Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 20
MINNINGAR 20 MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Maður er aldrei viðbúinn dauðanum. Amma var búin að vera veik lengi og maður reyndi að búa sig undir slæmu tíð- indin. Þrátt fyrir það var ég ekki tilbúin, og erfitt er að trúa því að hún sé farin frá okkur. Ég vona að hún sé komin á betri stað þar sem vel er hugsað um hana, en hún á það skilið eftir að hafa hugsað svona vel um okkur. Ég minnist þess hve vel hún tók á móti okkur þegar við komum norður á Hvammstanga. Hún settist ekki niður og slappaði af fyrr en hún vissi að allir voru ánægðir og saddir. Þá settist hún niður og fór að spila orrustu við hvern þann sem vildi. Við áttum það sameiginlegt að verða aldrei leið á spilaskapnum. Hún var mjög barngóð og góð amma og sýndi það í verki hve vænt henni þótti um okkur. Eins og þegar hún spilaði við mig þó að í rauninni væri ég of ung til að skilja spilið. En ég náði reglunum fljótt vegna áhuga okkar beggja. Dýrmætustu minningar mínar eru frá Hvammstanga, þar sem ég fékk að leika mér í fjörunni og borðaði síð- an góðan sunnudagsmat hjá ömmu. Það var líka yndislegt að sofna út frá sjávarniðnum því að þá færðist ró yf- ir allt og alla. Það er svo undarlegt að ég sjái hana aldrei aftur, en sem bet- ur fer á ég margar góðar minningar HANSÍNA SIGURBJÖRG HJARTARDÓTTIR ✝ Hansína Sigur-björg Hjartardótt- ir fæddist í Ytri-Kefla- víkurbæ á Hellissandi 13. júlí 1919. Hún lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík 7. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 16. maí. til að ylja mér við þegar ég sakna hennar. Amma var svo góð við alla, unga sem aldna og mun hennar verða sárt saknað af öllum sem þekktu hana. Ég er þakklát fyrir að fá að kynnast henni og vona að lífsreglur okkar verði þær sömu, því að þá mun mig ekki skorta ást. Vertu sæl amma mín, ég mun sakna þín sárlega og minning þín mun lifa í hjarta mínu. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, – hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (Halldór Kiljan Laxness.) Sigurbjörg. Hansína Sigurbjörg, móðursystir okkar, var þriðja í hópi tíu systkina, fjögur þeirra lifa hana. Yngsti bróðir hennar, Hreinn, lést í janúar á þessu ári og Hansína, sem við kölluðum alltaf Sínu, lést hinn 7. maí síðastlið- inn. Við sem eftir sitjum söknum af eigingirni þess sem vill hafa allt óbreytt enda þótt við vitum að Sína hefur hlotið hvíld frá langvinnum veikindum. Á svona stundu leitar hugurinn ósjálfrátt til baka og í okk- ar tilfelli allt til okkar fyrstu ára. Móðursystkini okkar og makar þeirra var fólk sem stóð saman í blíðu og stríðu og viðhorf þeirra og skoðanir mótuðu okkur; fólk sem heyrðist í, þó mishátt, og naut þess að koma saman á hátíðisstundum; fólk sem veitti okkur börnunum at- hygli og áhuga. Það var gott að alast upp meðal þessa fólks. Sína var létt á fæti og rösk en hjá henni var alltaf Ég get ekki verið með ykkur öllum í dag en ég er þar samt í huga og elsku mamma mín, mig langar svo til að geta faðmað þig að mér. Í dag er elsku bróðir minn Aðalsteinn Birgir Ing- ólfsson lagður til hvíldar, ég man bara eftir öllum okkar góða tíma saman og ég elska þig alltaf. Þín elskandi systir Anna Ingólfsdóttir Koehn, Crestview í Flórída. Að kveðja jafnkæran og náinn vin eins og Birgir var mér og fjölskyldu minni er mjög erfitt. Og þegar mað- ur sest niður og rifjar upp allar þær góðu stundir sem við áttum með þeim hjónum, þá verður maður bæði þakklátur fyrir minningarnar sem maður á og leiður yfir því að hafa ekki fengið að kveðja, með öðrum orðum en „við sjáumst hress og kát í sumar“ því að á öðru átti maður ekki von þegar við kvöddum þau hjónin í janúar þegar þau voru að fara til Spánar. En lífið er ekki alltaf svo einfalt, því miðvikudaginn 23. apríl fékk ég óþægilega símhringingu, hinum megin á línunni er Lauga frænka og segir að hún hafi ekki góðar fréttir að færa okkur. Hún segir mér að Birgir sé kominn á spítala, hann hafi fengið heilablóðfall og að lækn- arnir segi að það sé engin von að hann lifi það af. Fyrsta sem flaug í gegnum hugann minn var „nei það AÐALSTEINN BIRG- IR INGÓLFSSON ✝ Aðalsteinn Birg-ir Ingólfsson fæddist í Reykjavík 15. desember 1935. Hann lést á La Mar- ina á Spáni hinn 25. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Áskirkju 30. maí. getur ekki verið að hans tími sé kominn,“ en föstudaginn 25. apr- íl kvaddi hann þetta jarðlíf langt fyrir aldur fram. Birgir var einn af þeim sem var annt um heilsu sína, og hélt sér í góðu formi með því að hreyfa sig á hverjum degi fór í sund, labbaði eða golf sem var nýjasta áhugamál hans. Birgir spáði einnig mikið í andleg málefni, og hvernig ætti að lækna sig sjálfur án þess að vera taka inn einhver nútímalyf. Það sást best á því hvaða bækur voru á náttborðinu hans. Birgir kynntist ég fyrst fyrir 28 árum þegar hann og Lauga frænka fóru að draga sig saman, en þá bjuggum við saman á Njálsgötunni þrjár kynslóðir, ég, Lauga frænka og amma. Mér unglingnum fannst nú hálf skrítið að horfa upp á þetta fullorðna fólk sem gat ekki af hvort öðru séð. En á þessum árum fannst manni þegar fólk var komið á fer- tugs aldurinn þá ætti það ekki að sýna tilfinningar sínar nema á bak við luktar dyr. En ég og amma vor- um fljótar að sjá það, að betri mann gat Lauga frænka ekki fengið, því það skein af honum hjartahlýjan og ekki skemmdi útlitið heldur fyrir honum, því Birgir var með mynd- arlegri mönnum. Ekki leið langar tími þar til þau hófu búskap og festu kaup á sinni fyrstu íbúð á Njálsgötunni, nokkr- um húslengjum frá okkur og var mikill samgangur á milli heimilanna, enda leit ég á heimili þeirra sem mitt annað heimili. Þegar ég sjálf hóf búskap nokkrum árum síðar, þá reyndum við að hittast reglulega, með því að spila á fimmtudagskvöld- um eða bara til að spjalla. Og það voru ófá áramót sem við áttum sam- an. Og þegar börnin fóru að koma, þá var það ekki spurning um annað en hann væri kallaður Biggi afi, enda sagði hann að það væri mikill heiður fyrir sig að vera útnefndur afi þeirra og reyndist hann þeim sem slíkur. Birgir átti sér þann draum að búa á heitari slóðum og fyrir u.þ.b. 8. ár- um þegar hann hætti sjómennsk- unni lét hann þann draum rætast, og þau hjónin festu kaup á húsi á Spáni. En þar bjuggu þau yfir vet- urinn og hér heima á sumrin, og ekkert fannst Birgi betra en geta tekið sér góðan göngutúr um ná- grennið eða á ströndinni og farið í golf. Og endalaust gat hann verið að dytta að húsinu enda var hann handlaginn með afbrigðum. Þegar við hjónin fórum að heimsækja þau fyrir 5 árum þá fór ekki á milli mála að þarna leið þeim vel, og voru þau komin með stóran vinahóp í kring- um sig. Og það sást best á því þegar Birgir veiktist svona snögglega, þá var Lauga umvafinn vinum sem vildu allt fyrir hana gera. Fyrir u.þ.b. ári síðan fannst Birg- ir að þau hjónin þyrftu að fara að huga að elliárunum. Því þegar þau yrðu gömul og fótalúin þá yrðu þau að búa í hagkvæmara húsnæði hér heima, og með því hugarfari var íbúðin á Kristnibraut keypt. Engir stigar að fara og útsýnið ákaflega fallegt en þangað fluttu þau inn í fyrra haust. Og þá kom fram enn og aftur hvernig mann Birgir hafði að geyma. Við vorum búin að biðja þau um að láta okkur vita þegar þau myndu flytja svo við gætum hjálpað þeim. En svo var flutt inn í hádeg- inu á föstudegi svo við værum nú örugglega í vinnunni og gætum enga aðstoð veitt. Þegar við inntum þau eftir svari var skýringin, þið vinnið svo mikið að þið eigið að nota ykkar frítíma fyrir sjálfan ykkur. En Birgir var alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum, en að þiggja aðstoð fannst honum alltaf erfitt. Elsku Lauga mín, Heiða, Ingi, Matta og fjölskyldur ykkar. Megi góði guð styrka ykkur í sorginni. Sigríður Jóna og Lýður. ✝ Gestur GunnarAxelsson fæddist í Reykjavík hinn 12. nóv. 1942. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 23. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Axel Hólm Magnús- son, f. 18. apríl 1918, d. 25. sept. 1996, og Sigrún Gestsdóttir, f. 17. júní 1911, d. 1994. Systir Gests sammæðra er Krist- ín Jóna Jóhannsdótt- ir, f. 24. júlí 1946. Gestur ólst upp hjá fósturfor- eldrum frá tveggja ára aldri, þeim Baldri Gestssyni, f. 19. nóv. 1912, d. 3. febr. 2001, og Selmu Kjartansdóttur, f. 30. ágúst 1924. Dætur þeirra eru Auður Bald- ursdóttir, f. 14. okt. 1947, maki Grétar Sæmundsson, f. 17. mars 1943; Unnur Baldursdóttir, f. 20. apríl 1952, maki Haraldur Þór Þórarinsson, f. 29. mars 1953, og Alda Baldursdóttir, f. 20. apríl 1958. Gestur kynntist Minnie Karen Woltan, f. 30. sept. 1943, árið 1960 og slitu þau samvistum árið 1974. Synir þeirra eru: 1)Hrafn Karel Gestsson, f. 15. apríl 1963, kona hans er Þóra Björg Grettisdóttir, f. 1. mars 1969. Eiga þau synina Hrannar Gest, f. 2. nóv. 1986, Aron Karel, f. 1. maí 1990, Hlyn Andra, f. 20. mars 1995, og Fannar Frey, f. 4. okt. 1996. 2) Brynj- ar Carl Gestsson, f. 29. júní 1970, maki Guðrún Snæbjörnsdóttir, f. 10. okt. 1980. Brynjar á dótt- urina Lindu Sif, f. 2 jan. 1992, úr fyrri sambúð. Gestur ólst upp á Ormsstöðum í Dalasýslu en flutt- ist til Reykjavíkur árið 1961 og hóf þá störf hjá Steinstólpum. Gestur hóf svo störf hjá Björgun hf. árið 1967 sem vinnuvélastjóri og starfaði þar til dánardags. Útför Gests fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Enn einu sinni er okkur kippt harkalega niður á jörðina og við er- um minnt á að ekkert er endanlegt og allir þurfa að kveðja. Við sitjum hnípin eftir og skiljum ekki tilgang- inn. Þannig varð okkur innanbrjósts er við fregnuðum andlát Gests. Gestur bróðir var uppeldisbróðir okkar. Hann kom til foreldra okkar þegar hann var rétt að verða tveggja ára og þau ólu hann upp sem sinn eigin son þar til hann hleypti heim- draganum og stofnaði sína eigin fjöl- skyldu. Minningarnar streyma fram, erf- itt að staldra við því að af mörgu er að taka. Við munum uppvaxtarárin. Hann eldri en við og eini strákurinn, treyst fyrir ýmsu sem stelpum er ekki treystandi fyrir; setja brillantín í hárið og fara á dansleik, spila á harmonikuna og stappa í gólfið takt- fast með fætinum; pabbi að lána hann til bændanna í sveitinni til að hjálpa til við ýmis verk, hann að koma heim frá slíkri ferð, allir sitj- andi í eldhúsinu að hlusta á hann segja frá með sínum einstaka frá- sagnarhæfileika hvernig til hafði tekist; hann að lagfæra vélar og síð- ast en ekki síst eru minningarnar um stríðnina ofarlega í huganum. Hann naut þess að stríða. Hann gat verið beinskeyttur, alla vega árædd- um við ekki að stríða á móti nema að hafa eitthvað öruggt á hann og það væri ekkert sem hægt væri að stríða okkur með, annars fengum við það margfalt til baka. Í seinni tíð munum við hann best að hjálpa til í sveitinni. Hann kom í öllum sínum fríum og hjálpaði for- eldrum okkar og eftir lát pabba að- stoðaði hann mömmu að dytta að og lagfæra ýmsa hluti. Stríðnin var ekki orðin eins beinskeytt en ánægj- an var alltaf jafnmikil og það var óhætt að stríða á móti. Ein af dætr- um okkar átti það meira að segja til að byrja að stríða honum til að hann svaraði henni enda lét hún þau orð falla að nú væri besti frændi hennar dáinn. Snyrtimennskan var honum í blóð borin. Ekki var laust við öfund hjá okkur systrunum. Það var alveg sama hvort hann var í vinnufötunum eða sparifötunum, alltaf jafn snyrti- legur. Og það voru fáir sem áttu fínni sparföt. Ein sterkasta minningin nú í seinni tíð er brasið með Gránu gömlu, eins og fyrsti Fergusoninn sem kom í sveitina var kallaður. Hún á sér geymslustað á bak við hlöðu og var löngu komin úr notkun. En á hverju sumri þegar að Gestur kom vestur í sveitina hætti hann ekki að vinna við hana fyrr en hún fór í gang og hann gat keyrt hana nokkra hringi á túninu. Ef hún Grána hefði sál væri hún hnípnari en við. Gestur var ekki víðförull maður. Hann undi sér best í fámenni og hann notaði fríin sín til að fara í sveitina og helst ekkert annað. Hann átti fimm barnabörn sem hann hafði samvistir við nær daglega. Hjá þeim undi hann sér best enda er sökn- uðurinn mikill hjá þeim og fjölskyld- um þeirra. Hann kvaddi þetta líf eins og hans ganga var gegnum lífið, hljóðlega og ekki fyrir neinum. Ef eitthvað er fyrir handan er hann búinn að finna pabba. Við sjáum þá ganga saman, annan eilítið álútan með hendur fyrir aftan bak, hinn tyllir höndum í buxnavasana. Þeir ræða saman heimsmálin, oftast sammála en bera mikla virðingu fyr- ir skoðunum hvor annars. Um leið og við þökkum sam- veruna flytjum við móður okkar, sonum hans og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Systurnar frá Ormsstöðum, Auður Baldursdóttir, Unnur Baldursdóttir, Alda Baldursdóttir. Föstudagurinn 23. maí byrjaði óvenjulega, Gestur mætti ekki til vinnu og hafði ekki samband, eitt- hvað sem aldrei hafði gerst áður á þeim þrjátíu og sex árum sem hann hafði starfað hjá Björgun. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hann hafði látist í svefni á heimili sínu. Þetta kom sem reiðarslag yfir okkur sem störfuðum með Gesti og er stórt skarð höggvið í mannauð Björgunar. Gestur var einstakur sómamaður, hæglátur, samviskusamur og traust- ur og var nærvera hans stöðug, þægileg og mjög góð. Hann hafði mikið dálæti á barnabörnum sínum og talaði um þau af mikilli umhyggju og hlýju, en samband hans við syni sína og tengdadætur var einstaklega gott. Okkur er minnisstæð veisla sem var haldin í tilefni fimmtíu ára af- mælis Björgunar á síðasta ári en þar mætti Gestur og skemmti sér með okkur. Hann var alltaf mikill herra- maður, flottur á velli og snyrtilegur og hafði hann greinilega gaman af að dansa því það gerði hann vel eins og allt annað sem honum viðkom. Í haust ætla starfsmenn Björgun- ar að sameinast í ferð til Amsterdam og átti Gestur að skipa þar heiðurs- sætið í tilefni sextugsafmælis hans síðastliðið haust – en hann verður í huga okkar allra í því sæti þrátt fyr- ir allt. Við vottum aðstandendum hans innilega samúð og kveðjum virðing- arverðan og kæran samstarfsmann og biðjum góðan Guð að taka vel á móti honum. Vor herra Jesú verndin blíð veri með oss í hverri tíð, Guð huggi þá sem hryggðin slær hvort sem þeir eru fjær eða nær. (Hallgrímur Pétursson.) Þórdís Unndórsdóttir, Lára Kjerúlf. Í lífi flestra koma fyrir þau atvik sem festast svo í minni að viðkom- andi man nákvæmlega stað og stund um langt árabil og jafnvel ævilangt. Þannig var um mig er ég fékk fregn- ir af andláti vinnufélaga míns, Gests Axelssonar. Okkar leiðir hafa legið saman um áratuga skeið. Í starfsmannahópi Björgunar ehf. eru margir einstak- lingar með mjög langan starfsaldur, Gestur þó með sýnu lengstan – 36 ár. Öll þau ár hafði hann mætt til starfa, leyst þau af hendi það vel að eftir var tekið bæði af vinnufélögum og viðskiptavinum. Umgengni hans og lagni við vinnuvélar var einstök og þegar slíkur maður hverfur er skarð fyrir skildi. Vinnustaður okkar verður snauðari. Ekki verður lengur um litríkar mannlýsingar að ræða – dýrð dalanna verður ekki framar haldið á lofti í matar- og kaffitímum af Gesti. Rödd hans er þögnuð, eftir situr minning um mætan mann sem skilur eftir góðar minningar. Séu verklegar framkvæmdir stundaðar þar sem við lendum að vegferð okkar á jörðu lokinni þá stendur Gestur þar nú í fylkingar- brjósti og stjórnar á sinn sérstaka hátt. Aldraðri móður, sonum og öðrum ættingjum er vottuð samúð. Páll Karlsson. GESTUR GUNNAR AXELSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.