Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 49 ALLS voru 45 stúdentar frá Flensborgarskólanum í Hafn- arfirði brautskráðir í Víðistaða- kirkju laugardaginn 24. maí . Einnig voru brautskráðir þrír nemendur af sérsviði fjölmiðlunar af upplýsingatækni- og fjölmiðla- braut og eru þetta fyrstu nemend- urnir sem útskrifast úr slíku sér- námi. Við útskriftarathöfnina voru heiðraðir fjórir nýnemar sem hafa skarað fram úr vegna námsárang- urs. Þau eru: Agla Friðjónsdóttir, Aron Kristbjörn Albertsson, Elm- ar Garðarsson og Kristján Mart- insson. Jafnframt voru þrír skipti- nemar sem voru við nám í skólanum í vetur kvaddir sér- staklega og leystir út með gjöfum. Fimm stúdentanna luku námi með glæsilegum árangri á þremur árum. Bestum námsárangri stúd- enta náði Óskar Arnórsson og næst í röðinni var Hrefna Sif Gísladóttir. Bæði útskrifuðust af náttúrufræðibraut eftir þriggja ára nám. Margir stúdentanna hlutu við- urkenningar fyrir frábæran náms- árangur. Berglind Kristín Bjarna- dóttir fyrir þýsku, Fanney Björk Frostadóttir fyrir bókfærslu, Hlín Sigurþórsdóttir fyrir almennan góðan árangur á stúdentsprófi, stærðfræði og námsástundun, Hrefna Sif Gísladóttir fyrir al- mennan góðan námsárangur, norsku, þýsku og raungreinar, Hrund Gunnarsdóttir fyrir tölvu- greinar, Óskar Arnórsson fyrir al- mennan góðan árangur, dönsku, eðlisfræði, efnafræði, tölvufræði og þýsku auk viðurkenningar fyr- ir frábæran árangur í stærðfræði bæði frá skólanum og Íslenska stærðfræðifélaginu, Rakel Edda Guðmundsdóttir fyrir ensku, frönsku, íslensku, sögu og sænsku, Teitur Árnason fyrir störf að fé- lagsmálum, Tryggvi Ingason fyrir almennan góðan námsárangur, eðlisfræði, sögu, stærðfræði og raungreinar. Þá hlaut Ásdís Björk Kristjánsdóttir viðurkenningu frá skólanum fyrir starf í þágu Kórs Flensborgarskólans. Útskrift frá Flensborgarskólanum MENNTASKÓLANUM á Egils- stöðum var slitið sl. laugardag og yfir 50 nýstúdentar brautskráðir. Aldrei hafa fleiri brautskráðst frá skólanum og hann var sannarlega myndarlegur hópurinn sem stillti sér upp til myndatöku í garði ME í blíðu og björtu veðri eftir fjöl- menna hátíðarathöfn. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsd. Á sjötta tug nýstúdenta brautskráður úr ME BORGARHOLTSSKÓLA var slitið laugardaginn 24. maí sl. Útskrif- aðir nemendur hafa aldrei verið fleiri eða 184 af 17 námsbrautum. Kennslustjórar á hverju námssviði afhentu útskriftarskírteini og fengu margir nemendur verðlaun fyrir góðan námsárangur. Fulltrúi frá félagi eldri borgara í Grafarvogi veitti verðlaun í sam- keppni nemenda um merki fyrir félagið. Harpa Björnsdóttir mynd- listarmaður fjallaði um úti- listaverk sem tveir útskrift- arnemar afhjúpuðu að loknum skólaslitum. Útilistaverkið heitir Dýrmæti og er eftir Gjörn- ingaklúbbinn. Ræðumaður nemenda var Sig- ursteinn Sigurðsson sem minntist reynslu af stjórn félagslífs nem- enda við skólann. Ólafur Sigurðs- son skólameistari gerði ábyrgð að umtalsefni í ræðu sinni og sagði m.a. að til að ná árangri í námi eða öðrum þáttum lífsins þurfi hver einstaklingur að sýna aga, virðingu og væntingar en þessi einkunnarorð eru leiðarljós Borg- arholtsskóla. Aldrei fleiri brautskráðir frá Borgarholtsskóla HÚSASMIÐJAN hefur opnað nýja verslun á Esjubraut 47 á Akranesi. Veðrið lék við þá rúmlega þús- und manns sem komu á opnunarhá- tíðina og fengu grillaðar pylsur og blöðrur í rjómablíðu. Keyrt var um bæinn og valin af handahófi 50 hús með plakati frá Húsasmiðjunni í glugganum. Úr þessum 50 húsum voru dregnir vinningar, reiðhjól, grill, borvél og utanlandsferð. Verslunin á Akranesi er fyrsta Húsasmiðjuverslunin á Vesturlandi en Húsasmiðjan rekur nú alls 17 verslanir í öllum landsfjórðungum, segir í fréttatilkynningu. Veðrið lék við Akurnesinga á opnunarhátíðinni. Húsasmiðjan opnar verslun á Akranesi HÁTÍÐ hafsins verður haldin við Reykjavíkurhöfn helgina 31. maí til 1. júní nk. Hátíðin samanstend- ur af Hafnardeginum og Sjó- mannadeginum, en árið 1999 voru þessir tveir hátíðardagar samein- aðir í tveggja daga hátíðahöld á Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Markmið hátíðarinnar er að varpa ljósi á menningu og menntun tengda sjávarútvegi ásamt fjöl- breyttri dagskrá sem höfðar til sem flestra. Hafnardagurinn í dag, laugar- daginn 31. maí, verður með alþjóð- legu ívafi því hægt verður að spila franska kúluspilið Mondial Billes, skoska söngkonan Pauline McCarthy tekur nokkur lög ásamt hljómsveit, flamenco-dansarinn Minerva Iglesias dansar og í tjald- borg verða á boðstólum sjávarrétt- ir frá m.a. Portúgal, Ástralíu og Singapúr matreiddir af félögum í Fjölmenningarsamtökum nýrra Ís- lendinga. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir tengd sjósókn og sjávarútvegi verða á staðnum og kynna starf- semi sína, t.a.m. Hafrannsókna- stofnunin, Auðlindadeild Háskól- ans á Akureyri og Sjóminjasafn Reykjavíkur. Sýningin Þorskastríðið – loka- slagurinn verður opnuð í fjölnota- sal Listasafns Reykjavíkur – Hafn- arhúss í dag, laugardag, kl. 13.30. Björn Bjarnason dóms- og kirkju- málaráðherra opnar sýninguna og karlakórinn Stefnir syngur sjó- mannalög. Á sýningunni verða ljósmyndir sem eru teknar þegar Íslendingar börðust fyrst fyrir 50 mílna landhelgi og síðan 200 mílna o.fl. Af öðrum dagskráratriðum má nefna siglingar Sæbjargar um sundin blá, skrúðgöngu Vestur- bæjarsamtakanna með lúðra- blæstri og tilheyrandi, svipmyndir úr Sumarævintýri Shakespeares í flutningi leikara Leikfélags Reykjavíkur og að lokum syngur og leikur Birgitta Haukdal ásamt hljómsveitinn Írafári. Á Sjómannadaginn 1. júní, sem er haldinn hátíðlegur í sextugasta og fimmta skiptið í ár, verður há- tíðardagskrá á Miðbakkanum klukkan tvö sem útvarpað er beint á Ríkisútvarpinu, Rás 1. Að henni lokinni er hin sígilda róðrarkeppni og ráarslagur og einnig kemur Maggi mjói frá Latabæ í heim- sókn. Á sunnudeginum verður auk þess úrslitakeppnin í kúluspilinu franska, Mondial Billes, en hinum heppna vinningshafa er boðið til Frakklands til að keppa um heims- meistaratitilinn. Dagskránni lýkur með því að nokkrir leikarar frá Þjóðleikhúsinu flytja nokkur atriði úr hinum vinsæla söngleik Með fullri reisn. Hátíð hafsins við höfnina FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að veita tvær við- urkenningar, að fjárhæð 250 þúsund krónur hvora, fyrir meistaraprófsritgerð í hagfræði eða viðskiptafræði við innlendar eða erlendar menntastofnanir. Viðurkenningarnar eru fyrir verkefni sem unnin eru á skóla- árinu 2002/2003. Skilyrði fyrir námsviðurkenningu er að við- fangsefnið sé á sviði efnahags- og ríkisfjármála enda markmið- ið að efla sérstaklega fræðilegar athuganir á þessu sviði. Frekari upplýsingar um þess- ar viðurkenningar, auk umsókn- areyðublaða, er að finna á vef ráðuneytisins. Umsóknum skal skilað til efnahagsskrifstofu ráðuneytisins fyrir 1. október n.k. Viðurkenningar fyrir meistaraprófsritgerð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.