Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 6. B.i.14.Sýnd kl. 10.05. B.i.12 ára. Sýnd kl.7, 8 OG 10. B. i. 12 ára.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.  KVIKMYNDIR.COM Kvikmyndir.is  ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ Kvikmyndir.is Sýnd í stóra salnum kl. 8. Sýnd kl. 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.10. B.i. 14 ára KRINGLAN kl. 5.30. Ísl. tal. ÁLFABAKKI kl. 4. ísl. tal. Það borgar sig að kynnast fólki vel áður en þú ferð á blint stefnumót á netinu. Queen Latifahfer á kostum og Steve Martin slær í gegn í sinni stærstu gamanmynd frá upphafi! Frábær rómantísk gamanmynd sem hefur allstaðar slegið í gegn. KRINGLAN Sýnd kl. 7. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. KVIKMYNDIR.COM ÓHT Rás 2 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6 og 8. KEFLAVÍK kl. 8. AKUREYRI kl. 8. Kvikmyndir.is LAUGARDALSHÖLLIN var þétt setin á laugardagskvöld en þá mætti lið Íslendinga liði Íra í hnefa- leikahringnum. Það myndaðist fljótlega kröftug stemning í húsinu sem Írunum var sannarlega vorkunn af, enda drundi í hljóðhimnunum: „Áfram Ísland! Áfram Ísland!“ Fyrstar stéu í hringinn hin írska Alanna Audley og hin bráðunga Tinna Guðrún Lúðvíksdóttir. Sú viðureign varð snörp og stutt því dómarinn stöðvaði keppnina strax í fyrstu lotu því Tinna fékk miklar blóðnasir. Hún var engu að síður hin brattasta og sýndi mikla íþróttamennsku enda fögnuðu áhorfendur henni ærlega þó hún lyti í lægra haldi fyrir sér eldri og mun reyndari andstæðingi og í of- análag í sínum fyrsta keppn- isbardaga. Næstir í hringinn voru Ævar Örn Ómarsson, 16 ára, í sínum öðrum bardaga og Fergal Reymond, 22 ára. Að sögn Guðjóns Vilhelms, for- svarsmanns íslenska liðsins, var það fyrir misskilning að Írarnir völdu svo mikið eldri mann á móti Ævari. Tæknilega hefði íslenska liðið getað hafnað bardaganum og fengið dæmdan sigur, en Ævar var ólmur í að spreyta sig og stóð sig vel fyrir manni með miklu meiri lík- amsstyrk þótt hann lyti í lægra haldi að lokum. Þriðji bardaginn var milli Bjarka Bragasonar, 19 ára, í sínum fyrsta bardaga og Ryan Greene, 19 ára, sem á fjölda bardaga að baki. Enn einu sinni beið íslenski keppandinn lægri hlut en áhorfendur hvöttu kröftugar en nokkru sinni fyrr. Brugðið var á leik með spaugi- legum bardaga þeirra Sveppa og Auðuns af PoppTíví. Það sem þá vantaði í hæfni og úthaldi bættu þeir upp með leikrænum tilbrigðum og féllust í faðma í lokin, örþreyttir og glumdu hlátrasköllin um höllina allan tímann. Skúli „Tyson“ sýndi hvað í honum bjó Eftir hlé mættust Skúli „Tyson“ Vilbergsson og Anthony Taylor. Bardaga Skúla má telja á fingrum annarrar handar á meðan Anthony á yfir 90 að baki. Það sást strax að Skúli var mættur til að sigra og lét hann höggin dynja á andstæð- ingnum á meðan áhorfendur gengu af göflunum. Óvænt sté Snorri Baron Jónsson í hringinn og lék kröftugt gítarsóló til að kynna til leiks hinn 25 ára Þórð „Doddy“ Sævarsson sem mætti Hugh Nevinne. Írinn með rúmlega 60 bardaga að baki hafði betur í þetta skiptið. Í lokabardag- anum mætti Skúli Ármannsson Paul O’Rourke. Ekki var laust við að hláturrokur heyrðust úr áhorf- endapöllunum þegar Paul sté í hringinn, enda maður mikill á velli. Hann var þó að sama skapi fastur fyrir en Skúli sýndi honum enga miskunn og knúði hann á kné eftir mikla atlögu. Allt í allt fóru leikar því 4:2 fyrir Íra, en því verður þó vitaskuld að taka með fyrirvara. Maður kvölds- ins var Skúli „Tyson“ sem sýndi með afbrigðum góða frammistöðu. „Þetta kom Írunum á óvart,“ sagði Guðjón Vilhelm. „Bæði fannst þeim umgjörðin um keppnina alveg frábær og boxararnir mjög fram- bærilegir, enda stóðu þeir í hárinu á andstæðingum sínum þrátt fyrir mikinn aldurs- og reynslumun.“ Að sögn Guðjóns verður þó ein- hver bið í næsta bardaga, þó engin ástæða sé til að leyfa keppendunum að safna spiki fyrir því. Farið verð- ur í þjálfunarbúðir í Svíþjóð í júlí og eru uppi hugmyndir um að kljást við Þjóðverja fljótlega eftir það. Morgunblaðið/Sverrir Hetja dagsins: Skúli „Tyson“ Vilbergsson svipti af sér treyjunni og fagnaði ærlega sigrinum á sér mun reyndari Anthony Taylor við ærandi fagnaðarlæti áhorfenda. Bjarki Bragason, í þann mund að greiða Ryan Greene ærlegan kinnhest. Skúli Ármannsson lét höggin dynja á Paul O’Rourke þar til hann féll á kné. Írar höfðu betur, 4:2, gegn Íslendingum í hnefaleikum á laugardag Staðið uppi í hárinu á Írum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.