Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 4
Upplýsingar um ýmsar uppá- komur í Barcelona á Spáni fást á slóðinni www.bcn.es FERÐAKORT hafa tekið breyt- ingum á undanförnum árum enda breyttir tímar í ferðamynstri land- ans og með því að kortin eru kom- in á stafrænt form er auðveldara en áður að uppfæra breytingar með skjótum hætti og gefa þau út örar. Þórdís G. Arthursdóttir, sölu- fulltrúi hjá Landmælingum Ís- lands, segir að Landmælingar reyni í auknum mæli að koma til móts við ferðamenn, t.d. með því að merkja helstu staði þar sem þjónusta er í boði fyrir ferðamenn. „Við hjá Landmælingum reynd- um að setja okkur í spor ferða- mannsins og gefum nú út þrjú mjög nákvæmt kort í mælikvarð- anum 1:250 000 í stað níu áður. „Hvert ferðamannasvæði er tek- ið fyrir og í fyrsta kortinu tókum við Norðurland og Vestfirði sem eitt ferðasvæði. Í öðru kortinu eru allar dagsferðir sem hægt er að fara í útfrá Reykjavík. Kortið nær yfir Snæfellsnes, meginhluta há- lendis og austur að Skaftafelli. Þriðja og síðasta kortið kemur út í júlí. Það kort er af Austur- landi. Á því er Húsavík, Mývatn, Dettifoss, Askja, allir Austfirðir og það nær vestur fyrir Skaftafell.“ Öll grunnþjónusta á kortunum Þórdís segir að á kortunum sé öll grunnþjónusta sem ferðamaður þarf á að halda, s.s. bensínstöðv- ar, gisting, þá bæði heilsárs eða sumargist- ing, tjaldsvæði og afþreying eins og golf- vellir, friðlýst- ar fornminjar, húsasafn Þjóð- minjasafnsins, bátsferðir, hring- sjár, auk sundlauga og safna og áningastaða Vegagerðarinnar. Upplýsingarnar eru fengnar víða að, en stofnunin er í samstarfi við aðila eins og Örnefnastofnun, Vegagerðina, Þjóðminjasafnið, Umhverfisstofnun, Ferðamálaráð Íslands og ferðamálafulltrúa. „Það lá mikil vinna hjá okkur í að brjóta kortið sem hagkvæmast svo það sé meðfærilegt í bíl. Reykjanes er til dæmis í einni opnu, Kaldidalur í annarri og Kjöl- ur og Sprengisandur einnig á opnu.“ Þórdís segir að miklar breyting- ar eigi sér stað í ferðaþjónustu á ári hverju og þær þurfi að uppfæra á kortunum. „Á fyrsta kortinu í þessum nýja kortaflokki sem kom út í júlí í fyrra og nær yfir Snæ- fellsnes, Vestfirði og austur fyrir Akureyri eru alls 294 þjónustu- staðir. Á tæpu ári hafa orðið breyt- ingar hjá 42 aðilum, 25 nýir staðir bæst við og 7 hafa hætt starfsemi. Nú gefa Landmælingar Íslands út þrjú landshlutakort í stað níu. Ferðakort taka breytingum  FLUGFARÞEGAR geta bráðum stillt sæti sín á margvíslega vegu með því að stýra loftflæði inn í einstaka hluta sætanna. Svissneskt fyrirtæki hefur hannað nýja gerð af flugvélasætum sem eiga að vera mun þægilegri en gömlu sætin. Talsmaður Lantal Textiles í Sviss segist sannfærður um að flugfélög muni taka loftfylltu sætin fram yfir þau gömlu vegna þess að þau eru létt- ari og munu spara flugfélögum stórar fjárhæðir í eldsneytiskostnaði. Lantal hefur framleitt flugvélasæti í fimmtíu ár og meðal viðskiptavina er bandaríska forsetaembættið, Luft- hansa-flugfélagið og popparinn Mich- ael Jackson. Loftfyllt flugvélasæti  Ægisklúbburinn hefur tekið í notkun vefsíðuna www.seglagerdin.is en Æg- isklúbbur er hagsmunafélag þeirra sem keypt hafa tjaldvagn, fellihýsi eða fellihjólhýsi frá Seglagerðinni Ægi. Klúbburinn, sem var stofnaður árið 2000, hefur skipulagt tvær stórar há- tíðir í Galtalækjarskógi, í samvinnu við Neistann og auk þess kom hann að skipulagningu Fjölskylduhátíðar Gull- aldarinnar sem haldin var á Kirkjubæj- arklaustri í fyrra. Félagsmenn sem eru um 1.500 tals- ins eru duglegir að ferðast um landið og hefur klúbburinn skipulagt nokkrar ferðir m.a. á Faxa í Biskupstungum, að Iðufelli í Biskupstungum og til Stykk- ishólms á Danska daga svo nokkuð sé nefnt. Vefsíðu klúbbsins er fyrst og fremst ætlað að veita klúbbfélögum upplýs- ingar um það sem hæst ber í starfinu en einnig er þar fróðleikur um ýmis- legt er lýtur að ferðalögum á Íslandi. Ný vefsíða Ægisklúbbsins F ERÐAMENN sem eiga leið um Eyjafjörð í sumar geta fengið leigð reiðhjól og kanóa hjá gistiheimilinu Árgerði sem stendur í mynni Svarfaðardals, steinsnar frá Dalvík. Kolbrún Reynisdóttir og Ari Baldursson eru nýtekin við rekstri gistiheimilisins. „Við heilluðumst alveg af húsinu og staðsetning- unni en rétt við Árgerði er friðland Svarfdæla, en það er þekkt fyrir fjölskrúðugt fuglalíf. Um 30 fuglategundir verpa að staðaldri í friðlandinu.“ Kolbrún segir að frá Árgerði sé gott útsýni yfir Svarfaðardalsá og friðlandið. Hún segir að Dalvíkurbyggð og næsta nágrenni hafi upp á fjölbreytta afþreyingu að bjóða hvort sem það er fyrir fólk sem vill njóta kyrrðar eða hafa eitthvað fyrir stafni. Meðal nýjunga hjá gistiheimilinu Árgerði er reiðhjólaleiga og einnig geta ferðamenn fengið leigða kanóa. Níu holu golfvöllur er skammt frá Árgerði og fá gestir gistiheimilisins sérstakan afslátt af vallar- gjöldum. Hægt er að fara í skipulagðar gönguferð- ir með leiðsögn eða á eigin vegum og sama gildir um hestaferðir. Gistiheimilið Árgerði er rétt við friðland Svarfdæla og Dalvík. Gistiheimilið Árgerði við Dalvík Leigja út reiðhjól og kanóa  Gistiheimlið Árgerði 620 Dalvík Veffang: www.argerdi.com Tölvupóstfang: argerdi@argerdi.com Sími 8622109 eða 5554212 GULUR, rauður, grænn og blár er yfirskrift ferðahandbókar fyr- ir börn sem kom út fyrir nokkru. „Ég fer með börn í ævin- týraferð um Ísland í þessari bók, skoða hella, skrepp með þau á Látraströnd, skoða eld- gos, skrepp í Surtsey, síg niður í gíga og skoða fallegar kirkjur svo dæmi séu tekin,“ segir Björn Hróarsson höfundur bók- arinnar. Björn segist kynna landið með litskrúðugum myndum og í texta bókarinnar segist hann leggja áherslu á að tala ekki niður til lesenda sinna heldur á því tungumáli sem honum finnst að eigi að tala við börn. „Ég er að reyna að sýna börnum hvað landið okkar hefur upp á að bjóða og hvað þau geti haft gaman af ferðalögum og þekkingu. “ Bókin segir hann að henti börnum á öllum aldri. „Eitt meginmarkmið mitt með bókinni var að þegar börn flettu henni þá myndi vakna spurningin: Hvað er þetta. Og þegar flett væri á næstu síðu myndi sama spurning vakna. Hafi börnin ekki lestrarþroska þarf að hjálpa þeim að finna svar en ef þau eru læs geta þau fundið svörin sjálf.“ Annars segir Björn það reynslu sína að fullorðnir spyrji oft þessarar sömu spurningar þegar þeir fletti bókinni. Myndirnar, sem sýna 126 augnablik í íslenskri náttúru, koma úr safni Björns en hann hefur verið að taka ljósmyndir í yfir tuttugu ár. Hann segir að myndirnar eigi að endurspegla hversu sterk litbrigðin eru í íslenskri náttúru og í bókinni eru gular myndir, rauðar, grænar og bláar og af því dregur bókin nafn sitt. Ferðahandbók fyrir börn Ævintýraferð um Ísland Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975 á viku. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgrgjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Heimasíðan www.fylkir.is með fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið sendan. Dancenter, Lalandia, Novasol/Dansommer. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf., ferðaskrifstofan sími 456 3745. Netfang fylkirag@fylkir.is Heimasíða www.fylkir.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.