Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 61  KVIKMYNDIR.COM  ÓHT Rás 2 KVIKMYNDIR.IS „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 2, 5.30, 8 OG 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 3.45, 5.50, 8 og 10.10. KRINGLAN Sýnd kl. 5.50, 8, 9.05, 10.10 og 11.15. AKUREYRI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i. 12. KRINGLAN Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 KEFLAVÍK Sýnd kl. 5.30 og 10. B.i. 12. AKUREYRI Sýnd kl. 5.40 og 10. B.i.12. Allt sem hann þurfti að vita um lífið lærði hún í fangelsi! Það borgar sig að kynnast fólki vel áður en þú ferð á blint stefnumót á netinu. Queen Latifahfer á kostum og Steve Martin slær í gegn í sinni stærstu gamanmynd frá upphafi! „Einn mesti grínsmellur ársins!“ VON ER á, þegar myrkri slær yfir áhorfendapallana í Laugardalshöll í kvöld, og ljóskastararnir lýsa upp hnefaleikahringinn, að áhorfendur gangi af göflunum þegar húsið drynur af trumbuslætti og fremstu hnefaleikakappar Íslands stíga fram: svitinn perlar á enninu undan höfuðhlífinni og hanskarnir reyrðir um vöðvastælta handleggina, reiðu- búnir að dynja á frændum okkar Ír- um í þriðju hnefaleikakeppninni sem haldin er hér á landi. Vöxtur box-íþróttarinnar hefur verið ör hér á landi allt frá því hnefaleikar voru leyfðir að lögum fyrir skemmstu og hafa fulltrúar Ís- lands hingað til staðið sig vel á móti Dönum og Svíum. Nú er röðin komin að Írum, sem eru að sögn Bubba Morthens fremstir í heiminum í áhugamannahnefaleikum, ásamt Kúbverjum: „Þeir eru með um 10.000 iðkendur í íþróttinni og leggja árlega 800 milljónir til henn- ar. Írar eiga þrjú landslið, þar af af- reksmannalandslið sem eiga má von á að geri góða hluti á næstu Ólymp- íuleikum, en liðið keppti á dögunum á móti landsliði Dana og sigraði í öll- um viðureignunum.“ Liðið sem sent verður hingað til lands er þó ekki það lið, heldur hafa verið valdir þátttakendur sem reyndar hafa meiri reynslu en þeir íslensku, en ættu samt að gera keppni spennandi. Hingað til hafa þó íslensku keppendurnir sýnt að þeir eiga hægt um vik með að standa uppi í hárinu á sér mun reyndari hnefaleikamönnum: „Þeir erlendu gestir sem séð hafa trúa því varla hvað okkar menn standa sig vel, með svona fáa bar- daga að baki,“ segir Bubbi, og bætir við að Ísland sé tvímælalaust að komast á kortið í heimi hnefaleik- anna, og eins að eiga megi von á að ekki sé langt í að við eignumst Ól- ympíufara í greininni. Til gamans verða tveir sprellik- arlar fengnir í hringinn: þeir Sveppi (Sverrir Þór Sverrison) og Auddi (Auðunn Blöndal) sem þekktir eru fyrir grín og glens á sjónvarpsstöð- inni Popptíví. Bubbi kemst ekki hjá því að skellihlæja þegar hann segir frá þeim: „Þeir ætla að taka tvær lot- ur. – Eru búnir að vera í þjálfun und- anfarið og ég get lofað því að það verður ofboðsleg skemmtun að sjá þá.“ Í bæði skiptin sem keppt hefur verið áður hefur skapast mjög góð stemmning, en Bubbi segir hnefa- leika eina þeirra innanhúsíþrótta sem hægt er að skapa hvað kröftug- ast andrúmsloft í kringum. „Þetta er í raun hrein fjölskylduskemmtun, enda ekki verið að drepa nokkurn mann og allt gert í mesta bróðerni.“ Svo virðist sem að aðstandendum íþróttarinnar hafi tekist óvenjuvel við allt keppnishald hingað til: „Til marks um hvað við erum að gera góða hluti hafa okkar erlendu gestir látið hafa það eftir sér að Íslend- ingar haldi hnefaleikakeppnir áhugamanna af þeim staðli að aðrar þjóðir ættu að taka sér til fyr- irmyndar,“ segir Bubbi, og bætir við að þess utan sé líklega leitun að íþrótt sem er jafnvel til þess fallin að auka hjá mönnum aga og sjálfs- traust. Sem fyrr segir fer hnefa- leikakeppnin fram í kvöld, laug- ardagskvöld, í Laugardalshöllinni og hefst keppnin kl. 20, en henni verður jafnframt sjónvarpað í beinni útsendingu á Sýn. Íslendingar og Írar mætast í hnefaleikahringnum í kvöld Morgunblaðið/Arnaldur Margir frammámenn í írska boxheiminum koma til landsins í tilefni keppn- innar og var haldin móttaka í höfuðstöðvum Íþróttasambands Íslands þar sem Ellert Schram veitti viðtöku heiðursplatta: Paddy Duffy, Ellert Schram, Alanna Audley og Billy McKee, liðsstjóri. Morgunblaðið/Árni Torfason Skúli „Tyson“ Vilbergsson: hitað var upp fyrir keppnina með léttri boxsýn- ingu í Smáralind þar sem Skúli hnefaleikakappi sýndi réttu taktana. Verða Ír- arnir tekn- ir til bæna? asgeiri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.