Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 12
ERLENT 12 MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ w w w .d es ig n. is © 20 02 - IT M 90 47 V. Fellsmúla • S. 588 7332 Opi›: Mán. - föst. 9-18, Laugardaga 10-14 Ba›innréttingar Græn vi›aráfer› Breidd 130 sm Kirsuberja fulning Breidd 120 sm Græn vi›aráfer› Breidd 90 sm Kirsuberja fulning Breidd 90 sm Hvít fulning Breidd 90 sm Mahóní fulning Breidd 80 sm Ávalur ölur Breidd 90 • Takmarka›ur fjöldi Dúndur sumartilbo› Uppgefnar breiddir mi›ast vi› ne›ri skápa, ekki heildarbreidd. Allar innréttingar til afgrei›slu af lager • 30-50% afsláttur af völdum innréttingum 2 3 4 5 6 71 VLADÍMÍR Pútín Rússlandsforseti og George W. Bush Bandaríkjaforseti sögðu í gær að samstarf ríkjanna hefði eflst þrátt fyrir ágreining þeirra um stríðið í Írak. Þeir lögðu áherslu á að þeir væru sammála um nauðsyn þess að ríkin ynnu saman að því að knýja Norður-Kóreumenn til að hætta þró- un kjarnavopna og koma í veg fyrir að Íranar kæmu sér upp slíkum vopnum. Þeim tókst þó ekki alveg að jafna ágreining ríkjanna um tækniaðstoð rússneskra fyrirtækja við Írana, aðstoð sem Bandaríkjastjórn segir að geri Írönum kleift að hraða þróun kjarnavopna. Pútín kvaðst vera sammála Bush um að koma þyrfti í veg fyrir útbreiðslu kjarnavopna í heim- inum, t.a.m. til Írans. „Við erum á móti því að meint tengsl við kjarnavopnaáætlun Írans séu notuð sem tæki í ósanngjarnri samkeppni við okk- ur,“ bætti hann þó við og skírskotaði til refsiað- gerða sem Bandaríkjamenn hafa hótað rússnesk- um fyrirtækjum sem hafa veitt Írönum aðstoðina. Viðræður leiðtoganna í Sankti Pétursborg voru annars mjög vinsamlegar og þeir lofuðu að auka samstarf ríkjanna við að hindra kjarnorkuáætl- anir Norður-Kóreu og Írans, í baráttunni gegn hryðjuverkastarfsemi í heiminum og við endur- reisn Íraks. Bush sagði að þeir Pútín væru „sammála um að Sameinuðu þjóðirnar ættu að gegna mikilvægu hlutverki við endurreisn Íraks“. Hann bætti við að Íraksdeilurnar hefðu aðeins „styrkt tengsl ríkjanna“ og Pútín tók í sama streng. Lofar samstarfi við þróun eldflaugavarna Forsetarnir undirrituðu einnig skjöl þar sem staðfest var að þing ríkjanna hefðu samþykkt nýj- asta afvopnunarsamning þeirra, en samkvæmt honum verður langdrægum kjarnorkuvopnum beggja þjóða fækkað um sem svarar tveimur þriðju. Pútín lofaði jafnvel auknu samstarfi við Bush í tengslum við þróun eldflaugavarnakerfis til að verjast hugsanlegum árásum á Bandaríkin. Rúss- neski forsetinn lagðist eindregið gegn þessum áformum Bush árið 2001 og deilan varð til þess að Bandaríkjastjórn rifti ABM-samningnum við Rússa sem takmarkaði eldflaugavarnir. Pútín og Bush segja að samstarf þeirra hafi eflst Reuters Vel fór á með George W. Bush Bandaríkja- forseta og Vladímír Pútín Rússlandsforseta á fundi þeirra í Sankti Pétursborg í gær. Ágreiningur er þó enn um aðstoð rússneskra fyrirtækja við Írana Sankti Pétursborg. AP. UMDEILD áform Gerhards Schröders, kanslara Þýska- lands, um efnahags- umbætur voru sam- þykkt með miklum meirihluta atkvæða á flokksþingi þýskra jafn- aðarmanna í gær. Um 90% 542 fulltrúa á flokks- þinginu greiddu atkvæði með áformunum og úrslit atkvæða- greiðslunnar voru mikill sigur fyrir Schröder sem hafði tvisv- ar hótað að segja af sér ef flokkurinn hafnaði umbótun- um. Fjöldamorð í Kongó Að minnsta kosti hundrað menn voru myrtir í Lýðveldinu Kongó um helgina, að sögn yf- irmanns úgandískra hersveita í landinu. Aðrar heimildir hermdu að yfir 250 hefðu verið myrtir, þeirra á meðal tuttugu ung börn. Stríðsmenn úr röðum Lendu-ættflokksins í Ituri-hér- aði eru sagðir hafa ráðist á eitt þorpa Hemas-ættflokksins og myrt íbúa þess. Landnema- byggðir rifnar niður? Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að nokkrar ólöglegar landnema- byggðir gyðinga á herteknu svæðunum kynnu að verða rifnar niður eftir fund hans með for- sætisráð- herra heimastjórnar Palestínu- manna og Bandaríkjaforseta í Jórdaníu á miðvikudaginn kemur. STUTT Áform Schröd- ers sam- þykkt Ariel Sharon Gerhard Schröder Yfir 500 manns hafa látið lífið í mikilli hita- bylgju á sunnanverðu Indlandi síðasta hálfa mánuðinn. UNGUR drengur skvettir á sig vatni til að kæla sig í 47 stiga hita í Hyderabad, höfuðstað ind- verska sambandsríkisins Andhra Pradesh, í gær. Reuters Hundruð manna deyja af völdum hita HERFORINGJASTJÓRNIN í Burma lokaði í gær skrifstofum flokks Aung San Suu Kyi eftir að hún var handtekin í norðurhluta landsins. Skýrt var frá því á laugardag að Suu Kyi hefði verið hand- tekin eftir að átök blossuðu upp milli fylg- ismanna hennar og þúsunda stuðnings- manna herforingja- stjórnarinnar í bænum Ye-U í norðurhluta landsins. Yfirvöld sögðu að Suu Kyi væri í „bráðabirgðaöryggis- gæslu“ til að vernda hana eftir átökin sem kostuðu að minnsta kosti fjóra menn lífið. Fregnir hermdu í gær að henni væri haldið í gistihúsi í Rangoon. Margir stjórnarerindrekar í Burma óttast að herforingjastjórnin hyggist hneppa Suu Kyi í stofufangelsi aftur. Hún var leyst úr nítján mánaða stofu- fangelsi fyrir rúmu ári og vakti það vonir um að herforingjastjórnin hygðist koma á pólitískum umbótum. Nítján stuðningsmenn Suu Kyi, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991, voru einnig handteknir eða settir í stofu- fangelsi. Herforingjastjórnin tilkynnti í gær að háskólum landsins yrði lokað en ekki var greint frá ástæðu þess. Suu Kyi sett í stofu- fangelsi? Rangoon. AP. Aung San Suu Kyi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.