Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 52
ÍÞRÓTTIR 52 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ skýrist í næsta mánuði hvaða þjóðir leika í úrslita- keppni Evrópukeppni lands- liða í handknattleik karla, sem haldin verður í Slóveníu 22. janúar til 1. febrúar á næsta ári í borgunum Ljublj- ana, Celje, Kopper og Velenje. Sex þjóðir hafa þegar tryggt sér þátttöku í úr- slitakeppninni í Slóveníu. Evrópumeistarar Svía, Þjóð- verjar, sem urðu í öðru sæti á EM í Svíþjóð, Danir sem lentu í þriðja sæti, Íslend- ingar sem urðu í fjórða, Rússar, og gestgjafar Slóvena. Dagana 14. og 15. og 21. og 22. júní fara fram 11 við- ureignir í umspili þar sem farseðlar til Slóveníu eru í boði. Rimmurnar í um- spilinu eru: Bosnía - Tékkland H-Rússland - Króatía Austurríki - Pólland Finnland - Júgóslavía Litháen - Spánn Makedónía - Ungverjal. Grikkland - Frakkland Tyrkland - Sviss Noregur - Portúgal Ísrael - Úkraína Keppnin í Slóveníu er sjötta EM-keppnin, áður hef- ur verið leikið í Portúgal, á Spáni, Ítalíu, í Króatíu og Svíþjóð. Barist um tíu sæti á EM í Slóveníu FRIÐRIK Ingi Rúnarsson lands- liðsþjálfari karla í körfuknatt- leik hefur valið endanlega hóp sem leikur fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum á Möltu sem hefjast í næstu viku. Friðrik bætir við einum geysiöflugum leikmanni í hópinn, sjálfum Damon Johnson, sem ætti að verða íslenska liðinu gríð- arlegur liðsstyrkur. Hópinn skipa eftirtaldir leikmenn: Gunnar Einarsson, Keflavík, Jón N. Hafsteinsson, Keflavík, Sverrir Sverrisson, Keflavík, Damon Johnson, Aracena, Fannar Ólafsson, IUP College, Friðrik Stefánsson, Njarðvík, Páll A. Vilbergsson, Grindavík, Guðmundur Bragason, Grinda- vík, Baldur Ólafsson, KR, Helgi Magnússon, Catwaba, Logi Gunnarsson, Ulm. Óbreytt hjá konunum Hjörtur Harðarson þjálfari kvennaliðsins teflir fram óbreyttu liði frá leikjunum við Norðmenn. Liðið skipa: Birna Valgarðsdóttir, Erla Þorsteins- dóttir, Kristín Blöndal, Marín Rós Karlsdóttir og Rannveig Randversdóttir, allar frá Kefla- vík. Hanna Kjartansdóttir, Helga Þorvaldsdóttir og Hildur Sigurðardóttir, úr KR, Alda Leif Jónsdóttir, Svandís Sigurðar- dóttir og Signý Hermannsdóttir, allar frá ÍS og Sólveig Gunn- laugsdóttir, Grindavík. Damon Johnson bætist í Möltuhópinn Damon Johnson BRYNJAR Björn Gunnarsson landsliðsmaður í knattspyrnu segist að öllu óbreyttu verða áfram í herbúðum enska 1. deildarliðsins Stoke en samn- ingur hans við félagið er út- runninn og er hann með undir höndum nýjan samning við fé- lagið. Brynjar kom til Íslands í vikunni eftir nokkurra daga dvöl í Portúgal en forráða- menn 1. deildarliðsins Braga buðu honum að koma út til æf- inga. „Ég hef ekkert heyrt frá Braga og ég veit í sjálfu sér ekki hvort eitthvert tilboð er á leiðinni. Það verður bara að koma í ljós. Ég er með tilboð frá Stoke sem ég er að skoða og velta fyrir mér og ef ekkert annað rekur á fjörurnar þá geri ég ráð fyrir því að verða áfram hjá liðinu,“ sagði Brynj- ar Björn við Morgunblaðið í gær. Brynjar þarf að vera búinn að gefa Stoke svar síðari hluta júnímánaðar. Brynjar um kyrrt hjá Stoke?  VÍÐIR Leifsson, leikmaður úr- valsdeildarliðs FH í knattspyrnu, verður frá næstu vikurnar en hann meiddist í leiknum við Val í fyrra- dag. Í fyrstu var óttast að Víðir hefði tábrotnað en í ljós kom að táin fór úr liði og vöðvi skaddaðist.  RÚNAR Sigtryggsson og félagar hans í Ciudad Real eru komnir í und- anúrslit í spænsku bikarkeppninni í handknattleik. Ciudad Real hafði betur á móti Cantabria í 8 liða úrslit- unum, 24:20, og mætir Valladolid í 4 liða úrslitunum á morgun. Rúnar skoraði eitt mark í leiknum en tví- vegis var honum vísað af leikvelli.  BARCELONA vann öruggan sigur á Portland San Antonio, 29:21, þar sem júgóslavneski línumaðurinn Dragan Skribc skoraði 8 mörk fyrir Börsunga og norski landsliðsmaður- inn Frode Hagen 7. Barcelona mæt- ir Altea í undanúrslitunum en Altea vann Valencia í 8 liða úrslitunum. Úrslitaleikurinn í bikarkeppninni verður háður á morgun.  CHRISTIAN Schwartzer, línu- maður Lemgo og þýska landsliðsins, hefur verið útnefndur leikmaður árs- ins í Þýskalandi. Valið þarf ekki að koma á óvart enda átti Schwartzer frábært tímabil með Lemgo sem varð Þýskalandsmeistari.  HELGI Kolviðsson og samherjar hans í Kärnten töpuðu fyrir Grazer AK, 2:1, í lokaumferð austurrísku 1. deildarinnar í knattspyrnu í fyrra- kvöld. Helgi lék síðasta hálftímann í liði Kärnten sem hafnaði í 8. sæti af tíu liðum. Helgi verður áfram í her- búðum Kärnten en hann skrifaði ný- verið undir nýjan tveggja ára samn- ing við félagið.  FRAKKINN Frederic Kanoute, framherji West Ham United, leikur að öllum líkindum með öðru Lund- únaliði á næstu leiktíð. Tottenham er í viðræðum við granna sína um kaup á leikmanninum og er líklegt að gengið verði frá kaupunum um helgina. Tottenham mun þurfa að reiða fram 4 millj. punda.  CHELSEA er á höttunum eftir Danny Mills, bakverði Leeds. Mills, sem á að baki 15 landsleiki fyrir England, á þrjú ár eftir af samningi sínum við Leeds en þar sem félag hans er illa statt fjárhagslega er ólík- legt að forráðamenn þess hafni 4 milljóna punda tilboði sem Chelsea hyggst gera.  ÞRÍR króatískir knattspyrnu- menn, þar af einn landsliðsmaður, létu lífið í umferðarslysi í Varazdin í Króatíu í gær. Leikmennirnir sem um ræðir voru Silvestar Sabolcki, 24 ára gamall leikmaður Dinamo Zagreb sem átti tvo landsleiki að baki, og Krunoslav Sabolic, 24 ára, og Kristijan Kitner, 21 árs, mark- verðir Varteks. FÓLK Mótið í ár er hið 50. í Formúlu-1 íMónakó. Í fyrstu keppninni árið 1950 voru eknir 100 hringir um götur Mónakó og lauk sigurvegarinn Juan Fangio þeim á 3:13 stundum á Alfa Romeo-bíl sínum. Annar varð Alberto Ascari á Ferrari og þriðji Louis Chiron á Maserati. Nafn Chirons er nátengdara Móna- kó-kappakstrinum en annarra öku- þóra. Hann átti mikinn þátt í að efnt var til kappaksturs þar og er keppt var öðru sinni í Formúlu-1 þar árið 1955 tók var hann þátttakandi þótt orðinn væri 56 ára. Stendur það ald- ursmet ennþá. Lengi vel var Chiron fánameistari og veifaði köflótta flagginu í mótslok um árabil. Þá vann hann í Mónakórallinu árið 1954 og var lengi vel aðalframkvæmda- stjóri bæði kappakstursins og ralls- ins eða allt til dauðadags, árið 1979. Brasilíumaðurinn Ayrton Senna hefur manna oftast ekið fyrstur í mark í Mónakó eða sex sinnum. Á undanförnum 19 árum hafa ein- ungis sex ökuþórar hrósað sigri í Mónakó; þeir Senna, Alain Prost, Schumacher, Coulthard, Mika Häkkinen og Panis. Vinni Michael Schumacher í ár myndi hann ekki einungis jafna Senna sem stóð sex sinnum á efsta þrepi verðlaunapallsins í Mónakó, heldur yrði hann fyrsti ökuþórinn til að vinna sex kappakstra á þremur mótsstöðum. Hefur hann sex sinn- um hrósað sigri bæði í Belgíu og Frakklandi – eins og Prost. Enginn ökuþór hefur unnið sjö sinnum á einum og sama mótsstaðnum. Brautin tekið stakkaskiptum Brautin í Mónakó hefur tekið stakkaskiptum frá í fyrra. Öll Beau Rivage-brekkan hefur fengið nýtt yfirborð og legu brautarinnar með- fram sundlauginni við höfnina, frá Tabac-beyjunni og að Albert 1. stræti, hefur verið breytt og færð til út á nýja landfyllingu. Þá hefur nokkrum beygjum verið breytt, til dæmis er kaflinn frá La Rascasse- beygjunni og upp að Virage Anth- ony Noghes orðinn meira og minna að einum stórum sveip. Liðin munu væntanlega brúka mýkstu gerð af dekkjum sem brúk- uð eru á árinu til að hámarka veg- grip en brautin þykir slíta dekkjum minna en aðrar sakir þess að með- alhraði þar er minni en í öðrum brautum. Mikill bílhraði og mikið mótorafl er ekki aðalatriði í Mónakó eins og víða annars staðar. Einungis á 35% brautarinnar er bensíngjöfin í botni og hvergi annars staðar fer snún- ingshraði mótoranna undir 5.000 snúningum, eins og t.d. í Loews-hár- nálarbeygjunni, sem ekin er á 45 km/klst. hraða og þegar beygt er inn í Rascasse-beygjuna. Fyrir vikið þurfa vélarnar að vera þannig stillt- ar að þær skili sem mestu afli á lág- um snúningshraða og að aflið aukist stigvaxandi en ekki í einum rykk, m.a. svo ökuþórarnir geti komist hjá annars varasömum gírskiptingum í bugðóttri brautinni. Breyta liðin mótorunum til þess að mynda sem mest tork á litlum snúningshraða í stað þess að ná hámarksafli út úr þeim við mikinn snúning. 1&#&  #   1&#&      #      #& &                 20%3243%55%3*-6/700      8(9! : ! 31 ;   < ( = ! >(( 1 ?@( ?@ ;   ; (@9 ; A  $@   ! 1 34 5 6 7 5 ' 8  7   3  ( 1(/%0&(%B@9  (@1#1, (  ( 10#% C ( #4 .997: 20%32 ! : ;  ;   <,  = ) . 2  > ; ?    *:  7. @ 42    : 2 = ?  <   A         < A 5 BCD 7+ 4 *   -    0( E E             !"   .+ (%%( )   Á leikvelli auðkýfinga MÓNAKÓ-kappaksturinn, sem fer fram á morgun, er einn sá fræg- asti og þar til í ár hefur keppnisbrautin á þessum leikvelli auðkýf- inga vart tekið breytingum frá því fyrst var keppt í Formúlu-1 í borg- inni árið 1950. Þar togast á æpandi andstæður; fegurð hafnarinnar sem jafnan er full af fínustu lúxussnekkjum, ógnarhávaði bílanna, einkum úr undirgöngunum og fagrar byggingar. Sömuleiðis stirnir af gimsteinum ríka fólksins og glæsipíur eru á hverju strái. Spilavít- isbeygjan svonefnda er líklega kunnasta og fegursta beygja í kapp- akstri sem um getur. Mónakó hefur töfraljóma og engum ökuþór finnst hann vera maður með mönnum nema hann hafi keppt þar. Ágúst Ásgeirsson skrifar Reuters Jafnar Michael Schumach- er met Senna í Mónakó?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.