Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 6
ÍÞRÓTTIR 6 B MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT  CHELSEA keypti í gær ítalska markvörðinn Marco Ambrosio frá Chievo. Þessi 30 ára gamli mark- vörður á að leysa Hollendinginn Ed de Goy af hólmi en samningur hans við Lunúndaliðið verður ekki endur- nýjaður.  JÓHANNES B. Jóhannesson, Ís- landsmeistari í snóker, hefur unnið tvo leiki og tapað einum á Evrópu- mótinu í snóker sem nú stendur yfir í Þýskalandi. Jóhannes tapaði í gær fyrir Íranum Garry Hardiman, 4:0. Brynjar Valdimarsson hefur hins vegar unnið báða leiki sína til þessa.  OTTMAR Hitzfeldt er orðinn sig- ursælasti þjálfari Þýskalands eftir sigur Bayern München á Kaisers- lautern í úrslitum bikarkeppninnar. Þetta var 15. titill Hitzfelds á ferl- inum en Udo Lattek vann 14 titla á þjálfaraferli sínum.  HITZFELD hefur tvívegis stjórn- að liði til sigurs í Evrópukeppni meistaraliða, Dortmund 1997 og Bayern München 2001. Sex meist- aratitlar eru komnir í safn þjálfar- ans, tveir með Dortmund 1995 og 1996 og fjórir með Bayern, 1999, 2000, 2001, og 2003. Bikarmeistara- titlarnir eru tveir með Bayern, 2000 og 2003, og þegar hann var við stjórnvölinn hjá Grasshoppers í Sviss varð liðið tvívegis meistari og bikarmeistari þrisvar sinnum.  REAL Madrid hafnar því staðfast- lega að hafa borið víurnar í Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsen- al. Fjölmiðlar hafa á undanförnum dögum og vikum greint frá því að forráðamenn Madrid-liðsins hafi sett sig í samband við Wenger með það fyrir augum að fá hann til að taka við liðinu af Vincente Del Bosque en samningur hans við félagið rennur út síðar í sumar.  ÞJÓÐVERJAR áttu ekki í erfið- leikum með að leggja Kanadamenn að velli í vináttulandsleik í knatt- spyrnu í gær í Wolfsburg, 4:1. Berti Vogts, fyrrverandi þjálfari Þjóð- verja og núverandi þjálfari Skot- lands, var á meðal áhorfenda, en Skotar mæta Þjóðverjum í Evrópu- keppninni í Glasgow á laugardaginn kemur. FÓLK Þetta er fjórða tvenna Bayern-liðs-ins frá upphafi en þetta sigur- sæla lið hampaði deildar- og bikar- meistaratitli árin 1969, 1986 og 2000. Bæjarar fengu óskabyrjun í viður- eigninni gegn Kaiserslautern því eftir aðeins 10 mínútna leik var staðan orð- in, 2:0, og var Michael Ballack að verki í bæði skiptin. Ballack skoraði með skalla á 3. mínútu eftir sendingu Owens Hargraeves og þeir voru aftur á ferðinni 7 mínútum síðar. Hargraeves var felldur og úr víta- spyrnunni sem dæmd var skoraði Ballack af öryggi. Perúbúinn Claudio Pizaro bætti þriðja markinu við á 50. mínútu en liðsmenn Kaiserslautern náðu að laga stöðuna 10 mínútum fyr- ir leikslok þegar Miroslav Klose skor- aði. Tveimur mínútum áður en Klose skoraði fékk Marian Hristov, liðs- maður Kaiserslauterns, reisupassann fyrir brot á Giovane Elber. Ottmar Hitzfeldt, þjálfari Bayern, braut blað í sögu þýsku knattspyrn- unnar en hann varð fyrsti þjálfarinn til vinna tvöfalt með sitt lið, en hann var við stjórnvölinn hjá Bæjurum fyr- ir þremur árum. „Ég var í tapliði í fyrra á þremur vígstöðvum svo ég er ákaflega glaður yfir þessum úrslitum,“ sagði Ballack eftir leikinn en hann lék með Lever- kusen á síðustu leiktíð sem tapaði tveimur úrslitaleikjum í fyrra, í bik- arkeppninni og Meistaradeildinni, og varð í 2. sæti á eftir Dortmund í deild- arkeppninni. „Það má segja að þessi kröftuga byrjun okkar hafi gert út um leikinn og eftir hana höfðum við leikinn í okk- ar höndum,“ sagði Ballack ennfrem- ur. Annar bikar AC Milan á þremur dögum AC Milan tryggði sér á laugardag bikarmeistaratitilinn í ítalska boltan- um. Liðið gerði 2:2-jafntefli við Roma í seinni leik liðanna, sem fram fór í Milan. Francesco Totti skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og kom liðinu í 2:0 en Brasilíumaðurinn Rivaldo minkaði muninn fyrir heimamenn áður en Fil- ippo Inzaghi jafnaði metin. Undir lok- in harðnaði leikurinn mikið og þeir Antonio Cassano og Francesco Totti fengu báðir að líta rauða spjaldið. Fyrri leik liðanna lauk með 4:1-sigri Milan í Róm. Paolo Maldini var hæst- ánægður að leik loknum. „Við spiluð- um frábærlega í dag, sérstaklega ef tekið er mið af því að við lékum til úr- slita í Meistaradeild Evrópu aðeins þremur dögum fyrir þennan leik. Vonandi eru þessir tveir titlar aðeins upphafið að nýju gullaldarskeiði hjá AC Milan.“ Reuters Þýsku landsliðsmennirnir Oliver Kahn, fyrirliði Bayern, og Michael Ballack fagna bikarmeistaratitlinum í Berlín. Fjórða tvenna Bæjara BAYERN München varð þýskur bikarmeistari í 11. sinn í sögu fé- lagsins þegar liðið bar sigurorð af Kaiserlautern í úrslitaleik á ól- ympíuleikvanginum í Berlín á laugardagskvöldið. Rúmlega 70.000 áhorfendur sáu Bæjara sigra, 3:1, og tryggja sér þar með annan tit- ilinn á leiktíðinni en Bayern München varð fyrir nokkru þýskur meistari í 18. sinn eftir mikla yfirburði í 1. deildar keppninni. KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Hlíðarendi: Valur – Þróttur R..............19.15 Efsta deild kvenna, Landsbankadeild: Vestmannaeyjar: ÍBV – Breiðablik..........20 Bikarkeppni KSÍ VISA-bikar karla: Keflavík: Keflavík 23 – Breiðablik............20 Húsavík: Völsungur – Leiftur/Dalvík ......20 Helgafellsvöllur: KFS – Fram 23 .............20 Borgarnes: Skallagrímur – Deiglan .........20 Fagrilundur: HK – Haukar 23 ..................20 Árskógsst.: Reynir Á. – Tindastóll ...........20 VISA-bikar kvenna: Egilshöll: Fjölnir – HSH ...........................20 Kópavogsvöllur: HK/Víkingur – Fylkir ...20 Kaplakriki: FH – RKV ..............................20 Í KVÖLD KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Fylkir - FH................................................ 3:0 Staðan: Fylkir 4 3 0 1 8:2 9 KR 3 2 1 0 4:2 7 Valur 3 2 0 1 6:6 6 FH 4 1 2 1 5:4 5 ÍA 3 1 1 1 4:3 4 KA 3 1 1 1 4:5 4 Þróttur R. 3 1 0 2 5:6 3 Grindavík 3 1 0 2 4:6 3 ÍBV 3 1 0 2 4:7 3 Fram 3 0 1 2 4:7 1 Markahæstir: Haukur Ingi Guðnason, Fylkir .................. 3 Jóhann H. Hreiðarsson, Valur ................... 3 Sinisa Kekic, Grindavík .............................. 3 Björgólfur Takefusa, Þróttur R................. 2 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV ............. 2 Gunnar Þór Pétursson, Fylkir ................... 2 Hjálmar Þórarinsson, Þróttur R. .............. 2 Jónas Grani Garðarsson, FH ..................... 2 Steinar Tenden, KA .................................... 2 1. deild karla Keflavík - Þór........................................... 1:3 Þórarinn Kristjánsson 64. - Jóhann Þór- hallsson 7., Pétur Kristjánsson 75., Ingi Hrannar Heimisson 90. Staðan: Víkingur R. 3 2 1 0 6:2 7 Þór 3 2 1 0 6:3 7 Keflavík 3 2 0 1 8:6 6 HK 3 1 2 0 4:2 5 Afturelding 3 1 2 0 2:1 5 Haukar 3 1 1 1 4:6 4 Njarðvík 3 1 0 2 5:6 3 Stjarnan 3 0 2 1 4:6 2 Leiftur/Dalvík 3 0 1 2 1:4 1 Breiðablik 3 0 0 3 1:5 0 2.deild karla Sindri - Fjölnir ......................................... 1:4 Sævar Gunnarsson - Davíð Þór Rúnarsson, Kristinn S. Sigurjónsson, Ilija Kitic, Steinn Símonarson. Staðan: Völsungur 3 3 0 0 15:4 9 Fjölnir 3 2 0 1 9:6 6 KS 3 2 0 1 8:5 6 ÍR 3 2 0 1 7:4 6 Víðir 3 2 0 1 6:3 6 Selfoss 3 1 1 1 5:4 4 Tindastóll 3 1 0 2 5:9 3 KFS 3 1 0 2 6:11 3 Sindri 3 0 1 2 2:7 1 Léttir 3 0 0 3 1:11 0 3. deild karla: A-riðill: BÍ - Drangur............................................. 3:1 Staðan: Víkingur Ó 2 2 0 0 3:1 6 BÍ 2 1 0 1 4:3 3 Skallagr. 2 1 0 1 3:2 3 Deiglan 2 1 0 1 2:1 3 Drangur 3 1 0 2 4:5 3 Bolungarvík 2 1 0 1 2:4 3 Númi 1 0 1 0 2:2 1 Grótta 2 0 1 1 2:4 1 B-riðill: Freyr - Hamar.......................................... 4:2 Staðan: Leiknir R. 2 2 0 0 15:1 6 Freyr 2 2 0 0 6:2 6 Reynir S. 2 1 1 0 10:1 4 ÍH 2 1 1 0 4:1 4 Árborg 2 0 2 0 1:1 2 Hamar 2 0 0 2 3:8 0 Afríka 2 0 0 2 0:8 0 Ægir 2 0 0 2 1:18 0 C-riðill: Snörtur - Hvöt .......................................... 0:2 Staðan: Hvöt 2 1 1 0 4:2 4 Reynir Á 2 1 1 0 3:2 4 Neisti H. 2 1 0 1 5:5 3 Vaskur 2 1 0 1 3:3 3 Magni 2 0 2 0 3:3 2 Snörtur 2 0 0 2 3:6 0 Efsta deild kvenna, Landsbankadeild KR - Þór/KA/KS ......................................9:1 Hrefna Jóhannesdóttir 5, Ásthildur Helga- dóttir 2, Katrín Ómarsdóttir, Þóra B. Helgadóttir vítasp. - Kristín M. Gísladóttir. Staðan: KR 4 3 1 0 20:3 10 Valur 3 2 1 0 7:4 7 ÍBV 3 2 0 1 15:4 6 Breiðablik 3 2 0 1 4:6 6 Stjarnan 3 1 0 2 5:6 3 FH 3 1 0 2 3:4 3 Þór/KA/KS 4 1 0 3 4:14 3 Þróttur / Haukar 3 0 0 3 1:18 0 1. deild kvenna: HK/Víkingur - Hvöt ................................. 5:0 Staðan: HK/Víkingur 2 2 0 0 6:0 6 RKV 2 2 0 0 8:4 6 Breiðablik 2 1 1 0 0 3:2 3 Fjölnir 2 1 0 1 2:2 3 ÍR 2 0 0 2 3:5 0 Þróttur/Haukar 2 1 0 0 1 1:3 0 HSH 2 0 0 2 3:10 0 Bikarkeppni kvenna, Visa bikarkeppnin: Þróttur/Haukar - ÍA ................................ 3:4 Þýskaland Úrslitaleikurinn í bikarkeppninni: B. München - Kaiserslautern ................. 3:1 Michael Ballack 3., 10. vítasp., Claudio Piz- aro 50. - Miroslav Klose 80. - 71,000. Frakkland Úrslitaleikurinn í bikarkeppninni: París SG - Auxerre .................................. 1:2 Skotland Úrslitaleikurinn í bikarkeppninni: Rangers - Dundee.................................... 1:0 Lorenzo Amoruso 66. - 47,136. Ítalía Úrslitaleikurinn í bikarkeppninni: AC Milan - Roma...................................... 2:2 Rivaldo 65., Filippo Inzaghi 90. - Francesco Totti 56., 64. - Rauð spjöld. Antonio Cass- ano (Roma) 70, Totti (Roma) 86. - 70,000.  AC Milan vann samanlagt í tveimur leikj- um, 6:3. Austurríki Úrslitaleikur í bikarkeppninni Austria Vín - Kärnten ............................. 3:0 Spánn Santander – Espanyol ..............................5:2 Real Sociedad – Valencia..........................1:1 Sevilla – Huelva.........................................1:0 Barcelona – Málaga ..................................2:1 Alavés – Real Betis ...................................0:1 Mallorca – Vallecano.................................1:1 Valladolid – Osasuna.................................0:2 Villarreal – Bilbao .....................................1:1 Deportivo – Atl. Madrid ...........................3:2 Real Madrid – Celta Vigo .........................1:1 Staða efstu liða: Real Sociedad 36 21 10 5 66:42 73 Real Madrid 36 20 12 4 79:41 72 Deportivo 36 21 6 9 63:43 69 Celta Vigo 36 16 10 10 42:32 58 Valencia 36 16 9 11 52:32 57 Bilbao 36 14 10 12 59:56 52 Barcelona 36 13 11 12 58:46 50 Sevilla 36 13 11 12 36:33 50 Belgía Úrslitaleikur í bikarkeppninni La Louviere - Sint-Truiden..................... 3:1 Noregur Bodö/Glimt – Rosenborg ..........................0:3 Bryne – Tromsö.........................................6:1 Lilleström – Ålesund ................................1:1 Lyn – Sogndal............................................3:0 Stabæk – Vålerenga..................................1:0 Odd Grenland - Viking............................. 1:1 Staða efstu liða: Rosenborg 9 8 1 0 23:5 25 Stabæk 9 5 2 2 14:8 17 Viking 9 4 4 1 17:10 16 Bodö/Glimt 9 4 3 2 13:10 15 Sogndal 9 4 2 3 14:14 14 Odd Grenland 9 4 2 3 15:16 13 Bryne 9 4 0 5 20:14 12 Lyn 9 3 3 3 15:17 12 Lilleström 9 2 4 3 8:14 10 Ísland – Danmörk 31:32 Gangur leiksins: 0:1, 4:4, 8:7, 8:12, 13:13, 15:16, 17:20, 21:24, 24:26, 27:29, 30:31, 31:32. Mörk Íslands: Jaliesky Garcia 9/1, Guðjón Valur Sigurðsson 8/2, Ásgeir Örn Hall- grímsson 4, Dagur Sigurðsson 3, Róbert Sighvatsson 2, Snorri Steinn Guðjónsson 1, Bjarni Fritzson 1, Vignir Svavarsson 1, Ar- on Kristjánsson 1, Róbert Gunnarsson 1. Varin skot: Guðmundundur Hrafnkelsson 8/1, Birkir Ívar Guðmundsson 7. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Dana: Nikolaj Jacobsen 5/2, Lasse Andersen 4, Michael Knudsen 4, Jesper Noddesbo 4, Hans Lindberg 4, Lars Möller Madsen 3, Bo Spellerberg 3, Rune Ohm 2, Kristian Back 2, Lars Rasmussen 1. Varin skot: Kristian Asmussen 7/1, Mich- ael Bruun 8. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Peter Hansson og Peter Olsson frá Svíþjóð, sæmilegir. Áhorfendur: 1.127.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.