Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 2
Sælkeri á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson 2 B SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁSTRALSKI víniðnaðurinn byggist fyrstog fremst á fyrirtækjum og vörumerkj-um fremur en einstaklingum. Það er þó einn og einn Ástrali er hefur mótað áströlsk vín fremur en aðrir. Ef nefna ætti þá fimm Ástrala er skipt hefðu mestu máli í því að koma ástr- ölskum vínum á framfæri utan heimalandsins er líklegt að Peter Lehmann yrði á listum flestra. Þessi þýskættaði vínbóndi frá Barossa-dalnum í Suður-Ástralíu hefur gert meira en flestir þegar kemur að því að koma Ástralíu á kortið. Það þarf ekki að smakka mörg vín frá Lehmann til að átta sig á því hvers vegna vínin hans eru jafn vinsæl og raun ber vitni. Flest þessara vína eru fáanleg í vínbúðum ÁTVR en önnur á veit- ingastöðum og er þá hægt að sérpanta. Líkt og alltaf tekur einkunn vínanna einnig mið af verði, það er hversu vel þau standa sig í sínum verðflokki. Lehmann Eden Valley Riesling 1999 er farið að sýna aldur en ber sig samt ótrúlega vel miðað við þriggja ára ástralskan Riesling, engin þreytumerki, einungis þroskamerki. Sætur ávöxtur, ávaxtasíróp og mikil steinolía. Sætt í nefi, fremur þurrt í munni, mikið af steinefnum og Riesling-einkennum. 17/20 Peter Lehmann Sémillon 2001 er hins vegar ungt og þróttmikið vín, þykkur ávöxtur, sítrus, sæt vanilla, milt og feitt, þægilegt og aðgengilegt. Kostar 1.290 krónur.16/20 Ekki mjög ósvipað er Peter Lehmann Barossa Chardonnay 2001. Þetta er skólabókardæmi um ástralskan chardonnay. Ávöxtur, ávöxtur, ávöxtur og mestallur frá hitabeltinu. Van- illusykur og léttleiki. Kannski of mikið nammi fyrir minn smekk, þetta er ekki hvítvín fyrir þá sem kunna fremur að meta stífleika Chablis eða þurfa að rýna í hinn flókna en heillandi heim hvítra Búrgundarvína. Létt vín til að njóta og flott sem slíkt. Kostar 1.610 krónur. 16/20 The Weighbridge Peter Lehmann 2001 Chardonnay. Flottur, ferskur Ástrali, klassískur ilmur. Ilm- urinn ljúfur og bragðið kemur sterkt inn, fín víngerð. Ávöxtur ágætlega þroskaður og mikill. Sérpöntun. 17/20 Lehmann Eight Song Shiraz er vín sem ég hef fjallað um áður en kemur alltaf á óvart. Það þróast og þroskast og býður sífellt upp á eitt- hvað nýtt. Þykkur og sultukenndur ilmur, te, krydd, súkkulaði og vanilla og karamella. Í munni þykkt, kryddað og djúpt. Yndislegur Shiraz í alla staði. 18/20 Peter Lehmann Barossa Shiraz 2001 Þetta er eitt vinsælasta vínið frá Lehmann. Í nefi vanilla og ávaxtakrem, þykk og sæt áferð, og á köflum fer ilmurinn út í krydd og myntu. Í munni þykkt, ávöxturinn þroskaður og sviðin eik kemur í gegn. Kostar 1.490 krónur. 17/20 Peter Lehmann Seven Surveys 1999 er blanda úr nokkrum suður-frönskum þrúgum í anda þessa frábæra suður-ástralska framleiðanda. Dökkt og heitt, lakkrís, tjara og sviðinn viður í bland við sultukenndan og sætan ávöxt þar sem sætan nær aldrei yfirhendinni. Flott og glæsilegt vín í alla staði á mjög góðu verði. Kostar 1.390 krón- ur. 18/20 Eight Song Shiraz er enn eitt skrefið upp á við í Shiraz-vínunum hjá Lehmann. Þykk sulta, kirsuber, plómukompott og kaffi. Djúpt í lit sem bragði, algjörlega hnökralaust. 18/20 Clancy’s 2000 er annað rauðvín frá Lehmann sem nánast fær mann til að slefa. Hér eru það Shiraz, Cabernet Sauvignon, Merlot og Cab- ernet Franc sem leika sér saman. Ávöxturinn þéttur og þroskaður, sólber og bláber í bland við eik og súkkulaði. Í munni mjúkt sem flauel, að- gengilegt en allstórt. Kostar 1.760 krónur. 18/20 Lehmann Stonewell Shiraz 1996. Það er erfitt að sjá hvað maður getur farið fram á meira í Shiraz frá Ástralíu, þvílíkt sælgæti. Þykkur, samþjapp- aður, ávextir, sultan, kaffi, súkkulaði. Þetta er allt þarna og það í þvílíku magni að það er engu lagi líkt. Þrátt fyrir það er vínið mjúkt, aðgengi- legt og hver sem er ætti að geta notið þess. Kostar 3.490 krónur. 20/20 Mentor 1997 er samt líklega eftir sem áður mitt uppáhaldsvín frá Lehmann. Þetta er blanda úr Bordeaux-þrúgunum Cabernet Sauvignon og Merlot en einnig Malbec og Shiraz. Samruni þeirra er fullkominn. Stórt vín og glæsilegt, í fyrstu mikil eik, feit og vanillumikil, ávöxturinn þykkur og djúpur, vínið hefur hörku en jafn- framt mýkt. Þarna eru sólber og plómur, jafnt sem súkkulaði og kaffi. Yndislegt. Kostar kr. 3.090 og er hverrar krónu virði. 19/20 Vín S t e i n g r í m u r S i g u r g e i r s s o n Morgunblaðið/Árni Torfason Meistari Lehmann ÞAÐ þótti mörgum þaðvera djarfur leikur er þauGuðvarður „Guffi“ Gísla-son og Guðlaug Halldórs-dóttir opnuðu staðinn Apótek Bar-Grill á horni Austur- strætis og Pósthússtrætis í því hús- næði er eitt sinn hýsti Reykjavík- urapótek. Það segir líklega mikla sögu um hversu vel hefur til tekist að þegar talað er um Apótekið er það líklega veitingahúsið, en ekki einhver lyfjabúð, sem er það fyrsta sem mörgum dettur í hug. Sérstaða Apóteksins á sínum tíma var stærðin og nútímaleg hönnunin. Þetta er staður í anda fjölmargra veitingastaða í stór- borgum vestan hafs og austan þar sem innréttingar eru stílhreinar og maturinn samsuða sígildrar franskrar matargerðar og austur- lenskra áhrifa. Á heildina litið hefur Apótekið staðið sig vel. Yfirbragð staðarins hefur staðið tímans tönn (tíminn líð- ur hratt í þessum bransa) og það er yfirleitt gaman að koma þangað inn. Best nýtur staðurinn sín um helgar þegar mikið er um að vera. Þetta er stemmningstaður og þegar setið er við flest borð eru fáir staðir sem geta keppt við Apótekið um and- rúmsloft. Þetta er ekki einungis staður þangað sem fólk kemur til að snæða heldur ekki síður til að sýna sig og sjá aðra. Þannig hefur það verið frá fyrsta degi. Þá er virðingarvert hjá Apótek- inu að hafa opið í hádeginu. Matseð- illinn þá er ódýr og góður og fyrir áhugamenn um sushi eini staðurinn (eftir því sem ég kem næst) þar sem nú er hægt að snæða sushi í hádeg- inu. En veitingastaðir snúast ekki ein- göngu um stemmningu. Þeir eru þegar upp er staðið matsölustaðir. Maturinn í Apótekinu hefur verið í hægri en stöðugri þróun. Hann hef- ur ekki endilega orðið betri, mér sýnist „standardinn“ vera nokkurn veginn sá sami og þegar staðurinn var opnaður (sem er alls ekki slæmt). Hins vegar hefur margt breyst og tekið mið af viðbrögðum og væntingum gesta og tísku- straumum í ríkjunum í kringum okkur. Stærsta breytingin er hins vegar líklega sú að Apótekið sker sig ekki lengur úr. Það var á sínum tími boðberi nýrra strauma, en það sem einu sinni þótti nýtt verður hefðbundið í dag. Apótekið er áfram gott, en það kemur ekki lengur á óvart. Hörpuskel með chili og kavíar- kremi (1.440 krónur) var eins konar gratín, þar sem hörpufiskurinn hafði fengið að malla í sósunni. Tómatur, rjómi og ostur voru fyr- irferðarmeiri í bragði en chili og kavíar í þessum rétti sem heillaði mann nú ekki upp úr skónum. Það gerði hins vegar túnfisks „brochette“ og „tartar“ með sýrðum „wasabi“-rjóma og sojasírópi (1.440 krónur). Túnfiskurinn á grill- sprjótinu var sesamhjúpaður, alveg hæfilega eldaður og myndaði gott mótvægi við hráan fiskinn í „tart- arinu“. Sósurnar báðar spiluðu vel með og sjónræn framsetning rétt- arins var mjög glæsileg. Aðalréttirnir tveir vöktu sömu- leiðis misjafna lukku. Saltfiskur með kartöflumús, kardimommusósu og beikoni (2.700 krónur) hefði mátt vera „fókuseraðri“. Fiskurinn sjálf- ur var glæsilegur en á mörkum þess að vera of útvatnaður, músin bragð- dauf og það fór ekki mikið fyrir kardimommusósunni. Þá hefði sjálft beikonið mátt vera betra og meira afgerandi að mínu mati ef það hefði átt að lyfta réttinum upp. Grillaðar grísalundir með sterkri jarðhnetusósu og „pavé“-kartöflum voru hins vegar fínar. Það var helst að sjálfar lundirnar voru ofeldaðar fyrir minn smekk. Ég er ekki að fara fram á blóðugar lundir en það hefði mátt stytta eldunartímann nokkuð án þess að stofna heilsu minni í hættu. Jarðhnetusósan var í suðaustur-asískum „satay“-stíl, en kannski ekki ýkja „sterk“. Rjóma- eldaðar kartöflurnar og fennel- maukið ofan á þeim gerðu þetta að góðri heildarmynd. „Créme Brulée“ (1.290 krónur) hefur verið á eftirréttaseðli Apó- teksins frá upphafi ef mér skjátlast ekki og það hafa orðið stórstígar framfarir við lögun þess. Það var gott í byrjun en verður varla mikið betra en það er nú. Vanillu-„brulée“ var nær fullkomið og engifer- og súkkulaði-„brulée“ sömuleiðis ein- staklega vel heppnað. Plómusultan með var hins vegar lítið notuð. Súkkulaði „tart“ með vanilluolíu ásamt balsamínu-karamelluís (1.390 krónur) var ágætur eftirréttur. Súkkulaðikakan sjálf mjög góð en ísinn sæmilegur og hefðbundin. Aft- ur hefði mátt vera meiri kraftur í bragðinu. Þegar upp er staðið er alltaf skemmtilegt að koma í Apótekið. Umhverfið er eitt hið besta sem nokkur veitingastaður býður upp á hér á landi og maturinn veldur nær aldrei vonbrigðum þótt hann komi manni ekki oft á óvart. Morgunblaðið/Árni Torfason Matur S t e i n g r í m u r S i g u r g e i r s s o n Alþjóðlegt Apótek  Apótekið, Austurstræti 16. Pönt- unarsími 575 7900. Heimasíða: www.veitingar.is Andrúmsloft: Stór, opinn, alþjóðlegur og nútímalegur matsalur. Góð stemmning um helgar, staður til að sýna sig og sjá aðra ekki síður en til að snæða. Þjónusta: Vinaleg og þokkalega skil- virk. Við fengum hins vegar ekkert brauð eins og fólkið á borðunum í kringum okkur. Verð: Forréttir: 950—1.695 kr. Sushi: 280 kr. bitinn Aðalréttir: 2.200—4.550 krónur Mælt með: Sushi, húsvíninu og tún- fiskréttum. Vínlisti: Vínin á vínlista Apóteksins eru vel valin en verðlag er nokkuð hátt. Húsvín frá Vestur-Ástralíu kom skemmtilega á óvart. Apótekið Einkunn Viðunandi Góður Mjög góður Frábær Afburða veitingastaður Einkunnagjöf byggist á mati á þjónustu, húsnæði, vínlista og mat, að teknu tilliti til verðlags.    Einkunnagjöf vína byggist á heild- stæðu mati á gæðum, uppruna- einkennum og hlutfalli verðs og gæða. Vín getur fengið að hámarki 20 stig í einkunn. Ef um mjög góð kaup er að ræða er vínið merkt með buddu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.