Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2003 7 HÁTÍÐARDAGSKRÁ sjó- mannadagsins í Hafnarfirði var krydduð stórfenglegri afmæl- istertu í tilefni 95 ára afmælis bæj- arins. Bæjarbúar fjölmenntu að Fiskmarkaðshúsinu á suðurbakk- anum og gæddu sér á gómsætri tertunni sem var í boði bakaranna Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra, Jóns Rúnars Arilíusarsonar, Köku- meistaranum, og Ingimundar Sig- urðssonar, Smárabrauði. Kakan var fagurlega skreytt með merki Hafnarfjarðar úr marsipani. Bæjarfulltrúar með bakarann Lúðvík í fararbroddi skáru tertuna fyrir bæjarbúa. Af- mælisdeginum lauk síðan með há- tíðartónleikum kórakvartetts í Há- sölum. Morgunblaðið/Jim Smart Ekki var annað að sjá en afmælistertan bragðaðist ljómandi vel. Bæjarstjórinn bakaði tertuna ÍSLENSKUR sjómaður sem verið hefur í haldi í Dubai í rúman mán- uð var látinn laus gegn tryggingu í gærmorgun. Pétur Ásgeirsson, rekstrarstjóri utanríkisráðuneytis- ins, segir að maðurinn hafi á grundvelli blóðrannsóknar verið sýknaður af ákæru um að hafa neytt áfengis. Mun hann fara til Abu Dhabi, höfuðborgar Samein- uðu arabísku furstadæmanna, að Péturs sögn. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa byssu meðferðis er hann kom til Dubai á sínum tíma og verður því í farbanni í Abu Dhabi. Ræðismaður Noregs í Samein- uðu arabísku furstadæmunum hef- ur aðstoðað íslensku utanríkis- þjónustuna vegna máls sjómannsins og segir Pétur að réttað verði vegna byssunnar í Abu Dhabi, þar sem alríkisdóm- stóll furstadæmanna sé þar og vopnaburður alríkismál. Engar áreiðanlegar upplýsingar hafa fengist um það hvenær málið verður tekið fyrir, segir Pétur ennfremur. Síðastliðinn fimmtudag afhenti fulltrúi í fastanefnd Íslands í New York sendiherra Sameinuðu arab- ísku furstadæmanna þar ytra bréf frá Halldóri Ásgrímssyni utanrík- isráðherra. Bréfið er stílað á starfsbróður utanríkisráðherra í furstadæmunum og þar er óskað eftir því að hann beiti sér fyrir því að réttarhaldi yfir sjómanninum verði hraðað og að hann verði jafn- framt látinn laus gegn tryggingu. Laus úr fangelsi en í farbanni KONUNGLEGI danski ballettinn heimsækir Ís- land í vikunni og heldur tvær sýningar í Þjóð- leikhúsinu á þriðjudags- og miðvikudagskvöld. „Við erum mjög spennt að fá hann til landsins því flokkurinn þykir einn sá besti í Evrópu, en það eru 4–5 ár síðan hann kom síðast,“ segir Stefán Baldursson, þjóðleikhússtjóri. Tólf dansarar eru með í för, þar á meðal nokkr- ir af fremstu sólódöns- urum Konunglega leik- hússins og nefnir Stefán þekkt nöfn á borð við Silju Schandorff, Cristinu Olsson, Claire Still og Kenneth Greve. Dansararnir sýna fimm balletta, tvo klass- íska eftir Balanchine og Bournonville og þrjá balletta eftir nútíma- danshöfundana John Neumeier og Tim Rushton. „Það verða aðeins þessar tvær sýn- ingar og það er sama dagskráin bæði kvöldin. Þetta er eitthvað sem þau eiga á sinni verkefnaskrá þarna úti. Þetta þykja mjög spennandi nútíma- ballettar og svo er náttúrlega mjög gaman fyrir okkur að fá þessa tvo klassísku, af því það er orðið svo sjaldgæft að sjá klassískan ballett eftir að Íslenski dansflokkurinn fór að einbeita sér að nútímadansi, sem er vissulega góðra gjalda vert,“ bend- ir hann á. Stefán segir að eftirspurn eftir miðum hafi verið ágæt en ennþá sé eitthvað til og bætir við, að ef fólk bregðist skjótt við í dag ætti það að geta náð í miða. Konunglegi danski ballett- inn í heimsókn Konunglegi danski ballettinn verður með tvær gestasýningar í Þjóðleikhúsinu í vikunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.