Morgunblaðið - 02.06.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.06.2003, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 148. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Þriðji í Götzis Jón Arnar krækti í bronsverðlaun í tugþraut Íþróttir B3 Írar höfðu betur í boxkeppni í Höllinni Fólkið 28 Húfurnar settar upp Háskólinn í Reykjavík útskrifar 29 MBA-nema 10 „ÉG TREYSTI mér ekki til að fullyrða að einhver 700 tonn leysi öll vandamál. Ég held að þetta sé flóknara en svo,“ segir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, um vanda Raufarhafn- ar. Það þurfi fleira en kvótaúthlutun að koma til. Aflamark allra skipa og báta á Raufarhöfn, um 20 talsins, er um 1.665 þorskígildistonn. Nær allur afl- inn er leigður til annarra útgerða eða aflinn unninn annars staðar. Heimamenn leita nú logandi ljósi að varanlegri lausn í atvinnumálum á svæðinu eftir að öllu starfsfólki, 50 talsins, var sagt upp störfum hjá Jökli. Hluti þess verður endurráðinn. „Þeir sem ráða nýtingu á veiðiheimildunum eru þeir sem eiga þær,“ segir Aðalsteinn aðspurður um hvort hægt sé að hvetja handhafa veiðiheimilda skipa, sem skráð eru á Raufarhöfn, til að veiða og vinna aflann í heimabyggð. Það sé ekki í verkahring eða á valdsviði starfshóps, sem félagsmála- og iðn- aðarráðherra skipuðu nýlega, að skikka menn til að veiða aflann og vinna í byggðarlaginu. Ef til vill sé hægt að höfða til samfélagslegrar ábyrgðar manna. Spurður að því hvort smærri útgerðir í heima- byggð beri ríkari skyldur en stærri sjávarútvegs- félög gagnvart íbúum svæðisins segir Aðalsteinn ekkert hægt að fullyrða um það. Bjarki Jóhannesson, forstöðumaður þróunar- sviðs hjá Byggðastofnun, fer til Raufarhafnar í dag til að afla gagna um málið áður en starfshópurinn mætir á fimmtudag. Fulltrúi Byggðastofnunar fer til Raufarhafnar í dag Meiri kvóti leysir ekki öll vandamál FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hyggst flytja höfuð- stöðvar félagsins úr Mosfellsbæ í byggingu Lands- afls við Höfðabakka í Reykjavík. Ragnheiður Rík- harðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, kveðst hafa fengið tilkynningu um þessa ákvörðun félagsins í tölvu- pósti síðastliðinn föstudag og að þar hafi jafnframt verið sagt að ákvörðunin yrði tilkynnt formlega með sendibréfi. Rúmlega 100 starfsmenn flytja með fyrirtækinu til Reykja- víkur en tæknideild verður áfram í Mosfellsbæ. „Forsvarsmenn Atlanta sóttu það stíft fyrir ára- mót að fá lóð í Mosfellsbæ undir nýjar höfuðstöðv- ar. Töldu þeir sig hafa fundið ákjósanlega staðsetn- ingu á athafnasvæði í Krikahverfi sem bæjar- yfirvöld drifu í að deiliskipuleggja í framhaldinu. Í febrúar urðu síðan eigendaskipti hjá fyrirtækinu og stríð í Írak var yfirvofandi. Þá fengum við bréf þar sem sagði að ákvarðanatöku varðandi nýbyggingu höfuðstöðvanna hefði verið frestað þar til í ágúst. Síðan heyrum við ekkert þar til nú, að bæjaryf- irvöldum er tilkynnt þessi niðurstaða með tölvu- bréfi,“ segir Ragnheiður. Tíðindi að Atlanta flytji úr Mosfellsbæ „Það eru auðvitað stór tíðindi fyrir okkur að Atl- anta hyggist flytja starfsemi sína úr Mosfellsbæ. Starfsemi Atlanta hafa fylgt töluverð umsvif auk þess sem vera fyrirtækisins hefur verið jákvæð fyr- ir bæinn sem slíkan. Fyrirtækið verður til á þessu svæði og nú horfum við á eftir því þegar það hefur fullorðnast. Tengsl stofnenda félagsins hafa líka verið sterk við Mosfellsbæ,“ segir Ragnheiður. Forsvarsmenn Atlanta vildu ekki tjá sig um mál- ið í gær. Atlanta flytur höfuðstöðvar til Reykjavíkur ♦ ♦ ♦ ÁTÖK blossuðu upp í gær milli óeirðalögreglu og andstæðinga alþjóðavæðingar sem lokuðu vegum og brúm í Frakklandi og Sviss til að mótmæla leiðtoga- fundi átta helstu iðnríkja heims í franska bænum Evian. Tugir þúsunda manna tóku þátt í mótmælagöngu að landa- mærum Frakklands og Sviss og fór hún friðsamlega fram að mestu. Lögreglumenn beittu hins vegar táragasi og skutu gúmmíkúlum að hundruðum mótmælenda í svissnesku borg- unum Genf og Lausanne eftir að þeir höfðu grýtt lögreglumenn og skemmt bensínstöðvar og bíla. Franskir lögreglumenn beittu einnig táragasi gegn 1.500 mótmælendum sem mót- mæltu stríðinu í Írak og reyndu að loka vegi nálægt bænum Thonon. Trufluðu ekki fundinn Nokkrir mótmælendur gengu einnig berserksgang í Genf í fyrrinótt, brutu rúður í verslunum og köstuðu bensín- sprengjum á opinberar bygg- ingar. Mótmælendunum tókst þó ekki að trufla leiðtogafund iðn- veldanna. Leiðtogarnir voru fluttir með þyrlum frá flugvell- inum í Genf til Evian. Öryggisviðbúnaðurinn vegna leiðtogafundarins var svo mikill að mótmælendurnir þurftu að safnast saman í grennd við Genf og franska landamæra- bæinn Annemasse þar sem þeir settu upp miklar tjaldbúðir. Um 25.000 her- og lögreglu- menn tóku þátt í öryggisvið- búnaðinum, hinum mesta í Sviss og Frakklandi frá síðari heimsstyrjöldinni. Mótmælendurnir gengu frá Annemasse og Genf að landa- mærunum. Skipuleggjendur göngunnar sögðu að 60.000 manns hefðu tekið þátt í henni. Hörð átök milli mót- mælenda og lögreglu Mesti öryggis- viðbúnaður í Sviss og Frakklandi frá síðari heimsstyrjöld Genf. AFP. LEIÐTOGAR átta helstu iðn- ríkja heims kappkostuðu að sneiða hjá deilunum um Írak þegar þriggja daga fundur þeirra hófst í franska bænum Evian í gær. Þeir lögðu áherslu á nauð- syn samstöðu í baráttunni gegn alnæmi og hungri í þróunarlönd- unum. Fjölmiðlamenn fylgdust grannt með því þegar Jacques Chirac Frakklandsforseti tók á móti George W. Bush Banda- ríkjaforseta vegna deilna þeirra síðustu mánuði um stríðið í Írak. Þeir heilsuðust með kurteislegu brosi, stuttu handabandi og spjalli áður en þeir snæddu há- degisverð með öðrum forsetum og forsætisráðherrum. Chirac hélt blaðamannafund síðar um daginn og fór þá lofsam- legum orðum um Bush fyrir að fá Bandaríkjaþing til að samþykkja að auka framlögin til baráttunn- ar gegn alnæmi í þróunarlöndun- um um 15 milljarða dala, andvirði rúmra 1.000 milljarða króna. „Bush tók ákvörðun á þessu sviði sem ég myndi ekki hika við að kalla sögulega,“ sagði Chirac. Hann skýrði einnig frá því að Frakkar hygðust þrefalda fram- lög sín til baráttunnar gegn al- næmi. Leiðtogarnir virtust leggja sig í framkróka við að láta ekki deil- urnar um Írak skyggja á fund- inn. „Allir töluðu á jákvæðum nótum. Enginn talaði um það sem er liðið,“ sagði Jean Chreti- en, forsætisráðherra Kanada. „Allir einbeittu sér að því að skapa andrúmsloft samstöðu.“ Leiðtogar iðnveldanna reyna að sneiða hjá deilunum um Írak Áhersla lögð á samstöðu í baráttunni gegn alnæmi Evian. AP. Reuters  Pútín og Bush/12 LÖGREGLUMENN handtaka mótmælanda í borginni Lausanne í Sviss þar sem hundruð and- stæðinga alþjóðavæðingar gengu um göturnar í gær, brutu rúður í verslunum, reistu vegartálma og létu greipar sópa á tveimur bensínstöðvum. Um 400 manns voru handtekin í borginni en flestir voru látnir lausir eftir yfirheyrslu. Einn mótmælendanna í Lausanne slasaðist al- varlega þegar hann féll af brú eftir að lög- reglumenn skáru á reipi sem hann hékk á, að sögn svissnesks dómara sem rannsakaði at- burðinn. Um 2.000 manns hunsuðu síðar um daginn fyrirmæli lögreglu um að hætta mótmælunum og fóru í aðra göngu til að láta í ljós stuðning við mótmælandann sem slasaðist. Hundruð mótmælenda handtekin Hnefarnir á lofti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.