Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 C 5 Geislafræðingur Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði auglýsir eftir geislafræðingi til starfa á röntgendeild sjúkra- hússins frá 1. september nk. Um er að ræða 80—100% starf auk bakvakta. Laun samkvæmt kjarasamningi Félags geisla- fræðinga og stofnanasamningi HSÍ. Nánari upplýsingar gefur: Úrsúla Siegle, deildarstjóri (rontgen@fsi.is), í síma 450 4500 og Þröstur Óskarsson, fram- kvæmdastjóri (throstur@fsi.is). Vinsamlegast sendið umsóknir til Heilbrigðis- stofnunarinnar Ísafjarðarbæ, Torfnesi, 400 Ísafirði, fyrir 1. ágúst nk. Öllum umsóknum verður svarað. Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ, www.fsi.is Torfnesi — 400 Ísafirði, sími 450 4500 — fax 450 4522. A ug l. Þó rh ild ar 22 00 .1 81 Skólaskrifstofa S E L T J A R N A R N E S B Æ R Lausar stöður við Mýrarhúsaskóla skólaárið 2003 – 2004 Almenn bekkjarkennsla og kennara- staða í heimilisfræði. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi KÍ við Launanefnd sveitarfélaga. Staða stuðningsfulltrúa í 75% starf. Æskilegt er að viðkomandi hafi uppeldisfræðilega menntun ásamt reynslu og áhuga á að vinna með börnum. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Seltjarnarness við Launanefnd sveitarfélaga. Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru karlmenn hvattir til að sækja um störf í grunn- skólum bæjarins. Umsóknir berist til skólastjóra sem veitir allar nánari upplýsingar um stöðurnar. Á Seltjarnarnesi eru um 760 nemendur í tveimur grunnskólum og er Mýrarhúsaskóli annar þeirra. Skólarnir eru einsetnir, starfsaðstaða er góð og þeir eru vel búnir kennslutækjum. Í Mýrarhúsaskóla er 1.-6. bekkur með um 460 nemendur. Skólastjóri: Regína Höskuldsdóttir, sími: 5959-202, netfang: regina@seltjarnarnes.is Umsóknarfrestur er til 18. júní 2003. LÆKNADEILD LÆKNISFRÆÐISKOR Dósent Laust er til umsóknar 37% starf dósents í ofnæmisfræði og klínískri ónæmisfræði við læknadeild. Háskóli Íslands og AstraZeneca hafa gert með sér samning um starf dósents við lækna- deild. Dósentinn fær aðstöðu við deildina og nýtur fullra réttinda sem einn af dósentum hennar. Krafist er sérfræðináms og sérfræðiréttinda í ofnæmisfræðum (allergology) og/eða ónæmisfræði/klínískri ónæmisfræði (clinical immunology). Starfið verður veitt frá 1. september 2003 til fimm ára. Umsóknarfrestur er til 30. júní 2003 Sjá nánar á www2.hi.is/page/storf og www.starfatorg.is/ Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. Háskóli Íslands v/Suðurgötu, 101 Reykjavík, s. 525 4000 Rannsóknir í þína þágu Hjartavernd auglýsir eftir starfsfólki Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf skal senda á Hjartavernd, Holtasmára 1, 201 Kópavogi eða með tölvupósti á atvinna@hjarta.is fyrir 12. júní. Upplýsingar veitir Guðný Eiríksdóttir milli kl. 13.15 og 14.00 í síma 535 1800. Læknir Staða deildarlæknis til eins árs, frá 15. ágúst með möguleika á framlengingu. Deildarlæknir annast læknisskoðanir og yfirfer rannsóknaniðurstöður í Öldrunarrannsókn og áhættumati stofnunarinnar. Um er að ræða fullt starf en mætti skipta því milli tveggja einstaklinga. Þátttaka í afmörkuðum rannsókna- verkefnum stendur til boða. Tölvunarfræðingur Hæfniskröfur • B.Sc. í tölvunarfræði eða sambærileg menntun • Góð þekking og reynsla af vinnu við Oracle-gagnagrunna og Crystal Reports • Mjög góð enskukunnátta er skilyrði Starfssvið tölvunarfræðings er vinna við og viðhald gagnagrunna, gerð handbóka fyrir gögn í grunnunum og aðstoð við notendur. Umsækjandi þarf að hafa mikinn áhuga á að byggja upp og viðhalda gagna- grunnum. Hjúkrunarfræðingur Vegna Öldrunarrannsóknar Hjartaverndar vantar hjúkrunarfræðing til að sinna faraldsfræðilegum rannsóknum í heimaheimsóknum. 80–100% starf. A B X –9 0 3 0 3 9 6 Forritari óskast Netdeild mbl.is óskar eftir að ráða for- ritara frá 1. september nk. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af UNIX/Linux, þekkingu á forritun í Perl, reynslu af SQL-gagnagrunnum, ásamt því að þekkja vel til HTML, Javascript og XML. Allar frekari upplýsingar veitir Ingvar Hjálmarsson, netstjóri mbl.is, í síma 569 1308. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið ingvar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.