Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Síðustu sætin til Rimini þann 24. júní í eina eða tvær vikur. Kynnstu Feneyjum, Flórens, Rimini og Róm. Sumarið er komið og yndislegt veður á þessum vinsælasta áfangastað á Ítalíu. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og fjórum dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Síðustu 17 sætin Stökktu til Rimini 24. júní frá kr. 39.963 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.963 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar, 24. júní. Alm. verð kr. 41.960. Verð kr. 49.950 M.v. 2 í stúdíó/íbúð, flug, gisting, skattar. Alm. verð kr. 52.450. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 2.800. „ÉG GET alveg sagt þér frá þessu því ég var þarna um borð,“ sagði Guðmundur Hjaltason, húsasmíða- meistari og flugmaður, í samtali við Morgunblaðið, en hann og sonur hans, Hjalti Geir, urðu að lenda á heimreiðinni að Bessastöðum vegna bilunar í eldsneytisgjöf á laugardagskvöld. Lendingin gekk að óskum og þremur stundum síðar tók vélin á loft af afleggjaranum. Guðmundur var ásamt syni sín- um, sem er atvinnuflugmaður, að koma frá Patreksfirði og hugðust þeir lenda á vestur-austurbraut flugvallarins í Reykjavík. Þeir voru í aðflugi þegar þeir urðu þess varir að bensíngjöfin var biluð þannig að ekki var hægt að draga af mót- ornum. Þeir hættu því við lendingu og flugu út yfir Skerjafjörð og ætl- uðu að freista þess að gera aðra lendingartilraun. Fljótlega varð þeim ljóst að aflið á mótornum myndi ekki duga til að halda nægi- legri flughæð og þeir yrðu að nauð- lenda á Álftanesi. „Hjalti hafði einhvern tímann spáð í það að þetta væri góður lend- ingarstaður. Þarna var engin hætta á ferðum því það er engin umferð þarna en það var mikil umferð um Álftanesveginn. Þarna eru heldur engir ljósastaurar og svo er tún við hliðina,“ sagði Guðmundur. Hjalti stýrði vélinni til lendingar með aðstoð föður síns. Lendingin var ekki ýkja mjúk en góð engu að síður. Guðmundur segir staðinn ekki hafa getað verið betri, túnin í kring séu mörg stutt og sundur- grafin af skurðum. „Þetta var eig- inlega orðinn síðasti séns.“ Flugvirki var kallaður til en þar sem hann var austur í sveitum þeg- ar kallið barst var viðgerð ekki lok- ið fyrr en skömmu fyrir mið- nætti.Aðspurður sagði Guðmundur að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi ekki komið til að kanna hvað um væri að vera. „Og ég saknaði þess nú að hann skyldi ekki koma út, en hann hefur kannski ekki vitað af þessu strax,“ segir hann. Flugvélin er sex sæta Cessna 185 með 300 hestafla mótor. Guðmundur á vélina einn og hann og eiginkona hans, Elísabet Krist- bergsdóttir, flugu á henni til Kyrra- hafsstrandar Bandaríkjanna og til baka árið 2000. Steinar Steinarsson í Rannsókn- arnefnd flugslysa vill frekar kalla þetta varúðarlendingu en nauð- lendingu enda hafi flugmennirnir haft nokkuð góða stjórn á vélinni. Hún sé auk þess óskemmd og eng- inn hafi meiðst. Morgunblaðið/JúlíusHeimreiðin til Bessastaða hentar afar vel til lendingar, þar eð umferð er lítil og engir ljósastaurar. „Spáði því að þetta yrði góður lendingarstaður“ STJÓRN Stangaveiðifélags Reykjavíkur náði aðeins einum laxi á land í gærmorgun, er lax- veiðivertíðin hófst formlega á bökkum Norðurár í Borgarfirði. Eini laxinn var gullfalleg 10 punda hrygna sem Friðrik Þ. Stefánsson veiddi í Myrkhyl á rauða Frances. Menn hafa séð laxa víða í Norðurá að undanförnu, en þeg- ar til kastanna kom sáust aðeins nokkrir fiskar í Myrkhylnum þar sem sá eini veiddist. Þekktir snemm sumarstaðir á borð við Brotið, Eyrina og Stokkhylsbrot voru að sjá fisklausir. Lítið vatn var í ánni, sól og blíða. Skilyrði því óhagstæð, en ýmsir töldu að lax gæti verið kominn í einhverj- um mæli upp fyrir Laxfoss. Í Stekknum var ekkert kvikt að sjá. Nokkrir silungar veiddust á aðalsvæðinu, m.a. 4 punda bleikja. Óskar Örn Guðmundsson, veiðimaður við Laxá í Laxárdal, sagði byrjunina á svæðinu hafa verið glæsilega og verið væri að reikna út hvort þetta væri besta byrjun sem vitað væri um eða sú næst besta. „Þetta byrjaði á laugardaginn og það komu yfir 70 urriðar á land. Það voru margir milli 4 og tæp 6 pund og það voru fantafiskar að taka og slíta, jafnvel 15 punda tauma,“ sagði Óskar Örn. Mest var veitt á straumflugur, Black Ghost, Rektor og svartan Nobbler. Að sögn Harðar Halldórsson- ar, kokks í veiðihúsinu Hofi við Laxá í Mývatnssveit, var hörku- veiði í Laxá í Mývatnssveit fyrsta daginn, laugardaginn, um það bil 130 fiskar hefðu veiðst og þótt hann hefði ekki tölu frá gærmorgninum vissi hann til að enn voru menn í fjörugri veiði. „Það er mikill fiskur og vænn innan um. Tveir stærstu eru 6,2 pund á Shaggy Dog úr Brun- hellshrófi og 6 punda á Guðmann úr Strákaflóa,“ bætti Hörður við. Róleg byrjun í Norðurá Morgunblaðið/Golli Friðrik Þ. Stefánsson með fyrsta lax vertíðarinnar 2003. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? HARÐUR árekstur varð á gatna- mótum Langatanga og Skeiðholts/ Bogatanga í Mosfellsbæ á laugar- dag þegar jeppi skall á fólksbíl. Gatnamótin voru nokkuð til um- ræðu sl. haust eftir að þeim var breytt og biðskylda sett á Langa- tanga, sem áður var aðalbraut. Lýstu margir íbúar yfir megnri óánægju með breytingarnar og sögðu að búast mætti við tíðum árekstrum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík var jeppanum ekið suður Langa- tanga og skall hann á bifreið sem ekið var vestur Bogatanga. Við áreksturinn valt jeppinn og lenti framan á þriðju bifreiðinni. Öku- maður jeppans var fluttur á slysa- deild og allir bílarnir fluttir með kranabíl í burtu. Gatnamótunum var breytt síðast- liðið sumar. Ný gata, Skeiðholt, var lögð að Bogatanga og göturnar gerðar að aðalbraut en biðskylda sett á Langatanga. Fljótlega eftir að gatnamótunum var breytt höfðu orðið þar fjórir árekstrar og voru umræður á vefsvæði Mosfellsbæjar og lögðu margir til að biðskylda yrði sett á Bogatanga eða Skeið- holt. Á Langatanga eru nú tvö bið- skyldumerki, hvort upp af öðru, og fleiri viðvörunarmerki hafa verið sett upp. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæj- arstjóri Mosfellsbæjar, segir engar áætlanir um að breyta gatnamót- unum. Biðskylda hafi verið sett á Langatanga eftir að gatan um Skeiðholt var lögð og tengd við Bogatanga en þetta sé mikilvæg stofnbraut um bæinn. Umferðin um Skeiðholt sé töluvert meiri en um Langatanga og m.a. þess vegna hafi verið eðlilegt að setja biðskyldu á Langatanga. Þetta hafi verið mat þeirra sérfræðinga sem best til þekkja. Árekstrar séu alltaf alvarlegt mál en fólk verði að virða umferðar- merki. Engar áætlanir um að breyta gatnamótum Morgunblaðið/Júlíus Jeppinn var fluttur af slysstað með kranabíl enda í gjörsamlega óökufær. Biðskyldumerkin eru tvö – en það dugar ekki alltaf til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.