Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2003 17 Í stjórnarsáttmála nýrrar rík- isstjórnar var fátt sem kom á óvart. Þar eru þó atriði sem fyllsta ástæða er til að vekja athygli á. Meðal bestu nýjunganna er að leggja eigi áherslu á aukna og sýni- legri löggæslu. Í þessu felst mikils- verð og lofsverð stefnubreyting. Sýnileg löggæsla, hvort heldur í umferðinni, á götum úti eða í íbúa- hverfum hefur reynst hvað best til að vinna að forvörnum og auka ör- yggi íbúa. Með áherslu á þessa þætti er sleginn nýr tónn. Í stað áherslu á þyngri refsingar og öfl- ugri fangelsi verður vonandi for- gangsraðað í þágu almennrar lög- gæslu og forvarna. Það hefur því miður ekki verið raunin. Staðreyndirnar tala sínu máli. Þriðjungi færri almennir lög- reglumenn voru við lögregluna í Reykjavík árið 2002 en árið 1976. Almennir lögreglumenn eru þeir sem starfa í framlínunni. Þeir eru hinn sýnilegi hluti lögreglunnar. Stöðum þeirra hefur ekki aðeins fækkað. Fjöldi á hverri vakt hefur einnig dregist saman. Skoðum tölur um næturvaktir um helgar. Eftir skammvinna fjölgun fyrir alþing- iskosningarnar 1999 tók nið- urskurður við. Á síðustu þremur árum hefur lögreglumönnum á næturvöktum fækkað um 15%. Í miðborginni eru nú 9 lögreglumenn í stað 13 þegar mest var. Á virkum dögum er fækkunin hlutfallslega meiri eða 22%. Þessi fækkun sýni- legra lögreglumanna helst í hendur við yfirvinnubann og lokun flestra hverfastöðva lögreglunnar eftir að dagvinnu lýkur. Aðeins Breiðholts- stöðin hefur verið opin til 23. Svipaða þróun má sjá hjá lög- reglunni um land allt. Á síðasta áratug hefur almennum lög- reglumönnum fækkað um 28,6% á meðan fjölgun hefur orðið í öllum flokkum yfirmanna. Í skýrslu fyrr- verandi dómsmálaráðherra til Al- þingis kemur fram að þau tíu ár sem almennum lögreglumönnum hefur fækkað um 28,6% hefur yf- irlögregluþjónum fjölgað um 17,3%, aðstoðaryfirlögregluþjónum um 45%, lögreglufulltrúum um 69,5% og aðalvarðstjórum um 57,8%. Uppbygging embættis ríkislög- reglustjóra er svo sérkapítuli út af fyrir sig í yfirmannavæðingu lög- gæslunnar. Þessi þróun í samsetn- ingu lögregluliðsins gengur frek- lega gegn markmiðum um sýnilega löggæslu þar sem yfirmenn eru síð- ur í almennu eftirliti eða á vett- vangi. Það undirstrikar jafnframt að auknar fjárveitingar eru ekki það eina sem horfa þarf til ef markmiðið er að auka sýnilega lög- gæslu. Grundvallarbreytingar á skipulagi lögreglunnar getur einnig þurft til. Öfugþróunin í samsetningu lög- regluliðsins er aðeins einn angi af skipulagsvanda löggæslunnar. Hann kristallast í allt of mörgum og litlum lögregluliðum. Sextán af 27 lögregluliðum landsins hafa minna en 10 lögreglumönnum á að skipa. Með bættum samgöngum og samskiptum hlýtur að mega sam- eina stjórn einhverra þeirra. Kannski eru þó mestir hagræðing- armöguleikar í sameiningu milli- stórra embætta. Með uppstokkun þeirra gæfist kærkomið færi á að forgangsraða í þágu hverfalögreglu, miðborgarvaktar og sýnilegrar lög- gæslu á götum úti. Löggæslumálin á höfuðborg- arsvæðinu eru sérstakt athugunar- efni. Eftir velheppnaða sameiningu slökkviliða á höfuðborgarsvæðinu hlýtur sú spurning að vakna hvort ekki sé löngu tímabært að ráðast í svipaðar skipulagsbreytingar á lög- gæslusviðinu. Tilefnin eru ærin. Þrátt fyrir að flestum beri saman um að öflug hverfalöggæsla dragi úr afbrotum hefur hún ekki verið efld þrátt fyrir gefin fyrirheit. Lög- reglan í Reykjavík hefur í raun sinnt skyldum sínum merkilega vel miðað við að embættinu hefur verið gert að skera niður í stað þess að óskum hennar um aukinn mannafla hafi verið mætt. Á fjárlögum þessa árs var enn höggvið í sama kné- runn. Bættist sá niðurskurður við uppsafnaðan vanda síðustu ára einsog fréttir hafa vitnað um að undanförnu. Ef litið er til nágrannalandanna tekur skipulag löggæslumála alls staðar mið af því að lögreglu er frekast þörf í borgum. Þessu er öf- ugt farið á Íslandi. Til marks um stöðuna eru íbúar á hvern lögreglu- mann 456 í Reykjavík samanborið við 380 í Helsinki, 328 í Kaup- mannahöfn, 303 í Osló, 199 í Berlín, 167 í Stokkhólmi og 113 í París. Á meðan almennum lögreglumönnum hefur fækkað um þriðjung í Reykjavík hefur borgin umbreyst úr rólegu sjávarþorpi í þróttmikla borg. Öllu hefur fjölgað nema lög- reglumönnum. Bílaeign hefur margfaldast, umferð aukist, heilu hverfin hafa risið auk þess sem íbú- um og ferðamönnum hefur fjölgað. Lífsmynstur Reykvíkinga og gesta þeirra er gjörbreytt, áreiðanlega ýmist til góðs eða ills frá sjón- armiði löggæslunnar. Í því ljósi er undarlegt og raunar ótækt að ekki liggi fyrir mat á lög- gæsluþörf á höfuðborg- arsvæðinu. Reykjavík- urborg hefur þó margoft farið þess á leit formlega og óformlega að úr því verði bætt. Í undanfara borgarstjórnarkosn- inganna fyrir ári sannfærðist ég um að meðal Reykvíkinga er breið samstaða um að auka þyrfti grenndarlöggæslu og sýnileika lög- reglunnar í borginni. Á því ári sem frá liðið er hefur Reykjavík óskað eftir viðræðum um að borgin taki við yfirstjórn grenndarlöggæslu. Sú ósk byggist á þeirri skoðun að eðli- legt sé að öll nærþjónusta hins op- inbera sé á hendi sveitarfélaga. Ekki hefur verið fallist þetta hvað löggæslu varðar af hálfu dómsmála- yfirvalda. Nýr dómsmálaráðherra hefur raunar tekið í svipaðan streng á vettvangi sveitarstjórna. Í brýnum verkefnum á sviði lög- gæslumála á næstu árum verður þó að gæta þess að ágreiningur um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga komi ekki í veg fyrir samstarf um að efla hverfalöggæslu. Í þeim efnum virðast áherslur ríkis og borgar nú fara saman. Dæmi um gifturíkt samstarf, sambýli og raunar sérstaka samstarfssamninga lögreglu og borgaryfirvalda eru vissulega fyrir hendi í einstökum hverfum. Óvíða hefur frumkvöðla- starf í forvarnarmálum og sam- starfi gegn afbrotum verið meira en þar sem samstarfið hefur gengið lengst, í Grafarvogi. Í Breiðholti eiga íbúar einnig varla nokkra betri bandamenn en hverfislögregluþjón- ana þegar á reynir og þannig mætti áfram telja. Á þessari reynslu á að byggja. Ef skynsamlega verður að málum staðið má stíga stór skref til framþróunar og samstarfs á næstu árum. Í því efni mun ekki standa á Reykjavíkurborg. Útdráttur: Ágreiningur um verkaskiptingu má ekki að útiloka samstarf um að efla hverfalöggæslu þar sem áherslur ríkis og borgar fara nú saman. Aukin og sýni- legri löggæsla Eftir Dag B. Eggertsson Höfundur er læknir og borgarfulltrúi dagur@reykjavik.is ’ „Öfugþróunin í samsetn-ingu lögregluliðsins er að- eins einn angi af skipulags- vanda löggæslunnar. Hann kristallast í allt of mörgum og litlum lögregluliðum.“ ‘ andi – voru eins og bandarísku ekki með neinn ráðandi hluthafa st með rekstri þeirra. getur samþjöppuð eignaraðild rópskra fyrirtækja einnig kom- rir fjárfesta. Þeir sem eiga hlutabréfanna geta tekið fjár- fyrirtækjunum á kostnað minni yrir utan ýmis hlunnindi og fríð- óru hluthafarnir makað krókinn m til annarra fyrirtækja í eigu ð mynda með háu millifærslu- agstæðum lánum. Þá heftir ð eignaraðild vöxt fjármagns- annig að erfitt er fyrir minni selja hlutabréf sín. mulag eignarhalds á fyr- æðst þó að miklu leyti af öðrum agaákvæðum sem eiga að festa: það getur verið háð upp- tvinnulífsins í hverju landi fyrir ægara er þó að hafa í huga að til neitt eitt ákjósanlegt eign- rkomulag sem löggjafinn eða nanir ættu að keppa að. i að sérstöku fyrirkomulagi eignarhalds og stjórnunar fyrirtækja er goðsögn. Löggjafinn og eftirlitsstofnanir ættu þess í stað að einbeita sér að því að vernda betur minnihlutafjárfesta, hvort sem þeim stafar hætta af stjórnendum, eins og í dreifðri eignaraðild, eða af ráðandi hluthöfum, eins og í samþjappaðri eign- araðild. Aðdáunarvert er hversu skjótt hefur verið brugðist við hneykslismálunum í bandaríska atvinnulífinu – og brotalöm- unum í eigin eftirliti endurskoðenda. Innan örfárra mánaða setti Bandaríkjaþing svo- kölluð Sarbanes-Oxley lög, viðamestu kauphallalöggjöf frá stofnun bandaríska fjármálaeftirlitsins árið 1934. Fjármálaeftirlitið hefur sjálft endur- skoðað og lagfært reglur sínar og fjár- magnsmarkaðirnir hafa endurskoðað skráningarreglur sínar. Hvort sem Sarba- nes-Oxley lögin koma í veg fyrir annars konar hneykslismál eða ekki er nær öruggt að þau munu veita hluthöfum meiri vernd og gefa öðrum löndum gott fordæmi. Þar sem samþjappaða eignaraðildin er algeng, svo sem í Evrópu, þurfa eftirlits- stofnanirnar að beina athyglinni sér- staklega að viðskiptum hlutafélaga við tengd fyrirtæki, tryggja að reglum um upplýsingagjöf sé fylgt til fulls og leggja strangar hömlur á innherjaviðskipti ráð- andi hluthafa. Ennfremur ætti ákveðinn fjöldi sæta í stjórnum fyrirtækja og endur- skoðunarnefndum að vera ætlaður fulltrú- um minnihlutafjárfesta. Áður en Sarbanes-Oxley lögin voru sett var löggjöf Evrópusambandsríkjanna betri en sú bandaríska á nokkrum sviðum. Ekki síðar en árið 2005 eiga öll skráð hlutafélög í ESB-löndunum að taka upp alþjóðlega reikningsskilastaðalinn (IAS) – þar sem efnið vegur meira en formið – og auðveld- ara er að aðlaga meginreglur hans fjár- málanýbreytni þar sem þær eru almennari en í bandaríska reikningsskilastaðlinum. Í nokkrum Evrópulöndum fylgjast eftirlits- stofnanir með innri og ytri endurskoð- endum hlutafélaga og staðfestir þá, auk þess sem það er almenn regla fremur en svar við sérstökum atburðum að þau eru skylduð til að veita upplýsingar um atriði sem geta haft áhrif á gengi hlutabréfa. Þá hefur jafnvel verið reynt að koma reglum yfir skýrslur greiningardeilda. Gjaldþrotamálin sem komið hafa upp á síðustu árum er öllum holl lexía og minna okkur óþyrmilega á vandamál sem stjórn- málaleiðtogarnir gleymdu eða töldu henta sér best að hunsa. Menn gera sér nú aftur grein fyrir því að þótt minnihlutafjárfestar virðist njóta mikillar verndar getur það verið tálsýn og okkur gefst því nú tækifæri til að ráðast í nauðsynlegar umbætur. Til að koma þeim í kring, í Evrópu ekki síður en Bandaríkjunum, þurfum við að einbeita okkur að því að halda trausti minnihluta- fjárfesta. yrir misferli fyrirtækja? Luigi Spaventa er formaður Consob, kaup- hallaeftirlitsins á Ítalíu, hagfræðiprófessor við Rómarháskóla og á sæti í „vitringanefnd“ á vegum ECOFIN (ráðs efnahags- og fjár- málaráðherra ESB-landanna) sem fjallar um skipulag verðbréfamarkaða Evrópu. nn gera sér nú aft- in fyrir því að þótt hlutafjárfestar njóta mikillar ar getur það verið ‘ fnmikið með hverju grunn- óháð því hvar það stundar nám. r óskiljanlegt og ósanngjarnt, orgaryfirvöld ekki með nokkr- leggja mat á það í gegnum fjár- ert foreldrar kjósa að senda náms. Fyrir því vali foreldra msar ástæður, enda aðstæður ms misjafnar. fundi borgarstjórnar Reykja- málefni einkareknu grunnskól- il umræðu. Sú umræða gaf ekki stakrar bjartsýni, því þar kom ram ólík afstaða borgarfulltrúa lokksins og R-listans til málsins. ndna og þekkta vantrú vinstri stu því sem að einkaframtaki erandi, ekki síst í máli þeirra tanda til vinstri í valda- -listans. Tilefni þessara um- ræðna var einkum nýframlögð skýrsla starfshóps, sem falið var að gera fjárhags- lega úttekt á stöðu einkaskóla. Sú skýrsla olli talsverðum vonbrigðum, enda segir m.a. í niðurstöðum starfshópsins: „Ljóst er að í flestum tilvikum er fjárhagslega óhag- kvæmt fyrir skattgreiðendur að borgin reki einkaskóla samhliða borgarreknu skól- unum, nema hugsanlega að þeir verði hverf- isskólar og borgin þurfi ekki sjálf að byggja skóla í viðkomandi hverfi. Því er mikilvægt að skoða hvernig setja megi skorður á fjölda einkaskóla og fjölda nemenda sem borgin samþykkir að greiða með til einkaskólanna hverju sinni.“ Þessa niðurstöðu gagnrýndum við sjálf- stæðismenn harðlega, enda ber hún hvorki vott um skilning á mikilvægi þess að við- halda fjölbreytni í reykvísku skólastarfi né skilning á þeim sjálfsagða rétti foreldra og barna að geta valið skóla við hæfi. Að auki ber þetta álit starfshópsins því miður vott um löngu úreltar hugmyndir um það að engir aðrir en opinberir aðilar geti rekið stofnanir svo vel sé. Það olli að auki von- brigðum að þótt starfshópurinn legði til hækkun á framlögum til þeirra barna sem sækja nám í einkareknum skólum var ekki gert ráð fyrir því að þau yrðu jafnhá og framlög með öðrum reykvískum börnum. Þessu höfum við sjálfstæðismenn mótmælt og ítrekað fyrri tillögur okkar um að öll grunnskólabörn skuli njóta sama fjárhags- stuðnings frá borginni. Undir þær tillögur var ekki tekið á umræddum fundi borg- arstjórnar, frekar en gert hefur verið í ýms- um nefndum borgarinnar eða borgarstjórn á undanförnum árum. Á fundi fræðsluráðs á morgun verður mál- ið aftur tekið til umræðu og vonandi af- greiðslu, enda þolir það enga frekari bið. Ef marka má það sem fram hefur komið um málið á undanförnum dögum og vikum er ástæða til að vona að meirihlutinn muni að einhverju leyti gangast við rökum réttlætis og skynsemi í þessu máli. Þannig er líklegt að framlög til barna í einkareknum grunn- skólum verði hækkuð. Náist sá árangur er það skref í rétta átt og staðfesting þess að barátta okkar sjálfstæðismanna og annarra hafi skilað árangri. Markmiðinu verður þó ekki náð fyrr en öll reykvísk börn njóta sama stuðnings til grunnskólanáms. Aðeins þannig tryggjum við að í borginni verði fjölbreytni í skólastarfi til framtíðar og öll börn hafi sömu tækifæri til að velja sér skóla við hæfi. al Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. gin á ekki að mis- börnum á grund- ess hvert þau grunnskólamennt- a. ‘ myndina um fjárstjórn fjöldans . Ekkert var fjallað um beinan taklinga í formi hlutabréfa í málanum. Hins vegar var að að auka skatthlunnindi fólks með viðbótarlífeyrissparnaði. r að hugsunin um aukinn við- sparnað sé falleg þá er auðvit- eina fólki inn í ýmsar tegundir r gert á kostnað beinnar eign- staklinga í almenningshluta- skeið var skattafsláttur veittur yptu innlend hlutabréf. Margir töldu þessi skatthlunnindi óþörf og að þau gætu jafnvel haft neikvæð áhrif á hluta- bréfamarkaðinn; fólk streymdi inn í verð- bréfafyrirtækin til að kaupa sér skattaf- slátt fyrir áramót en virtist lítið vita eða sýna áhuga þeim fyrirtækjum sem keypt voru bréf í. Skattafslátturinn leiddi þó til þess að stór hluti landsmanna var orðinn beinn hluthafi í kjörbúðinni í nágrenninu, bensínstöðinni, bankanum eða í sjáv- arútvegsfyrirtæki. Í ljósi breyttra að- stæðna á markaði þarf ríkisstjórnin að skoða að nýju leiðir til að efla beina þátt- töku almennings í atvinnustarfsemi. Þar er brýnast að fólk sé hvatt til að taka þátt í at- vinnustarfsemi með hlutabréfakaupum í hvaða formi sem er. Það er til mikils að vinna að tryggja áframhaldandi víðtæka og beina eignarað- ild einstaklinga að fyrirtækjum á hluta- bréfamarkaði. Með henni eykst þekking al- mennings á atvinnustarfsemi og „sjálfstæði manna verður mest“ svo áfram sé vitnað í bók Eyjólfs Konráðs Jónssonar. Á næstu mánuðum þarf að skoða hvernig skjóta megi styrkari stoðum undir hluta- bréfamarkaðinn, auka veltuhraða á mark- aðnum og almenna eignaraðild að fyr- irtækjum. Tryggja þarf að ekki halli á eitt sparnaðarform umfram annað í skattalegu tilliti, það á ekki að skipta máli hvort ein- staklingur velur að kaupa hlutabréf í fyr- irtæki beint eða í gegnum sjóð. Þá þarf að skoða hvernig hlutabréfaeigendur geta fram- selt umboð á auðveldan hátt en slíkt getur aukið áhrif smárra fjárfesta í almennings- hlutafélögum. Í þriðja lagi lagi þarf að halda áfram einkavæðingu sem miðar að víðtæku eignahaldi einstaklinga. Ábyrgð fyrirtækjanna í þessum efnum er jafnframt mikil og viðskiptalífið gerir sér grein fyrir því að það þarf fyrst og fremst að ávinna sér traust almennings m.a. með því að hafa skýrar leikreglur á markaði og góða upplýsingagjöf. Stjórnvöld í landinu þurfa á hinn bóginn að hafa hugfast þau sjónarmið sem upphafsmenn markaðarins höfðu og leggjast á árar með viðskiptalífinu til að hvetja til þess að einstaklingar taki með bein- um hætti þátt á íslenskum hlutabréfamark- aði. á undanhaldi? Höfundur er framkvæmdastjóri Verslunarráðs Ís- lands. æstu mánuðum skoða hvernig megi styrkari undir hlutabréfa- inn, auka veltu- markaðnum og a eignaraðild að kjum. “ ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.