Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 C 7 Landfræðileg gagnaöflun eftir loftmyndum Við hjá Loftmyndum ehf. leitum nú að nýjum samstarfsmanni til þess að taka þátt í því að byggja upp landfræðilegan gagnagrunn af Íslandi. Starfið felst fyrst og fremst í því að vinna virðisaukandi gögn eftir loftmyndum og afgreiða slík gögn til viðskiptavina. Einnig er reiknað með því að viðkomandi geti að- stoðað við tökur loftmynda sem fara fram í júlí og ágúst. Leitað er að starfsmanni með reynslu af notkun landfræðilegra tölvukerfa (GeoMedia) sem og CAD kerfa (Micro Station). Góð menntun er skilyrði. Loftmyndir ehf. er einkahlutafélag í eigu Hönnunar hf. og Ísgrafs ehf. sem hefur unnið að uppbyggingu landfræðilegs gagnagrunns af Íslandi síðan 1995. Þetta er gert með töku litloftmynda og stafrænni úrvinnslu þeirra. Þegar er búið að mynda um 85% landsins og hafnar eru reglubundnar myndatökur af öllu þéttbýli. Búið er að kortleggja um 30% landsins. Stefnt er að því að ljúka því starfi á næstu 2-3 árum. Í dag eru starfsmenn Loftmynda ehf. 8 talsins. Tónlistarkennarar Skólaárið 2003—2004 Tónlistarkennara vantar til að annast forskóla- kennslu og barnakórastarf við Tónlistarskóla Dalvíkur og Tónskóla Ólafsfjarðar. Allar nánari upplýsingar veitir Hlín Torfadóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkur, í síma 861 6934 og hs. 466 1863. Netfang: tonlist@dalvik.is . Umsóknarfrestur er til 20. júní nk. Einnig gefur Óskar Þór Sigurbjörnsson, skóla- málafulltrúi oskarth@ismennt.is, upplýsingar um stöðuna. Símar 466 2736, 893 6257 og hs. 466 2357. Vefur Dalvíkurbyggðar: http://www.dalvik.is Vefur Ólafsfjarðar- bæjar: www.olafsfjordur.is Skólastjórar — Skólamálafulltrúi. Borgarfjörður eystra Skólastjóri — kennarar Staða skólastjóra við Grunnskóla Borgarfjarðar er laus til umsóknar. Einnig eru lausar stöður sérkennara og raun- greinakennara í 1.—10. bekk. Umsóknarfrestur er til 15. júní. Upplýsingar veita Gunnar skólastjóri í síma 472 9932 og Magnús sveitarstjóri í síma 472 9999. Laust starf hjá Landgræðslu ríkisins Fræðslufulltrúi Starfssvið:  Umsjón og útgáfa fræðslu- og kynningarefn- is Landgræðslunnar.  Umsjón með vefsíðu Landgræðslunnar, www.land.is  Gerð frétta- og fræðsluefnis og aðstoð við greinaskrif og fyrirlestra.  Fræðsla fyrir gesti Landgræðslunnar í Gunn- arsholti. Kröfur um þekkingu og hæfni:  Góð þekking og reynsla af fræðslu- og útgáfumálum.  Gott vald á íslensku, ensku og einu Norður- landamáli.  Ábyrgð, skipulagshæfni, frumkvæði og sjálf- stæði í vinnubrögðum og góð samskipta- hæfni. Vinnustaður: Gunnarsholt, Rangárvallasýslu. Launakjör: Samkvæmt kjarasamningi opinberra starfs- manna. Nánari upplýsingar: Nánari upplýsingar veita Guðjón Magnússon, sviðsstjóri almannatengslasviðs, netfang: sveinn@land.is . Sími 488 3000. Umsóknarfrestur: Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hellu, eða á netf- angið gudjon@land.is . Æskilegt er að umsókn fylgi nöfn tveggja umsóknaraðila. Umsóknarfrestur er til 15. júní nk. Áætlað er að ráða í starfið frá 1. september nk. Landgræðsla ríkisins. Sölu/markaðsmaður óskast til starfa Starfið Færð ábyrgð á að halda í núverandi viðskipta- vini og stofna til nýrra viðskiptasambanda. Starfið felur í sér nauðsynlegar sölu- og markaðsaðferðir, greiningarvinnu, þátttöku í áætlanagerð, uppbyggingu og skráningu upp- lýsinga í gagnagrunn. Ferill umsækjanda Hefur tækni- eða viðskiptamenntun, hefur góða hæfileika til að koma upplýsingum á framfæri til viðskiptavina og hefur öfluga árangursmeð- vitund. Góð skrifleg og munnleg enskukunn- átta er nauðsynleg. Við bjóðum Spennandi verkefni í samstarfi við samstilltan hóp starfsmanna í fyrirtæki sem á sér mikla framtíðarmöguleika. Stjörnu-Oddi Stjörnu-Oddi er rafeindafyrirtæki sem framleið- ir lífmæla/mælitæki sem byggja á örtækni. Hjá Stjörnu-Odda starfa 15 starfsmenn, stærstur hluti afurða félagsins eru fluttar út. Vörur fé- lagsins eru seldar rannsóknaraðilum um allan heim, aðallega til rannsókna á dýrum/fiskum hjá hafrannsóknastofnunum. Umsókn sendist til Stjörnu-Odda, Vatnagörð- um 14, 104 Reykjavík, merkt: „Markaðs- og sölustarfsmaður“. Einnig er hægt að senda umsóknir á star-oddi@star-oddi.com . Frekari upplýsingar í s. 533 6060.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.