Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 1
2003  MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A JÓN ARNAR MAGNÚSSON Á VERÐLAUNAPALL Í GÖTZIS / B3 Í fréttinni kemur fram að Man-chester City og Portsmouth hafi borið víurnar í íslenska landsliðs- manninn en Jóhannes er á mála hjá Real Betis og er samningsbundinn félaginu til ársins 2005. Hann var lánaður til Aston Villa og lék með því síðustu fjóra mánuði tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Þar lét hann virkilega að sér kveða og vakti frammistaða hans með Villa mikla athygli en Jóhannes náði að skora tvö mörk, í fyrsta og síðasta leiknum sem hann lék með liðinu. Framtíð Jóhannesar hjá Aston Villa er óviss eftir að David O’Leary tók við stjórninni hjá félaginu af Graham Taylor, en Taylor fékk Jó- hannes til liðs við Aston Villa og sóttist eftir að kaupa hann. O’Leary hefur ekki tekið ákvörðum um fram- tíð Jóhannesar en ku vera á hött- unum eftir Neil Lennon, miðju- manni Celtic. „Markaðurinn var að opna í dag svo ég reikna með að mín mál skýr- ist þegar líður á mánuðinn. Það er vonandi að forsetinn hafi rétt fyrir sér hvað tilboðin varðar en þetta gæti líka verið einhver „taktík“ hjá Real Betis til að selja mig. Ég get staðfest að ég hef heyrt af áhuga Manchester City og Portsmouth en þau hafa samt ekki haft samband við mig, alla vega ekki enn sem komið er. Annars er ég mjög róleg- ur yfir þessu öllu saman en mér sýn- ist að Spánverjarnir séu að ókyrrast og vilji selja mig sem fyrst,“ sagði Jóhannes Karl við Morgunblaðið í gær. Jóhannes Karl orð- aður við Man. City JÓHANNES Karl Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er greinilega eftirsóttur af enskum félögum en forseti Real Betis, Manuel Ruiz de Lopera, segir í viðtali við breskt blað í gær að hann hafi á borði sínu tilboð frá þremur enskum liðum og hann útilokar ekki að fleiri tilboð berist í Íslendinginn. „Við munum láta Jóhannes til þess liðs sem bíður best,“ segir forsetinn. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Íslenska íþróttafólkið sem keppir á Smáþjóðaleikunum er hér að koma á hótel á Möltu síðdegis í gær. Fremstur á myndinni til vinstri er sundmaðurinn Örn Arnarson. Ef að líkum lætur mun hann sanka að sér verðlaunum í sundkeppni leikanna, eins og á síðustu leikum. STÆRSTI hópur íslenskra íþróttamanna, sem farið hefur í einu út fyrir land- steinana, lenti á Möltu síð- degis í gær en þar hefjast í dag tíundu Smáþjóðaleik- arnir. Íslendingar senda 129 keppendur á leikana og keppa þeir í tíu íþrótta- greinum. Hópurinn flaug með leiguvél frá Flug- leiðum til Möltu og alls voru ríflega 190 manns með í för. Það eru keppendur í skvassi sem ríða á vaðið í dag og síðdegis verður opnunarhátíð leikanna. Á morgun hefst síðan keppni í flestum greinum og munu keppendur reyna með sér fram á laugardag þegar leikunum lýkur, en íslenski hópurinn kemur heim á sunnudagskvöldið. Keppendur á Smáþjóða- leikum koma frá átta lönd- um, en rétt til þátttöku hafa þær þjóðir í Evrópu þar sem íbúar eru færri en ein milljón. Átta þjóðir senda keppendur að þessu sinni en þær eru auk Ís- lands og gestgjafanna Möltu Andorra, Kýpur, Liechtenstein, Lúx- emborg, Mónakó og San Marínó. Leikarnir eru nú haldn- ir á Möltu í annað sinn, en þar fóru þeir einnig fram árið 1993. Fyrst voru Smá- þjóðaleikarnir haldnir í San Marínó árið 1985 og þeir hafa einu sinni verið haldnir á Íslandi, 1997. Fjöl- menni til Möltu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.