Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög                           !" Brýrnar þrjár í miðborg Ljúbljana eru einkennismerki borgarinnar. L JÚBLJANA, höfuðborg Slóveníu, er vinaleg og lífleg smáborg á evrópskan mæli- kvarða. Íbúar hennar eru svipað margir og íslenska þjóðin. Það er því mjög notalegt að ganga um götur hennar, smæðin er slík að erfitt er að villast en þó er mjög margt skemmtilegt um að vera. Í miðbænum, rétt við hinar þekktu þrjár brýr, er fjölbreyttur úti- markaður. Markaðsstaðurinn var hannaður af Joze Plecnik, þeim hinum sama og hannaði brýrnar sem eru nokkurs konar einkenn- ismerki Ljúbljana. Á markaðnum er bæði hægt að kaupa matvöru beint frá sveitabæjum í nágrenni borgarinnar sem og handverk og fatnað. Markaðurinn er opinn alla daga vikunnar nema sunnudaga. En þó að Ljúbljana sé lítil borg er götulífið fjölbreytilegt og spenn- andi. Slóvenar eru duglegir við að ferðast fótgangandi um borgina enda er veðurfarið í Slóveníu, sem er rétt við Miðjarðarhafið, einstak- lega milt. Þúsundir háskólastúd- enta setja einnig svip sinn á borg- ina fram á sumar. Skíði og sólböð Heilsulindir og vatnsrenni- brautagarðar eru algengir í Slóv- eníu enda er jarðhiti landsins að- allega nýttur í þeim tilgangi. Heilsulindirnar eru aðallega utan höfuðborgarinnar. Sú frægasta er Radenci-heilsulindin en hún hefur verið þekkt víða um lönd í áraraðir. Heilsuferðaþjónusta er vaxandi at- vinnugrein í Slóveníu og í henni endurspeglast sérstaða landsins. Á veturna sækja margir Evrópubúar til Slóveníu á skíði enda skíðasvæð- in fjölbreytt og örstutt frá höfuð- borginni. En ekki má gleyma að slóvenskir bændur eru einkar gest- risnir og á mörgum bæjum er hægt að gista og aðstoða í leiðinni við bú- verkin. Þar er síðan framreiddur matur, sem gerður er úr því hrá- efni sem finna má á bóndabýlinu. Það er ódýrt að fara út að borða í Ljúbljana. Hægt er að fá fína mál- tíð á einhverjum hinna hefðbundn- ari slóvensku veitingastaða fyrir innan við þúsund krónur. Margir staðanna framleiða sín eigin vín sem vert er að spyrja um og bragða á. Slóvenar eru hrifnir af sætum vínum en auðvitað er úrval- ið mun margbreytilegra. Erfitt er að tala um einn ákveðinn þjóðar- rétt Slóvena en villisveppasúpur og ýmsir kjötréttir, aðallega úr svína- kjöti, eru þó víða á boðstólum. Þar sem áhrif frá mörgum löndum koma saman í Slóveníu í gegnum aldirnar er matargerðin mjög blönduð. Slóvenía var fram til ársins 1991 hluti af Júgóslavíu. Er hún klauf sig frá því ríki varð slóvenska þjóð- in í fyrsta sinn sjálfstæð. Sem bet- ur fer slapp Slóvenía við þær hörmungar sem gengu yfir önnur fyrrverandi ríki Júgóslavíu og hef- ur alltaf haft það orð á sér að vera ríki friðar og sáttar. Heilsulindir og frægur götumarkaður Á árum áður var beint flug frá Íslandi til Slóveníu. Íslenskum ferðamönnum þar í landi hefur fækkað síðan þá en Sunna Ósk Logadóttir segir að heilsulindir og bændagisting dragi m.a. ferðamenn til landsins.  Veitingastaðir sem Sunna segir að séu þess virði að heim- sækja: Pri Pavli (Hjá Pálu). Staustræti 2, Ljúbljana. Villisveppasúpan hennar Pálu er þekkt en hún hefur rekið veitingastaðinn í meira en hálfa öld. Puccini. Kersnikova-stræti, Ljúbljana. Skemmtilegur stúdentastaður í úthverfinu. Gostilna Pod Lipo. Borstnikov-stræti 3. Ljúbljana. Veitingastaður í miðborginni sem býður fjölbreytta rétti og úrval víns. sunna@mbl.is Ísland Kraftganga á Hornströndum Hornstrandir ehf. á Ísafirði eru með áætlunarsiglingar á Hornstrandir og bjóða einnig upp á ýmsa skipu- lagða ferðamöguleika um svæðið. Ein af nýjungum í ferðamöguleikum á Hornströndum er að taka þátt í kraftgöngu sem ber heitið „Í fót- spor feðranna“. Þar geta menn reynt sig við gamlar tímamælingar heimamanna á 25–30 kílómetra leið. Leiðin er 26 kílómetra löng, siglt er frá Ísafirði að Höfn í Horn- vík og þaðan leggja göngumenn af stað. Þeir halda sem leið liggur um Tröllakamb í Rekavík bak Höfn og yfir Atlaskarð og niður Skál- arkamb. Svo er gengið upp Kjar- ansvík og yfir Kjaransvíkurskarð og haldið eftir Hesteyrarbrúnum til Hesteyrar. Á þessari leið þarf stundum að vaða tvær til þrjár ár en það fer eftir vatnsmagni í þeim. Þetta er leiðin sem fólkið í Hornvík þurfti að fara ef það þurfti að ná í lækni eða skipta um bækur hjá lestrarfélaginu og þótti ekki til- tökumál að fara fram og til baka sama dag. Þess vegna er gangan kölluð Í fótspor feðranna. Að göng- unni lokinni er svo sameiginlegur kvöldverður um borð í bátnum áður en siglt er til Ísafjarðar. Í sumar er einnig á boðstólum hjólaferð á Straumnesfjall en þar eru enn rústir eftir veru bandaríska hersins og vegurinn þangað upp er eini „færi“ akvegurinn á svæðinu. Kajaka er hægt að leigja til að sigla um Jökulfirði. Einnig er í boði fjög- urra daga ferð þar sem dvalið er í húsi í Aðalvík og farið í dagsferðir þaðan. Um verslunarmannahelgina verður farið í dagsferðir þar sem siglt verður til Aðalvíkur og hægt að velja um hvort dvalið er þar eða gengið til Hesteyrar og siglt til baka þaðan. Slóvenía–Ítalía Heimsferðir bjóða upp á eina ferð til Slóveníu í sumar, þar sem Ítalía kemur líka við sögu. Flogið er til Verona hinn 16. júlí og gist þar eina nótt. Síðan er haldið til fjallabæj- arins Bled og dvalið þar í fjórar nætur. Þá er ekið um fagurt landið til Portoroz, sem er baðstrand- arbær við Adríahafið, og dvalið þar í fimm nætur. Boðið er upp á kynn- isferðir frá stöðunum, m.a. til höf- uðborgarinnar, Ljubljana, til hell- anna við Postonja og hesta- miðstöðvarinnar í Lipica svo dæmi séu tekin. Síðustu tvær næturnar er dvalið á Ítalíu, í miðaldaborginni Mantova. Íslenskur fararstjóri er með allan tímann en sætafjöldi er takmarkaður. Sigling á Dóná Ferðaskrifstofan Heimsferðir býð- ur upp á siglingu á Dóná sem stendur yfir í viku. Lagt er af stað frá Passau í Bæjaralandi og siglt til borganna Vínar, Búdapest og Brat- islava í Slóvakíu. Í þessum borgum er boðið upp á kynnisferðir sem og menningarlega viðburði meðan á dvölinni stendur. Á siglingunni er einnig áð í þorpum og bæjum á ár- bakkanum, m.a. í Melk og Durnstein í Austurríki og Esztergóm í Ung- verjalandi. Siglt er á hollenska fleyinu Dónárperlunni, herbergi eru vel útbúin, sóldekk með sundlaug, bar með söng og dansi öll kvöld og veitingahús. Á undan siglingunni er dvalið í austurrísku Ölpunum í litlum Alpabæ þar sem boðið er m.a. upp á gönguferðir og ferð til Salzburg. Á eftir siglingunni verður Gardavatn á Ítalíu fyrir valinu og þar gefst kostur á að fara í kynn- isferðir. Fararstjórn er í höndum Lilju Hilm- arsdóttur. Nánari upplýsingar má fá hjá Hornströndum ehf. í síma 456- 5690, www.Hornstrandir.is  Allar nánari upplýsingar hjá Heimsferðum, sími 5951000, og vefslóðin er www.heims- ferdir.is. Með AVIS kemst þú lengra Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu til AVIS í síma 591-4000 AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga). Ekkert bókunargjald. Verona kr. 2.900,- á dag m.v. B flokk Bologna kr. 2.900,- á dag m.v. B flokk Milano kr. 2.900,- á dag m.v. B flokk www.avis.is Við gerum betur Ítalía

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.