Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 31. MAÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 NCC AS og Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta tilboð í gerð jarðganga milli Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð. Sjö buðu í verkið en Vegagerðin áætlaði að kostnaður yrði tæplega sex milljarðar. Alls eru göngin 10,6 km löng í tveimur hlutum, annars vegar 3,7 km milli Siglu- fjarðar og Héðinsfjarðar og hins vegar 6,9 km milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar. Reiknað er með að framkvæmdum verði lokið síðla árs 2008. Auk gangagerðarinnar þarf að steypa fjóra vegskála, samtals rúm- lega 430 metra, tvær brýr, samtals 32 metra, og 3,2 km af vegum utan ganga. Lægsta tilboðið frá NCC AS og Íslensk- um aðalverktökum nam 6,17 milljörðum króna. Tilboð frá Ístaki hf., E. Pihl & Søn AS nam 6,56 milljörðum. Tilboð frá Balfour Beatty Major Projects og Arnarfelli ehf. nam 6,59 milljörðum. Tilboð frá Ístaki hf., E. Pihl & Søn AS nam 7,24 milljörðum og tilboð frá Impregilo S.p.A., Eykt ehf. og Héraðsverki ehf. nam 9,09 milljörðum. Héðinsfjarðargöng Lægsta boð var 6,17 milljarðar KANADÍSKA söng- konan Diana Krall held- ur tónleika í Laug- ardalshöll laugardaginn 9. ágúst næstkomandi. Stólar verða sér- staklega settir upp í Laugardalshöll fyrir tónleikana og verða að- eins 2.600 sæti í boði og hefst miðasala á næstu vikum. Krall nýtur vinsælda víða um heim og jókst hróður hennar enn þegar hún hreppti Grammy-verðlaun fyrir bestu sungnu djassplötuna á síðustu hátíð. Diana Krall til Íslands Diana Krall er á leið til landsins.  Trú/58 ÍSLENDINGAR lögðu Dani örugglega þegar þjóðirnar mættust í vináttu- landsleik í gærkvöldi, 36:31. Athygli vakti í leiknum í gær að með danska liðinu lék leik- maður sem er Íslend- ingur í báðar ættir. Hans Óttar Lindberg er 23 ára gamall og leikur með Team Helsinge í Danmörku þar sem hann er fæddur og uppalinn. Foreldrar Hans eru þau Sigurlaug Sigurðardóttir og Erlingur Lindberg og léku þau bæði handbolta með FH á árum áður. Hans talar ágæta íslensku en lítur á sig fyrst og fremst sem Dana. Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir Danmörku á dög- unum gegn Pólverjum en hann skoraði tvö mörk gegn Íslendingum í gærkvöldi.  Íþróttir/53 Íslendingur í danska landsliðinu Hans Óttar Lindberg í baráttunni við Guð- jón Val Sigurðsson. SUMARIÐ lítur almennt vel út hjá þeim ferðaskrifstofum sem selja erlendum ferðamönnum ferðir um hálendið og sögufrægar slóðir. Algengara er að einstak- lingar í sumarfríum fari um há- lendið að sumri til en hópar í svo- nefndum hvataferðum erlendra fyrirtækja heimsæki Ísland á vet- urna. Linda Harðardóttir, skrifstofu- stjóri Fjallamanna ehf., sem býður aðallega upp á jeppaferðir um há- lendið og sleðaferðir á Langjökli, segist vera ánægð með bókanir sumarsins. Einkum séu þetta ferðamenn á eigin vegum sem komi hingað frá Bretlandi, Hol- landi og Þýskalandi en einnig frá urinn hafi aukist ár frá ári, þó að eitthvert bakslag hafi komið fyrst eftir 11. september 2001 eins og hjá öðrum í ferðaþjónustunni. Íris Eva Sigurgeirsdóttir hjá Ferðaskrifstofu Guðmundar Jón- assonar segir að vel horfi með sumarið en fyrirtækið er einkum með hópferðir um landið fyrir út- lendinga þar sem heimsóttar eru sögufrægar slóðir og athyglis- verðir staðir. Þrátt fyrir góðar horfur fyrir sumarið segist hún finna fyrir örlitlum samdrætti frá síðasta ári. Aðallega eru það Bret- ar, Þjóðverjar, Bandaríkjamenn og Frakkar sem bóka sig í ferðir með rútum Guðmundar Jónasson- ar. Bandaríkjunum og fleiri löndum. Í tengslum við ferðirnar er boðið upp á margs konar afþreyingu sem hlotið hefur góðar undirtekt- ir. Að sögn Lindu eru lengri ferðir um hálendið einnig í boði fyrir hópa. Bókanir á Netinu aukast ár frá ári „Fólk virðist ferðast mikið sjálf- stætt yfir sumarið. Það kemur til landsins með flugi og fer þá að bóka sig í styttri ferðir hjá okkur. Einnig er mikið um bókanir á net- inu og þær hafa aukist ár frá ári,“ segir Linda en Fjallamenn hafa verið starfandi frá árinu 1996. Frá þeim tíma segir Linda að rekst- Góðar horfur með sölu hálendisferða EYVINDUR Ari Pálsson brautskráðist í gær með hæstu einkunn sem gefin hefur verið á stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík, 9,89. „Mér voru afhentar svo margar bækur í verðlaun að Yngvi rektor sagði eins gott að ég fékk 10 í einkunn fyrir leikfimi því það þyrfti hraustan mann til að bera þetta allt saman,“ sagði Eyvindur í gærkvöldi, himinlifandi yfir því hvernig til tókst. „Þetta er búið að vera stórkostlegur dagur og ég er ekki kominn niður á jörðina ennþá.“ Árið 1982 fékk Ólafur Jóhann Ólafsson ein- kunnina 9,67. Ári síðar náði Gylfi Zoëga betri árangri með 9,68 í einkunn. Sá árangur var ekki bættur fyrr en árið 1999 þegar Jóel Karl Friðriksson brautskráðist með ágætiseinkunn 9,88 en nú náði Eyvindur 9,89 í einkunn. Hann segir engar töfralausnir búa að baki þessum árangri, aðeins mikla vinnu. „Í MR þarf að vinna mikið til að ná góðum árangri. Ég get ekki sagt að ég eyði óhæfilega miklum tíma í lærdóm. Ég hreyfi mig líka reglulega og spila tennis af og til við félagana. Svo hef ég verið í stærðfræðikeppnum á laugardags- morgnum auk þess að sækja tónlistarskólann vikulega til að læra á klarinett.“ Á það hljóð- færi hefur Eyvindur spilað fimlega í hátt á tí- unda ár. „Það er meira upp á gamanið og end- urnærir sálina að grípa í eitthvað annað.“ Hann segir stærðfræðina vera sitt fag og hyggur á frekara nám í þeim fræðum í Há- skóla Íslands í haust. „Ég hef samt gaman af öllum námsgreinum og reyni að finna eitt- hvað skemmtilegt við þetta allt saman. Það skiptast á skin og skúrir en ég lít á björtu hlið- arnar.“ Hann segist munu sakna MR en tími sé kominn til að takast á við eitthvað nýtt. Eyvindur stakk af út úr bænum eftir braut- skráninguna í gær og dvaldi í faðmi nánustu ættingja, þar á meðal foreldranna Páls Krist- inssonar og Auðar Sigurðardóttur. Hann ætl- ar þó að koma í bæinn aftur fyrir kvöldið því hið svokallaða Júbilantaball er á Hótel Sögu „og það ku víst vera skyldumæting á það“, segir Eyvindur. Eftir það taka svo við æfingar með ólympíu- landsliði Íslands í stærðfræði því 11. til 19. júlí verður farin keppnisferð til Japans á Ólymp- íuleika, sem Eyvindur sækir nú í fjórða sinn. „Stærðfræðin er ægifögur og ég hef gaman af þrautalausnum. Að takast á við verkefni og leysa þau er ákaflega skemmtilegt. Það er allt hárnákvæmt og ekkert hérumbil, sem ég kann vel við.“ Aðspurður hvort hann sé sjálfur nákvæmur segist hann halda það þótt ekki sé áráttu að finna í sínu fari. „Skipulagning er auðvitað al- gjört lykilatriði til að ná svona árangri. Jafn- framt hef ég ekki mikla trú á því að læra langt fram á nótt og reyni að fara snemma að sofa. Góður svefn er nauðsynlegur ásamt því að hreyfa sig og brjóta upp daginn,“ segir Ey- vindur Ari Pálsson. Morgunblaðið/Árni TorfasonNýstúdentar við Menntaskólann í Reykjavík setja upp hvíta kollinn við brautskráningu í gær. Hæsta einkunn á stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík frá upphafi Engar töfralausnir að baki góðum námsárangri „Hugarfarið í leikfimi skiptir máli; þótt mað- ur sé ekki afreksíþróttamaður þá gerir maður sitt besta,“ segir Eyvindur Ari Pálsson, sem dúxaði á stúdentsprófi í MR. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ KARLMAÐUR drukknaði þegar hann var við þangskurð undan Skarðsströnd í Dala- sýslu í gær. Ekki er enn ljóst hvernig slysið vildi til. Að sögn lögreglunnar í Búð- ardal tilkynnti vinnufélagi mannsins slysið um klukkan sex í gær. Bóndinn á Skarði, sem einnig er héraðslögreglu- maður, var fyrstur á slysstað og aðstoðaði hann við lífgunar- tilraunir. Komið var með mann- inn á land á Skarðsstöð og þar var hann úrskurðaður látinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út klukkan 18:17. Rétt áður en hún kom á slys- stað var hjálparbeiðnin aftur- kölluð. Drukknaði við þang- skurð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.