Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ                         !   "   #  $% BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. GLÆPATÍÐNI á Íslandi hefur á síðustu árum verið að aukast og eru valda geðsjúkdómar oft því að ein- staklingur fremji glæp, það er eins og að það sé ekki unnið nógu mikið til að hjálpa þessu fólki, þótt til séu margar leiðir til þess. Ég ætla ekki að fara að koma með niðurstöðu um hvernig hægt sé að hindra glæpi, heldur einungis að upplýsa fólk, því með vitneskju getum við unnið að forvörnum, þótt það hjálpi ekki nema einum er það þess virði. Geð- ræn vandamál geta valdið afbrotum og segja sumir læknar að það sé sjúkdómur. En í flestum tilvikum eru allir sammála um að hægt sé að lækna sjúkdóminn. Það eru til lyf, meðferðir og endurhæfingar. Geð- ræn vandamál eru talin vera fyrst og fremst af erfðafræðilegum toga og séu sjúkdómar inní einstakling- inum. Mjög mörg afbrot sem framin eru ár hvert tengjast brenglaðri geðheilsu, allir þessir einstaklingar eiga greinilega við einhver vanda- mál að stríða og mjög líklega eitt- hvað sem tengist uppeldi þeirra, hvernig umhverfi þau ólust upp í, hvort sem þau hafa orðið fyrir of- beldi eða jafnvel einelti. Yfirleitt eru svona einstaklingar einfarar og lokast frá samfélaginu, en þá getur einmitt ástand þeirra versnað í miklum mæli. Það hlýtur að vera eitthvað sem hægt er að gera til að hjálpa slíku fólki. Við vitum að ein- staklingurinn mótast af þeim raun- veruleika sem hann eða hún lifir í. Því er mikilvægt að beina miklum kröftum að því sem við vitum að hægt er að breyta eins og t.d. einangrun, of miklu álagi, spennu, ofbeldi, tjáskiptaerfiðleikum o.fl. Það er einnig mikilvægt að veita að- stoð þar sem viðkomandi býr, en ekki rjúfa einstaklinginn úr tengslum við eigið umhverfi. Nei- kvæð reynsla og neikvæðar hugs- anir geta brotið fólk niður, ég hugsa að einn daginn muni vera hægt að hjálpa fólki sem er með geðræn vandamál og jafnvel koma í veg fyr- ir að vandamál þeirra leiti út í af- brot, en við eigum enn langt í land með það. Oftast er stærsta orsök þess að afbrot séu framin eftir hvernig umhverfið og reynsla hefur mótað einstaklinginn. Ekki er unnt að fylgjast með öllum sem eiga erf- itt og gæti það reynst okkur erfitt að fara leita slíkt uppi, það er alltaf einhver sem fer framhjá okkur og þótt sá einstaklingur þarfnist hjálp- ar og líði illa getur verið að hann/ hún kunni ekki að biðja sjálf/ur um hjálp eða að við séum búin að út- skúfa hann/hana úr samfélagi okkar með því að skipta okkur ekkert af honum/henni og jafnvel leggja hann/hana í einelti fyrir það eitt að vera öðruvísi en aðrir. Það leiðir bara til þess að hann/hún forðast okkur og byrgir inni reiði, brenglist og lokist frá öllu samfélaginu og brjálist svo einn daginn eða ekki, slíkt fólk getur samt verið eins og gangandi tímasprengjur. Það þarf einnig að vinna að því að draga úr fordómum í garð fólks með geðræn vandamál, því ef þetta er einungis sjúkdómur, þá er hægt að lækna hann eins og aðra sjúkdóma og það er nauðsynlegt að svo sé gert því allir munu bera hag af því. Raunin er bara sú að það er ekki gert nógu mikið til að hjálpa þessu fólki. DANÍEL HALLDÓR GUÐMUNDSSON, menntaskólanemi. Útlitið þarf ekki að vera svart Frá Daníel Halldóri Guðmundssyni FYRIR rúmlega 40 árum var hér á landi Kanasjónvarp sem sýndi frá- bæra þætti eins og t.d. Untouchables og Bonanza ásamt fleiru ágætis sjón- vapsefni. En því var mótmælt kröft- uglega og það lagt niður. Nú er ís- lenska sjónvarpið orðið Ameríku- seraðra en það gamla hér áður fyrr og enginn segir neitt við því. Jú, reyndar minntist Sigurður Líndal lagapró- fessor, sem stóð að því á þeim árum ásamt öðrum menningarfulltrúum að banna slíkan „ósóma“ og leggja niður að mínu viti það ágæta sjónvarp, á það um daginn í sjónvarpsþættinum Maður er nefndur. Og nú er íslenska sjónvarpið orðið Ameríku-seraðra en Kanasjónvarpið þá. Þvílík rangstaða siðvæðingarinnar. Og frá Evrópu kemur ekkert sjónvarpsefni. Þetta sjónvarpsefni frá Bandaríkjunum hlýtur að vera sent frítt til landsins í áróðursskyni. Það þarf því að siðvæða íslenska sjónvarpið nú þegar, en það sýnir flatneskjulega heimildarþætti, ferlega leiðinlega, upp úr kl. 20 á kvöldin og svo úrþvættismyndir með morðum og nauðgunum að aðalinn- taki þar á eftir. Það koma ekki bæri- legar myndir nema einstöku sinnum, þegar kominn er háttartími fyrir vinnandi fólk daginn eftir, eða um miðnættið. Og Skjár einn er svo stöð- ugt með söngvasyrpur (og reyndar aðrar stöðvar), sem enginn hvítur maður kemur fram í, því það eru negrarnir sem stjórna ameríska skemmtanabransanum svo að segja eingöngu. Fólk þarf að koma saman og breyta þessu háttalagi sjónvarps- ins yfir í Norðurlandasjónvarpsefni og annarra Evrópulanda. Það vill sá ágæti maður Sigurður Líndal meina. Stöndum með honum og tökum okkur tak og verum meiri og betri Íslend- ingar en nú. PÁLL HANNESSON, Ægisíðu 86, Reykjavík. Breyta þarf háttalagi sjónvarpsins Frá Páli Hannessyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.