Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 8
LITHÁÍSKI handknatt- leiksmaðurinn Svukynas Gintaras mun leika með liði Aftureldingar í Mosfellsbæ á næstu leiktíð. Gintaras skrifaði um helgina undir eins árs samning við Aftur- eldingu með möguleika á framlengingu um eitt ár en hann er öllum hnútum kunnugur í Mosfellsbænum. Gintaras, sem er ákaflega lunkinn leikstjórnandi, var fyrirliði Aftureldingar þeg- ar liðið hampaði Íslands- meistaratitilinum árið 1999 en hann yfirgaf liðið fyrir tveimur árum og hefur leik- ið í heimalandi sínu und- anfarin misseri. Jóhann Guðjónsson, formaður handknattleiksdeildar Aft- ureldingar, innsiglaði samninginn við Gintaras í Kaunas í Litháen um helgina og í samtali við Morgunblaðið sagðist hann mjög ánægður með að fá leikmanninn í raðir Aftur- eldingar á nýjan leik. Gintaras aftur til Mosfellinga  AUÐUN Helgason lék með Lands- krona í gær en liðið tapaði fyrir Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.  ATLI Sveinn Þórarinsson var ekki í leikmannahópi Örgryte sem tapaði heima fyrir Hammarby, 1:0.  ÁRNI Gautur Arason var ekki í marki norsku meistaranna í Rosen- borg þegar liðið sigraði Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gær.  DAVÍÐ Þór Viðarsson og Indriði Sigurðsson léku allan leikinn fyrir Lilleström sem gerði 1:1-jafntefli við Álasund. Ríkharður Daðason lék síðustu 20 mínúturnar en Gylfi Ein- arsson var í leikbanni.  HELGI Sigurðsson og Jóhann B. Guðmundsson voru í byrjunarliði Lyn sem vann góðan sigur á Sogn- dal, 3:0. Helgi lék allan leikinn en Jó- hanni var skipt út af á 88. mínútu. Báðir voru þeir líflegir í sóknarleik Lyn en tókst ekki að skora.  AUXERRE sigraði Paris St. Germain í úrslitum frönsku bikar- keppninnar á laugardag, 2:1. PSG náði forystunni í fyrri hálfleik þegar Hugo Leal skoraði en Auxerre náði að snúa leiknum sér í vil í síðari hálf- leik. Djibril Cisse og Jean Alain Bo- umsong skoruðu þá mörk Auxerre og tryggðu þar með liðinu þriðja bik- armeistaratitilinn í sögu félagsins.  SOL Campbell, leikmaður Arsen- al, hefur hótað því að leika ekki með enska landsliðinu framar. Campbell telur fjögurra leikja bannið sem hann fékk eftir að hafa slegið Ole Gunnar Solskjær í andlitið ósann- gjarnt og heldur því fram að ef Alan Shearer hefði gert hið sama hefði Shearer sloppið.  ÞJÓÐVERJAR báru sigurorð af Norðmönnum, 28:27, í vináttulands- leik í handknattleik karla í Bielefeldt á laugardaginn. Þjóðverjar, sem ekki voru með sitt sterkasta lið, voru yfir í hálfleik, 12:11. Niemeyer, leik- maður Minden, var markahæstur í liði Þjóðverjar með 5 mörk og þeir Christian Zeitz, Heiko Grimm og Oprea gerðu 4 mörk hver. Stig Strand var atkvæðamestur í liði Norðmanna með 8 mörk. FÓLK BANDARÍSKI tenniskappinn Andre Agassi tryggði sér í gær sæti í 8 manna úrslitum á opna franska meistaramótinu í tennis. Fórn- arlamb Agassi var Brasilíumaðurinn Flavio Saretta sem hafði unnið sigur á fyrrum meistara, Rússanum Jevg- eny Kafelnikov, í 16-manna úrslit- unum. Agassi átti ekki vandræðum með að leggja Brassann að velli og eftir 103 mínútna leik var leiknum lokið. Agassi hafði betur í þremur settum, 6:2, 6:1 og 7:5. Eftir að Ástr- alinn Lleyton Hewitt féll úr leik er Agassi talinn sigurstranglegastur og eins og þessi 33 ára gamli kappi lék í gær er mjög líklegt að hann fari alla leið. Hewitt, sem er efstur á styrk- leikalista tennismanna, tapaði óvænt fyrir Spánverjanum Tommy Ro- bredo, í þriðju umferð mótsins. Hew- itt vann tvö fyrstu settin 6:4 og 6:1 en Robredo tók sig til og vann þrjú næstu 6:3, 6:2 og 6:3. Hjá konum er Serena Williams er sigurstrangleg en hún komst áfram í gær eftir sigurinn á Ail Sugiyama frá Japan í tveimur settum, 7:5 og 6:3. Serena, sem þurfti að hafa tals- vert fyrir sigrinum, mætir frönsku stúlkunni Amelie Mauresmo í 5. um- ferðinni en hún vann öruggan sigur á Magui Serna frá Spáni, 6:1 og 6:2. Óvænt úrslit urðu svo síðdegis í gær þegar Venus Williams tapaði fyrir rússnesku unglingsstúlkunni Veru Zvonarevu, 2:6, 6:2 og 6:4. Hin 18 ára gamla tenniskona frá Moskvu lék Venus grátt og náði að leggja hana að velli á tveimur klukkustund- um. Agassi og Serena líkleg til afreka Jaliesky Garcia átti stórleik fyriríslenska landsliðið og skoraði 9 mörk. Hann fór meiddur af leikvelli um miðjan seinni hálfleikinn eftir sam- stuð við Hans Óttar Lindberg í liði Dana. Þetta samstuð varð til þess að Guðmund- ur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari var rekinn af velli eftir að láta í ljós sína skoðun á dómgæslu Svíanna sem dæmdu leikinn. Morgunblaðið náði tali af Guðmundi eftir leikinn og bað hann um að fara yfir leikina tvo og láta í ljós það sem hann væri ánægður með og það sem mætti betur fara. Verðum að nýta strákana „Fyrst og síðast höfum við í þess- um leikjum verið að freista þess að breikka landsliðshópinn. Ég vildi í þessum leikjum gefa ungum og óreyndari mönnum tækifæri og vildi með því auka breiddina og þessir leik- menn hafa standið sig virkilega vel flestir hverjir. Liðið spilaði ágætlega í þessum leikjum þó að þetta margir ungir og reynslulitlir leikmenn væru að spila og það er mjög jákvætt. Við verðum bara að nýta þessa stráka betur, það eru fjórir leikir framundan sem gefa þessum strákum tækifæri til að stimpla sig inn. Ég var líka að prófa nýja varnaraðferð, 5/1 vörn, sem gekk mjög vel lengst af í fyrri leiknum. Við erum einnig að þróa eitt og annað í sóknarleiknum og margt af því leit dagsins ljós í þessum leikjum.“ Prófa nýja hluti í vörninni Guðmundur var þó ekki alveg í sjö- unda himni með leik liðsins og sagði að það væri margt sem þyrfti að laga: „Það er ýmislegt sem þarf að laga. Í fyrsta lagi er ég óánægður með hvað við misnotuðum allt of mörg dauða- færi auk þess sem varnarleikurinn var alls ekki nógu góður. Loks vorum við að skila okkur allt of seint til baka í vörnina þannig að þeir náðu að setja á okkur 7 eða 8 mörk úr hraðaupp- hlaupum í fyrri hálfleik. Ég breytti vörninni síðan í flata vörn í seinni hálf- leik og þá fór þetta að ganga betur hjá okkur.“ Spurður um það hvað hann væri ánægðastur með varðandi þessa tvo leiki sagði hann að ýmislegt sem hópurinn hafi verið að þróa sóknar- lega hafi komið ágætlega út. „Miðað við það hve stuttan tíma við höfum haft til stefnu get ég ekki verið annað en ánægður með það hvernig liðið var að leika. Ég hef haft þá leikmenn sem leika hér heima á æfingum í um tvær vikur, en hins vegar hafa þeir leik- menn sem leika með liðum í Þýska- landi aðeins verið við æfingar í örfáa daga. Ég er því nokkuð ánægður með það hvað liðið virtist ná ágætlega saman. Í varnarleiknum erum við einnig að prófa nýja hluti, líkt og 5/1 vörnina í fyrri leiknum sem gekk mjög vel, en ekki eins vel í þeim seinni. Þess ber líka að geta að það vantar lykilleikmenn í vörnina sem hafa verið að bera uppi varnarleikinn hjá okkur. Rúnar Sigtryggsson, Pat- rekur Jóhannesson, Sigfús Sigurðs- son, Sigurður Bjarnason og Ólafur Stefánsson, sem lék ekki seinni leik- inn, eru leikmenn sem vantaði og það munar nú um minna. Þannig að það var margt mjög jákvætt og ég held að við séum á réttri braut með okkar leik.“ Eins og áður sagði fékk Guðmund- ur að líta reisupassann í leiknum eftir að hann lét óánægju sína með dóm- gæslu í ljós. Hann gerði sér lítið fyrir og barði hressilega í borðið hjá eft- irlitsdómaranum og var rekinn út af fyrir vikið. Hann brosti að þessu eftir leikinn og sagði margt gerast í hita leiksins, verst væri hvað hann væri aumur í hnefanum. Morgunblaðið/Kristinn Jaliesky Garcia, leikmaður Göppingen í Þýskalandi, lék vel með landsliðinu gegn Dönum. Við erum að freista þess að breikka hópinn ÍSLENDINGAR og Danir mættust öðru sinni í vináttulandsleik í Smáranum á laugardaginn. Ísland sigraði í fyrri leiknum nokkuð örugglega, 36:31, en annað var upp á teningnum á laugardaginn. Danirnir höfðu frumkvæðið allan leikinn en íslenska liðið var þó ná- lægt því að jafna metin undir lok leiksins en Michael Bruun, mark- vörður Dana, varði skot Guðjóns Vals Sigurðssonar undir lok leiks- ins, og tryggði Dönum sigur, 32:31. Benedikt Rafn Rafnsson skrifar Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, gaf ungum leikmönnum tækifæri í tveimur landsleikjum gegn Dönum ■ Úrslit/B6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.