Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2003 11 aðist að ekki yrði tryggt að smærri ríki innan sambandsins gætu haft fullnægjandi áhrif á ákvarðanatöku innan ESB. Hún sagðist telja að Sví- þjóð gæti ásamt Danmörku og Bret- landi nýtt sér stöðu sína utan EMU til að þrýsta á um að komið yrði til móts við slík sjónarmið. Lækkun á gengi sænskra hlutabréfa? Í viðskiptablaðinu Dagens Industri er haft eftir sérfræðingum að gengi sænskra hlutabréfa kunni að lækka verulega ef Svíar taki upp evruna. Teun Draaisma, sérfræðingur í evr- ópskum hlutabréfum hjá Morgan Stanley, segir að upptaka evrunnar myndi leiða til að sænskir fjárfestar færi fé úr sænskum hlutabréfum yfir í evrópsk sem muni leiða til þess að gengi sænsku bréfanna muni hrynja. Sænskir stofnanafjárfestar eru sem stendur með um 60% af fé sínu bundið í sænskum hlutabréfum. Dra- aisma telur að það hlutfall muni lækka og verða áþekkt og í öðrum Evrópuríkjum. Í Þýskalandi, Finn- landi og Danmörku sé hlutfallið til dæmis 40% og um 20% á Ítalíu, Spáni og Írlandi. Einungis í Bretlandi og Sviss er hlutfall innlendra hlutabréfa í hluta- bréfasafni stofnanafjárfesta hærra en í Svíþjóð eða 69% og 64%. MEIRIHLUTI Svía er andvígur því að taka upp evruna, samkvæmt skoð- anakönnum á vegum Danske Bank. Samkvæmt könnuninni hyggjast 42% Svía greiða atkvæði með upptöku evr- unnar í þjóðaratkvæðagreiðslu í haust en 54% hyggjast greiða atkvæði gegn evrunni. Síðastlið sumar voru stuðningsmenn evrunnar um 20 pró- sentustigum fleiri en andstæðingarn- ir, en á þeim tíma sem síðan er liðinn hefur andstæðingunum fjölgað jafnt og þétt. Í umræðum á sænska þinginu í síð- ustu viku lagði Göran Persson, for- sætisráðherra Svíþjóðar, áherslu á að Evrópusambandið stjórnaði í raun nú þegar sænskum efnahagsmálum. Því væri mikilvægt fyrir Svía að gerast aðilar að Efnahags- og mynt- bandalaginu (EMU) og taka upp hina sameiginlegu mynt. Þrír stjórnmálaflokkar, Miðflokk- urinn, Vinstriflokkurinn og Umhverf- isflokkurinn, eru andvígir evrunni og í öðrum flokkum eru skoðanir skiptar. Andstaða frá hægri Ann-Marie Pålsson, sem er þekkt- ur hagfræðingur og situr á þingi fyrir Hægriflokkinn, lét í vikunni í ljós efa- semdir um ágæti þess að taka upp hina sameiginlegu mynt. Hún sagðist hafa fullan skilning á hinum hag- fræðilegu rökum fyrir evrunni en ótt- Andstaða við evruna eykst í Svíþjóð Svíar ganga til atkvæðis um evruna í haust en andstaða við hana eykst. Reuters UM HUNDRAÐ sænskir fjárfest- ar og heilbrigðisstarfsfólk sóttu morgunverðarfund Útflutnings- ráðs Íslands í Stokkhólmi á mið- vikudag. Markmiðið með fundinum var að gefa sænskum fjárfestum og heilbrigðisstarfsfólki yfirlit yfir íslensk heilsutæknifyrirtæki og ræða möguleika á samstarfi þar á milli. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, setti fundinn og sagði m.a. að Ísland væri orðið að til- raunastöð sem lofaði góðu varð- andi þróun nýrrar tækni og vís- indaframfara á sviði heilbrigðis- mála. Átta íslensk fyrirtæki kynna starfsemi sína Átta íslensk heilsutæknifyrir- tæki kynntu starfsemi sína; Flaga- Medcare, Future Medtec, Tauga- greining, Kine, TM Software, Hreyfigreining, Össur og Heil- brigðistæknivettvangurinn. Helga Valfells hjá Útflutnings- ráði er ánægð með fundinn sem var vel sóttur. Hún segir að tals- menn íslensku fyrirtækjanna hafi komið íslenska frumkvöðlaandan- um á framfæri við sænska fagfólk- ið og vonandi myndi fundurinn leiða til viðskiptasambanda. „Ís- lensk heilsutæknifyrirtæki sem fært hafa út kvíarnar hafa sýnt fram á mikinn vöxt og það sýnir að við hugsum alþjóðlega,“ segir Helga. Hún telur jafnframt mikilvægt að starfsfólk í þessum fyrirtækjum hafi lært á Norðurlöndum og hluti stjórnarmanna er jafnvel frá Norðurlöndum. Þannig berist þekking á milli og það hvetji enn frekar til samvinnu innan Norð- urlanda. Nokkur íslensk fyrirtæki eru orðin alþjóðleg Helga segir að fundurinn hafi verið gagnlegur til að sýna fram á að nokkur íslensk heilstutæknifyr- irtæki eru orðin alþjóðleg og það sé ekki erfiðleikum bundið að reka alþjóðlegt fyrirtæki frá Íslandi. „Okkar starf er að koma aðilum í samband og líklega eru það minni fyrirtækin sem fá mest út úr þessu, sprotafyrirtækin sem eru að byggjast upp,“ segir Helga Val- fells. Ísland tilrauna- stöð í heilsutækni ● SAMSKIP hafa keypt belgíska fé- lagið Belgo-Ruys NV í Antwerpen sem undanfarin ár hefur verið um- boðsaðili Samskipa í Benelúxlönd- unum. Félagið hefur fyrst og fremst sinnt umboðsþjónustu og flutnings- miðlun. Samningurinn tekur gildi 1. júní n.k. og verður nafni Belgo-Ruys þá breytt í Samskip NV. Framkvæmdastjóri verður Björn Einarsson sem jafnframt er fram- kvæmdastjóri Samskipa BV í Rotter- dam. Hann hefur aðsetur í Rotter- dam. Samskip NV mun halda áfram að sinna hlutverki Belgo-Ruys á sigl- ingaleiðum milli Belgíu, Skandínavíu og Rússlands. Jafnframt verður fyr- irtækið áfram umboðsaðili Sam- skipa á svæðinu, sem og eistneska skipafélagsins ESCO, sem Samskip eiga helmingshlut í. „Öflugt markaðsstarf Belgo Ruys hefur stuðlað að vexti Samskipa í Benelúxlöndunum. Með kaupunum skapast tækifæri fyrir Samskip til að styrkja enn frekar stöðu sína á þessu markaðssvæði, jafnframt því sem hægt verður að bjóða upp á enn betri þjónustu við viðskiptavini félagsins,“ segir í frétt frá Sam- skipum um kaupin. Samtals reka Samskip 27 skrifstofur í 12 löndum, auk umboðsskrifstofa vítt og breitt um heiminn. Hjá fyrirtækinu starfa um 800 manns og nemur ársvelta félagsins um 200 milljónum Banda- ríkjadala, um 14,3 milljörðum króna. Samskip kaupa belg- ískt flutningafyrirtæki VIÐ skólaslitaathöfn í Vélskóla Ís- lands hinn 24. maí síðastliðinn voru brautskráðir 30 vélstjórar og vél- fræðingar. Athöfnin fór fram í há- tíðarsal Sjómannaskólans að við- stöddum fjölmörgum gestum. Tveir voru brautskráðir með 1. stig, fjór- tán með 2. stig og fjórtán með 4. stig sem er grunnurinn undir hæstu starfsréttindi og er það 208 eininga nám. Eftirtaldir 4. stigs útskrift- arnemar fengu verðlaun fyrir góð- an námsárangur: Jón Garðar Stein- grímsson fyrir vélfræðigreinar, Gunnlaugur Már Sigurðsson fyrir rafmagnsfræðigreinar, Hjörtur Guðjón Guðmundsson fyrir áfang- ann Hönnun skipa, Guðni Stein- grímsson fyrir raungreinar og ensku, Guðmundur Henry Stef- ánsson hlaut verðlaun fyrir góðan námsárangur í hraðferðarnámi til 2. stigs. Einnig veitti skólinn verð- laun fyrir störf að félagsmálum og hlaut Júlíus Pálsson sem útskrif- aðist af 4. stigi þau. Í ræðu skólameistara Björgvins Þórs Jóhannssonar kom fram að ný stjórnskipan muni koma til fram- kvæmda hinn 1. ágúst. Menntafé- lagið ehf. mun yfirtaka stjórn Vél- skóla Íslands og Stýrimannaskólans í Reykjavík. Eftirtaldir kennarar munu láta af störfum vegna aldurs við þessi tímamót: Atli Marinósson vélfræð- ingur, Benedikt Bjarnason vélfræð- ingur, Einar Ágústsson, meistari í rafvirkjun, Guðjón Indriðason vél- fræðingur, Jón Hassing vélfræð- ingur. Einnig munu láta af störfum Sigríður E. Sæmundsdóttir skóla- fulltrúi og Björgvin Þór Jóhanns- son skólameistari. Útskriftarnemendur 4. stigs ásamt skólameistara. Þrjátíu vélstjórar brautskráðir frá Vélskóla Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.