Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 14
14 C SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Sumarveður í sumarbrids Föstudaginn 22. maí var spilaður Howell tvímenningur með þátttöku 12 para. Spiluð voru 33 spil og með- alskor var 165. Efstu pör voru: Guðlaugur Sveinss. – Erlendur Jónsson191 Páll Þórsson – Hermann Friðriksson 188 Eyþór Hauksson – Helgi Samúelsson 187 Eggert Bergsson – Friðrik Jónsson 173 Guðjón Sigurjónsson – Helgi Bogason 173 Guðlaugur og Erlendur unnu líka Verðlaunapottinn, en 8 pör tóku þátt í honum. Miðnætursveitakeppninni var frestað um 1 viku. Mánudaginn 26. maí var spilaður Howell Barómeter tvímenningur. Meðalskor var 108 og efstu pör voru: Sigrún Pétursdóttir – Jón Þór Karlsson124 Ragnheiður Niels. – Ísak Örn Sigurðss. 120 Jón Stefánsson – Magnús Sverrisson 114 Friðrik Jónsson – Eggert Bergsson 114 6 pör tóku þátt í Verðlaunapott- inum og rann hann til Ragnheiðar og Ísaks. Þriðjudaginn 27. maí var spilaður Howell tvímenningur. Meðalskor var 108 og efstu pör voru: Vilhjálmur Sig. jr. – Heiðar Sigurjónss. 129 Ragnheiður Niels. – Sigtryggur Sig. 121 María Haraldsdóttir – Ómar Olgeirsson118 Sumarbrids er spilað öll virk kvöld. Monrad Barómeter á mánu- dögum og miðvikudögum annars Snúnings-Mitchell. Spilarar geta tekið þátt í Verðlaunapotti á mánu, miðviku og föstudögum auk þess sem Miðnætursveitakeppnin verð- ur á sínum stað að tvímenningnum loknum á föstudögum. Sú nýbreytni verður í sumar að allir sigurvegarar í sumarbrids fá verðlaun. Í maí verður það í formi frímiða í sumarbrids en glæsilegir vinningar verða auglýstir síðar. Öll úrslit og aðrar upplýsingar um sumarbrids er að finna á vefsíðu BSÍ, www.bridge.is og er sumar- brids efst í valröndinni vinstra meg- in, auk þess sem sumarbrids kemur sér á framfæri á textavarpinu á síðu 326. Spilarar sem eru 20 ára og yngri borga 300 kr en aðrir 700 kr. Umsjónarmaður sumarbrids er Sveinn R. Eiríksson, s. 899-0928 Alheimstvímenningur í sumarbrids Hinn árlegi Alheimstvímenning- ur verður spilaður föstudaginn 6. júní og laugardaginn 7. júni. Báða dagana verður spilað í sumarbrids, Mitchell fyrri daginn og Barómeter seinni daginn. Mikill áhugi hefur verið á þessari keppni undanfarin ár, og til dæmis má taka að 12000 pör spiluðu á föstudeginum í fyrra. Veitt verða humarverðlaun fyrir efstu pör í boði Hafliða. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð á Ás- garði í Glæsibæ mánud. 26. maí 2003. Spilað var á 7 borðum. Meðalskor 168 stig. Árangur N-S: Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 200 Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 182 Sæmundur Björnsson – Olíver Kristóf. 176 Björn E. Pétursson – Gísli Hafliðason 176 Árangur A-V: Eysteinn Einarsson – Magnús Oddsson 192 Alda Hansen – Jón Lárusson 185 Jón Karlsson – Valur Magnússon 179 Tvímenningskeppni spiluð fimm- tud. 29. maí. Spilað var á 6 borðum. Meðalskor 100. Árangur N-S: Björn E. Pétursson – Gunnar Péturss. 116 Kristján Jónsson – Ragnar Björnsson 106 Sæmundur Björnsson – Olíver Kristóf. 106 Árangur A-V: Sigtryggur Ellertss. – Þórarinn Árnas. 111 Halldór Magnússon – Þórður Björnsson 109 Elín Jónsdóttir – Soffía Theódórsdóttir 108 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sigrún Pétursdóttir og Jón Þór Karlsson voru kampakátir sigurvegarar í sumarbrids og ekki var ánægjan minni hjá Ragnheiði Nielsen og Ísaki Erni Sigurðssyni sem tóku Verðlaunapottinn. JÓN Óskar Guðlaugsson, tvítugur Þorlákshafnarbúi, lauk sunnudag- inn 18. maí sl. 8. stigs prófi í tromp- etleik frá Tónlistarskóla Árnes- inga. Þetta mun vera í fyrsta sinn í fjörutíu ára sögu þess skóla sem nemandi lýkur þaðan burtfar- arprófi í hljóðfæraleik, en nokkrir hafa lokið söngnámi frá skólanum áður. Jón Óskar hélt burtfararpróf- stónleika sína í Versölum í Þorláks- höfn og voru þeir afar skemmti- legir og fjölbreyttir. Jón Óskar lék trompeteinleik í flestum verkanna en fékk til liðs við sig nokkra unga tónlistarmenn sem ýmist aðstoðuðu hann við flutninginn eða hvíldu hann frá blæstrinum á milli atriða. Meðleikari Jóns á píanó var Jörg Sondermann. Náðu þeir sérlega vel saman og fluttu tónlistina af miklu listfengi og tilfinningu. Jón Óskar hóf ungur að læra á trompet hjá Róbert Darling í Þor- lákshöfn, þá hjá Laszlo Czenek en síðustu ár hefur Jóhann Stefánsson á Selfossi verið kennari hans. Þess má til gamans geta að Jón Óskar lauk stúdentsprófi frá Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi í des- ember 2002. Jón Óskar hefur frá blautu barnsbeini leikið einleik á trompet við ýmis tækifæri í Þorlákshöfn og víðar. Hann lék með Skólalúðra- sveit Grunnskólans og Tónlistar- skólans, Lúðrasveit Þorlákshafnar, Lúðrasveitinni Svaninum og Lúðra- sveit æskunnar. Þá hefur hann slegið á léttari strengi í tónlist- arflutningi, m.a. tekið þátt í söng- keppnum í F.Su. bæði sem hljóð- færaleikari og söngvari og brugðið sér í ýmis gervi á leiksviði. Það verður því spennandi að fylgjast með þessum unga listamanni í framtíðinni. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Jón Óskar Guðlaugsson var með burtfarartónleika í Versölum í Ráðhúsi Ölfuss er hann lauk 8. stigi í trompetleik. Burtfarar- prófstón- leikar í Versölum Þorlákshöfn GRÍMSEYJARFERJAN Sæfari fær að flytja 90 manns í hverrri ferð nú í sumar líkt og verið hefur undanfarin ár. Sæfari fékk undan- þágu frá reglum Evrópusambands- ins, sem að öllu óbreyttu hefðu dæmt skipið úr leik til að þjóna þessari siglingaleið. Einar Her- mannsson, skipaverkfræðingur og tæknilegur ráðgjafi fyrir Vegagerð- ina, segir að ekki sé langt síðan reglurnar tóku gildi og að sótt hafi verið um undanþágu til Eftirlits- stofnunar EFTA frá ákveðnum ákvæðum í þessum nýju reglum til þess að gera skipinu kleift að halda áfram siglingum sínum. „Þetta eru nú minni háttar ákvæði í raun og veru sem um er að ræða. Þessi ákvæði eru fyrst og fremst í sam- bandi við öryggisbúnað skipsins og annað slíkt,“ bendir hann á. Hann segir að með þessum nýju reglum hafi siglingasvæði verið flokkuð niður í fjögur svæði eftir ölduhæð og svo gerðar ákveðnar kröfur til skipa eftir siglingasvæð- um, en þær kröfur séu gerðar á ársgrundvelli. „Þetta skip sem um er að ræða, Sæfari, er með lausu farþegahúsi, sem er sett á skipið einungis á sumrin. Yfir vetrartímann er þetta einfaldlega flutningaskip og flutn- ingaskip mega flytja allt að 12 far- þega og eru því ekki háð þessum reglum. Þannig hefur þetta verið rekið um árabil,“ leggur Einar áherslu á. Hann bætir við að þegar farþega- húsinu hafi verið komið fyrir geti skipið flutt 90 farþega og þá gildi umræddar reglur. „Við hins vegar nýttum okkur það að það er öldu- dufl á Grímseyjarsundi sem gefur stöðugt upplýsingar um ölduhæð, öldustefnu og vind. Með því að tak- marka siglingar við ígildi siglinga- svæðis C fengum við undanþágu frá þessum minni háttar atriðum, á þeirri forsendu að ekki yrði siglt með fleiri en 12 farþega nema þeg- ar ölduhæðin væri innan þessara ákveðnu marka,“ segir Einar. Mögulegt að sækja um undanþágur fyrir ferðir Að hans sögn hefur Siglinga- stofnun Íslands komið upp öldu- duflum í kringum landið og því er óhætt að segja að Íslendingar séu þar með betur í stakk búnir en flestar aðrar þjóðir til að segja til með nokkurri vissu hvernig sjólag verður á siglingaleiðinni áður en lagt er af stað. Hann bendir á að þetta séu rök sem Eftirlitsstofnunin hafi fallist á. „Farþegafjöldinn með ferjunni helst óbreyttur frá því sem verið hefur yfir sumartímann. Að vísu er um aðeins þrengra tímabil að ræða en verið hefur, það nær frá 1. júní til 31. ágúst og er hálfum mánuði styttra en áður,“ nefnir Einar og bendir á að ef þörf þyki sé mögu- leiki að sækja um undanþágu fyrir einstaka ferðir. Til dæmis verði á fimmta tug brúðkaupsgesta ferjaðir til og frá Grímsey nú fyrir mán- aðamót. „Það skal haft í huga að þetta skip er búið að sigla á þessari sigl- ingaleið í langan tíma og það verð- ur ekkert óöruggara við það að Evrópusambandið setji einhverjar reglur en auðvitað verðum við að fylgja þeim og fara að þessum leik- reglum sem gilda. Undanþágan frá Eftirlitsstofnun EFTA er þannig orðuð að hún er til eins árs en er veitt til frekari tveggja ára, það er til loka þessa árs og svo til tveggja ára til viðbótar með einhliða ákvörðun Siglingastofnunar Ís- lands, án þess að þurfi að sækja um það til Eftirlitsstofnunarinnar,“ segir hann. Sæfari fær að flytja 90 manns í sumar Grímseyjarferjan Sæfari hefur leyfi til að flytja allt að 90 manns í sumar. Grímsey NÝLEGA afhentu Hollvinasamtök Fjórðungssjúkrahússins í Neskaup- stað, Sjálfsbjörg, Kvenfélagið Nanna í Neskaupstað, Félag hjarta- sjúklinga á Austurlandi og Lions- klúbbur Eskifjarðar sjúkrahúsinu þolbraut að gjöf. Þolbrautin eða hlaupabrautin er af fullkominni gerð og mun nýtast vel í endurhæfingarstarfsemi sjúkra- hússins. Það var Björn Magnússon, forstöðulæknir FSN, sem tók við gjöfinni. En jafnframt var Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra við- staddur og brá hann sér á brautina. Þolbraut á sjúkrahúsið Neskaupstaður ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.