Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 19
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2003 19 Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Sími 893 8638 Komum heim til aðstoðar við undirbúning útfarar sé þess óskað Sími 567 9110 www.utfararstofan.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN JÓNA BENEDIKTSDÓTTIR, Hlíðarhúsum 3, Reykjavík, andaðist á Landspítala við Hringbraut þriðju- daginn 27. maí. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju þriðju- daginn 3. júní kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Sjálfsbjörg eða Líknarsjóð Finnbjargar Sigurðardóttur frá Felli, Sandgerði, banki 1109-05-417017. Guðlaug S. Hauksdóttir, Sigurbjörn Sigurbjartsson, Konstantín H. Hauksson, Guðný K. Garðarsdóttir, Smári Hauksson, Sigurlaug M. Óladóttir, Haukur L. Hauksson, Aðalbjörg Sigurþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað verður í dag, mánudaginn 2. júní, frá kl. 12.30—16.00 vegna jarðarfarar. Björgun ehf. Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞRÚÐAR GUÐRÚNAR ÓSKARSDÓTTUR, Krummahólum 10, Reykjavík, er lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki laugar- daginn 17. maí, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. júní kl. 15.00. Gunnlaugur Hannesson, Þrúður Ólöf Gunnlaugsdóttir, Óskar Smith Grímsson, Hanna Þrúður Þórðardóttir, Guðmundur Guðmundsson, Gunnþór Tandri Guðmundsson. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GYÐA ÞÓRÐARDÓTTIR, Hringbraut 50, áður Hringbraut 43, Reykjavík, er lést á elliheimilinu Grund sunnudaginn 25. maí, verður jarðsett frá Neskirkju þriðju- daginn 3. júní kl. 15.00. Ragnar J. Henriksson, Jórunn Erla Stefánsdóttir, Þórður Ág. Henriksson, Ásta B. Óskarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR FINNBOGASON húsasmíðameistari, Viðjugerði 12, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 29. maí. Soffía Ólafsdóttir, Björg Ingólfsdóttir, Ágústa Ingólfsdóttir, Ólafur Ingólfsson, Bjarghildur Jósepsdóttir, Hrafnhildur Ingólfsdóttir, Magnús Magnússon, Finnbogi Ingólfsson, Kristín Birna Jakobsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær eiginmaðir minn, faðir, afi og langafi, STEFÁN EIRÍKUR SIGURÐSSON, fyrrv. verkstjóri, Skipasundi 88, Reykjavík, andaðist föstudaginn 30. maí á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Hanna Soffía Gestsdóttir, Sigurður Stefánsson, Svava Stefánsdóttir, Hanna Sigríður, Sara Margrét og Sólveig Íris Sigurðardætur, Þórunn Eva Ármann. Hjartkær eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR HELGADÓTTIR, íþróttakennari, Safamýri 50, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 28. maí á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Kristján Þór Þórisson, Steinþór Kristjánsson, Anna Þuríður Kristjánsdóttir, Kristín Þóra Kristjánsdóttir, Þorgerður Kristjánsdóttir, Sif Kristjánsdóttir, Trausti Þór Ósvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. með að gera rekstur tveggja fyrir- tækja í Grundarfirði á Snæfellsnesi. Þessi kynni leiddu síðan til þess að ég tók við starfi sveitarstjóra í Borg- arnesi af Halldóri 1968. Samstarf okkar stóð í nær aldarfjórðung og það er vissulega margs að minnast og margt að þakka frá þessum tíma. Fátt eitt kemst þó að í stuttri minn- ingargrein. Langt mál þyrfti til að rekja að nokkru ráði þau fjölmörgu framfaramál, sem Halldór beitti sér fyrir í þágu Borgarness, Borgar- fjarðarhéraðs, Vesturlandskjör- dæmis og raunar landsins alls. Eitt mál vil ég nefna sérstaklega en það er brúin yfir Borgarfjörð. Stuttu eftir að Halldór varð þing- maður eða 1958 fékk hann sam- þykkta á Alþingi þingsályktun um rannsókn á þessu verkefni. Hann vann síðan að undirbúningi þessarar framkvæmdar í meira en áratug. Oft var á brattann að sækja og margir voru þeir sem ekki skildu mikilvægi þessarar framkvæmdar og töldu að hún mundi nánast þjóna Borgnes- ingum einum. Halldór skorti samt hvorki kjark eða þrek til að berjast fyrir málinu og þegar hann varð fjármálaráðherra og seinna sam- gönguráðherra varð ekki aftur snú- ið. Brúargerðin hófst 1975 og henni lauk að mestu snemma árs 1979. Formleg vígsla brúarinnar fór fram í september 1981 en þá voru liðin 23 ár frá því að Halldór hóf baráttu sína fyrir málinu á Alþingi. Í ræðu sem Halldór flutti við vígslu brúar- innar vitnaði hann í skáldið frá Fagraskógi sem segir svo í þekktu kvæði. Er starfinu var lokið og leyst hin mikla þraut fannst lýðum öllum sjálfsagt að þarna væri braut. Ég hefi ekki heyrt neinar gagn- rýnisraddir vegna brúarinnar eftir að hún var tekin í notkun. Miklar framfarir og uppbygging einkenndu sveitarstjóratíð Halldórs í Borgarnesi. Hann hafði ríkan skilning á því að hagsmunir þétt- býlisins í Borgarnesi og sveitanna umhverfis voru samtvinnaðir. Halldór háði margar pólítiskar orustur á ferli sínum og vann þær flestar. Þar kom til feiknarlegur dugnaður og kapp ásamt miklum hæfileikum til samskipta við fólk. Fjöldi fólks leitaði til hans með vandamál sín, bæði stór og smá, og hann lagði alls staðar gott til mála. Sjálfsagt aflaði þetta honum vin- sælda og þar með atkvæða en ég hygg að það hafí ekki verið honum aðalatriðið. Hjálpsemi og áhugi á fólki og aðstæðum þess voru ríkir þættir í fari hans. Halldór hætti að mestu þátttöku í pólitísku starfi á góðum aldri. Fjöl- skylda hans og vinir vonuðust eftir að við tækju hjá honum góð ár þar sem hann gæti sinnt ýmsum áhuga- málum sínum sem í dagsins önn höfðu vikið fyrir erlinum. Þessar vonir brugðust að mestu og hann hefur um langt árabil átt við erfið veikindi að stríða. Sjálfsagt hefur það haft sín áhrif að hann kunni aldrei að hlífa sér. Hvíldin er honum nú örugglega velkomin. Að leiðarlokum þökkum við Erla Halldóri áratuga vináttu og sam- starf og sendum Margréti, börnum þeirra og öðru venslafólki innilegar samúðarkveðjur. Húnbogi Þorsteinsson. Leiðir okkar Halldórs lágu saman í pólitískri baráttu um þingsæti í Vesturlandskjördæmi og á vett- vangi sveitarstjórnarmála. Það var ómetanleg reynsla að njóta viðhorfs hans til þjóðmála og þiggja ráðlegg- ingar hans, hvernig best væri að leysa hin ýmsu vandamál hverju sinni. Hann vildi hafa áhrif á fram- farir og lausn mála sem víðast um kjördæmið. Halldór var fjármálaráðherra og samgöngu- og landbúnaðarráðherra um árabil, hann beitti sér fyrir laga- setningu í þessum málaflokkum í þágu bændastéttar og stóð fyrir stórframkvæmdum í samgöngum á landsbyggðinni í Vesturlandskjör- dæmi. Þar má nefna: Borgarfjarð- arbrú, brú yfir Gilsfjörð, varanlegan veg vestur Mýrar, stórframkvæmd- ir við hafnargerð í Ólafsvík, Grund- arfirði og Stykkishólmi, landshöfn í Rifi. Áhrif Halldórs Sigurðssonar voru ómetanleg á öll þessi mannvirki, það var ómetanlegt að kynnast honum, sjá hvernig hann vildi hafa bein áhrif á framfarir og lausn mála sem víðast um kjördæmið. Á árunum 1975 til 1980 var Borg- arfjarðarbrúin reist, eitt af mestu brúarmannvirkjum sem gerð hafa verið á Íslandi. Halldór E. í Borgarnesi, eins og hann var oft nefndur á þeim árum, var alla tíð sérlega laginn að koma sínum áhugamálum fram, enda kappsamur og kjarkmikill. Íbúar Vesturlands sem og aðrir lands- menn njóta þess í dag. Þegar Borgarfjarðarbrúin var vígð var samsæti í Hótel Borgar- nesi. Halldór fékk mikið lof, hann var hógvær, en ég tók eftir því að hann var innilega glaður, þótt hann vildi ekki láta bera á því. Kæri Halldór. Ég þakka þér af al- hug fyrir ómetanlegt samstarf og að fá að njóta viðhorfa þinna til þjóð- mála og ráðlegginga, hvernig best væri að leysa hin ýmsu vandamál hverju sinni. Leiðbeiningar þínar á pólitískum vettvangi voru mér ógleymanlegar en þú stóðst framar öðrum á því sviði. Áhrif þín munu lengi lifa. Hvíl þú í friði. Ég votta Margréti og fjölskyld- unni innilega samúð. Guð geymi minninguna um Hall- dór E. Sigurðsson. Alexander Stefánsson. Þegar ég var sex ára gamall átti ég því láni að fagna að móðir mín kynntist manni sem gekk mér í föðurstað. Og með í kaupbæti fékk ég ömmu sem reyndist mér mjög vel. Oft var farið í heimsóknir út í Holt til ömmu Laugu, og ég man sérstak- lega eftir einu skipti þegar við sátum í eldhúsinu hennar og hún var að gefa mér ristað franskbrauð. Eitt- hvað fannst henni ég sólginn í GUÐLAUG GUÐLAUGSDÓTTIR ✝ Guðlaug Guð-laugsdóttir fæddist á Miðhópi í Grindavík 15. sept- ember 1922. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 31. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Garðakirkju 25. apríl. franskbrauðið og bauð mér því rúgbrauð, en ég svaraði því til að af því fengi ég nóg heima. Oft minnti hún mig á þetta atvik og við hlóg- um mikið að því. Elsku amma Lauga, takk fyrir að taka mér sem þínu ömmubarni, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Ég elska þig, Drottinn, þú styrkur minn. Drottinn, bjarg mitt og vígi og frelsari minn, Guð minn, hellubjarg mitt, þar sem ég leita hælis, skjöldur minn og horn hjálpræðis míns, háborg mín! (Sálmur 18:1–3.) Guð blessi minningu þína, elsku amma. Marteinn. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.