Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ EGAR viðmælandi minn var 17 ára kynnt- ist hann einni af kraftaíþróttunum en hann fór ekki að æfa af verulegum krafti fyrr en við 19 ára aldur. Hann vill ekki að nefna hver íþróttin er því hann óttast að saga hans, sem hér er sögð, skapi fordóma gagnvart þeim sem hana stunda. Hann vill heldur ekki tala undir nafni um lyfjanotk- un sína en hann talar af hreinskilni um mál sem að öllu jöfnu liggur í þagnargildi. Svo virðist sem hann hafi verið nátt- úrubarn í kraftaíþróttinni sem hann stundaði því framfarir hans við ástundun hennar leiddu fljótlega til þess að hann fór að taka þátt í keppnum og ekki leið á löngu þar til hann var farinn að vinna til verðlauna. Eftir mót þar sem honum gekk mjög vel gaf einn keppinaut- anna sig á tal við hann og spurði hvað hann væri eiginlega að taka? „Ég varð frekar hvumsa við þessari spurningu enda ung- ur að árum og blautur á bak við eyrun,“ segir hann og brosir dauflega. „Ég sagði manninum að ég væri að borða skyr og annan hollan mat sem ég nefndi. Þá sagði hann ákveðinn: „Þú verður að taka eitthvað með þessu og fór svo að tala um „bola“ en svo eru vefauk- andi sterar í töfluformi nefndir. Sölumaðurinn hafði verið mótherji minn í keppni en hafði þyngst snögg- lega og flogið upp um nokkra þyngdarflokka. Þarna var þá skýringin komin. Menn þyngjast gjarnan við steranotkun því vatnsmagnið í líkamanum eykst til muna. Ég var með einkaþjálfara á þessum tíma og spurði hann nánar út í „bolana.“ Hann sagðist ekki hafa vilj- að nefna lyfjatöku við mig að fyrra bragði. Sjálfur var hann að keppa í íþróttinni og tók vefaukandi stera. Þjálfarinn sagðist geta leiðbeint mér um notkun ster- anna. Ég spurði hann þá nánar út í aukaverkanir þeirra því ég hafði tekið mig til og lesið um skaðsemi vefaukandi stera í erlendri tímaritsgrein. Ég byrjaði að selja sjálfum mér hugmyndina. Ég væri einstakur og fengi engar aukaverkanir af sterunum. Þegar við erum ung teljum við okkur trú um að við séum ódauð- leg og tökum áhættu sem okkur dytti ekki í huga að taka þegar við eldumst og þroskumst. Í fyrstu tók ég litla skammta af lyfinu, eina eða tvær töflur á dag, en hver tafla inniheldur um fimmtíu milligrömm af vefaukandi sterum. Þjálfarinn sagðist vilja setja mig á lítinn skammt til að byrja með vegna þess að lyfið hefði töluverð sálræn áhrif á mig auk þess sem kæmi þroti í líkamann vegna vökvasöfn- unarinnar.“ Okkar maður segist strax hafa fundið mun á sér eftir að hann byrjaði að taka sterana. „Ég hafði meira úthald, gat því æft lengur en um leið var ég að of- reyna líkamann. Þetta var eins og að setja hundrað oktana bensín á vél, það gefur meiri kraft en slítur vélinni meira.“ Eftir nokkra mánuði fóru andlegu aukaverkanirnar að láta kræla á sér. „Aukaverkanirnar hjá mér lýstu sér þannig að ég varð ör, uppstökkur, árásargjarn og fór að finna fyrir þunglyndi eftir tæplega árs notkun. Ég er frekar skapmikill fyrir, þannig að einkenni aukaverkananna urðu meiri. Ef maður hefur ein- hverja veikleika verða þeir ýktari við lyfjatökuna. Ef það er til dæmis undirliggjandi geðveila í fólki á það á hættu að verða veikt.“ Talað er um að ein af aukverkunum stera geti verið sturlun. Hann segist einu sinni hafa upplifað slíkt ástand. Það kemur fram í máli hans að flestir sem taka vef- aukandi stera geri það ekki að staðaldri heldur taki þá í þrjá mánuði og hætti notkuninni í aðra tvo til þrjá mánuði. Smám saman jók hann svo skammtana. „Ég þóttist þó í góðum málum með mína steranotkun og fordæmdi þá sem voru að nota sterk- ari lyf eins og testósterón og anadrol. Eins og ég sagði tók ég stera í töfluformi því ég var að keppa en það er miklu auðveld- ara að svindla á lyfjaprófi ef vefaukandi sterar eru teknir í töfl- um, þeir eru fljótari að hreinsast úr líkamanum í því formi. – Samt eru menn að falla á lyfjaprófum? „Það er að hluta til vegna þess að vefaukandi sterar eru svartamarkaðslyf og því vita menn ekki alltaf hvað þeir eru að taka inn og sumir eru bara klaufar í þessum efnum.“ Þegar frá leið fór viðmælandi minn að finna fyrir fleiri lík- amlegum aukaverkunum. „Ég varð var við hárlos og fékk bólur. Svo fór að bera á hjartsláttartruflunum og svefntruflunum. Fé- lagslegu áhrifin voru líka mjög mikil. Foreldrar mínir og kær- asta vissu af steranotkun minni og þau tóku hana mjög nærri sér en gátu ekki haft áhrif á mig í þá veru að ég hætti. Það má segja að staða aðstandenda steranotenda sé svipuð og staða að- standenda fíkinefnaneytenda, þeir eru óöruggir og óttast af- leiðingarnar. Sjálfur var ég haldinn þráhyggju í þessu ástandi og þannig held ég að sé með mjög marga sem taka vefaukandi stera. Það eina sem komst að í höfðinu á mér var að bæta árangurinn í íþróttinni. Ég var í skóla og vann með en það mætti afgangi og kærastan líka. Allt annað en íþróttin hætti að skipta mig máli. Þannig að ég var á tveimur til þremur tegundum lyfja í einu en það þótti ofsalega sniðugt. Eftir æfingar fann ég fyrir doða og þreytu og hafði verk fyrir brjósti. Þegar hér var komið sögu lenti ég tvisvar á hjartadeild með aðkenningu fyrir hjarta. Í seinna skiptið var ég lagður inn og fór í hjartaþræðingu til að kanna betur hvað væri að gerast. Þá var álagið orðið slíkt á hjartavöðvann að hann var hættur að geta dregist eðlilega saman sem endar venjulega í hjartastoppi, þannig að ég var í raun heppinn að ekki fór verr.“ Viðmælandi minn segir að samfara lyfjanotkuninni séu margir að nota efni eins og kókaín, amfetamín og áfengi til að svara æfingaálaginu. Hann segist hafa drukkið mun meira áfengi meðan á lyfjanotkuninni stóð. Hann notaði líka efedrín í töfluformi í einni keppni sem er örvandi og skylt amfetamíni. „Ég vissi ekki hvert hjartað í mér ætlaði að fara þá, það ham- aðist svo mikið. Þá nótt svaf ég ekkert. Við tókum líka vatns-testósterón til að vera „geðveikir“ á æf- ingum, eins og við kölluðum það. Það er alveg sama í hvaða íþróttagrein það er. Á einu heimsmeistaramóti man ég eftir því að eitt nágrannaland okkar raðaði sér í öll efstu sætin. Þá var nýtt lyf komið á markaðinn sem þeir höfðu haft aðgang að en ekki við hinir. Við slíkar aðstæður er geta íþróttamannsins orð- in víkjandi stærð en lyfið getur gefið forskot á keppinautana. Auðvitað hafa íþróttamenn verið að bæta árangurinn með nýjum þjálfunaraðferðum og bættri tækni. En margt sem við- víkur afreksíþróttum er fyrir löngu komið út fyrir eðlileg mörk og réttlætingarnar fyrir lyfjaneyslunni svo miklar að það er erfitt að stöðva þá þróun. Við erum öðru hvoru að heyra af erlendum þróttamönnum sem eru að deyja á besta aldri. Hin rétta dauðaorsök kemur ekki fram vegna þess að það þykir svo mikill álitshnekkir fyrir íþróttamanninn ef upp kemst að hann hafi tekið lyf. Svo allir sameinast um að þegja um það. Ein af ástæðunum sem ég held að hafi rekið mig til að taka lyf var minnimáttarkennd. Ég er grannur að eðl- isfari og lyfti miklu meiru en mér miklu breiðari og stærri menn. Mér fannst mín íþróttamennska yrði að sjást og ég þyrfti að vera vöðvamikill. Það pirraði mig að ég var ekkert „að stækka“ en ég styrktist þó sífellt. Ég er sannfærður um að það er mikið af litlum, hræddum strákum sem byrja á vefaukandi sterum. Þeir vilja vera „massaðir“ og „lúkka“ vel. Eins og þegar stelpur fara í megrun og strákar taka stera og láta tattóvera sig. Þetta er hluti af því að passa inn í hina réttu ímynd. Önnur ástæða fyrir lyfjanotkuninni er sú að ég var þeg- ar farinn að slá Íslandsmet en rannsóknir erlendis hafa sýnt að efnilegir íþróttamenn eru líklegri til að taka ólögleg lyf til að bæta árangur sinn en hinir sem verr gengur.“ – Hvað með kvenfólkið; er það líka að taka inn vefauk- andi stera og önnur lyf? „Það var ekki mikið um að stelpur væru að taka stera á þeim tíma sem ég var að keppa, fyrir níu árum, en ég held að það sé töluvert meira um það núna.“ Hann segir að það hafi þurft að koma til hjá honum al- gjör viðhorfsbreyting eftir að hann hætti lyfjanotk- uninni. „Nú æfi ég mér til ánægju og heilsubótar. Ég hef þó áttað mig á einu að æfingastaðurinn minn, sem var minn neyslustaður, er eins og barinn er fyrir alkóhólistann. Stundum kemur sú tilfinning yfir mig þegar ég er að æfa þar inni að mig langar að fara í þetta brjálæði aftur. Ég fékk ákveðið „kikk“ út úr því að finna hvernig ég bólgnaði út við steranotkunina og fannst ég líta rosalega vel út. Þegar vatnið fór úr líkamanum rýrn- aði ég aftur og þá var ekkert gaman og þá var enginn „fílingur“ á æfingunum, eins og við kölluðum það. Ég þekki fleiri sem hafa hætt að taka stera og finna fyrir þessari tilfinningu.“ Hann ræðir um sjálfsblekkinguna sem er ríkjandi hjá íþróttamönnum sem taka ólögleg lyf. „Þeir lifa í raun tvöföldu lífi og hafi tvöfalt siðgæði,“ segir hann. „Íþróttamaðurinn er sigurvegari, hann hefur hraustlegt útlit og hefur tamið sér að öðru leyti heilbrigða lífshætti, gætir þess að neyta hollrar fæðu og að fá nógan svefn. Undirliggjandi er svo þessi ólöglega lyfjaneysla.“ – Nú vita menn mætavel hverjar aukaverkanirnar geta orðið. Hefur ekki dregið úr lyfjanotkun með auk- inni þekkingu? „Það held ég ekki og það er ekkert sem rekur á eftir mönnum að hætta ólöglegri lyfjanotkun. Ennþá er sam- keppnin brjálæðisleg og sífellt meiri fjármunir í boði fyrir þá sem skara fram úr auk upphefðarinnar. Það er lítið fjallað um þessi mál og enginn þorir að tala hreint út um lyfja- notkun íþróttamanna. Ég myndi frekar halda að lyfjanotkunin sé orðin algengari. Sala á lyfjunum er orðin skipulagðari og miklir peningar í húfi. Vefaukandi sterar eru mjög dýrir. Ég vann með skólanum á þeim tíma sem ég var að keppa og eyddi öllum mínum pen- ingum í lyf. Þannig að þetta hafði líka slæmar fjárhagslegar af- leiðingar.“ Hann segist vilja leggja að jöfnu notkun vefaukandi stera og neyslu fíkniefna. „Einkenni notkunarinnar eru þau sömu, þrá- hyggja, líkamleg einkenni og þessi tilfinning að fá aldrei nóg, þurfa alltaf stærri og stærri skammt og prófa ný lyf.“ – Hugsa menn ekkert um áhættuna sem þeir eru að taka? „Auðvitað er undirliggjandi ótti en þessi þráhyggja gagnvart því að fá sem flottast útlit og verða heimsmeistari er yfirsterk- ari. Flestir sem æfðu með mér sögðust ekki finna fyrir neinum aukaverkunum. Ég held að margir hafi ekki verið að segja satt – svo voru þeir bara allt í einu dánir.“ Viðmælandi minn segist hafa byrjað að nota heilsubótarefni áður en hann fór að nota stera. „Ég held að neysla á fæðubót- arefnum styðji neyslu sterkari efna eins og vefaukandi stera. Maður byrjar að taka fæðubótarefni, finnur áhrifin af þeim, verður frískari og úthaldsmeiri á æfingum. Eftir ákveðinn tíma hætta þau að virka og líkaminn leitar í fyrra horf. Þá er að finna eitthvað sem virkar betur og áður en þú veist af ertu farinn að taka ólögleg lyf. Ég og fleiri sem höfum verið að losa okkur undan steranotk- un höfum áhuga á að koma saman og deila reynslu okkar með öðrum; hvernig hægt er að losna undan oki steraneyslunnar. Ef það er einhver sem vill slást í hópinn er hægt að koma nafni sínu og dvalarstað (eða síma, netfangi) á framfæri á tölvufangið sterar@hotmail.com og er fyllsta trúnaði heitið. Það er reynsla okkar sem höfum misnotað vefaukandi stera að ekki er hægt að breyta því sem okkur er gefið við fæðingu með misnotkun vefaukandi stera.“ „Svo voru þeir bara dánir“ Ekkert komst að í lífi hans í þrjú ár annað en íþróttin. Til að ná sem best- um árangri tók hann vefaukandi stera í töfluformi og ýmis önnur lyf. Það var ekki fyrr en hann var hætt kominn heilsufarslega vegna neyslunnar að hann neyddist til að hætta lyfjanotk- uninni sem var komin langt út fyrir öll eðlileg mörk. ’ Ég tók stera í þrjú ár. Þá var égfarinn að taka tíu töflur af „bola“ og hálfa anadról með eða vatns- testósterón en það tekur tíu daga að losna við það úr líkamanum. ‘ ’ Kröfurnar eru orðnar svo rosa-legar og metin svo há, að fólk nær ekki þeim árangri að slá met nema með því að taka lyf. ‘ ’ Ég hætti að taka sterana tíudögum fyrir keppni og þá mældist lyfið ekki í blóðinu. Þannig að lyfjapróf eru að mínu mati bara fíflaskapur. ‘ he@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.