Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 12
Rappdrottning kveikir í hvíta tjaldinu Gamanmyndin Bringing Down the House með Steve Martin og Queen Latifah frumsýnd hér- lendis um helgina.  SEM oftar eru menn í kvik- myndaheiminum að brölta með sömu hugmyndir á sama tíma og nú er það ævi rithöfundarins Ernests Hemingways sem verður fyrir því brölti en tvær myndir byggðar á henni eru nú í uppsiglingu. Báðar ætla mynd- irnar sér að afhjúpa sannleik- ann um erfiða skapgerð meist- arans og flókið ástalíf, en hann kvæntist fjórum sinnum og endaði ævina sjálfur með byssuskoti. Leikararnir sem eiga að fara með hlutverk Hemingways í báð- um myndunum hafa rétt eins og hann reynslu af drykkjusýki en eru að öðru leyti gjörólíkir, þ.e. Mick- ey Rourke og Sir Anthony Hopkins. Tvenna um Hemingway Anthony Hopk- ins: Hemingway.  BANDARÍSKI hasarleikstjór- inn John McTiernan mun leik- stýra spennumyndinni Murder in Canton sem byggð er á einni af Judge Dee-bókum hollenska rithöfundarins Roberts van Guliks, sem var sendiherra lands síns í Japan á 6. áratug síðustu aldar. Bækurnar eru á 3. tug talsins og segja frá rann- sóknardómara á tímum Tang- veldisins sem leysir sakamál vítt og breitt um Kína. Framleiðendur stefna á kvik- myndasyrpu eftir þessum bókum og verður kín- verskur leikari í hlutverki Dees dómara en vest- rænn leikari í hlutverki aðstoðarmanns hans. „Þetta er morðgáta með ívafi ævintýris, fantasíu, ástarsögu og bardagalista,“ segir framleiðandi Murder in Canton. Myndin mun kosta um 45 millj- ónir dollara og tökur eiga að hefjast í árslok. McTiernan kannar Morð í Canton John McTiernan: Kínahasar.  NÚ er verið að und- irbúa tökur á framhaldi smellsins Scooby-Doo vestur í Bandaríkjunum. Það mun nefnast Scooby-Doo 2: Monst- ers Unleashed eða Ófreskjurnar ganga lausar. Sömu aðalleik- arar verða og í fyrri myndinni, þ.e. hjónin Freddie Prinze jr. og Sarah Michelle Gellar, ásamt Matthew Lillard, Linda Cardellini, Seth Green og Alicia Silverstone, og Peter Boyle slæst í hópinn sem vondi kallinn Wickles safnvörður en hann kom við sögu í fyrsta þætti sjónvarpssyrpunnar með sama nafni. Scooby-Doo gengur enn og aftur Prinze og Gellar: Meira.  BRESKI leikstjórinn Michael Radford sem hreppti Óskarsverðlaun fyrir Il postino (1994) og hefur aðeins gert þrjár bíó- myndir síðan, hefur nú tek- ið að sér að leikstýra stjörnumprýddri mynd eftir leikritinu Kaupmaðurinn í Feneyjum eftir William Shakespeare og skrifa handritið að auki. Verið er að semja við m.a. Al Pacino, Cate Blanchett, Ian McKellen og Joseph Fiennes um þátttöku. Radford snýr aftur í Shakespeare Al Pacino: Shylock?  INDVERSK-ameríski leik- stjórinn og handritshöfund- urinn M. Night Shyamalan hef- ur nú tilkynnt hvert verði hans næsta viðfangsefni eftir smell- ina Signs, Unbreakable og The Sixth Sense. Myndin mun heita The Woods eða Skógurinn og er sögð um margt öðruvísi en þær fyrri. Hún gerist þannig í fortíðinni, nánar tiltekið árið 1897, og segir frá íbúum lítils þorps sem búa í grennd við skóglendi þar sem hafast við goðsagnakenndar skepnur. Shyamalan verst nánari frétta af sögunni en segir hana jafnframt rómantískari en sín fyrri verk. Í aðalhlutverkum verða Joaquin Phoenix, sem einnig lék í Signs, Kirsten Dunst og Ashton Kutcher. Tökur hefjast í október. Shyamalan og ráðgátur skógarins M. Night Shyamalan: Skógarbúar. „ÞAÐ sem var erfiðast fyrir okk- ur var að finna í þessi tvö aðal- hlutverk leikara á ólíkum aldri sem smellpössuðu saman. En það hefur nú tekist,“ segir Skúli Fr. Malmquist, framleiðandi hjá Zik- Zak-kvikmyndum sem seinni hluta júlímánaðar hefja tökur á kvikmyndinni Niceland undir leikstjórn Friðriks Þórs Friðriks- sonar en handritið er eftir Huld- ar Breiðfjörð rithöfund. Aðalleik- ararnir tveir eru Gary Lewis, sem heimfrægur varð sem faðir Billys Elliots í samnefndri kvik- mynd og Írinn McGloin í Gangs of New York, og hinn ungi Mart- in Compston sem í fyrra sló í gegn í sínu fyrsta kvikmynda- hlutverki í bresku myndinni Sweet Sixteen eftir Ken Loach. „Þeir Lewis og Compston mynda sérlega sterkt dúó,“ segir Skúli. „Ekki sakar að þeir hafa báðir svo mikinn áhuga á verkinu. Þeir hafa hafnað tilboðum sem fjár- hagslega eru meira spennandi en Niceland en kusu frekar að leika hjá okkur.“ Hvers vegna heldurðu að þeir hafi gert það? „Vegna handritsins og þess að þá langaði til að leika saman.“ Skúli segir að nú, þegar ráðið hafi verið í þessi tvö hlutverk, verði farið að huga að öðrum leik- urum, en nokkur fjöldi þeirra verði íslenskur. Niceland verður í tökum í um sjö vikur og munu þær fara fram m.a. á Íslandi, í Þýskalandi og jafnvel víðar. „Við erum að vinna í tökustöðunum núna, en okkur langar til að blanda þeim dálítið saman því myndin gerist í þessu ímyndaða landi sem heitir Nice- land. Við viljum raða því landi saman úr bútum héðan og þaðan og búa þannig til nýjan veruleika ævintýrisins sem þessi mynd er. Þannig gæti bankaatriði verið tekið utandyra hérlendis en inn- andyra t.d. í Þýskalandi og við getum blandað saman Reykjavík og Keflavík og búið þannig til nýja borg.“ Stefnt er að því að Niceland verði tilbúin til frumsýningar í árslok. „Þýska sölufyrirtækið Bavaria, sem m.a. höndlaði Ósk- arsverðlaunamyndina Hvergi í Afríku og Maður án fortíðar, er söluaðili Nicelands og þeir eru mjög bjartsýnir um gengi mynd- arinnar hvað sölu varðar,“ segir Skúli. „Hugmyndin að Niceland fæddist fyrir um þremur árum,“ segir höfundurinn Huldar Breið- fjörð í samtali við Morgunblaðið. „Þá settist ég niður staðráðinn í að skrifa eins konar hatursbréf til nútímasamfélagsins og kláraði handrit á fjórum mánuðum. En þegar ég sendi það til strákanna í Zik Zak fékk ég þau svör að þeim þætti dæmið þokkalega þungt og ég skynjaði að þeir höfðu ekki mikinn áhuga. Ég lagði handritið frá mér og þegar ég leit á það aft- ur eftir nokkurn tíma sá ég hvers vegna þeim leist ekki á blikuna. Þetta var botnlaus ömurleiki. Ég henti því 90% af upprunalega handritinu, sneri hugmyndinni við og ákvað að koma sömu skila- boðum á framfæri í sögu sem væri falleg, ljúf og upplífgandi. Útkoman er ástarsaga í fleiri en einum skilningi og segir frá ungu pari sem dreymir um að gifta sig, eignast íbúð saman og kýla á hamingjuna. Þau eru „skrýtin“ eins og það hét einu sinni eða „andlega fötluð“ eins og það kall- ast víst í dag. En mér er illa við skilgreininguna; að sumu leyti hangir þessi klassíska spurning um hver sé í rauninni skrýtinn yf- ir sögunni. Fyrir slysni veldur ungi maðurinn, Jed (Martin Compston), miklum harmleik í lífi kærustu sinnar sem veldur því að hún brotnar saman og samband þeirra og framtíðarvon- ir komast í uppnám. Hún gefur Jed þá einu von að geti hann fundið fyrir sig tilgang lífsins Gary Lewis og Martin Compston í aðalhlutverkum Nicelands Gary Lewis: Ruslahaugbúinn Max. Huldar Breiðfjörð: Ástarsaga í fleiri en einum skilningi. Martin Compston: Jed leitar að lausn lífsgátunnar. Friðrik Þór Friðriksson: Þetta var svo fallegt handrit… Í leit að tilgangi lífsins HÉR, eins og ævinlega, ræð-ur fjármagnið för. Þegarungur íslenskur piltur fer þrjátíu sinnum á A Hard Day’s Night til að sjá átrúnaðargoð sín má ljóst vera hversu góð fjárfest- ing hefur verið í samruna bítls og bíós og var svo rækilega fylgt eft- ir með Help. En þetta byrjaði allt áratug fyrr. Um leið og rokkið spratt upp í Bandaríkjunum á 6. áratugnum fundu framleiðendur nýjan og gróðavænlegan mark- hóp og tjösluðu saman ein- hverjum handritsdruslum utan um rokkstjörnur og flutning þeirra á eigin rokkslögurum, samanber Rock Around the Clock (1956) með Bill Haley & the Comets og fleiri frumrokkurum. Elvis Presley hélt þessa leið í ótal myndum sem flestar, en ekki all- ar, voru rusl, að ekki sé minnst á minni spámenn sömu kynslóðar. Flestar hljómsveitir bítlakynslóð- arinnar á eftir fengu sín tækifæri á tjaldinu og oftast var sagan milli laganna aukaatriði og lögin stundum sviðsett með þeim hætti sem telja verður undanfara poppmyndbandsins sem nú tröllríður sjónvarpsdagskrám. Þegar sjónvarpinu óx svo fiskur um hrygg í kringum 1970 fluttist rokkið að stórum hluta þangað og settist þar að. Yfirleitt fjölluðu þessar fyrstu saklausu rokkmyndir um vegferð rokkara frá engu til allsnægta í sviðsljósinu. Það var ekki fyrr en síðar, eftir að hamborgarinn gleypti sjónvarpið, sem mynd- irnar urðu að taka gagnrýnni af- stöðu til efnisins og skoðuðu hvað gerist eftir að hátindinum er náð, þ.e. niðurleiðina, óhamingjuna, jafnvel dauðann. Rokkmyndirnar glötuðu sakleysi sínu eftir að rokkararnir gerðu það sjálfir. Til marks um þetta eru þrjár ágætar myndir frá 8. áratugnum, That’ll Be the Day og Stardust sem fylgdust með risi, hnigi, falli og brotlendingu rokkstjörnu, sem minnti stundum á John Lennon og The Rose sem fjallaði um það sama í lífi persónu sem minnti stundum á Janis Joplin. Þegar hæfilega langur tími var liðinn frá glötuðu sakleysi og glötuðum mannslífum hættu rokkmyndirnar að fjalla um þess- ar stjörnur undir rós og sneru sér að ódulbúnum ævisögudrömum, samanber allar Elvismyndirnar, Backbeat um fyrstu ár Bítlanna, Great Balls of Fire um Jerry Lee Lewis, What’s Love Got to Do With It um Tinu Turner og The Doors. Kosturinn við þessi sann- sögulegu rokkdrömu er sá að ör- lög þessara einstaklinga sem um- hverfið lyftir á stall um hríð og steypast þaðan aftur, annað hvort af völdum sama umhverfis og/eða eigin sjálfseyðingarhvatar, geta endurspeglað með dramatískum hætti breytingar á þjóðfélagi og sveiflur í tíðaranda. Í þessum sögum má finna, ef vel tekst til, harmrænar mannlýsingar rétt eins og afhjúpandi samfélags- greiningu. Og einmitt núna er eins og þær eigi beina leið upp á pallborðið hjá kvikmynda- framleiðendum. Tökum dæmi: Breski leikstjór- inn Paul Greengrass (Bloody Sunday) er að undirbúa gerð Cross Town Traffic sem fjallar um síðustu daga Jimis Hendrix og óljós tildrög andláts hans. Stephen Woolley, mikilvirkur breskur fram- leiðandi, hyggst leikstýra fyrstu mynd sinni, sem lýsa á síðustu dögum Brians Jones, gítarista Roll- ing Stones og óljósum tildrögum andláts hans. Breski leikarinn Jude Law undirbýr sögu Brians Ep- steins, umboðsmanns Bítlanna og óljósra tildraga andláts hans. Sama eru ýmsir að bollaleggja um Keith Moon, trommara The Who og óljós tildrög andláts hans. Handan Atlantshafsins er leik- stjórinn James Mangold (Identity) að undirbúa Walk the Line, mynd um ævi og feril Johnnys Cash með Joaquin Phoenix í aðalhlutverkinu, Todd Haynes (Far From Heaven) mun gera mynd um Bob Dylan, sem fimm leikarar munu túlka með ýmsum hætti, Kevin Spacey er rak- inn í hlutverk öndvegissöngv- arans Bobbys Darin enda mun hann leika Darin í Beyond the Sea og meira að segja Johnny Knoxville úr Jackass hefur verið ráðinn í hlut- verk rokkarans Gram Parsons í Grand Theft Parsons. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um allar þær dramatísku rokk- ævisögur sem nú eru í uppsigl- ingu. Og hvers vegna núna? Vegna þess að gamlir aðdáendur þessara listamanna eru nú komn- ir til valda og áhrifa í kvikmynda- heiminum og vilja reisa þeim minnismerki og kannski ekki síð- ur eigin æsku í leiðinni? Eða vegna þess að kvikmyndaheim- urinn er þannig að þegar einn fær hugmynd sem slær rétt herma hinir eftir? Nú er það ekki þannig að fyrri rokk- og rokkaramyndir hafi allar malað gull í miðasöl- unum, þótt sumar hafi gert það. Kvikmyndaskríbent The Guard- ian telur að tilkoma DVD-útgáfu á bíómyndum og alls kyns fylgi- efnis geti tryggt verulegar tekjur af slíkum myndum því aðdáendur listamannanna vilji eiga þær í safni sínu. Má vel vera. Hvenær skyldu íslenskir kvik- „Rokkið er hamborgari sem át heim- inn, en ekki öfugt,“ sagði sígilda tón- skáldið og svelgdist á. Táninga- tónlistin, sem senn verður hálfrar aldar gömul, hefur sannarlega haft svo viðvarandi breytingar í för með sér fyrir heimsbyggðina, hvort heldur sem er menningarlegar, listrænar, fé- lagslegar eða pólitískar, að melting stendur enn yfir. Og táningarnir eld- ast með tónlist sinni svo nýgildi og sígildi hafa fyrir löngu runnið saman. Rokkið og bíómyndirnar hafa frá upp- hafi þess fyrrnefnda átt ríka samleið og ganga nú hönd í hönd ef marka má nýjustu fréttir. Rokkararnir eru vaknaðir SJÓNARHORN Árni Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.