Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 B 7 ferðalög A ÐALTÁKN Flórensborgar er dómkirkja borgarinnar en hún er geysistór og rúm- ar allt að 20.000 kirkjugesti. Kirkjan er talin ein mikilvægasta bygging í gotneskum stíl á Ítalíu en bygging hennar hófst árið 1296 og tók um 150 ár að ljúka við verkið. Framhliðinni var síðan breytt á 19. öld. Þegar búið er að skoða þessa fal- legu byggingu er tilvalið að gera sér ferð í Giotto klukkuturninn sem er við hliðina á Dómkirkjunni. Þeir sem eru í góðu formi geta hæglega skokkað upp í turninn, en til þess að njóta útsýnisins þarf að fara upp 414 tröppur. Palazzo Vecchio er ráðhús Flór- ensborgar en það var reist á árunum 1298 til 1314. Húsið stendur við Signoria torgið sem hefur vakið at- hygli fyrir þær sakir að ráðhúsið er ekki á miðju torginu og turninn ekki á miðri byggingunni. Ástæðan er sú að á þessum tíma var rígur milli tveggja fylkinga, Ghibellina og Guelfa. Ráðhúsið átti því alls ekki að vera inni á svæði Guelfa, því þegar það var byggt voru Ghibellinar við völd. Uffizi-safnið Flestir ferðamenn sem leggja leið sína til Flórens heimsækja Uffizi- safnið. Byggingin var reist á árunum 1560 til 1585 og fól Medici fjölskyld- an Vasari nokkrum að sjá um að koma henni upp. Árið 1737 gaf Anna Maria Ludovica de’ Medici Flórens- borg bygginguna með þeim lista- verkum sem voru í henni, gegn því að húsið yrði gert að safni, sem væri opið fyrir almenning. Listaverkin í safninu eru frá árunum 1300 til 1800. Medici-fjölskyldan, sú sem lét reisa húsið sem hýsir Uffizi-safnið, bjó í Pitti-höllinni í Flórens og þang- að leggja margir leið sína sem heim- sækja borgina. Í Pitti-höllinni er listaverkasafn og gestir geta einnig skoðað hinar konunglegu íbúðir. Það sem vekur furðu er hvað veggirnir eru sneisa- fullir af málverkum. Einn safnvörð- urinn tjáði mér að safn fjölskyldunn- ar hefði verið orðið svo stórt að þegar Medici-fjölskyldan hefði feng- ið nýtt málverk var vandi að finna því stað á veggjunum. Í Pitti höllinni er líka nýlistasafn og eru þar verk eftir málara frá 20. öldinni. Frá ráðhúsinu, Palazzo Vecchio og að Pitti-höllinni liggur svo gangur, sem Vasari byggði og er hann kenndur við hann. Gangurinn er opnaður fyrir almenning á nokkurra ára fresti. Gotneskar kirkjur Það er erfitt að tala um markverð- ar byggingar í Flórens án þess að minnast á nokkrar kirkjur. Santa Croce er ein af þeim. Hún var byggð að beiðni munka af Heil- ags Frank reglunni í lok 13. aldar. Talið er að Arnolfo di Cambio hafi byggt hana. Núverandi framhlið var hinsvegar byggð á árunum 1857 til 1865. Kirkjan er í gotneskum stíl og þess virði að skoða. Þá er Santa Maria Novella-kirkjan einnig í gotneskum stíl. Bygging hennar hófst árið 1246 og voru það tveir munkar af dóminísku reglunni, sem hófu byggingu hennar. Byggingunni var lokið á miðri 14. öld. Framhliðin var á hinn bóginn gerð á árunum 1456 til 1470. Að lokum má benda gestum borgarinnar á San Lorenzo kirkjuna. Bygging hennar hófst að beiðni Medici fjölskyldunnar árið 1419 og framkvæmdum við hana var ekki lokið fyrr en 1460. Markaðir alla daga Íslendingar vilja örugglega kíkja í verslanir og í Flórens koma þeir ekki að tómum kofa hvað búðir eða mark- aði snertir. Út frá San Lorenzo- kirkjunni er markaður sem er opinn alla daga nema mánudaga. Rétt hjá markaðnum er skemmtileg verslun- argata, sem heitir Via dei Ginori. Þar er verslun sem heitir Scandinavia, einnig mexíkanskur veitingastaður og auk þess er þar áhugaverð indó- nesísk verslun, sem heitir New Store. Aðal hátískuverslunargatan er Via Tornabuoni. Auk þess sem markaður er alla daga nema mánudag út frá San Lor- enzo-kirkjunni þá er á þriðjudögum markaður í Cascine garðinum í Flór- ens, á miðvikudögum er markaður í Siena og á laugardögum er markað- ur í Greve in Chianti sem er stutt frá borginni. Greve in Chianti er 10.000 manna bær miðja vegu á milli Flórens og Siena ef farið er vínveginn (strada del vino). Þar er skemmtilegt torg og í nágrenni við torgið er athyglisverð- ur vínkjallari með 100 rauðvínsteg- undum. Siena er gotnesk borg. Dómkirkj- an er mjög falleg. Hægt er að fara annað hvort vínveginn frá Grassina í Suður Flórens eða fara til Firenze Certosa og er þá hægt að fara hrað- brautina frá Firenze Sud til Firenze Certosa og aka síðan Superstrada til Siena. Fyrir smáfólkið Þeir sem eru á ferðalagi með börn á þessum slóðum kunna eflaust vel að meta dýragarðinn í Pistoia. Frá Flórens er farin hraðbrautin Firenze Sud í áttina að Firenze Nord og það- an haldið áfram til Pistoia. Það er fleira við hæfi barna á þessum slóð- um og má t.d. nefna Gosagarðinn eða Parco del Pinocchio. Hann er nálægt dýragarðinum í þorpinu Collodi en þar var sagan um Gosa skrifuð á sín- um tíma. Ponte Vecchio eða gamla brúin. Santa Croce-kirkjan í Flórens er í gotneskum stíl. Margt að skoða í Flórens Í Flórens á Ítalíu eru hvorki meira né minna en 40 söfn til að skoða og 24 einstakar kirkjur. Bergljót Leifsdóttir Mensuali heimsótti borgina nýlega.  Hægt er að panta í síma að- gang að ríkislistasöfnum: 0039 055 294883 á milli kl. 8:30 og 18 frá mánudegi til föstudags og frá kl. 8:30 og 13 á laug- ardögum. Það þarf að panta á söfnin með viku fyrirvara. Palazzo Vecchio er ráðhús Flórensborgar. Pantaðu Fríþjónustu Morgunblaðsins í síma 569 1122, askrift@mbl.is eða á Þjónustan gildir fyrir fjóra daga að lágmarki og hana þarf að panta fyrir kl.16 daginn áður. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 21 02 1 0 5/ 20 03 Fáðu Morgunblaðið sent Við sendum blaðið innpakkað og merkt á sumardvalarstaði innanlands. Morgunblaðið bíður þín Við söfnum blaðinu fyrir þig á meðan þú ert í fríi og sendum til þín þegar þú kemur heim aftur. Fríþjónusta Ertu að fa ra í frí? Viltu vinna flugmiða? Á mbl.is geta áskrifendur Morgunblaðsins tekið þátt í léttum spurningaleik um Fríþjónustuna. Heppnir þátttakendur eiga möguleika á að vinna flug fyrir tvo til Prag eða Budapest með Heimsferðum. Taktu þátt!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.