Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SNEITT HJÁ DEILUNUM Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims lögðu áherslu á nauðsyn sam- stöðu í baráttunni gegn alnæmi og hungri í þróunarlöndunum og kapp- kostuðu að sneiða hjá deilunum um Írak á fundi þeirra í gær. Jacques Chirac Frakklandsforseti lauk lofs- orði á George W. Bush Bandaríkja- forseta fyrir að beita sér fyrir aukn- um framlögum til baráttunnar gegn alnæmi. Hann sagði að Frakkar myndu fara að dæmi Bandaríkja- manna og þrefalda framlög sín til baráttunnar. Átök við mótmælendur Átök blossuðu upp í gær milli óeirðalögreglu og andstæðinga al- þjóðavæðingar sem lokuðu vegum og brúm í Frakklandi og Sviss til að mótmæla leiðtogafundinum í franska bænum Evian. Um 25.000 her- og lögreglumenn tóku þátt í ör- yggisviðbúnaðinum, hinum mesta í Sviss og Frakklandi frá síðari heimsstyrjöldinni. Byggðakvóti veldur deilum Árni Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra sagði í hátíðarræðu á sjó- mannadeginum í gær að óánægja blossaði upp í hvert skipti sem byggðakvóta væri úthlutað. Slík út- hlutun væri alltaf að hluta til byggð á mati og erfitt að gera öllum til geðs. Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélags Íslands, sagði í sinni ræðu að deilur sjómanna og útgerða lentu nú á borðum lögfræðinga og dómara, ólíkt því sem áður var. Lenti í miklum sandbyl Þrír bandarískir ferðamenn, sem voru í kajakferð við Skaftárósa um helgina, lentu í heiftarlegum sand- byl. Bátar þeirra grófust undir sand- inn og þau þurftu að moka frá tjöld- um svo þau féllu ekki undan sandfargi sem hlóðst á þau. Telja þau að ef eitthvað hefði farið úr- skeiðis eða þau tekið ranga ákvörð- un hefðu þau lent í lífshættu. Atlanta til Reykjavíkur Flugfélagið Atlanta hyggst flytja höfuðstöðvar félagsins úr Mos- fellsbæ í byggingu Landsafls við Höfðabakka í Reykjavík. Tækni- deild verður áfram í Mosfellsbæ en rúmlega 100 starfsmenn flytja með fyrirtækinu. Ragnheiður Ríkharðs- dóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, kveðst hafa fengið tilkynningu um þessa ákvörðun félagsins í tölvupósti síðastliðinn föstudag. Hún segir þetta stór tíðindi fyrir bæinn enda hafa töluverð umsvif fylgt fyrirtæk- inu. 2003  MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A JÓN ARNAR MAGNÚSSON Á VERÐLAUNAPALL Í GÖTZIS / B3 Í fréttinni kemur fram að Man-chester City og Portsmouth hafi borið víurnar í íslenska landsliðs- manninn en Jóhannes er á mála hjá Real Betis og er samningsbundinn félaginu til ársins 2005. Hann var lánaður til Aston Villa og lék með því síðustu fjóra mánuði tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Þar lét hann virkilega að sér kveða og vakti frammistaða hans með Villa mikla athygli en Jóhannes náði að skora tvö mörk, í fyrsta og síðasta leiknum sem hann lék með liðinu. Framtíð Jóhannesar hjá Aston Villa er óviss eftir að David O’Leary tók við stjórninni hjá félaginu af Graham Taylor, en Taylor fékk Jó- hannes til liðs við Aston Villa og sóttist eftir að kaupa hann. O’Leary hefur ekki tekið ákvörðum um fram- tíð Jóhannesar en ku vera á hött- unum eftir Neil Lennon, miðju- manni Celtic. „Markaðurinn var að opna í dag svo ég reikna með að mín mál skýr- ist þegar líður á mánuðinn. Það er vonandi að forsetinn hafi rétt fyrir sér hvað tilboðin varðar en þetta gæti líka verið einhver „taktík“ hjá Real Betis til að selja mig. Ég get staðfest að ég hef heyrt af áhuga Manchester City og Portsmouth en þau hafa samt ekki haft samband við mig, alla vega ekki enn sem komið er. Annars er ég mjög róleg- ur yfir þessu öllu saman en mér sýn- ist að Spánverjarnir séu að ókyrrast og vilji selja mig sem fyrst,“ sagði Jóhannes Karl við Morgunblaðið í gær. Jóhannes Karl orð- aður við Man. City JÓHANNES Karl Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er greinilega eftirsóttur af enskum félögum en forseti Real Betis, Manuel Ruiz de Lopera, segir í viðtali við breskt blað í gær að hann hafi á borði sínu tilboð frá þremur enskum liðum og hann útilokar ekki að fleiri tilboð berist í Íslendinginn. „Við munum láta Jóhannes til þess liðs sem bíður best,“ segir forsetinn. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Íslenska íþróttafólkið sem keppir á Smáþjóðaleikunum er hér að koma á hótel á Möltu síðdegis í gær. Fremstur á myndinni til vinstri er sundmaðurinn Örn Arnarson. Ef að líkum lætur mun hann sanka að sér verðlaunum í sundkeppni leikanna, eins og á síðustu leikum. STÆRSTI hópur íslenskra íþróttamanna, sem farið hefur í einu út fyrir land- steinana, lenti á Möltu síð- degis í gær en þar hefjast í dag tíundu Smáþjóðaleik- arnir. Íslendingar senda 129 keppendur á leikana og keppa þeir í tíu íþrótta- greinum. Hópurinn flaug með leiguvél frá Flug- leiðum til Möltu og alls voru ríflega 190 manns með í för. Það eru keppendur í skvassi sem ríða á vaðið í dag og síðdegis verður opnunarhátíð leikanna. Á morgun hefst síðan keppni í flestum greinum og munu keppendur reyna með sér fram á laugardag þegar leikunum lýkur, en íslenski hópurinn kemur heim á sunnudagskvöldið. Keppendur á Smáþjóða- leikum koma frá átta lönd- um, en rétt til þátttöku hafa þær þjóðir í Evrópu þar sem íbúar eru færri en ein milljón. Átta þjóðir senda keppendur að þessu sinni en þær eru auk Ís- lands og gestgjafanna Möltu Andorra, Kýpur, Liechtenstein, Lúx- emborg, Mónakó og San Marínó. Leikarnir eru nú haldn- ir á Möltu í annað sinn, en þar fóru þeir einnig fram árið 1993. Fyrst voru Smá- þjóðaleikarnir haldnir í San Marínó árið 1985 og þeir hafa einu sinni verið haldnir á Íslandi, 1997. Fjöl- menni til Möltu mánudagur 2. júní 2003 mbl.is Verð við allra hæfi Of stór biti? Við fyrstu sýn virðast sumir hlutir of kostnaðarsamir til að hægt sé að ráða við þá. Þá er gott að geta notið hagstæðra lána sem henta þörfum hvers og eins. Viðskiptavinum okkar standa til boða húsnæðislán, hvort sem er til kaupa á nýju húsnæði eða framkvæmda á eldra húsnæði. Kynntu þér málið í næsta útibúi Búnaðarbankans eða á www.bi.is www.bi.is                 !  " #    ! #      " #                                                                     &'()  (  )    *  +,-   .  )/  0  *  1  2   3 (4   3 (4 #( '  3 (4   3 (4 56 6 $ 6 % 6  67$   $ $5   6 65               %  6  8 8    555 655 6555 55 555 55 !" ! ! # $  !" % # ! &  '            6966 5 69 67$% (        ( ( )    )  ( "       Það er mikilvægur kostur við nýjar íbúðir í grónum hverfum, að öll þjónusta er þegar fyrir hendi. Þetta er einmitt áberandi við nýja byggð, sem er að rísa á Alaskalóðinni svo- nefndu við Skógarsel í Seljahverfi. Mjóddin er í göngufæri með öllum sínum verzlunum og þjónustu og íþróttasvæði ÍR er beint fyrir neð- an. Alls verða byggðar 47 íbúðir á lóðinni af mismunandi stærð og gerð. Við Skógarsel 41–43, á lóðinni sunnanverðri, rís fjögurra hæða fjölbýlishús með lyftum. Í því verða 30 íbúðir. Norðanvert í lóðinni verða byggð fimm sambýlishús á tveimur hæð- um, hvert með tveimur íbúðum eða tíu íbúðum samtals. Loks verða byggð sjö raðhús á tveimur hæðum en með einni íbúð. „Það er kostað verulegu til í því skyni að gera þessar íbúðir betri en almennt er venjan,“ segir Arn- grímur Blöndahl verkefnisstjóri, sem stjórnar byggingarfram- kvæmdunum.  26 Nýjar íbúðir í grónu hverfi ÞAÐ vekur ávallt athygli, þegar þekktar húseignir í hjarta Reykja- víkur koma í sölu. Nú eru allar Naustseignirnar við Vesturgötu og Tryggvagötu til sölu hjá fasteigna- sölunni Miðborg, samtals um 2.040 ferm. Eignirnar skiptast í veitingahúsið Naustið með búnaði, tvö hús við Vesturgötu og hús við Tryggvagötu. Heildarlóðin liggur milli Vesturgötu og Tryggvagötu. Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir um það bil 3.000 ferm. byggingarrétti til viðbótar á lóðinni. Eignirnar eru í góðu ásigkomulagi og í útleigu. Ásett verð er 315 millj. kr., en þessar eignir eru nær veðbandalaus- ar. Gert er ráð fyrir, að þær seljist í einu lagi, en eigandi þeirra er Kirkjuhvoll ehf. Að sögn Þorláks Einarssonar hjá Miðborg hafa nokkrir aðilar þegar lýst yfir áhuga sínum á að kaupa þær. Miklir stækkunarmöguleikar „Nálægðin við bæði höfnina og miðbæinn með möguleikum á að byggja hvort sem er aukið rými fyrir veitingarekstur, hótel, íbúðir eða verzlanir, gerir þetta að afar góðum fjárfestingarkosti, bæði fyrir fjár- festa og byggingarverktaka,“ segir Þorlákur Einarsson. „Tryggvagötu- megin má byggja viðbyggingu eða sjálfstæða byggingu og þá væru byggingar á lóðinni orðnar um 5.000 ferm. Útlit Naustsins er friðað, en þar er og hefur lengi verið mjög öflugur rekstur, sem verður þar áfram. En það mætti stækka húsin og auka við reksturinn með því að byggja jafnvel hótel á þessari stóru lóð auk þess sem þar er möguleiki á verzlunar- rými. Einnig kæmi til greina að byggja íbúðir á lóðinni. Þetta eru miklar og merkilegar eignir,“ sagði Þorlákur Einarsson að lokum. „Þær eru vel staðsettar í miðbæ Reykjavíkur og af viðbrögð- um að dæma geri ég mér vonir um, að þær seljist fljótlega.“ Veitingahúsið Naustið til sölu hjá Miðborg Veitingahúsið Naustið við Vesturgötu. Um er að ræða veitingahúsið Naustið, tvö hús við Vesturgötu og hús við Tryggvagötu, samtals 2.040 ferm. Á lóðinni er gert ráð fyrir um 3.000 ferm. byggingarrétti til viðbótar. Eignirnar eru til sölu hjá Miðborg, en ásett verð er 315 millj. kr. Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Fasteignablaðið // Höfuðborgir Reykjavík er nyrzta höfuðborg heims en líkt og París endurspeglar hún hina evrópsku hugmynd um þjóðarhöfuðborgina, eins og hún hefur þróazt undanfarin 200 ár.  31 // Framfarir í lögnum Orkuveita Reykjavíkur fyrirhugar nú að hafa í einum pakka heimtaugar fyrir heitt og kalt vatn, rafmagn, fjarskiptalagnir eða annað. Þetta eru stórmerk tíðindi.  36 // Gluggar Við viðgerðir og endurbætur á gluggum í fjölbýlishúsum koma gjarnan upp mörg álitaefni og spurningar og því mikilvægt, að rétt sé staðið að allri ákvarðanatöku.  39 // Spónþak Þingmúlakirkja í Múlasýslu er fallegt hús og með þaki, sem klætt var með tréþynnum, sem lagðar voru eins og skífur. Slík þök bera heitið spónþök og eru kunn frá Noregi.  44 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 22 Viðskipti 11 Þjónustan 23 Erlent 12/13 Dagbók 24/25 Listir 14 Fólk 26/29 Umræðan 15 Bíó 26/29 Forystugrein 16 Ljósvakar 30 Minningar 18/21 Veður 31 * * * KARLMAÐUR um tvítugt var stunginn þremur hnífstungum, í kvið, síðu og brjóst, eftir að hóp- slagsmál brutust út í Hafnarstræti snemma í gærmorgun. Átta varn- arliðsmenn og tvær íslenskar stúlk- ur, öll milli tvítugs og þrítugs, voru handtekin í kjölfarið. Sá sem var stunginn er búsettur í Keflavík. Í gær var hann á batavegi og ekki lengur í öndunarvél, að sögn læknis á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Lögreglan í Reykjavík hugðist í gærkvöld fara fram á gæsluvarð- hald yfir tveimur mannanna en hin- um hefur verið sleppt. Sjónarvottur sem ekki vildi láta nafn síns getið sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa hringt í Neyð- arlínuna klukkan 6.02 þegar slags- málin voru í uppsiglingu. Hann hafi séð menn setja glerflöskur fyrir aft- an bak, sumir hafi sett armbandsúr sín um hnúa og lykla inn í hnefa. Lögregla hafi á hinn bóginn ekki komið á vettvang fyrr en í fyrsta lagi klukkan 6.10 en þá var búið að stinga manninn. Jónas Hallsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn, segir að tilkynning um hnífsstunguna hafi borist til fjar- skiptamiðstöðvar lögreglu klukkan 6.02 en lögreglan í Reykjavík ekki verið kvödd á staðinn fyrr en sex mínútum síðar. Þá hafi ellefu lög- reglumenn þegar verið sendir á staðinn. Talsverðan tíma hafi tekið að ná tökum á málinu enda segir Jónas að um 70 manns hafi verið á staðnum þegar lögregla kom á vett- vang, flestir drukknir og margir viðskotaillir. Að hans sögn verður farið yfir málið í heild með yfir- mönnum fjarskiptamiðstöðvarinnar en hún er undir stjórn ríkislög- reglustjóra. „Ekkert öðruvísi nótt“ Fimm varnarliðsmenn voru hand- teknir í miðbænum en aðrir voru í bifreið sem var stöðvuð í Reykjavík um sjöleytið ásamt stúlkunum tveimur. Nokkrum var fljótlega sleppt en fjórir menn voru í haldi lögreglu fram eftir degi. Aðspurður segir Jónas að yfirmenn hjá varn- arliðinu hafi fylgst með framvindu málsins. Eftir að fólkið var flutt á lög- reglustöðina voru fangageymslurn- ar fullskipaðar. Jónas segir þó að ekki hafi þurft að flytja menn til Kópavogs eða Hafnarfjarðar, eins og hægt hefði verið, og ekki þurfti að hleypa þeim út sem voru að sofa úr sér einhvers konar vímu. Jónas segist ekki skilja í fullyrð- ingum í sumum fjölmiðlum um að í Reykjavík hafi ríkt einhvers konar skálmöld og lögregla ekki haft mannskap til að fást við ástandið. Hann viti ekki hvaðan slíkar upp- lýsingar séu komnar en hvorki finn- ist bókanir um slíkt hjá lögreglu né hafi það komið fram í viðtölum hans við lögreglumenn. Frá miðnætti til kl. sjö í gær- morgun hafi lögreglu borist 69 út- köll, langflest minniháttar. Alls hafi fimm líkamsárásir verið tilkynntar, þar af ein alvarleg. „Þetta var ekk- ert öðruvísi nótt en aðrar nætur um helgar,“ segir hann. Ungur maður stunginn þrívegis í hópslagsmálum í Hafnarstræti Lögregla krefst gæsluvarð- halds yfir tveimur mönnum FULLTRÚAR á ráðstefnu evr- ópskra og bandarískra flugmála- yfirvalda, sem nú stendur í Reykja- vík, heimsóttu flugvöllinn við Tungubakka í Mosfellsbæ í gær í boði Þóru Guðmundsdóttur og Arn- gríms Jóhannssonar, aðaleigenda Flugfélagsins Atlanta. Gestir skoðuðu einkaflugvélar af ýmsum stærðum og gerðum, auk þess sem sýnt var listflug og flug í vélsvifdrekum og svifflugum og voru nauðsynleg leyfi fengin til sýningarinnar að sögn forráða- manna Atlanta. Þeir sem sýndu list- flug voru Magnús Norðdahl og Júl- íus Þórólfsson og eftir sýningu þeirra gat Arngrímur Jóhannsson ekki stillt sig um að fara á loft í vél sinni Pitts Special, TF-ABD, og taka nokkrar óhefðbundnar beygj- ur og dýfur við fögnuð gestanna. Flugöryggisráðstefnunni lýkur á morgun. Morgunblaðið/Árni Torfason Listflug í Mosfellsbæ ESSO, Skeljungur og OLÍS hafa lækkað bensínlítrann um eina krónu. Esso reið á vaðið og boðaði lækkun á laugardag sem tók gildi í gær. Skelj- ungur fylgdi síðan í kjölfarið í gær- morgun og OLÍS um hádegisbil og tók lækkun þeirra jafnframt gildi í gær. Olíufélagið, Esso, lækkaði lítra af bensíni um eina krónu, lítra af dísel- olíu um fjórar krónur og lítra af flotaolíu um þrjár krónur og fimmtíu aura. Kemur fram í fréttatilkynn- ingu að lækkunin endurspegli þróun á heimsmarkaðsverði á eldsneyti síð- astliðnar vikur. Einnig er talað um styrkingu íslensku krónunnar gagn- vart bandaríkjadal. Skeljungur boð- aði ennfremur lækkun á útsöluverði á bensíni, díselolíu og skipagasolíu nú um mánaðamót og jafnframt til- kynnti OLÍS, Olíuverslun Íslands, lækkun á bensíni, díselolíu, gasolíu og skipagasolíu. Er lækkunin samhljóða hjá olíufé- lögunum. Bensínið lækk- ar um krónu MAÐURINN sem lést við þangskurð undan Skarðs- strönd á föstudag hét Valdimar Jónsson, til heimilis á Reykja- braut 7, Reykhólum. Valdimar var fæddur hinn 19. ágúst 1950. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fimm börn, þar af tvær ung- ar dætur, auk tveggja barna- barna. Drukknaði undan Skarðsströnd LÖGREGLAN á Patreksfirði lagði um helgina hald á 15-20 grömm af kannabisefnum og áhöldum til neyslu en þeir fengu liðstyrk frá fíkniefnalögreglumönnum frá Ísa- firði og Blönduósi en þaðan kom einnig fíkniefnaleitarhundurinn Bella og stóð hún sig með prýði. Mikið af fólki er á Patreksfirði vegna sjómannadagsins og í gær- kvöld höfðu hátíðarhöldin farið mjög vel fram að öðru leyti. Í fréttatilkynningu segir að lög- regla hafi haft afskipti af fjölda fólks sem hafi tekið eftirliti lögreglu vel. Sögðu efnin ætluð til eig- in neyslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.