, elsku Sigga, þín frænka, Hanna Hrefna. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Skrifstofustarf! Óskum eftir að ráða starfskraft á skrifstofu hálf- an eða allan daginn. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í Tok+ eða Axaptabókhaldi og tollkerfi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir skulu berast til augldeildar Mbl. merktar: „B — 13744“ eigi síðar en 3. júní nk. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Basar og kaffisala Sjómannadaginn 1. júní nk. verður kaffi- sala og basar á Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði frá kl. 14:00 til 17:00. Handavinnusýning og sala verður frá kl. 13:00 til 17:00 á fjölbreyttri handavinnu heimilisfólksins einnig, mánudaginn 2. júní frá kl. 10:00 til 16:00. Allir hjartanlega velkomnir. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á neðangreindri eign verður háð á henni sjálfri miðvikudaginn 4. júní kl. 14.30: Holtastígur 11, þingl. eig. Ingibjörg Vagnsdóttir, gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands hf. og Sparisjóður Bolungarvíkur. Sýslumaðurinn í Bolungarvík, 30. maí 2003. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Aðalstræti 12, Bolungarvík, miðvikudaginn 4. júní kl. 15.00 á eftirfarandi eignum: Hlíðarstræti 24, þingl. eig. Guðmundur Páll Jónsson, gerðarbeiðend- ur Tal hf., Vátryggingafélag Íslands og sýslumaðurinn í Bolungarvík. Frystitogarinn Kristina Logos, skrnr. 077990073, skráður eig. Jón Magnússon, gerðarbeiðendur Olíuverslun Íslands hf. og Hafnarfjarð- arhöfn. Ljósaland 2, þingl. eig. Hafþór Gunnarsson, gerðarbeiðandi Íbúða- lánasjóður. Vélbáturinn Uggi ÍS 404, skrnr. 1785, þingl. eig. Fjárhaldsfélagið Miðborg ehf., gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands hf. og Tollstjóra- embættið. Vitastígur 15, 0101 þingl. eig. Björgmundur Bragason, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Sýslumaðurinn í Bolungarvík, 30. maí 2003. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Strandgötu 52, miðvikudaginn 4. júní 2003 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Búðareyri 6, Reyðarfirði, auk rekstrartengds búnaðar og tækja, þingl. eig. Hótel 730 ehf., gerðarbeiðandi Fjarðabyggð. Egilsbraut 4, austurendi, Neskaupstað, þingl. eig. Spriklbóndinn ehf. og Síló ehf., steypusala, Fjarðabyggð, gerðarbeiðandi Lífeyr- issjóður Austurlands. Fjarðarbraut 66, Stöðvarfirði , þingl. eig. Soffía Petra Landmark, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Fossgata 3, Eskifirði, þingl. eig. Þórunn Magnúsdóttir, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf. Friðrik Steinsson SU-254, skipaskrnr. 2243, þingl. eig. Sólborg ehf., gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Íslands hf., Byggðastofnun og sýslu- maðurinn á Eskifirði. Hafnarbraut 50, Neskaupstað, allt húsið (216-9147 og 216-9148), þingl. eig. Trölli ehf., gerðarbeiðandi Fjarðabyggð. Heiðmörk 13, Stöðvarfirði (218-8347), þingl. eig. Kristín Bjarney Ársælsdóttir og Sveinn Orri Harðarson, gerðarbeiðandi Landssími Íslands hf., innheimta. Langalág 3, hesthús, Djúpavogi (217-9304), þingl. eig. Jón Oddur Jónsson, gerðarbeiðandi Sparisjóður Hornafjarðar/nágr. Melagata 11, Neskaupstað, þingl. eig. Sigríður Guðbjartsdóttir, gerðarbeiðendur Byko hf., Fjarðabyggð, Íbúðalánasjóður og Trygg- ingamiðstöðin hf. Selnes 17, Breiðdalsvík (217-8879), þingl. eig. Selnes ehf., gerðarb- eiðendur Ísfell Netasalan ehf. og Ker hf. Skólabraut 18, Stöðvarfirði, þingl. eig. Jón Ben Sveinsson og Jó- hanna Guðný Halldórsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Skólavegur 50A, Fáskrúðsfirði (217-8099), þingl. eig. Guðmundur Þorgrímsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Austurlands. Skólavegur 94, Fáskrúðsfirði , þingl. eig. Hermann Steinsson, gerð- arbeiðendur Búnaðarbanki Íslands hf. og Landsbanki Íslands hf. aðalstöðvar. Skólavegur 96a, Fáskrúðsfirði (217-8158), þingl. eig. Viðar Gísli Sig- urbjörnsson, gerðarbeiðandi Sápugerðin Frigg hf. Strandgata 17a, Eskifirði (217-0390), þingl. eig. Kristinn Aðalsteins- son, geraðrbeiðandi Búnaðarbanki Íslands hf. Sumarbústaður í landi Skuggahlíðar lóð nr. 3, fmnr. 217-6936, Nes- kaupstað, þingl. eig. Sigríður Guðbjartsdóttir, gerðarbeiðandi Trygg- ingamiðstöðin hf. Varða 16, Djúpavogi (217-9483), þingl. eig. Guðrún Sigríður Sigurð- ardóttir og Jóhann Hjaltason, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Íslands hf. og Íbúðalánasjóður. Víðimýri 16, n.h., vesturendi, Neskaupstað (216-9810), þingl. eig. Konráð Sveinsson og Guðný Steinunn Hreiðarsdóttir, gerðarbeiðend- ur Fjarðabyggð, Íbúðalánasjóður og Lífeyrissjóður Austurlands. Sýslumaðurinn á Eskifirði, 30. maí 2003. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF www.fi.is Sunnudagur 1. júní Gamla Krýsuvíkurleiðin V Seltún-Vatnshlíð-Vatnsskarð. Fararstjóri: Jónatan Garðarson. Lagt verður af stað frá BSÍ og Mörkinni 6 kl. 10.00. Verð kr. 1.600/1.900. 1. júní. Selvogsgata Gengið frá Bláfjallavegi undir Grindaskörðum yfir í Selvog. Fararstjóri: Margrét Björnsdóttir. Brottför frá BSÍ kl. 10:30. Verð kr. 1900/2300. 4. júní. Útivistarræktin Hvirfill, 621 m. ATH. breyttan brottfararstað. Framvegis verður lagt af stað frá stóra brúna húsinu (gömlu vara- rafstöðinni) í Elliðaárdalnum kl. 18:00 á mánudögum og kl. 18:30 á miðvikudögum. Allir eru vel- komnir í Útivistarræktina - ekk- ert þátttökugjald. 6. og 7. júní. Fimmvörðuháls 6.—9. júní. Hvítasunnuferð á Snæfellsnes Hvítasunnuferðin er fyrir alla, hvort sem fólk kýs að fara í rútu, á eigin bíl eða jeppa. Brottför frá BSÍ kl. 20.00. 6.—9. júní. Básar á Goðalandi - Hvítasunnuferð Brottför frá BSÍ kl. 20:00. Verð í tjaldi kr. 7100/8100, í skála kr. 8300/9800. Sjá nánar www.utivist.is ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.